Morgunblaðið - 03.05.2003, Page 37

Morgunblaðið - 03.05.2003, Page 37
„Síðasta rík- isstjórn sem hrökklaðist frá vegna óstjórnar í efnahagsmálum var undir forystu Sjálfstæð- isflokksins.“ VÍSBENDINGAR sýna að rík- isstjórnin gæti misst þingmeiri- hluta sinn í kosningunum. Þessi staða hefur orðið sjálfstæðis- mönnum tilefni mikils hræðslu- áróðurs. Forsætisráðherra hefur fullyrt að efnahagsmál muni fara úr böndunum og verðbólga verði áður en varir komin í tveggja stafa tölu ef mynduð verður ríkisstjórn án þátttöku Sjálfstæðisflokksins. Morgunblaðið fylgdi í kjölfarið og síðan hefur þessi steinn verið klappaður. M.a. var fullyrt í leiðara blaðsins 14. apríl að ef ríkisstjórnin missi meirihlutann komi upp svip- uð staða og 1971 þegar stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks féll og við tók sk. „vinstri stjórn“ þriggja flokka. Þessi málatilbún- aður er með hreinum ólíkindum. Sjálfstæðisflokkurinn og óstöðugleikinn Það væri kannski réttlætanlegt að vísa alla leið aftur til 1971 ef þá hefði verið mynduð síðasta þriggja flokka vinstri- eða miðjustjórnin á Íslandi. Því fer víðs fjarri. Hér sat t.d. við völd slík stjórn þriggja og síðan fjögurra flokka á árunum 1988–1991. Hún tók við eftir að stjórn undir forystu Sjálfstæð- isflokksins hafði hrökklast frá þar sem hún réð ekki við stjórn efna- hagsmála. Nýrri stjórn tókst aftur á móti, í ábyrgri samvinnu við aðila vinnumarkaðarins, að leggja grunn að lágri verðbólgu og þeim efna- hagslega stöðugleika sem við búum enn að. Þetta dæmi hentar hins vegar ekki Sjálfstæðisflokknum og leiðarahöfundi Morgunblaðsins. Árið 1974 var mynduð samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks sem ríkti yfir meiri verð- bólgu og efnahagslegum óstöð- ugleika en stjórnin á undan. Ástæðan var ekki bara stefna stjórnarflokkanna, heldur ýmsar ytri aðstæður, skipulagsbrestir í hagkerfinu og skipulag fjármagns- markaðar og peningamála. Leiðarahöfundur Morgunblaðs- ins viðurkennir að vísu að að- stæður séu nú aðrar en 1971, sem þær og eru. Allt skipulag fjár- málakerfisins er nú annað og fjár- magnshreyfingar á milli Íslands og umheimsins eru óheftar, en hvort tveggja fylgdi í kjölfar samnings- ins um Evrópska efnahagssvæðið. Þetta stuðlar að aga í hagstjórn, eins og núverandi ríkisstjórn kynntist rækilega þegar hún stefndi stöðugleikanum í hættu á árinu 2000. Verðbólgumarkmið Seðlabankans Í gildi er afar mikilvæg löggjöf um sjálfstæðan Seðlabanka og samkomulag um 2,5% verðbólgu- markmið. Samfylkingin talaði fyrir þessari breytingu, en núverandi forsætisráðherra var ekkert allt of hrifinn til að byrja með, eins og vel kom fram í umræðum hans og Jó- hönnu Sigurðardóttur á Alþingi í desember 1999. En hann sneri sem betur fer við blaðinu og að lokum náðist víðtæk sátt um málið á vor- þingi 2001. Í umræðum um málið á Alþingi lagði forsætisráðherra áherslu á að verðbólga væri þegar öllu er á botninn hvolft af peninga- legum toga og því eðlilegt að setja stefnunni í peningamálum verð- bólgumarkmið. Hvernig í ósköpunum á verð- bólga að geta farið úr böndunum, hvað þá farið í 50% eins og for- sætisráðherra hefur haldið fram, án þess að verðbólgumarkmið og lög um sjálfstæðan Seðlabanka séu tekin úr sambandi? Það er kannski ekki hægt að taka forsætisráðherrann alvarlega í þeim kosningaham sem hann hef- ur verið í að undanförnu, en eðli- legt er að gera þá kröfu til Morg- unblaðsins að það svari þessari spurningu. Þeim til hægðarauka get ég lýst því yfir hér að það stendur ekki til af hálfu Samfylk- ingarinnar að standa að breytingu af þessu tagi. Samfylkingin mun hafa forystu um að varðveita stöðugleika í efna- hagsmálum í hvaða ríkisstjórn sem hún kann að taka þátt að afloknum kosningum. Flokkarnir sem stóðu að Samfylkingunni hafa á undan- förnum áratugum lagt sum mikil- vægustu lóðin á vogarskálar stöð- ugleikans, svo sem í stjórninni 1988–1991 sem skapaði forsendur fyrir þjóðarsáttarsamningunum 1990, en einnig að hluta til í ríkis- stjórninni 1991–1995 sem kom EES-samningnum í höfn. Síðasta ríkisstjórn sem hrökklaðist frá vegna óstjórnar í efnahagsmálum var hins vegar undir forystu Sjálf- stæðisflokksins. Það er vert að muna þegar söguleg upprifjun fer fram. Núverandi ríkisstjórn stefndi stöðugleikanum í stórhættu í kringum árið 2000 og nú er það Sjálfstæðisflokkurinn sem í að- draganda kosninga boðar stefnu sem mun valda hallarekstri í rík- isfjármálum ef henni verður hrint í framkvæmd. Stjórnmál óttans Það skiptir einnig máli í þessu samhengi að á alþjóðlegum vett- vangi eru jafnaðarmenn yfirleitt ábyrgari í efnahagsmálum en hægri menn. Íhaldsmenn í Bret- landi misstu völdin m.a. sakir þess að áhlaupið á breska pundið í sept- ember 1992 sýndi að þeir réðu ekki við að stýra efnahagsmálum. Jafn- aðarmannastjórnir í Bretlandi og Svíþjóð hafa eflt og varðveitt stöð- ugleika. Í stjórnartíð Clintons fyrr- verandi Bandaríkjaforseta var fjárlagahalla snúið í afgang, en nú eru hægri menn í Bandaríkjunum og víðar tilbúnir í mikinn halla- rekstur ríkissjóðs til að koma í framkvæmd umfangsmiklum skattalækkunum sem bitna á inn- viðum samfélagsins. Það skyldi því aldrei vera að hinn raunverulegi ótti forsætisráð- herrans og leiðarahöfundar Morg- unblaðsins sé ekki sá, að ríkis- stjórn undir forystu Samfylkingar muni ógna stöðugleikanum, heldur miklu frekar sá að hún muni varð- veita hann og leggja þannig end- anlega í gröfina goðsögnina um það að Sjálfstæðisflokkurinn sé helsti verndari ábyrgrar hag- stjórnar hér á landi? Glundroða- kenning Sjálfstæðisflokksins var jarðsett eftir borgarstjórnarkosn- ingarnar 1994 og nú óttast þeir að eins fari fyrir kenningunni um óábyrga hagstjórn eftir þessar kosningar. Og hvað eiga þeir þá eftir, hvernig eiga þeir þá að hræða kjósendur til fylgilags við sig? Munnmæla- sögur um stöðugleikann Eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur Höfundur skipar 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkur- kjördæmi norður. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 37 na þess menn best fyr- meta ár- mæli- hefur áls. a hafi rit- a á ís- ar bók rk segir betur á þing. Gunnar bók um þeim. slega R-listans, kki víkur um í aðstoð kirkj- veru- g neyð- 1995. æðingur a, að átækt- aðeins ðal barna. dregið runum ng hér á ið 4,2% að koma i mæli- an við upi. Þeg- er út- stu verð- mu útgjöld ríkis og sveitarfélaga til menntamála 141 þúsund kr. á mann árið 2000. Árið 1990 voru út- gjöld á mann 51 þúsund krónur á sama verðlagi. Hækkunin á þessum tíu árum er 176%! Því fer víðs- fjarri, að dregið hafi úr útgjöldum til menntamála síðan árið 2000. Árið 1999 var 14,5% af heildarútgjöldum hins op- inbera hér á landi varið til menntamála og var Ís- land næsthæst á þennan mælikvarða ásamt Dan- mörku, þegar 21 Evrópuríki voru borin saman. Meðaltal ríkja Evrópusambandsins var 11,2%. Í þessum tölum er ekki að finna framlag ríkissjóðs til Lánasjóðs íslenskra námsmanna, en árið 1992 var honum bjargað frá gjaldþroti og hefur síðan verið stórefldur. Miðað við heildarútgjöld Íslendinga til fræðslu- mála, þá eru aðeins fjórar þjóðir í öllum heiminum, sem verja meiru til menntamála af vergri lands- framleiðslu en við, þær eru Kanadamenn, Danir, Svíar og Bandaríkjamenn. Ef litið er til útgjalda til rannsókna og þróunar á Íslandi náðu þau að mati Rannsóknarráðs Íslands 3,01% af vergri landsframleiðslu árið 2001. Ísland er samkvæmt því í þriðja sæti OECD-ríkjanna, auð- ugustu ríkja heims, í þessu efni. Aðeins Svíar og Finnar eru fyrir ofan okkur. Í ljósi þessa má spyrja: Er það vanþekking eða vísvitandi ósannindi, þegar Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir segir í Morgunblaðsgrein 1. maí: „Það segir sína sögu um stöðu menntamála á Íslandi að þegar kemur að opinberum framlögum erum við einungis í 14. sæti af 29 á lista OECD.“ x x x Að ræða jafnfréttismál á þeirri forsendu, að höf- uðmáli skipti, hve margar konur skipi stjórn- unarstöður innan ríkiskerfisins eða stjórnarráðsins, er til marks um gamaldags skammsýni. Er það ein- ungis gert til að draga athygli frá róttækum breyt- ingum í jafnréttismálum undanfarin ár með nýjum lögum um fæðingarorlof karla og kvenna og stór- sókn kvenna innan menntakerfisins. Hvort tveggja á eftir að ráða meiru um þróun jafnréttismála en þjark um hlutfallslega skiptingu fólks í stjórn- unarstöðum. Hitt er einnig til lítils að láta eins og það sé aðför að launajafnrétti karla og kvenna að launakönnun hafi ekki verið gerð meðal starfsmanna ríkisins. Þar er vísað til bókana við gerð kjarsamninga árið 1997, þegar svigrúm var skapað fyrir stjórnendur rík- isstofnana til að gera samninga við starfsmenn sína. Með nokkrum samningum fylgdi bókun um að áhrif nýja launakerfisins yrðu könnuð með tilliti til launa- munar kynjanna. Segir sína sögu um þörfina á slíkri launakönnun hjá ríkinu, að í kjarasamningum árið 2001 eru bókanir um hana ekki endurteknar. Ef framkvæmd kjarasamninganna frá árinu 1997 hefðu knúið á um þessa launakönnun hefði málinu verið fylgt eftir af þunga við gerð kjarasamninga árið 2001. Ekkert bendir til þess, að launamunur karla og kvenna sé meiri hjá ríkinu en annars staðar. Vinstri/grænir tala um að konur séu með 59% af launum karla og Samfylkingin segir, að launamunur milli kynja sé 15%, konum í óhag. Í launakönnun meðal einstaklinga á vinnumarkaði og í sveitar- stjórnum, sem nefnd á vegum forsætisráðuneytisins um efnahagsleg völd kvenna gerði í september 2002, kom hins vegar í ljós, að munurinn á launum kynjanna er 7 til 11%. Launakönnun hjá Reykjavík- urborg á síðasta ári sýndi 7% launamun þar. x x x Í greinaflokki um póstmódernisma, sem Kristján Kristjánsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, ritaði í Lesbók Morgunblaðsins haustið 1997 og kom út í bók hans, Mannkostum, haustið 2002, segir hann tíðandarann ekki lengur runninn undan rifjum vísindamanna og heimspekinga heldur nýs afls, kjaftastéttanna, það er þáttastjórnenda, félags- vísindamanna, listrýna, dálkahöfunda og menning- arvita af ýmsu tagi, sem móti fjölmiðlaumræðuna. Undanfarið hefur meira verið rætt um skoð- anakannanir en nokkru sinni fyrr í sögu íslenskra kosninga. Þær eru fóður í óteljandi fréttir og um- ræðuþætti. Kannanirnar mæla þó aðeins hug fólks en skipta engu um hag þess í bráð og lengd. Við ferðumst í þessum tíðaranda og verðum að gæta þess að glata ekki þeim vörðum, sem eru hlaðnar úr staðreyndum – að elta ekki villuljós. , menntun og jafnrétti bjorn@centrum.is Hvorki Seðlabankinn né fjár- neytið hafa treyst sér til að a langtímaáhrif breytt sam- nahagslífsins – þar sem þunga- erlendri eign vegur sífellt nahagsstarfseminni – hefði á kapinn í heild og þá sér- tekjustreymi í opinbera sjóði. ernig vildum við nota ákvæða hagsveiflu? æmt athugun Þjóðhagsstofn- miðaðist við rekstur Reyð- ði þjóðarframleiðsla aukist um % vegna rekstrar álvers. Sam- hugun Þorsteins Siglaugssonar gs myndu áhrifin af álveri Al- a ekki nema meiru en 2,3 millj- óna, eða um 0,6% af þjóðar- ið 2001. Þetta samsvarar i tveggja stórra fyrirtækja í rði. Þá má ekki gleyma að hin hrif hyrfu algerlega og yrðu ikvæð færi stofnkostnaður mdanna fram úr áætlun. það að líta að stóriðjustefnan með að bitna á öðrum atvinnu- dregur úr mætti hans til frek- ggingar og atvinnusköpunar. Á undanförnum árum höfum við þó notið góðs af hagsveiflu í heiminum og vona ég að okkur takist að hlú að innlendri uppbygginu þrátt fyrir þær skorður sem ríkisstjórnin hefur reist. Í því samhengi er eðlilegt að stjórnmálaflokkarnir kynni hvernig þeir myndu nýta það svigrúm sem þannig skapaðist. VG vill meiri velferð Í Vinstrihreyfingunni – grænu fram- boði höfum við sett fram tillögur um úr- bætur fyrir barnafólk, við viljum t.d. gjaldfrían leikskóla, við viljum bæta kjör öryrkja, aldraðra, við viljum framfarir í skólamálum, við viljum stuðla að vísinda- rannsóknum, styðja nýsköpun í atvinnu- lífinu og þannig mætti áfram telja. Allt þetta kostar peninga. Þess vegna viljum við ekki rýra tekjur ríkissjóðs. Við vilj- um hins vegar breytta forgangsröðun á ráðstöfun almannafjár, við viljum ekki milljarð í sendiráð eða þrjú hundruð milljónir í hergagnaflutninga fyrir Nató. Ofar öllu öðru viljum við nýta allan þann efnahagsbata sem okkur áskotnast til styrkingar velferðarkerfinu. Þess vegna segjum við: Flytjum byrðarnar til innan skattkerfisins en rýrum ekki tekjur rík- issjóðs eins og lýðskrumsflokkarnir bjóða hver í kapp við annan. Sjálfstæðisflokkurinn sker niður Landspítala og lyfjaútgjöld Niðurskurður Sjálfstæðisflokksins þýðir ígildi alls rekstrarkostnaðar Land- spítalans og alls lyfjakostnaðar ríkisins. Hvað þýðir þetta? Eiga hinir sjúku að borga öll lyfin? Eiga sjúklingarnir að greiða aðgangseyri að sjúkrarúmum? Davíð og Geir verða að svara þessu. Og nú er Halldór byrjaður að spyrja líka um þetta. Hann er búinn að átta sig á frumhlaupi sínu og minnugur þess að hann hangir nú á húsveggjum um allan bæ sem ímynd trausts og stöðugleika flöktir hann inn á nýja braut og segir á baksíðu Morgunblaðsins að Sjálfstæð- isflokkurinn sé óábyrgur og að hann sé búinn að láta sínar tillögur í skoðun hjá Seðlabanka. Ekki voru menn svona auð- mjúkir í febrúar og mars. Samfylking gáir til veðurs Samfylkingin er óþægilega næm á veðrabrigðin og hagar seglum eftir vindi. Ekki höfðu ríkisstjórnarflokkarnir fyrr lýst yfir vilja til skattalækkana en Sam- fylkingin hafði svipuð gylliboð uppi. Einn daginn er Samfylkingin félags- hyggjuflokkur, þann næsta er hún skattalækkunarflokkur. Hún kemur jafn- an færandi hendi, annaðhvort með skattalækkunum eða með auknum út- gjöldum, boðið er upp á allt í senn, á öll- um sviðum er lofað glampandi sól. Svona er veruleikinn bara í auglýsingum, svona er sýndarveruleikinn, hannaður af aug- lýsingastofum. En hann dugir lands- mönnum bara fram í miðjan maí – þang- að til búið er að kjósa. VG vísi veginn Vinstrihreyfingin – grænt framboð er eini stjórnmálaflokkurinn sem kemur fram af festu og ábyrgð. Hann er sá flokkur sem menn mega vita að lofar ekki upp í ermina en hann stendur hins vegar við fyrirheit sín. Allir vita að þeg- ar VG vill velferðarstjórn eru það ekki bara orðin tóm. sókn og tæðisflokkur framboð er eini stjórn- r fram af festu og sem menn mega vita en hann stendur hins Höfundur er þingmaður VG.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.