Morgunblaðið - 03.05.2003, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 03.05.2003, Qupperneq 42
Fiskveiðistjórnunarkerfið hefur verið mikið til umræðu undanfarn- ar vikur í aðdraganda alþingis- kosninganna. Það eru tveir áratug- ir síðan byrjað var að takmarka aðgang íslenskra útgerða að fiski- miðum okkar og ekki er deilt um að það sé nauðsynlegt. Síðan þá hafa veiðiréttindi orðið miklu verð- mætari en nokkurn óraði fyrir í upphafi. Fyrir tilkomu kvótakerf- isins voru flest sjávarútvegsfyrir- tæki í sífelldu basli og upp á lána- stofnanir komin. Stjórnvöld sáu sig knúin til þess á nokkurra ára fresti að grípa til gengisfellinga til að rétta greinina af. Auk þess sem kvótakerfið var nauðsynlegt út frá verndunarsjón- armiði þá dró það mjög úr offjár- festingunni sem áður hafði verið ein helsta orsök slæmrar afkomu í greininni. Það gerði líka útgerð- araðilum kleift að hætta með því að selja kvóta og greiða upp skuldir og þannig náðist hagræðing. Hin mjög svo neikvæða hlið á kerfinu var að réttindi og möguleikar manna til að stunda útgerð skert- ust. Með hlutafélagavæðingu sjáv- arútvegsins gat almenningur þó eignast hlutdeild í þessum rekstri og lífeyrissjóðir landsmanna hafa smátt og smátt orðið stórir þátt- takendur í greininni. Áhrif fyrningarleiðarinnar Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á kvótakerfinu til að ná sátt um það og tryggja stöðugleika í greininni. Tekið hefur verið upp auðlindagjald í samræmi við tillög- ur sérstakrar nefndar sem skipuð var til sátta. Byggðakvóta hefur verið dreift til að rétta hlut þeirra byggða sem standa höllum fæti og auk þess hefur Sjálfstæðisflokkur- inn sett fram ákveðnar hugmyndir til að bæta enn hag byggðanna og minni útgerða og ná frekari sátt um kerfið. Þrátt fyrir það sem gert hefur verið eru þeir flokkar til sem vilja umbylta fiskveiðistjórnunar- kerfinu meðal annars með því að taka upp fyrningarleið. Fyrningarleiðin mun valda því að verð á varanlegum kvóta mun hrynja frá núverandi verði. Þau sjávarútvegsfyrirtæki sem hafa sterkastan fjárhag munu þá geta keypt hann mjög lágu verði auk þess sem þau eru best í stakk búin til að leigja hann eða kaupa hann af ríkinu. Þeir aðilar sem selt hafa sig út úr greininni á háu verði munu komast inn aftur á miklu lægra verði en þeir seldu á. Allur þorri fyrirtækja í greininni mun hins vegar lenda í miklum vandræðum, sérstaklega þeir sem hafa keypt veiðiheimildir og eru með þær sem stóran eignalið. Þeir munu augljós- lega hvorki geta bætt við sig veiði- heimildum né vera samkeppnis- hæfir til að kaupa eða leigja af ríkinu. Rétt er að líta á tvo flokka fyrirtækja, hinn fyrri mun fara mjög vel út úr þessari breytingu á kostnað síðari hópsins. Valin voru fyrirtæki í Kauphöll Íslands vegna þess hversu auðvelt er að afla upp- lýsinga um stöðu þeirra: Þeir sem græða mest Tvö fyrirtæki í Kauphöll Íslands standa upp úr í flokki þeirra sem verðhrun á kvóta mun ekki veikja að neinu verulegu marki. Þau verða áfram með mjög sterkan efnahag sem getur verið grundvöll- ur mikils lánstrausts: Eftir Margeir Pétursson „Það er með ólíkindum að þeir sem vilja koll- varpa núver- andi fiskveiðistjórn- unarkerfi geri sér ekki grein fyrir afleiðingum tillagna sinna …“ HVERJIR GRÆÐA OG HVERJIR TAPA? Í STOFNSKRÁ Nýlistasafnsins segir að markmið safnsins sé að veita nýjum straumum inn í íslenskt mynd- listarlíf og stuðla að endurmati og gagnrýnni skoðun á möguleikum og tilgangi myndlistar á Íslandi. Ná- kvæmlega þetta, og reyndar alveg orðrétt, er líka yfirlýstur tilgangur nýstofnaðs alþjóðlegs samtímalista- safns Péturs Arasonar ehf., eins og kemur fram í samningi þess við Reykjavíkurborg. Hvernig þessi setning komst í samninginn er hið dularfyllsta mál og sjálfsögð krafa að Reykjavíkurborg útskýri það og at- hugandi hvort þessi „ritstuldur“ standist lög. Annaðhvort hefur menningarmála- nefnd Reykjavíkurborgar farið húsa- villt, eða þá að fjárveiting borgarinn- ar til Péturs Arasonar ehf. er stórlega vanhugsuð og illa unnin. Því færa má fyrir því rök að samning- urinn vegi með beinum og óbeinum hætti að tilvistargrundvelli Nýlista- safnsins, og reyndar fleiri sprotafyr- irtækja framsækinnar myndlistar. Sumir mundu segja að þetta væri þvert á það yfirlýsta markmið gjörn- ingsins að vera lyftistöng fyrir ís- lenska myndist með því að leggja til þá alþjóðlegu mælistiku góðrar listar sem safn Péturs Arasonar ehf. ku vera. Þeir sem þekkja til safns Péturs Arasonar vita hins vegar að safnið er fjarri því að gefa sannferðuga mynd af samtímamyndlist síðustu 30 ára enda byggist það á persónulegum smekk eins manns. Haft var eftir Stefáni Jóni Hafstein í Morgunblaðinu nýverið að hér væri á ferðinni framlínulist, en þeir sem til þekkja vita að hér er á ferðinni list sem fyrir löngu er búið að stofnana- gera annars staðar en hér á landi. Framlínumyndlist, meira að segja hér á landi, er fyrir löngu komin fram úr því sem Pétur Arason ehf. hefur fram að færa. Það má því segja að fjárveiting borgarinnar til Péturs Arasonar ehf. hafi verið byggð á þekkingarleysi á eðli og þörfum fram- sækinnar myndlistar, auk þess að senda villandi og vafasöm skilaboð út í samfélagið hvað samtímalist varðar. Því þótt safneign Péturs Arasonar ehf. sé í vissu samhengi smekkleg og vönduð stenst hún tæplega kröfur sem gerðar eru til samtímalistasafns. Á sama tíma og samningur upp á 80 milljónir er gerður við Pétur Ara- son ehf. standa mörg sprotafyrirtæki myndlistarmanna höllum fæti. Svo- sem Gallerí Hlemmur, Myndhöggv- arafélagið og Nýlistasafnið. Kveðj- urnar sem þeirri starfsemi eru sendar eru jafn kaldar og faðmlag borgarinnar og Péturs Arasonar ehf. er heitt. Nýlistasafnið á í miklum fjárhags- örðugleikum vegna flutninga safnsins sem farið var út í í samráði við ríki og borg sem lofuðu að brúa óhjákvæmi- legt fjárhagsbil með jöfnu framlagi. Reykjavíkurborg hefur ekki staðið við sinn hlut, en ríkið veitti safninu 10 milljónir í aukafjárveitingu. Nýlistasafnið heldur upp á 25 ára afmæli sitt um þessar mundir. Í ald- arfjórðung hefur verið við Vatnsstíg- inn vísir að samtímalistasafni sem ekki hefur haft fjárhagslegt bolmagn til að sinna markmiðum sínum sem skyldi. Nýlistasafnið er frægasta vörumerki Íslands erlendis á mynd- listarsviðinu og það hefur alltaf verið eitt af hlutverkum safnsins að vera tengiliður við heiminn, bæði með al- þjóðlegum sýningum og samstarfi við listamenn og stofnanir erlendis. Hingað til lands koma á ári hverju tugir erlendra sýningarstjóra og listamanna til að kynna sér íslenska samtímamyndlist, og hefur Nýlista- safnið sinnt þessu kynningarstarfi, enda er engin stofnun á Íslandi sem sinnir því starfi af alvöru. Það er jafnframt eitt af hlutverk- um safnsins og fellur inn í áðurnefnd markmið, að vera vettvangur fyrir unga framsækna myndlistarmenn, og hefur það alltaf verið mikilvægur hluti af starfsemi safnsins. Það er og eitt af yfirlýstum markmiðum safns- ins að fylla upp í tuttugu til þrjátíu ára gamalt gat í íslenskri listasögu með söfnun listaverka á sama tíma og gat samtímalistarinnar fer stækk- andi vegna fjárskorts. Einmitt þetta gat í sögunni hefur kannski komið í veg fyrir að þeir aðilar sem stóðu að gerð samningsins við borgina gætu frætt sig um það sem gerst hefur í myndlist á undanförnum árum og áratugum. Samningur Reykjavíkurborgar við Pétur Arason ehf. um rekstur hins síðarnefnda á alþjóðlegu samtíma- listasafni við Laugaveginn hljóðar upp á að borgin greiði Pétri Arasyni ehf. áttatíu milljónir króna á fimm ár- um og er Pétri Arasyni ehf. frjálst að eyða þeim peningum að vild, en ber að hafa safneign sína sýnilega al- menningi. Því ber að fagna að Reykjavíkurborg skuli leggja aukið fé til myndlistar og skuli sjá hag sinn í bættu myndlistarumhverfi, en það er mikilvægt að skoða þennan samning í samhengi við þarfir íslensks mynd- listarumhverfis. Hannes Lárusson myndlistarmað- ur, sem hefur verið í fremstu röð í faginu til margra ára, skrifaði grein í Morgunblaðið um þetta mál og var hún sanngjarnt og yfirvegað innlegg í menningarumræðuna. Fram að þessu hefur einungis einn listfræð- ingur tjáð sig um málið á opinberum vettvangi, en viðbrögð Halldórs Björns Runólfssonar við innleggi Hannesar eru honum varla til sóma. Grein hans (Morgunblaðið 27. apríl) er rætin, í hæsta máta ófagleg og ekki sæmandi manni í hans stöðu, en Hall- dór Björn er lektor við Listaháskóla Íslands. Það er full ástæða til að hvetja list- fræðinga, myndlistarmenn og áhuga- fólk um listir til að tjá sig um málið á faglegum grunni. Spurningar sem krefjast svars hljóta að snúast um það hvort 80 milljóna króna framlag borgarinnar til einkasafnara sé lík- legt til að styrkja framsækna mynd- list á Íslandi, eða hvort peningunum væri betur varið annars staðar. Eftir Ásmund Ásmundsson „...það hefur alltaf verið eitt af hlut- verkum safnsins að vera tengiliður við heiminn...“ Höfundur er myndlistarmaður og formaður stjórnar Nýlistasafnsins. „Samtímalistasafn“ UMRÆÐAN 42 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Nýr ilmur frá Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060 SKOÐUN VIÐSKIPTI mbl.is   =  3 5   5        5   4 >    1    4 " +#*"% )#!&! -#*%! %#&%- *#&*- +#-"- -%#,)& !(#&)- %<)%@ "<-+@ 1 #>4     3 #1/ 0  <0# A  <0 '   #;#<  # 1 # 5( 5   5        5   4 >    1    4 " 0 !(& *,, -#,+" )*, (+) -#"!+ 6+7*8 !&) ,+" -#"-, (!, -#*-% -#*%% 9+267 +! ?*+) !%) !!& ?"++ !,! *44 -#*"" %#!+% -&#,(& %#-*! %#+++ -!#!"& 2*+96: &<*-@ &<),@ %<&-@ &#)(@ &#,)@ %<%"@ 7;64'
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.