Morgunblaðið - 02.05.2003, Page 20

Morgunblaðið - 02.05.2003, Page 20
DAGLEGT LÍF 20 FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ólívu lauf FRÁ Ertu með kvef eða flensu? H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Nýr ilmur frá Blumarine TÍSKAN teymir fólk út í lífs-hætti af ýmsum toga ogsumir fylgihlutir hafa beinni áhrif á skrokkinn en aðrir. Flestum er til dæmis kunnugt um stíf magabelti, víruð brjóstahöld og strokkþröng pils, sem óneit- anlega hafa áhrif á eðlilegar hreyfingar í daglegu lífi. Háir hælar og támjóir skór eru gjarn- an nefndir í sömu andrá – jafnvel taldir geta unnið lík- amanum óbætanlegt tjón. Í vefútgáfu Evening Standard var nýlega far- ið yfir þetta vinsæla álitamál og – öllum að óvörum – dregnir fram óvæntir kostir þess að ganga á háum hælum. Teygt á kálfvöðvum Háum hælum er það helst talið til tekna að þeir styrkja kálf- og lærvöðva. Þegar gengið er á háum skóm færist þyngd- arpunktur líkamans til sem kallar á virkni vöðva sem að öðrum kosti hvíldust. „Að ganga á háum hælum jafngildir í raun dag- skammti af kálfateygjum, sem og sársauka. Í þessum til- fellum geta hælaháir skór kallað fram þessa sveigju á ný og linað spennuna,“ er haft eftir Jan Fielding, nuddara. Sljórri hugsun á hælum Hinir vantrúuðu munu án efa halda áfram að spara háu hælana nema við sérstök tilefni. Ofnotk- un þeirra getur nefnilega aukið álagið á hnén og gert þau viðkvæmari fyrir gigt- areinkennum, ef marka má rannsóknir Harvard-vísinda- manna sem birtar hafa verið í rit- inu The Lancet. Er þá að vísu gert ráð fyrir því að hælarnir séu yfir sjö sentimetra háir, sem hlýt- ur að flokkast til ofurhárra hæla sem fáar konur þramma á dag- lega. Fyrrnefndur Gavin Burt bendir einnig á að þótt hóflegir hælar örvi blóðflæði, geti of háir hælar dregið úr því sama flæði. „Ef maður stendur mjög lengi á háum hælum getur það dregið úr súr- efnisflæði til heilans, þannig að yfir mann færist þreyta.“ Þetta kveður hann gerast vegna þess að ofurhælarnir auki á vöðvaspennu um allan líkamann með þeim af- leiðingum að leið blóðsins verður þrengri um ákveðnar æðar. Burt mælir og með því að hæla- skór séu notaðir til skiptis við lágbotna skó, enda geti bakverkir stafað af stöðugri notkun. Á þetta einna helst við konur með fattan hrygg; hælanotkun getur að sögn þjappað hryggsúlunni enn meira saman með tímanum, sem valdið getur þrýstingi á taugar. Eru þá ónefnd fótavandamálin sem háir hælar eru vísir með að valda; aflögun á tábergslið og sársauki í framristarbeini. Þá er HÁSKIeðaheilsubót Hvaða áhrif hafa háir hælar? skerpir lögun fótleggjanna,“ er haft eftir Jason Henry, líkams- ræktarþjálfara í London. „Hins vegar getur ganga á slíkum skóm í óhófi stytt kálfavöðvana til lang- frama, þannig að ekki skyldi ganga meira en þrjá kílómetra í einu á háum hælum. Hæð þeirra skyldi heldur ekki vera yfir fimm sentimetrum.“ Þá er bent á að hælaskór geti örvað blóðrás milli fóta og efri hluta líkamans. Ef gengið sé á hófstilltum hælum, t.d. 2–3 senti- metrum, megi jafnvel draga úr bólgnum ökklum. „Blóð er flutt til hjartans í gegnum æðar sem fá örvun frá alltumlykjandi vöðvum. Hælaskór geta liðkað fyrir þessu flæði því þeir strekkja á vöðvum í fótleggjum sem getur komið sér vel, stríði fólk við slappa blóð- rás,“ segir Gavin Burt, sérfræð- ingur í skekkjulækningum. Nudd- fræðingar bæta því við að háir hælar í hófi geti í sumum til- fellum minnkað hættuna á bak- verkjum. „Sumir eru með hryggj- arsúlu sem er bókstaflega of bein. Þá skortir hina náttúrulegu sveigju sem á að vera í mjóbakinu og getur það valdið vöðvaspennu SAMVINNA hjúkrunarfræð-inga Heilsugæslunnar íÁrbæ hefur getið af sér nám- skeið fyrir foreldra sem eiga ung- ling í vændum. Námskeiðið verður haldið næsta þriðjudagskvöld og hefur það markmið að styrkja for- eldra í foreldrahlutverkinu. Margrét Héðinsdóttir, deildar- stjóri í skólahjúkrun á Heilsugæsl- unni Árbæ, segir að hugmyndin að námskeiðinu hafi vaknað vegna þess að hjúkrunarfræðingar verða varir við áhyggjur margra foreldra og þörf þeirra fyrir fræðslu um hvað er í vændum þegar barnið þeirra verður unglingur. „Við höf- um fengið símtöl frá foreldrum þar sem þeir láta í ljósi áhyggjur sínar yfir ýmsu því sem tengist unglings- árunum. Það er greinilegt að for- eldrar sækjast eftir fræðslu um hvað eru eðlileg þroskaviðfangsefni unglinganna og hvernig þeir geti stutt við bakið á unglingunum á þessu tímabili.“ Námskeiðið á þriðjudaginn er ætlað foreldrum barna á þrettánda ári, þ.e. fædd árið 1990. Þar munu fjórir skólahjúkrunarfræðingar Heilsugæslunnar flytja erindi. Mar- grét fjallar um þroskabreytingar unglingsáranna, Stefanía B. Arn- ardóttir í Ártúnsskóla fjallar um uppbyggilegar uppeldisaðferðir, Ragnheiður Guðmundsdóttir í Ár- bæjarskóla fjallar um hvernig for- eldrar geta komið til móts við þarf- ir barna sinna og Guðlaug Björgvinsdóttir í Ingunnarskóla fjallar um ýmislegt sem kemur að góðum notum í uppeldinu og hvar hjálp er að fá. Margrét segir að innan Heilsu- gæslunnar í Árbæ vinni samhentur hópur tíu hjúkrunarfræðinga sem sjái um skólahjúkrun og ung- og smábarnavernd. Hún segir að hjúkrunarfræðingahópurinn sé frjór og skemmtilegur og með sam- vinnu hafi hugmyndir orðið að veruleika. „Hjúkrunarfræðingar hafa mik- inn metnað en það er ýmislegt sem er takmarkandi. Til dæmis þurfa að vera 800 nemendur á bak við fulla stöðu skólahjúkrunarfræðings og það er mikið álag. Það er sýnt að forvarnarstarf skilar góðum árangri og þar eru skólahjúkrunarfræðing- ar mjög mikilvægir,“ segir Mar- grét. Á fyrstu tveimur árum barnsins er eftirlit heilsugæslunnar mjög þétt en svo dregur úr. Hjúkrunar- fræðingunum í Árbænum fannst mikilvægt að bæta úr því og héldu námskeið fyrir foreldra eins árs barna fyrir tveimur árum. „Nú höldum við námskeið fyrir foreldra sem eiga ungling í vændum og næsta haust er ætlunin að halda námskeið fyrir foreldra barna sem eru að byrja í skóla. Stefnan er að þetta verði ákveðið ferli. Foreldrum gefist kostur á að sækja aukna fræðslu og markviss námskeið þeg- ar börnin eru tveggja ára, sex ára og tólf ára en þetta eru aldursskeið þar sem miklar breytingar eiga sér stað eða eru í vændum,“ segir Mar- grét. Námskeiðshugmyndin hefur ver- ið styrkt af Forvarnarsjóði og Mar- grét segist vonast til þess að hug- myndin verði tekin upp hjá fleiri heilsugæslustöðvum. Morgunblaðið/Golli Hjúkrunarfræðingar Heilsu- gæslunnar Árbæ. Ingunn Stein- þórsdóttir, Guðrún Alberts- dóttir, Hrönn Kristjánsdóttir, Stefanía Arnardóttir, Ingibjörg Sigmundsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Guðlaug Björg- vinsdóttir, Margrét Héðinsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir og Jóhanna Eiríksdóttir. Unglingur í vændum Samhentir hjúkrunarfræðingar í Árbæ AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.