Morgunblaðið - 03.05.2003, Side 31

Morgunblaðið - 03.05.2003, Side 31
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 31 VIÐ lifum og hrærumst í miklu neyslusam- félagi þar sem sorpið hleðst upp. Ein leið til að minnka álagið á jörðina er að end- urvinna og endurnota sem mest af því sem við kaupum inn og fellur til. Dagblaða- og auglýsingapappír ásamt fernum er hægt að skila til endurvinnslu í grenndargáma í hverfum höfuðborgarsvæðisins og í flestum sveitarfélögum. Mörgum þykir erfitt að þurfa að keyra annað flokkað sorp til móttökustöðva eða hafa kannski ekki aðstöðu til þess. Þá er mikilvægt að huga að enn betri leið til að takmarka sorpmagn, en það er að minnka kaup á sorpi. Þessu markmiði er hægt að ná með ýmsum leiðum. Með því að til- einka sér slíkan lífsstíl sparast náttúruauðlindir, mengun minnkar og landflæmi undir sorp verður minna. Sorp Taktu tauinnkaupoka með þér út í búð, bakpoka eða endurnýttu plastpoka. Veldu vörur í einföldum umbúðum, ekki tví- og þrípakkaðar. Fyrir þá sem vilja sýna viljann í verki er hægt að skilja óþarfa pakkn- ingar eftir á búðarkassa og koma þannig skilaboðum áleiðis um að við viljum ekki óþarfa rusl. Spyrjið starfsfólk hvort ekki sé hægt að bjóða upp á vörur í minni um- búðum, til dæmis sleppa því að pakka grænmetinu í frauðplastbakka og plast. Kaupið vörur í stórum pakkningum, slíkt er hægt að skipuleggja í samvinnu við nágranna eða fjölskyldu. Kauptu brúsa sem hægt er að fá áfyllingar á, fremur en einnota um- búðir. Kauptu fjölnota vörur í stað einnota. Gefðu gjafir sem eru athöfn fremur en hlutur, dæmi: nuddtími, dans- námskeið eða leikhúsferð. Þegar þú ert á ferðalögum og í útréttingum, taktu þá vatn eða annan drykk með þér í brúsa svo þú þurfir ekki að kaupa drykk í litlum pakkn- ingum í ferðinni. Hugleiðing vikunnar Enginn gerði stærri mistök en sá sem gerði ekkert, vegna þess að hann gat gert svo lítið. EDMUND BURKE. Vistvernd í verki – ráð vikunnar LYFJASTOFNUN og landlæknisembættið mælast til þess að AD-vítamíndropar, sem fjallað var um í Morgunblaðinu síðastliðinn fimmtudag, verði ekki notaðir fyrir ungbörn þar til nánari upplýsingar um innihaldsefni vörunnar liggja fyrir, samkvæmt fréttatilkynningu sem send hefur verið frá land- læknisembættinu. Umræddir AD-dropar innihalda jarðhnetuolíu sem burð- arefni, en það kemur ekki fram á umbúðum vörunnar. Þeir eru markaðssettir af Heilsuverslun Íslands og flokkaðir sem al- menn neysluvara. „Lyfjastofnun hefur farið fram á að AD- droparnir verði innkallaðir og endurmerktir með innihaldslýsingu í samræmi við ákvæði gildandi reglugerða,“ segir ennfremur. Tekið er fram að AD- vítamíndropar sem skráðir voru sem lyf hér á landi árið 1986 og seldir fram til ársins 2001 innihéldu einnig jarðhnetuolíu sem burðarefni. AD-dropar ekki not- aðir fyrir ungbörn í bili MARKAÐSGÆSLUDEILD Löggildingarstofu hef- ur bannað frekari sölu gúmmíbolta með gúmmí- bandi, svokallaðra Yoyo-bolta, að því er segir í fréttatilkynningu. „Sölubannið er sett með hliðsjón af ábendingum um vöruna og slysum sem orðið hafa á börnum, bæði í Englandi og Frakklandi. Hætta leikfangsins felst meðal annars í því að börn geta sveiflað gúmmíbandinu sem boltinn er fastur við utan um hálsinn á sér með tilheyrandi hengingarhættu. Fleiri en ein útfærsla er til af leikfanginu, það er boltar einvörðungu úr gúmmíi og boltar sem inni- halda vökva eða blikkandi ljós. Þrátt fyrir að ekki sé vitað um slys af völdum boltanna hér á landi telur markaðsgæsludeild Löggildingarstofu áríðandi að foreldrar og forráðamenn barna sem eiga leikfang af þessu tagi séu sér meðvitandi um hættu sem get- ur stafað af þessum leikföngum, útskýri hættuna fyrir börnum sínum eða fjarlægi leikfangið,“ segir ennfremur. Markaðsgæsludeild Löggildingarstofu hefur eft- irlit með öryggi leikfanga hér á landi og er sölu- bannið tekið með hliðsjón af ákvæðum reglugerðar um öryggi leikfanga og hættulegra eftirlíkinga nr. 408/1994, sem og laga um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu nr. 134/1995 segir ennfremur. Yoyo-gúmmí- boltar bannaðir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.