Morgunblaðið - 03.05.2003, Side 43
Sjá töflu 1
Þrátt fyrir að þessi fyrirtæki
tapi öllum bókfærðum aflaheimild-
um sínum verða þau samt með eig-
ið fé upp á fjóra og fimm milljarða
króna. Langtímaskuldir þeirra að
frádreginni verðbréfaeign er þeim
heldur enginn fjötur um fót, um
óverulega fjárhæð er að ræða hjá
Granda en um 3 milljarðar hjá
Samherja. Grandi hf. í Reykjavík
er afar vel rekið fyrirtæki, sem
tveir prófessorar við Háskólann,
þeir Árni Vilhjálmsson og Ágúst
Einarsson, hafa átt mikinn þátt í
að byggja upp sem stjórnarmenn
og hluthafar, þótt Ágúst hafi
reyndar selt hlut sinn fyrir nokkr-
um mánuðum. Árið 1995 vakti það
mikla athygli þegar Árni Vil-
hjálmsson, stjórnarformaður, lýsti
sig fylgjandi hóflegri gjaldtöku af
kvóta. Grandi keypti inn mjög lít-
inn varanlegan kvóta þangað til í
fyrra.
Samherji hf. er nánast jafngam-
alt fyrirtæki og kvótakerfið en
samt hefur það þó ekki truflað
ótrúlegan vöxt og uppgang Sam-
herja.
Ekki er hægt að setja stærsta
kvótahafann í þennan flokk, en það
er Brim, sem er hluti af Eimskipa-
félagi Íslands. Eimskip á 11,4%
heildarkvótans, er með hann bók-
færðan á hvorki meira né minna en
13,4 milljarða króna, en eigið fé er
26 milljarðar. Missir kvótans
myndi því setja efnahag Eimskipa-
félagsins í algjört uppnám, þótt
ekki yrði nein hætta á gjaldþroti.
Félagið er eitt fjölmennasta al-
menningshlutafélag landsins með
18.000 hluthafa auk þess sem líf-
eyrissjóðir eiga í því stóra hluti.
Þeir sem riða til falls
Það er athyglisvert að skoða
þann flokk fyrirtækja í Kauphöll-
inni sem færu verst út úr fyrning-
arleiðinni. Þetta eru fyrirtæki á
Húsavík, Þórshöfn, Vestfjörðum, í
Vestmannaeyjum, á Vopnafirði og
Grundarfirði.
Rekstur þessara fyrirtækja gekk
í heildina vel á síðasta ári og eru öll
í sókn við núverandi aðstæður.
En þau eru með miklar eign-
færðar veiðiheimildir og yrðu flest
ólánshæf í bankakerfinu. Með því
að bera fyrirtækin í þessari töflu
saman við hina sterku sést strax að
þau ættu enga möguleika á að
keppa við þá um aflaheimildir á
nýju lágu verði né leigja eða kaupa
af ríkinu. Helsta spurningin væri
hversu mikla ölmusu þau þyrftu til
að forðast rekstrarstöðvun og jafn-
vel gjaldþrot.
Sjá töflu 2
Það er auðvitað mest sláandi að
samanlagt yrði eigið fé þessara
fyrirtækja neikvætt ef veiðiheim-
ildir þeirra yrðu verðlausar. Því
má einnig bæta við að samanlagðar
langtímaskuldir þessara fyrirtækja
eru u.þ.b. 12 milljarðar króna, sem
mjög erfitt yrði að greiða af.
Verðbólga og minni
kaupmáttur launa
Það er með ólíkindum að þeir
sem vilja kollvarpa núverandi fisk-
veiðistjórnunarkerfi geri sér ekki
grein fyrir afleiðingum tillagna
sinna sem ættu að sjást alveg skýrt
af þessum dæmum. Þeir ríku verða
ríkari en hinir veikari ná engan
veginn að verja sig. Hugmyndir
hafa verið uppi, a.m.k. meðal Sam-
fylkingarinnar, um að hægt sé að
leysa vandann með því að fella
gengi krónunnar um leið og kerf-
inu er breytt. Íslenskur almenn-
ingur nýtur nú góðs af sterkri
krónu í formi stöðugs vöruverðs og
ódýrra ferðalaga til útlanda. Út-
flutningsgreinar, sérstaklega sjáv-
arútvegurinn, bera hallann af
sterku krónunni. Ef það þarf að
fella gengið í stíl gömlu kreppuúr-
ræðanna þá er það alveg ljóst að ís-
lenskur almenningur mun borga
brúsann af duttlungum stjórnmála-
mannanna í formi verðbólgu og
lægri kaupmáttar.
Höfundur er formaður Varðar –
Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík og stjórnarformaður
nokkurra fyrirtækja á fjár-
málamarkaði.
skollaeyrum við kalli tímans. – Há-
skóli Íslands mótaði skýra stefnu á
síðasta ári um uppbyggingu sína til
ársins 2005 sem var rækilega kynnt
stjórnvöldum og almenningi (sjá
heimasíðu Háskólans http://
www.hi.is). Til að hrinda stefnumál-
um sínum í framkvæmd þarfnast Há-
skóli Íslands stuðnings íslenskra
stjórnvalda.
Ein augljós afleiðing hinnar auknu
eftirspurnar eftir háskólanámi er
vaxandi kostnaður við rekstur Há-
skóla Íslands og annarra skóla á há-
skólastigi. Meðal annars hefur fjölg-
un nemenda í Háskóla Íslands þegar
skapað húsnæðisvanda sem afar
brýnt er að leysa svo áfram sé unnt
að bjóða nemendum skólans upp á
aðstöðu sem er í samræmi við það
sem almennt gerist í sambærilegum
háskólum erlendis.
Spurningar
Miklu skiptir að við Íslendingar
vinnum saman að því að byggja upp
öflugt háskólakerfi sem þjónar þörf-
um okkar á sem hagkvæmastan og
árangursríkastan hátt. Til að svo
megi verða þurfum við að svara ýms-
um spurningum um málefni háskól-
anna. Svörin við þeim munu gefa okk-
ur forsendur til að taka
skynsamlegar ákvarðanir um upp-
byggingu íslenska háskólakerfisins.
Meðal mikilvægra spurninga eru eft-
irfarandi: (1) Er aukin sókn í háskóla-
nám eðlileg og æskileg þróun eða
veldur hún kostnaði sem skilar ekki
þeim ávinningi sem vonast er eftir?
(2) Á ríkið að bera meginkostnaðinn
við rekstur háskóla, bæði þeirra sem
eru sjálfseignarstofnanir og hinna
sem eru í eigu ríkisins? (3) Eiga ein-
staklingar og fyrirtæki, sem hags-
muna hafa að gæta, að leggja aukið fé
beint til skólanna? (4) Að hve miklu
leyti eru það háskólarnir sjálfir,
vinnumarkaðurinn eða stjórnvöld
sem ákveða (eða eiga að ákveða) hvar
áherslur eru lagðar í kennslu og
rannsóknum? (5) Á hvaða sviðum há-
skólastarfsemi getum við Íslendingar
vænst þess að ná árangri sem skiptir
máli ekki aðeins fyrir okkur sjálf
heldur heimsbyggðina? (6) Hvernig
má best tryggja að háskólarnir veiti
góða kennslu og stundi árangursrík-
ar rannsóknir?
HVER verða brýnustu verkefni
nýrrar ríkisstjórnar Íslands vorið
2003? Vafalaust að undirbúa fjárlög
fyrir árið 2004. Hvaða mál verða þar
efst á baugi og mikilvægust? Ég spái
að það verði ekki síst nauðsyn þess að
auka fjárframlög til háskóla. Nú í að-
draganda kosninga hafa þessi mál
ekki verið dregin fram í dagsljósið
sem skyldi. Í þessari grein vil ég
vekja athygli á nokkrum mikilvægum
staðreyndum sem nauðsynlegt er að
hafa í huga þegar um mál þessi er
fjallað.
Ör fjölgun nemenda í HÍ
Fleiri sækja í háskólanám en gert
hefur verið ráð fyrir í fjárlögum ís-
lenska ríkisins að undanförnu. (Nú
eru skráðir nemendur í Háskóla Ís-
lands um 8.000, en það samsvarar um
5.000 nemendum í fullu námi, það er
virkum nemendum.) Háskóli Íslands
hefur ítrekað bent á þetta í viðræðum
við stjórnvöld og fyrir skömmu und-
irrituðu menntamálaráðherra og
rektor viðauka við kennslusamning
Háskóla Íslands og ríkisins þar sem
fyrirsjáanleg fjölgun á þessu ári er að
mestu viðurkennd. Hins vegar var
fjöldi virkra nemenda í Háskóla Ís-
lands á síðasta ári 4.667, en skólinn
hefur aðeins fengið greitt fyrir 4.400
virka nemendur. Afleiðing þessa er
að Háskóli Íslands var í fyrsta sinn
um árabil rekinn með halla á árinu
2002 og var hann yfir 200 milljónir
króna.
Verði árlegur vöxtur næstu tíu ár
sá sami og hann hefur verið að með-
altali síðastliðin fimm ár yrðu skráðir
nemendur í Háskóla Íslands 19.200 á
árinu 2013 og þá yrðu nemendur á
háskólastigi á Íslandi 33.700.
Í meðfylgjandi töflu er sýnd þróun
fjölda virkra nemenda á síðustu árum
og spá um þróun þeirra á næstu árum
miðað við þrjú síðustu ár.
Hvers vegna sækir fólk
meira til háskólanna?
Sókn í háskólanám er ekki aðeins
að aukast á Íslandi, heldur hvarvetna
í heiminum. Ég fjallaði um þetta í síð-
ustu brautskráningarræðu í febrúar
sl. og nefndi þá meðal annars nokkrar
ástæður þess að fólk leitar sífellt
meira í háskóla: (1) Með háskólanámi
tryggir fólk betur stöðu sína og
möguleika í þjóðfélaginu. (2) Fyrir-
tæki og stofnanir gera sífellt meiri
kröfur um háskólamenntun á æ fleiri
sviðum í framleiðslu og viðskiptum,
þjónustu og stjórnsýslu. (3) Fjöldi
fólks streymir líka til háskólanna
vegna þess að það veit eða telur sig
vita að ekkert sé líklegra til að veita
því meiri lífsfyllingu en einmitt góð
menntun sem eykur víðsýni, skilning
á heiminum og kunnáttu til ýmissa
verka. (4) Stjórnvöld víða um heim
hafa hvatt til aukins háskólanáms til
að skapa skilyrði fyrir meiri hagsæld
og öflugri uppbyggingu ríkja sinna.
Umræðan í Evrópu
Í sambandi við vaxandi áhuga
stjórnvalda á að efla háskóla má geta
þess að Evrópusambandið gaf nýlega
út skýrslu um „Hlutverk háskóla í
þekkingarsamfélagi Evrópu“. Næsta
haust mun Evrópusambandið síðan
taka stefnumótandi ákvarðanir í
þessum mikilvæga málaflokki. Tilefni
skýrslunnar er sú sannfæring fram-
kvæmdastjórnar Evrópusambands-
ins að grundvallarforsenda þekking-
arsamfélags og hagkerfis Evrópu sé
að háskólarnir stóreflist og vinni
saman að sköpun og miðlun fræði-
legrar og tæknilegrar þekkingar.
Hér er tekið mið af þeim árangri sem
náðst hefur í Bandaríkjunum fyrir til-
styrk öflugra háskóla sem talið er að
hafi gefið þeim forskot í efnahagslegu
og tæknilegu tilliti umfram önnur ríki
veraldar.
Vísindagarðar og
þekkingarsamfélag
Háskólamenntaðir starfsmenn á
vinnumarkaði á Íslandi voru 25.800 á
árinu 2001, sem var 16% af vinnuafl-
inu, og er hlutfallið mun lægra en í
löndum Evrópusambandsins. Miðað
við áætlaða fjölgun nemenda í skólum
á háskólastigi á næstu árum má ætla
að á árinu 2013 verði háskólamennt-
aðir starfsmenn á vinnumarkaði
41.300 eða 23% af vinnuaflinu. Mun
hlutfall þeirra þá verða svipað og það
er nú að meðaltali í Evrópu. Verði
þessum aukna fjölda háskólamennt-
aðra Íslendinga skapaður verðugur
starfsvettvangur verða miklir mögu-
leikar á að styrkja verulega uppbygg-
ingu þekkingarsamfélags á Íslandi.
Það er ekki sjálfgefið að þessi stóri
hópur vel menntaðra Íslendinga setj-
ist að á Íslandi. Háskóli Íslands vill
leggja sitt af mörkum til að svo verði
og hefur í því skyni undirbúið upp-
byggingu Vísindagarða í Vatnsmýr-
inni, þar sem fyrirtæki og stofnanir
sem byggja starfsemi sína á þekk-
ingu og tækni munu fá aðstöðu á
besta stað í Reykjavík í nágrenni við
Háskóla Íslands. Reynsla annarra
þjóða sýnir að vísindagarðar gegna
viðamiklu hlutverki við uppbyggingu
þekkingarsamfélags og eru aflstöðv-
ar nýsköpunar og þróunar. Hér þurfa
fyrirtæki og stjórnvöld að leggjast á
eitt til að skapa með Háskóla Íslands
öflugustu miðstöð þekkingariðnaðar
og þekkingarsköpunar í landinu.
Enn hefur Háskólinn ekki fengið
leyfi stjórnvalda til þess að stofna
hlutafélag um uppbyggingu og rekst-
ur vísindagarðanna og virðist vera
takmarkaður áhugi á að styðja Há-
skólann í þeirri viðleitni að skapa
menntuðum Íslendingum tækifæri til
að vinna við einstakar starfsaðstæður
í framtíðinni.
Að svara kalli tímans
Aukin sókn í háskólanám hefur
ýmsar afleiðingar sem stjórnvöld
hljóta óhjákvæmilega að bregðast við
með því að móta strax stefnu til nokk-
urra ára um uppbyggingu íslenskra
háskóla. Að öðrum kosti skella þau
Eftir Pál
Skúlason
„Fleiri
sækja í há-
skólanám
en gert hef-
ur verið ráð
fyrir í fjárlögum íslenska
ríkisins að undanförnu.“
Höfundur er rektor Háskóla Íslands.
AUKIN SÓKN Í
HÁSKÓLANÁM OG VÖXTUR
HÁSKÓLA ÍSLANDS
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 43
Virkir nemendur 1998–2002 og spá um fjölgun þeirra 2003–
2005
Ár 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005
Virkir nemendur 3885 3921 4175 4330 4667 5161 5522 6000
Hátíðarfatnaður
íslenskra karlmanna
Hátíðarfatnaður íslenskra
karlmanna hefur notið mikilla
vinsælda frá því farið
var að framleiða hann.
Færst hefur í vöxt að íslenskir
karlmenn óski að klæðast
búningnum á tyllidögum, svo
sem við útskriftir, giftingar,
á 17. júní, við opinberar
athafnir hérlendis og erlendis
og við öll önnur
hátíðleg tækifæri.
Herradeild Laugavegi, sími 511 1718.
Herradeild Kringlunni, sími 568 9017.
P
ó
st
se
n
d
u
m
Hátíðarföt
með vesti
100% ull
skyrta, klútur og næla
kr. 36.900
Allar stærðir til
46— 64
98—114
25— 28