Morgunblaðið - 02.05.2003, Page 51

Morgunblaðið - 02.05.2003, Page 51
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 51 Erum í Laugavegi 91 s. 511 1717 Kringlunni s. 568 9017 Diesel Imits Diesel Studio Laura Aime Diabless Kookaï DÖMUR HERRAR gallabuxur barnaföt jakkar bolir bolir kápur 5.990 20% afsl. 10% afsl. 20% afsl. 1.990 3.990 10% afsl. Jakkaföt Diesel Diesel 4You 4You 4You 4You gallabuxur bolir gallabuxur renndar peysur skyrtur bolir 15.990 5.990 30% afsl. 3.990 3.990 2.990 1.990 frá: SUMARSKAPI á LÖNGUM LAUGARDEGI Ca fé 1 7 CHRISTIAN leitar að Allen vini sínum og samstarfsmanni. Í fyrstu virðist aðalkostur myndarinnar fel- ast í þeirri tilviljun að Christian er heimildamyndaleikstjóri og Allen er kvikmyndatökumaður. En myndin er miklu meira en það. Fjögur ár líða frá hvarfi Allens þar til Christian fer til Bandaríkj- anna að leita hans. Í raun er myndin eins og lögreglurannsókn, þar sem við áhorfendur fylgjumst með Christian frá upphafi uppgötva furðulegustu hluti í sambandi við hvarf vinar síns, og komumst sífellt nær og nær örlagastundinni. Við tökum þátt í rannsókninni einsog í sjónvarpsmynd, erum meðvirk, fyll- um í eyðurnar, óttumst það versta, og komumst að sannleikanum. Uppbygging myndarinnar er vægast sagt frábær, og klipparinn stendur sig stórkostlega. Þar sem félagarnir eru kvikmyndagerðar- menn er til fullt af skemmtilegu myndefni af Allen og eftir Allen, sem gefur okkur góða mynd af hon- um sem persónu, og hjálpar okkur að reyna að ráða gátuna. Myndefnið snilldarlega notað og samansett, og myndin sérlega fagmannleg á allan hátt. Myndin er mjög áhugaverð um leið og hún er óhugguleg, þar sem dularfull eiginkona, sértrúarsöfnuð- ir, líf á öðrum hnöttum og önnur furðulegheit koma við sögu. Maður getur ekki annað en ímyndað sér hversu margir hafa hlotið sömu ör- lög og Allen, og mann hryllir við. Þetta er athyglisverð karakter- stúdía og margslungin mynd sem vekur fullt af spurningum um mannssálina og nútímasamfélag. Það væri auðvelt fyrir Christian að vera reiður, með ásakanir, sam- særiskenningar og fordóma í garð margs þess fólk sem hann þarf að hafa samband við við gerð mynd- arinnar, en hann velur ekki þá leið. Þótt Allens saknað sé vissulega spennumynd, er hún einnig ljóðræn mynd full saknaðar eftir góðum vin- skap og sameiginlegri sýn í kvik- myndagerðinni. Þetta er sérlega smekkleg mynd í allri sinni hóg- værð og full af virðingu í garð Allens og aðstandenda. Spennandi vinaleit HEIMILDARMYNDIR Háskólabíó – Shorts & Docs ALLENS SAKNAÐ/MISSING ALLEN Leikstjórn: Christian Bauer. Kvikmynda- taka: Michael Gööck og fleiri. Framleið- andi: Tangram Film. 92 mín. Þýskaland 2002. Hildur Loftsdóttir Allen saknað: „Uppbygging myndarinnar er vægast sagt frábær, og klipparinn stendur sig stórkost- lega.“                         !"#     !# $%  & % # ' (       !')# ! ( # *  #( +++,+     -   .  %/   . Aðlögun/ Adaptation Mjög óvenjuleg, fersk, frumleg og áhuga- verð. Sannarlega gleðiefni. (H.L.) Háskólabíó, Sambíóin. Chicago Kyngimögnuð og kynþokkafull söng- og dansamynd. (S.V.) Smárabíó, Regnboginn, Borgarbíó, Akureyri. Fjórum vikum síðar/ 28 Days Later Mynd sem enginn hrollvekjuunnandi má missa af. (S.V.) Regnboginn, Háskólabíó. Keila leikin fyrir Columb- ine/Bowling for Columbine Michael Moore setur fram öfluga sam- félagsrýni í þessari þeysireið um banda- ríska þjóðarsál. (H.J.) Regnboginn. Nói Albínói Frumleg og vel gerð mynd í alla staði sem gerist í einangruðu sjávarþorpi þar sem óvenjulegur uppreisnarmaður á í stríði við menn og máttarvöld. Magnað byrjenda- verk. (S.V.) Háskólabíó. Píanóleikarinn / The Pianist Roman Polanski og samstarfsfólk hans skapað heildstætt og marghliða kvik- myndaverk. (H.J.) Háskólabíó. Gullplánetan / Treasure Island Skemmtilegar og frumlegar persónur í geggjuðu umhverfi. (H.L.)  Sambíóin. Veiðin/The Hunted Friedkin og áhöfn eiga fínan dag, útkom- an spennandi afþreying byggð á bjargi góðrar sögu. (S.V.)  Sambíóin Reykjavík og Akureyri. Charlotte Gray Vandvirknislega gerð kvikmynd en gölluð, sem lýsir þátttöku ungrar skoskrar konu í frönsku andspyrnuhreyfingunni. (H.J.)  Háskólabíó. Didda og dauði kötturinn Didda er níu ára gömul Keflavíkurmær sem gengur á milli bols og höfuðs á glæpalýð í Bítlabænum. Góður leikur, hollt, gott og gamaldags barnagaman. (S.V.)  Háskólabíó, Sambíóin. Dreamcatcher / Draumafangarinn Hressileg og lúmskt fyndin hrollvekja byggð á skáldsögu eftir Stephen King. (H.J.)  Sambíóin, Háskólabíó. Góða stelpan/ The Good Girl Góða stelpan er einkar sterk framan af, en þar er dregin upp mynd afkæfandi til- breytingarleysi í lífi ungrar konu. (H.J.)  Regnboginn. Manhattanmær/ Maid in Manhattan Haganlega gerð rómantísk gamanmynd með sjarmerandi leikurum.(H.J.)  Regnboginn. Nýliðinn/The Recruit Trúverðugleiki er ekki einkenni spæjara- trylla og fléttan er víðsfjarri raunveruleik- anum en Pacino er engu að síður skemmtilegur á að horfa. (S.V.)  Regnboginn, Smárabíó, Borgarbíó Akureyri. Riddarar Shanghai/ Shanghai Knights Chan og Wilson eru skemmtileg vina- tvenna sem mála Lundúni rauða á tímum Viktoríu, Chaplins og Kobba kviðristis. (S.V.)  Laugarásbíó. Johnny English Atkinson skemmtilegur að vanda í Clous- eau-stellingum í Bond-gríni sem skortir loka fínpússningu. (S.V.) Sambíóin, Háskólabíó. Kalli á þakinu Ágætis smábarnamynd gerð eftir sögu Astrid Lindgren, um skemmtilegan karl sem kann að fljúga. (H.L.) Laugarásbíó, Smárabíó, Borgarbíó Ak. Kjarninn /The Core Þessi hamfaramynd nær nýjum hæðum í fáránleika. (H.J.) Sambíóin. Skotheldi munkurinn/ Bulletproof Monk Sniðug ævintýramynd en illa útfærð með hvimleiðum bardagaatriðum. Chow-Yun Fat stendur sig þó eins og hetja í hlut- verki skothelda munksins. (H.J.). Sambíóin. Frá vöggu til grafar/ Cradle 2 the Grave Stirðbusaleg spennumynd sem reynir að fela algjöran skort sinn á almennilegum söguþræði. (H.J.)  Sambíóin. Glæfragengið/ Extreme Ops. Skíðabrettahasar í Ölpunum með auglýs- ingafólki, snjóflóðum, ofurhugum og stríðsglæpamönnum. Ekki fararinnar virði. (S.V.)  Laugarásbíó. BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn Adrien Brody hlaut Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í Píanistanum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.