Morgunblaðið - 02.05.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 02.05.2003, Síða 1
STOFNAÐ 1913 117. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Tákn um fagmennsku Íslensk upptaka með Strokes á nýja safnplötu Fólk 56 Háski eða heilsubót Hvaða áhrif hafa háir hælar á líkamann? Daglegt líf 20 Dansinn á Sikiley Steinunn Sigurðardóttir á bíókvöldi í París Listir 14 GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti segir að það hafi verið mik- ilvægur áfangi í baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi að steypa Saddam Hussein af stóli í Írak. Lýð- ræðisþróun í Írak muni taka sinn tíma en sé þess virði og bandalagið, sem stóð að herförinni gegn Saddam, muni ekki hætta fyrr en því verki sé lokið. Bush var í gær staddur um borð í bandaríska flugmóðurskipinu Abra- ham Lincoln sem var á leið í heima- höfn í San Diego á vesturströndinni. Gert var ráð fyrir að hann flytti ræðu um borð skömmu eftir mið- nætti að íslenskum tíma þar sem hann myndi lýsa því yfir að öllum meiriháttar hernaðaraðgerðum væri lokið í Írak þótt margt væri þar enn ógert. „Frelsun Íraks er mikilvægur áfangi í baráttunni gegn hryðjuverk- um. Við höfum fjarlægt bandamann (hryðjuverkasamtakanna) al-Qaeda og lokað fyrir fjármögnunarleið til hryðjuverkamanna,“ segir í ræðunni sem Bush átti að flytja sl. nótt. Bush um Írak Lýðræð- isþróun mun taka sinn tíma Flugmóðurskipinu Abraham Lincoln. AFP. TREVOR Adams, verkefnisstjóri Alcoa við byggingu álvers á Reyð- arfirði segir líklegt að hafist verði handa við að ráða í störf í ál- verinu seinni hluta árs 2006 en framleiðsla í því á að hefjast árið 2007. Enn sé ekki að fullu ákveðið hvernig þjálfun fari fram en búast megi við að hluti af starfsfólkinu hljóti þjálfun við álver Alcoa er- lendis. Adams er Ástrali og er sér- fræðingur í málmvinnslu. Hann hefur unnið fyrir Alcoa í um 25 ár en tók við þessu starfi í desember. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagðist hann sinna ýmsum ábyrgð- arstörfum við byggingu nýrra álvera fyrir Alcoa en álverið í Reyðarfirði væri hans mikilvægasta verkefni um þessar mundir. Adams býst við að koma til landsins af og til á fram- kvæmdatímanum en þegar fram líði stundir verði einnig ráðinn verkefnisstjóri sem hafi aðsetur á Íslandi. Adams segir hlutverk sitt að tryggja að verkefnið gangi að óskum og að rétta fólkið sé ráðið til starfans. Hann muni einnig eiga samskipti við íbúa Autur- lands og þau fyrirtæki sem að verkefninu koma. Gert er ráð fyr- ir að framkvæmdir við álverið hefjist af fullum krafti árið 2005 og nái hámarki ári síðar. Adams gerir ráð fyrir að þá muni allt að 1.500 manns vinna að fram- kvæmdum, en sú tala gæti þó lækkað eða hækkað um nokkur hundruð eftir því sem áætlana- gerð vindur fram. Aðspurður seg- ist hann búast við að ráðið verði í föst störf við álvinnslu frá og með síðari hluta árs 2006. Verkefnisstjóri Alcoa á Íslandi segir ráðið í föst störf síðari hluta 2006 Allt að 1500 manns vinna við álversframkvæmdir Trevor Adams LEITARMENN í austurhluta Tyrklands háðu í gærkvöldi ör- væntingarbaráttu við tímann er þeir reyndu að finna fleira fólk í rústum húsa sem hrundu í jarð- skjálftanum sem reið yfir skömmu fyrir fjögur aðfaranótt fimmtudags að staðartíma. Talið var í gærkvöldi að 100 manns hefðu farist á svæðinu öllu en óttast að þeir gætu verið fleiri, allt að þúsund eru taldir slasaðir. Að sögn breska útvarpsins, BBC, munu tugir manna enn vera lok- aðir undir rústum svefnskála heimavistarskóla fyrir börn og unglinga í bænum Celtiksuyu. Leitarmenn heyrðu sums staðar enn grát og kjökur í börnum en of- an á þeim var brakið úr tveim efri hæðum hússins. En á milli heyrð- ust gleðihróp þegar komið var með lifandi barn, klætt náttfötum, á börum úr rústunum. „Við heyrum þau hrópa: „Hjálp- ið okkur! Gefið okkur vatn!“ sagði einn leitarmannanna. „Þetta nísti hjartað í manni.“ Einum drengj- anna tókst að rétta aðra höndina út um gat í grjóthrúgunni og fá vatn sem hann deildi með sjö herberg- isfélögum sínum. Allir höfðu þeir lifað af, sagði drengurinn. En þykkt lag af braki lá yfir staðnum og því ljóst að þeim yrði ekki bjarg- að strax. Haldið var áfram leit þótt sól gengi til viðar, menn notuðust við ljóskastara. „Ég lenti í holrúmi milli kojunn- ar og veggjarins,“ sagði 14 ára drengur, Ersin Besbelli, þar sem hann lá á bráðabirgðabörum. Hann mun hafa sloppið óskaddaður. Upptök skjálftans sem var 6,4 stig á Richter-kvarða, voru rétt hjá borginni Bingol og stóð hann í 17 sekúndur en þá tóku við allmargir eftirskjálftar. Víða urðu skemmdir í Bingol, þar hrundu nokkrar íbúð- arblokkir og tugir manna fórust. Tugir fórnarlamba enn grafnir undir braki Reuters Björgunarmenn flýta sér með dreng sem komst af þegar heimavistarskólinn í Celtiksuyu hrundi. Óttast að yfir hundrað manns hafi farist í jarð- skjálftunum í Tyrklandi Celtiksuyu í Tyrklandi. AP, AFP.  Tyrknesk/12 GRANNAR Tyrkja, Grikkir, urðu meðal fyrstu þjóða til að bjóða að- stoð vegna hamfaranna í Austur- Tyrklandi. Sögðust þeir senda flugvél með hjálpargögn, þ.á m. tjöld og teppi, um leið og tyrk- nesk stjórnvöld veittu samþykki sitt, auk þess yrði veitt fjárhags- aðstoð. Einnig hétu Ísraelar og fleiri þjóðir aðstoð. Svonefnd hamfaramatsstöð Sameinuðu þjóðanna, UNDAC, sendi þegar út beiðni til aðild- arríkjanna um að hjálparstofn- anir, þ. á m. Slysavarnafélagið Landsbjörg, legðu til menn til að sinna rústabjörgun. Síðar var beiðnin afturkölluð þar sem Tyrk- ir hefðu sagt að þeir þyrftu aðeins fjóra menn. Margir bjóða fram aðstoð ÁKVEÐIÐ hefur verið að Daninn Ole Wøhlers Olsen stjórni borgaralegum mál- efnum í Basra-héraði sem breskir hermenn tóku í Íraksstríðinu, að sögn Berlingske Tid- ende. Basra-svæðið verð- ur eitt af fjórum væntan- legum stjórnsvæðum hernámsliðsins í Írak sem verður við völd þar til innlendir aðilar taka við. Wøhlers Olsen, sem er 61 árs lögfræðingur, er nú sendiherra Danmerk- ur í Sýrlandi og var áður í átta ár sendi- herra í Sádi-Arabíu. Hann er giftur lækn- ismenntaðri konu frá Alsír og eiga þau tvær uppkomnar dætur. Olsen talar reiprennandi arabísku og er sagður afburða vel að sér um arabaþjóðir, sögu þeirra og menningu. Hann gerðist á sínum tíma múslími, er mikill ferðagarpur og hefur farið í pílagrímsferð til Mekka. Gerðist það er hann var sendiherra í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. Olsen hjól- aði þá um 900 kílómetra leið frá borginni til hinnar helgu borgar allra múslíma, Mekka. Danskir ráðamenn segja að Bretar hafi talið afar heppilegt að Dani tæki við stöð- unni fremur en Breti. Er Tyrkjaveldi leyst- ist upp í fyrri heimsstyrjöld varð Írak, sem var hluti veldisins, um hríð bresk nýlenda. Þjóðernisstefna í Írak varð til á þeim árum og minningar um baráttu gegn Bretum móta mjög seinni tíma sögu Íraka. Dani tekur við í Basra Ole Wøhlers Olsen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.