Morgunblaðið - 03.05.2003, Qupperneq 24
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
24 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
FRÆÐSLURÁÐ Hafnarfjarðar
samþykkti á aukafundi í gær að
leggja það til við bæjarstjórn að
segja upp samningnum við Íslensku
menntasamtökin (ÍMS) um rekstur
leikskólans Tjarnaráss vegna veru-
legra vanefnda Íslensku mennta-
samtakanna á samningnum sem
varðar velferð barna í leikskólanum.
Fræðsluráð leggur til við bæjar-
stjórn að Skólaskrifstofa Hafnar-
fjarðar taki þegar í stað við rekstri
leikskólans Tjarnaráss og geri allt
sem í hennar valdi stendur til þess
að breytingin á rekstrinum hafi sem
minnstar raskanir í för með sér fyr-
ir leikskólastarfið. Þá er lagt til að
Skólaskrifstofu verði falið ásamt
lögmanni Hafnarfjarðarbæjar að
annast uppgjör við Íslensku
menntasamtökin.
Þrettán nýir starfsmenn frá ÍMS
mættu til vinnu í leikskólanum í
gær en 12 eldri starfsmenn höfðu
sagt upp störfum frá og með 1. maí
vegna ágreinings við ÍMS. Fjöldi
foreldra afréð að senda börnin sín
ekki í leikskólann í gær. Af þeim
112 börnum sem eru á leikskólanum
mættu einungis 23. Leikskólastjór-
inn sendi tvo eldri starfsmenn heim
í gær. Það mættu tveir eldri starfs-
menn en leikskólastjórinn sendi þá
báða heim. „Hann sendi heim einu
starfsmennina sem börnin þekktu,“
sagði Magnús Baldursson, fræðslu-
stjóri Hafnarfjarðarbæjar, í gær.
„Þetta er grafalvarlegt og ég veit að
a.m.k. eitt barn var sótt vegna
þessa.“
Magnús segist vonast til þess að
eðlilegt starf geti orðið í leikskól-
anum á mánudaginn. „Nú á eftir að
fara yfir það um helgina hvaða
starfsfólk heldur áfram, ef bærinn
tekur við leikskólanum á mánudag-
inn.“
Foreldrar ósáttir við að
senda börn sín í leikskólann
Foreldrar 91 barns hafa afhent
Hafnarfjarðarbæ undirskriftalista,
dagsettan 1. maí 2003, þar sem þeir
lýsa yfir að þeir eru ósáttir við að
senda börnin sín í leikskólann
Tjarnarás fyrr en nýr rekstraraðili
hafi tekið við rekstri skólans og það
starfsfólk sem sagt hefur störfum
sínum lausum snúi aftur til starfa.
Þau skora á bæjaryfirvöld og stjórn
Íslensku menntasamtakanna að
leysa þessi mál án tafar.
Í niðurlagi greinargerðarinnar
frá foreldrum segir orðrétt: „Nú-
verandi starfsfólk hefur að mati eft-
irlitsaðila unnið gott starf við vinnu-
aðstæður sem um langan tíma hafa
verið erfiðar vegna ágreinings við
ÍMS. Það er ljóst að þeir starfs-
menn sem undanfarið hafa sagt upp
við leikskólann eru óánægðir með
samskipti sín við ÍMS og hafa hætt
störfum vegna þess. Það er ekkert
sem bendir til þess að á því verði
breyting.“
Fulltrúar Samfylkingarinnar bók-
uðu eftirfarandi á fundi fræðsluráðs
í gær:
„Öll efnisatriði í þessu máli liggja
ljós fyrir og með tilvísun til grein-
argerðarinnar, samningsins, undir-
skrifta og yfirlýsinga foreldra, er
ljóst að það er skylda og ábyrgð
okkar ráðsmanna í fræðsluráði að
leggja framlagða tillögu til við bæj-
arstjórn.“
Tillagan var samþykkt með
þremur atkvæðum fulltrúa Sam-
fylkingarinnar. Fulltrúar Sjálfstæð-
isflokks sátu hjá.
Íslensku menntasamtökin mættu
ekki á fund til viðræðna við fræðslu-
yfirvöld Hafnarfjarðar um framtíð-
arrekstur leikskólans Tjarnaráss.
Ákveðið hafði verið í leikskólanefnd
og síðar fræðsluráði að ræða við
ÍMS um upptöku verksamnings um
rekstur leikskólans sem hefði þýtt
að 13 starfsmenn hefðu dregið upp-
sagnir sínar til baka. Þar sem ÍMS
mættu ekki til viðræðna mættu
starfsmennirnir ekki til vinnu og
foreldrar margra barna afréðu að
koma ekki með börn sín í leikskól-
ann í gær.
Fræðsluráð Hafnarfjarðar vill rifta samningi við ÍMS um
rekstur Tjarnaráss og fela Skólaskrifstofu reksturinn
Ástandið grafalvarlegt
að mati fræðslustjóra
23 af 112 börnum mættu í leikskólann í gær
OPIÐ hús verður í fjórum leikskól-
um í Grafarvogi í dag, laugardag
milli kl. 10 og 12. Þá gefst gestum og
gangandi tækifæri til að skoða leik-
skólana og kynna sér starfsemi og
menningu þeirra.
Leikskólarnir starfa allir sam-
kvæmt lögum um leikskóla en hver
þeirra hefur mismunandi áherslur.
Leikskólarnir sem verða með opin
hús eru: Foldakot, Logafold 18,
Hamrar v/Hamravík, Laufskálar,
Laufrima 9 og Hulduheimar, Vætta-
borgum 11.
Leikskólar
kynna starf-
semi sína
Grafarvogur
GERT er ráð fyrir að stofnanir og
fyrirtæki Seltjarnarnesbæjar ásamt
vinnuskóla Seltjarnarness fjölgi
ráðningum ungmenna í sumar. Að-
gerðirnar eru liður í að koma til móts
við horfur á verra atvinnuástandi hjá
skólafólki á höfuðborgarsvæðinu.
Síðastliðið vor var farið í sambæri-
legar aðgerðir og gáfust þær vel.
Nokkuð svipaður umsóknarfjöldi
hefur borist bænum nú og í fyrra en
þá tókst að finna öllum störf er þess
þörfnuðust, segir í frétt frá bænum.
Flest hinna nýju starfa snúa að
umhverfismálum og fegrun bæjarins
en meðal verkefna á því sviði má
nefna hreinsun strandlengjunnar og
hirðingu útivistarsvæða.
Bærinn
fjölgar
sumar-
störfum
Seltjarnarnesbær
NÝLEGA var lokið við að rífa úti-
húsin við Nesstofu á Seltjarnarnesi
en stefnt er að því að efla starf-
semi í kringum læknaminjasafnið í
Nesstofu á næstunni. Í sumar verð-
ur gerð gangskör að fegrun svæð-
isins í nágrenni Nesstofu og verð-
ur þá meðal annars gengið frá því
jarðraski sem varð við niðurrifið.
Jónmundur Guðmarsson bæj-
arstjóri segist ánægður með
hversu fljótt verkið gekk og hve
góð viðbrögð bæjarbúa hafa verið.
„Þjóðminjavörður og húsafrið-
unarnefnd voru á einu máli um að
gildi húsanna fyrir menningarsögu
Seltjarnarness væri óverulegt og
ástand útihúsanna var orðið bág-
borið. Nesstofa og saga hennar
eru ein af menningarverðmætum
þjóðarinnar sem Seltirningar eru
stoltir af að varðveita. Efling
svæðisins í kringum hana er þann-
ig ekki einungis til hagsbóta fyrir
Seltirninga heldur landsmenn
alla,“ segir Jónmundur.
Starfsemi lækna-
minjasafnsins efld
Morgunblaðið/Kristinn
Seltjarnarnes
♦ ♦ ♦
FÖST fjárlög henta starfsemi Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri ekki
vel að mati Halldórs Jónssonar for-
stjóra, en hann lýsti þessari skoðun
sinni á ársfundi FSA í vikunni. Hann
sagði þjónustuhlutverk sjúkrahúss-
ins aukast með hverju ári sem og
fjölbreytileiki starfseminnar og sam-
starf við aðrar heilbrigðisstofnanir.
Menntun og fræðsla væri vaxandi
þáttur og mikilvægur með auknu
samstarfi við háskóla og mennta-
stofnanir og þróun sjúkrahússins
sem háskólasjúkrahúss gerði enn
frekari ráð fyrir þeim þætti í starf-
seminni og í fjárveitingum til þess.
„Það er því nauðsynlegt að tekjurnar
tengist að hluta föstum grunni og að
hluta þeirri starfsemi og þeirri þjón-
ustu sem innt er af hendi á hverjum
tíma,“ sagði Halldór.
Fram kom í máli hans að síðast-
liðið ár var eitt af erfiðari rekstrar-
árum sjúkrahússins í seinni tíð.
Heildarútgjöld árið 2002 námu 2.828
milljónum króna en gjöld umfram
fjáveitingar og sértekjur námu 44,4
milljónum króna. Ljóst hafi verið á
haustdögum að í verulegan halla-
rekstur stefndi, en engin vissa var
fyrir viðbótarfjárveitingum þannig
að gripið var til enn frekari aðhalds-
aðgerða til að draga úr útgjöldum.
Hagræðing hafi skilað árangri en að
hluta til á kostnað starfseminnar.
Halldór sagði ljóst að takmörk væru
fyrir því hvað hægt væri að grípa til
mikilla og endurtekinna aðhalds- og
sparnaðaraðgerða án þess að tak-
marka framþróun sjúkrahússins og
uppbyggingu markvissrar þjónustu
til lengri tíma.
Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra greindi frá því að svonefnd
framtíðarnefnd FSA legði til í
áfangaskýrslu að byggð yrði ný álma
við sjúkrahúsið sem hýsti alla legu-
deildarstarfsemi þess. Sagði ráð-
herra að frá því svonefnd Suðurálma
var reist fyrir nokkrum árum hafi
orðið miklar breytingar á hugmynd-
um manna um skipulag legudeilda.
Sjúklingar sættu sig ekki lengur við
að liggja á sex manna stofum og eins
hefðu vinnuverndarsjónarmið
breyst þannig að vinnuaðstaða
starfsmanna væru í auknum mæli
tekin með í reikninginn þegar
sjúkrahús væru hönnuð og byggð.
Loks nefndi Jón rekstrarlega þætti,
en starfsemi stofnana af þessu tagi
þyrfi að vera sveigjanleg, m.a. tíðk-
aðist að fækka sjúkrarúmum á sumr-
in og yfir jól þannig að húsnæðið
þyrfti að styðja slíkar aðgerðir frem-
ur en að hindra þær.
Þá leggur nefndin til að hætt verði
við að byggja stórnsýsluálmu svo
sem fyrirhugað var, en þeim þætti í
starfsemi sjúkrahússins komið fyrir
á 1. og 2. hæð Suðurálmunnar.
Þess verður minnst síðar á árinu
að 130 ár eru liðin frá upphafi
sjúkrahúsrekstrar á Akureyir, en
það var í Gudmanns minde árið 1873
og eins eru 50 ár frá því flutt var í
elstu byggingu núverandi bygginga
sjúkrahússins.
Halldór Jónsson, forstjóri FSA
Föst fjárlög henta
starfseminni ekki
HÚNVETNSKT bros í augum er
heiti á bók sem hefur að geyma vísur
eftir Rögnvald Rögnvaldsson og er
nýlega komin út.
Rögnvaldur var fæddur
að Litlu-Þverá í Miðfirði í
Vestur-Húnavatnssýslu 21.
október 1912, en hann lést á
Akureyri í nóvember árið
1987. Ekkja Rögnvaldar,
Hlín Stefánsdóttir gefur
bókina út í tilefni af því að
hann hefði orðið níræður á
liðnu hausti. Rögnvaldur bjó
lengst af á Akureyri eða frá
árinu 1949. Hann fékkst
mikið við verslunarstörf, rak m.a.
ásamt konu sinni barnafataverslun-
ina Hlín og Tóbaksbúðina, en jafn-
framt starfaði hann sem eftirlits-
maður með bæjarsalernunum sem
voru til húsa undir kirkjutröppunum
auk þess að selja þar sælgæti og tób-
ak. „Þarna undir kirkjutröppunum
skapaðist merkileg stemning. Þar
var afar gestkvæmt. Rögnvaldur var
skemmtilegur maður og margir litu
við hjá honum reglulega til að eiga
við hann orðaskipti og heyra nýjustu
vísurnar. Þarna rakst maður á lands-
þekkta hagyrðinga og skáld, þangað
komu alþingismenn og forstjórar,
blaðamenn og rithöfundar, sjómenn,
verkamenn og bændur og var enginn
greinarmunur gerður á stéttum Þar
sem Rögnvaldur réð ríkjum
ríkti fullkomin jafnaðar-
mennska,“ segir í formála
Ragnars Inga Aðalsteins-
sonar frá Vaðbrekku.
„Sjoppan undir kirkju-
tröppunum var griðastaður
sem margir litu á sem eins
konar annað heimili.“ Rögn-
valdur gerðist síðar hús-
vörður við Ráðhúsið á Ak-
ureyri og hélt því starfi uns
hann fór á eftirlaun.
Vísurnar í bókinni eru valdar úr
mun stærra safni sem Rögnvaldur
lét eftir sig, en mikið af hans kveð-
skap voru tækifærisvísur sem aðeins
áttu við í afmörkuðu tilviki eða
tengdust atburðum sem fáir þekkja
nú. Við val á vísum var því reynt að
hafa efnið sem almennast til að sem
flestir gætu notið þess en þannig að
þær gæfu um leið nokkra heildar-
mynd af hagyrðingnum Rögnvaldi,
yrkisefnum hans og áhugamálum
segir í formála.
Bókin fæst í bókaverslun Máls og
menningar í Reykjavík og í Bókabúð
Jónasar á Akureyri.
Húnvetnskt
bros í augum
Rögnvaldur
Rögnvaldsson
AÐSÓKN í Fjölskyldu- og húsdýra-
garðinn í Laugardal í Reykjavík hef-
ur aldrei verið meiri í apríl en í ár.
Mest höfðu komið 17.075 gestir í apríl
árið 2001, en í ár voru gestir garðsins
19.848 í apríl.
Í mánuðinum fæddust bæði kið-
lingar og kálfar í garðinum og vekja
afkvæmi iðulega forvitni Reykvíkinga
og annarra sem garðinn sækja. Þá er
storkurinn Styrmir einnig vinsæll.
Húsdýragarðurinn er opinn líkt og
vant er á vetrartíma frá kl. 10:00 til
17:00 og Fjölskyldugarðurinn er op-
inn sem útivistarsvæði. Fjölskyldu-
garðurinn verður opnaður formlega
með ýmsum tækjum 15. maí næst-
komandi.
Aðsóknarmet í Fjöl-
skyldu- og húsdýragarð
Laugardalur
HIÐ árlega Hængsmót var sett í
Íþróttahöllinni á Akureyri í gær.
Mótið er nú haldið í 21. sinn og líkt
og í fyrra er það jafnframt Íslands-
mót í sveitakeppni í boccia. Einnig
verður keppt opnum flokki í boccia,
bæði einstaklings- og sveitakeppni,
bogfimi, borðtennis og lyftingum.
Keppendur eru 322 frá 18 félögum af
landinu öllu og hafa aldrei verið
fleiri.
Að lokinni setningu í gær hófst
keppni í boccia en mótinu verður
fram haldið í dag og þá m.a. keppt í
boccia, borðtennis, bogfimi og lyft-
ingum. Mótinu lýkur svo að venju
með veglegu hófi í Íþróttahöllinni,
þar sem boðið verður upp á marg-
vísleg skemmtiatriði, ásamt verð-
launaafhendingu og dansleik á eftir.
Það er Lionsklúbburinn Hængur
sem stendur að Hængsmótinu en
Þröstur Guðjónsson er sem fyrr yf-
irdómari mótsins.
Metþátttaka á
Hængsmóti