Morgunblaðið - 03.05.2003, Side 49

Morgunblaðið - 03.05.2003, Side 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 49 ✝ Vilhelmína Sól-gerður Jónsdótt- ir fæddist á Seyðis- firði 15. nóvember 1906. Hún lést á Sjúkrahúsi Seyðis- fjarðar 22. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Ragn- hildur Marteinsdótt- ir, húsfreyja á Seyð- isfirði, f. á Klepp- járnsstöðum á Völl- um 28. apríl 1872, d. 20. júlí 1909, og Jón Erlendsson, tré- smiður á Seyðisfirði og í Reykjavík, f. í Hala 8. október 1864, d. 28. janúar 1941. Systkini Vilhelmínu voru: Ragnheiður, f. 22. ágúst 1897, d. 6. júlí 1981, Þor- geir Guðjón, f. 3. október 1899, d. 5. nóvember 1977, Hjálmar Gísli Ingólfur, f. 15. september 1902, d. 13. febrúar 1985, Unnur, f. 12. ágúst 1905, d. 4. ágúst 1996, og Ragna, f. 2. júlí 1909, d. 5. október 1989. Hálfbræður hennar sam- feðra voru Erlendur, Ólafur og Sigurður en þeir eru allir látnir. Fósturforeldrar Vilhelmínu as Eiríksson, skólastjóri á Eiðum og síðar bóndi á Breiðavaði í Eiðaþinghá, f. á Skriðuklaustri 17. júní 1851, d. 19. ágúst 1924. Börn Vilhelmínu og Gunnlaugs eru: 1) Áslaug, f. 23. nóvember 1932, gift Hjalta Nielsen, f. 7. des- ember 1924, d. 2. ágúst 1967. Börn þeirra: Gunnlaugur f. 19. júní 1953, Kristín Theodóra f. 2. maí 1955, Vilhelmína f. 9. sept- ember 1957, Þóra Lind f. 26. mars 1963, Axel Emil f. 6. júní 1965 og Hjalti f. 20. nóvember 1967. 2) Jónas, f. 7. mars 1935, kvæntur Margréti Pétursdóttur, f. 14. ágúst 1937. Börn þeirra eru: Elín f. 30. júlí 1956, Ragnhildur f. 20. nóvember 1957, Sigríður f. 16. júlí 1961 og Gunnlaugur f. 30. sept- ember 1968. 3) Hallfríður, f. 23. janúar 1939, gift Bjarna Þor- steinssyni, f. 10. júní 1939. 4) Lár- us, f. 16. ágúst 1942, kvæntur Höllu Ragnheiði Gísladóttur, f. 21. apríl 1942. Börn þeirra eru: Sigríður Aðalheiður, f. 12. apríl 1968, Jón Gísli f. 15. júní 1969 og Vilhjálmur f. 5. júlí 1972. 5) Jón, f. 31. maí 1946, kvæntur Pálínu Ingibjörgu Karlsdóttur, f. 16. júní 1945. Börn þeirra eru: Anna Björg, f. 24. október 1965, Gunn- laugur, f. 17. júní 1967, Vilhelm- ína, f. 20. apríl 1979, og Margrét, f. 31. mars 1981. Útför Vilhelmínu verður gerð frá Seyðisfjarðarkirkju laugar- daginn 3. maí og hefst athöfnin kl. 14. voru Hallfríður Brandsdóttir, ljós- móðir á Seyðisfirði, f. að Einholti á Mýrum 22. nóvember 1865, d. 25. janúar 1950, og Magnús Sigurðsson, bóndi á Fossi, f. 19 maí 1853, d. 14. des- ember 1926. Börn þeirra hjóna og upp- eldissystkini hennar voru: Guðbrandur Sigurður, f. 15. febr- úar 1887, d. 13. júlí 1974, Bjarni Þorgeir, f. 10. ágúst 1891, d. 7. mars 1933, Guðbjörg Gróa, f. 24. júní 1897, d. 3. maí 1991, Skúli Jón, f. 22. maí 1904, d. 13. sept- ember 1963, Valgeir, f. 4. október 1912, d. 27. ágúst 1959. Vilhelmína giftist 19. desember 1931 Gunnlaugi Jónassyni, bú- fræðingi, bankagjaldkera og for- seta bæjarstjórnar á Seyðisfirði, f. á Eiðum 18. janúar 1895, d. 10. nóvember 1991. Foreldrar hans voru Guðlaug Margrét Jónsdóttir, húsfreyja, f. á Eiríksstöðum 30. júní 1853, d. 26. maí 1906, og Jón- Móðuramma mín, Vilhelmína Sólgerður Jónsdóttir, lést þriðju- daginn 22. apríl síðastliðinn í hárri elli. Amma fæddist í upphafi síð- ustu aldar og var aðeins 2 ára göm- ul þegar móðir hennar lést aðeins nokkrum dögum eftir fæðingu yngstu systurinnar. Faðir hennar stóð því einn eftir með barnahópinn sinn, en á þeim tíma var ekki margt til bjargar við slíkar aðstæð- ur. Börnunum varð að koma fyrir og fóru þau meira og minna til vandalausra. Faðir þeirra reyndi þó alla tíð eftir bestu getu að fylgja þeim eftir og þeim þótti alla tíð ákaflega vænt um hann þó að fjöl- skylduböndin rofnuðu. Þrátt fyrir að systkinunum væri tvístrað héldu þau alla tíð sambandi sín á milli og fylgdust hvert með öðru. Amma var afar lánsöm því ljós- móðirin, Hallfríður Brandsdóttir, tók hana með sér heim og fóstraði hana upp frá því með ástúð og ör- yggi sem sína eigin dóttur. Hall- fríður var mikilhæf merkiskona og ljósmóðir Seyðfirðinga til 50 ára en hún bjó ásamt manni sínum, Magn- úsi Sigurðssyni, á bænum Fossi á hjallanum fyrir ofan Vestdalseyri. Þau eignuðust sjálf fimm börn sem komust á legg og var amma ætíð meðhöndluð sem litlasystir fóstur- bræðra sinna og fóstursystur. Ömmu þótti afskaplega vænt um fósturforeldra sína og þau töldu hana alltaf til sinna eigin barna. Minntist amma jafnan þessa æsku- heimilis síns með mikilli hlýju og þar leið henni vel undir verndar- væng fóstru sinnar, sem lét meitla bænir sínar í bergstálið fyrir ofan bæinn svo enn má greina í dag orð- in: „Guð blessi Foss.“ Amma stundaði nám við Kvenna- skólann í Reykjavík og nam þar húshald og matseld svo sem til siðs var á þeim árum. Dvaldi hún einnig um tíma hjá Bjarna fósturbróður sínum og hans fjölskyldu, en hann var þá fluttur suður til Reykjavík- ur. Þessi tími var henni ákaflega minnisstæður og talaði hún oft um þá dýrðardaga sem hún átti með Bjarna, Helgu konu hans og börn- um þeirra í sumardvöl við Fífu- hvamm í Kópavogi. Alla hluti gerði amma vel og ævinlega var fallegur dúkur á borði á matmálstíma hvort sem aðeins heimafólk eða gestir sátu til borðs. Hún var eftirsótt til að annast húshald og matreiðslu og var meðal annars eftir heimkomuna um tíma ráðskona hjá Ara Arnalds, sýslumanni á Seyðisfirði. Amma kynntist afa þegar hann vann við verslun og fiskverkun hjá Benedikt bróður sínum á Vestdals- eyri en þangað flutti hann 1915 of- an af Héraði. Á Vestdalseyri var þá mikið umleikis við verslun og aðra þjónustu, en Héraðsmenn og Jök- uldælingar sóttu þangað í ríkum mæli. Vorið 1931 réðst afi síðan sem gjaldkeri og bókhaldari hjá Útvegsbanka Íslands inn á Öldu og starfaði þar í full 30 ár áður en hann gerðist skrifstofustjóri hjá Síldarverksmiðjum ríkisins til árs- ins 1968 þá 73 ára gamall. Bæj- arfulltrúi var hann í tæp 30 ár, þar af forseti bæjarstjórnar rúman helming þess tíma og forseti Fjórð- ungsþings Austfirðinga í 20 ár. Amma og afi gengu í hjónaband í árslok 1931 og bjuggu fyrstu hjú- skaparár sín á efri hæð bankans. Lengst af bjuggu þau þó á Aust- urvegi 48, en húsið hinum megin götunnar varð síðar æskuheimili mitt. Varð þeim fimm barna auðið sem öll eru á lífi, barnabörnin eru 17 og barnabarnabörnin orðin 30. Heimili þeirra varð fljótt mitt ann- að æskuheimili og ekki síður garð- urinn þeirra sem mér fannst óhemjustór, eiginlega heill heimur útaf fyrir sig enda tré há og skóg- urinn þéttur sem óx upp af fræjum sem þau lögðu í jörð. Þar ræktuðu þau einnig matjurtir af ýmsu tagi, bæði hefðbundnar matjurtir en svo ekki síður tegundir sem maður sér enn þann dag í dag einungis í stór- mörkuðum landsins. Í þessum draumaheimi dvaldi ég ungur drengur löngum stundum þar til hungrið svarf að, en þá var farið inn til ömmu sem mér fannst elda þann besta mat sem hægt væri að fá. Inni ríkti kyrrð og friður enda sá amma til þess að afi fengi það næði sem hann þyrfti til að stunda sínar tónsmíðar og ritstörf. Löngum stundum sat ég á stól við píanóið og hlustaði á afa spila lögin sín meðan ég maulaði nýsteiktar kleinurnar hennar ömmu. Svo oft og svo lengi dvaldi ég í faðmi þeirra að amma var eiginlega farin að telja mig með sonum sínum. Ósjaldan kom fyrir ef hún vildi tala við mig, fyrsta barnabarnið sitt, að hún kallaði á mig með nöfnum drengjanna sinna allra, hverju á fætur öðru, áður en hún gerði sér grein fyrir að þetta var bara ég sem var hjá henni. Ekki vildi ég skipta á þessum æskuárum mínum og nokkrum öðrum, þarna hjá þeim átti ég mínar bestu stundir og ekki síður þegar ég fékk að dvelja með þeim í Bankaselinu inni í dal eða með þeim og Emil bróður afa í sumarbústað sem Landssími Ís- lands átti þá í Egilsstaðaskógi. Þegar halla tók undan fæti fyrir afa, sjónin bilaði og of erfitt var að ferðast um bratta stigana í þrílyftu húsinu við Austurveg, festu þau amma árið 1990 kaup á nýbyggðri þjónustuíbúð við Múlaveg. Ekki náðu þau að búa þar lengi saman því afi dó ári síðar, þá orðinn 96 ára gamall og saddur lífdaga. Amma var þá 85 ára gömul og nú kveður hún líka þennan heim á sama aldursári og afi eftir lang- vinna vanheilsu. Lárus sonur henn- ar á miklar þakkir skyldar fyrir að annast móður sína síðustu árin af allri þeirri fórnfýsi og hjartahlýju sem hann hlaut í lífsins arf frá henni sjálfri. Starfsfólki Sjúkra- húss Seyðisfjarðar eru einnig færð- ar hugheilar þakkir fyrir þeirra hjálp. Nú er lokið langri ævi ömmu minnar, vegferð sem hófst í upphafi síðustu aldar. Arfleifð hennar og áhrif á mig get ég seint fullþakkað. Megi algóður Guð geyma hana. Gunnlaugur Nielsen. Okkur systkinin langar hér í ör- fáum orðum að minnast elsku ömmu okkar sem lést á sjúkrahús- inu á Seyðisfirði 22. apríl síðastlið- inn, þá níutíu og sex ára. Amma okkar fæddist á Seyðis- firði 15.11. 1906 í litlu húsi sem stóð úti á strönd undir snarbröttum hlíðum Strandatinds, þar sem hún ólst upp hjá fjölskyldu sinni til tveggja ára aldurs, en þá varð hún fyrir þeirri miklu sorg að missa móður sína, sem lést um aldur fram aðeins 37 ára að aldri. Við þetta leystist fjölskyldan upp og amma var tekin í fóstur af mynd- arhjónum sem bjuggu að Fossi á Vestdalseyri, þeim Hallfríði Brandsdóttur ljósmóður og Magn- úsi Sigurðssyni, þar sem hún bjó ásamt börnum þeirra hjóna og var alltaf talin sem ein af fjölskyldunni. Amma sagði okkur oft frá því hvað gaman var að alast upp á Fossi, hvað hún hefði haft það gott og verið ánægð með að búa á þar. Amma naut ekki langrar skóla- göngu frekar en aðrir sem ólust upp á þessum tíma, þó var hún til viðbótar barnaskólanámi einn vetur við nám í Kvennaskólanum í Reykjavík, sem taldist til forrétt- inda að stúlkur fengju að gera á þessum tíma. Amma kynntist afa Gunnlaugi á Vestdalseyri, en þau unnu bæði hjá Benedikt bróður afa, sem stundaði verslun þar. Þau giftu sig 19. des- ember 1931 og fluttu fljótlega inn í bæ, (eins og sagt var á Vestdals- eyri ef menn fóru inn í kaupstað), en afi hafði þá verið ráðinn sem gjaldkeri hjá Útvegsbanka Íslands á Seyðisfirði, þar sem þau bjuggu fyrstu árin í íbúð á efstu hæð bank- ans. Amma og afi fluttu árið 1936 í húsið að Austurvegi 48, þar sem þau bjuggu lengst af og ólu þar upp börnin sín fimm þau Áslaugu, Jónas, Hallfríði, Lárus, og Jón. Það var í þessu háreista húsi að Austurvegi sem við systkinin kynntumst ömmu okkar, en for- eldrar okkar ráku heildverslun á neðstu hæð í sama húsi. Þar vorum við nánast daglega með mömmu, en hún vann þar, svo við vorum hálf- gerðir heimagangar hjá ömmu á hæðinni fyrir ofan. Þar var oft glatt á hjalla og gaman að hlusta á ömmu og afa rifja upp minningar frá fyrri tíð samfara því að miðla okkur af viskubrunni sínum, sem þau voru óspör á. Við krakkarnir vissum líka að amma átti nær alltaf eitthvað nýbakað með kaffinu, sem við sóttum í og vorum við alltaf vel- komin. Á góðviðrisdögum á sumrin var bakkelsið oftast borið fram úti í garði, sem var einn af fallegustu görðunum í bænum með fallegum grenilundi sem þau gróðursettu 1942 og var þeim afar kær. Líf ömmu og afa var samofið og máttu þau vart af hvort öðru sjá, því varð það ömmu mikill missir þegar afi lést 10. nóvember 1991, en hver veit nema amma okkar og afi hitt- ist fyrir hinum megin og geti þá í gleði sinni gengið Austurveginn, sem þau bjuggu svo lengi við. Þegar amma var komin langt á níræðisaldur fór að bera á minn- istapi hjá henni sem ágerðist frek- ar hratt þannig að hún varð ekki fær um að halda heimili. Var hún lögð inn á Sjúkrahús Seyðisfjarðar þar sem hún dvaldi um níu ára skeið við gott atlæti, frábæra umönnun starfsfólks sem umgekkst hana af mikilli góðmennsku og virðingu allt til síðustu stundar. Viljum við þakka öllu starfsfólki sjúkrahússins fyrir að hafa annast ömmu okkar svona frábærlega í hennar erfiðu veikindum. Megi góður guð geyma ömmu okkar og afa. Sigríður, Gísli og Vilhjálmur. Þegar ég lít til baka og hugsa til þeirra samverustunda sem ég átti með ömmu Mínu, renna minning- arnar allar saman. Eftir situr þægi- leg minning þar sem alltaf er sól og alltaf er gaman. Þar er amma með nýbakaðar skonsur eða rúgbrauð sem hún bakaði í stórum staukum undan lyftidufti, ef ég man rétt. Annað eins brauð og bakkelsi hef ég ekki fengið síðan. Þegar ég kom inn, illa út leikinn eftir einhverja svaðilförina upp í Botna eða út á bryggju var hún ætíð tilbúin með plástur og oftast fylgdi súkku- laðimoli með til að lina þjáning- arnar. Ef enginn var til að leika með, sátum við tímunum saman og spiluðum kasínu, vist eða ólsen og mér voru sagðar sögur af Vestdals- eyri og frá Breiðavaði. Ég minnist þessa fallega heimilis sem hún hélt á Austurveginum. Þar var hverjum hlut svo fallega komið fyrir og hvergi rykkorn að sjá. Samt var alltaf nægur tími til að sinna barnabarni sem komið var í heimsókn. Þegar ég rifja upp þessar æsku- minningar frá Seyðisfirði, sé ég ömmu og afa standa saman á tröppunum að veifa í kveðjuskyni um leið og ég sest upp í bíl á leið í flug. Þau hjónin voru aldrei langt frá hvort öðru og ég gæti best trúað, að nú þegar hún er farin úr þessum heimi sameinist þau aftur í eilífð- inni. Að endingu vil ég votta börnum hennar, tengdabörnum og öðrum aðstandendum samúð mína. Gunnlaugur Jónsson. VILHELMÍNA SÓLGERÐUR JÓNSDÓTTIR Í dag kveðjum við okkar ástkæra afa, Björn Þorgeirsson. Minningarnar hrannast upp á svona stundum. Það fyrsta sem kemur upp í hug okkar er heimsóknirnar á Sólvalla- götuna, þar sem tekið var á móti okkur með hlýlegu viðmóti og var lífsgleðin ávallt til staðar. Þar sem hann sagði okkur um lífið og til- veruna, einnig allar þær ferðir sem við fórum saman um landið, þar sem við vorum fræddar um landið okkar. Og þar var engillinn hún amma, (eins og hann kallaði hana alltaf), honum við hlið, það var alveg ein- stakt samband á milli ömmu og afa, hún var líf hans og yndi og fyrir hana og alla aðra vildi hann allt gera. BJÖRN ÞORGEIRSSON ✝ Björn Þorgeirs-son fæddist á Helgafelli í Helga- fellssveit 27. júlí 1917. Hann lést á Droplaugarstöðum 19. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkj- unni 2. maí. Lífsgleði og ham- ingja einkenndi líf afa okkar og var hann allt- af í góðu skapi og átti auðvelt með að koma öðrum í gott skap. Nú biðjum við góð- an guð að styrkja ömmu á þessari erfiðu stundu. Á kveðjustund þökkum við þér af al- hug samfylgdina, elsku afi og minninguna um þig munum við varð- veita í hjörtum okkar um ókomna tíð. Og vertu nú sæll. Það fer vel um þig nú, og vorgyðjan o’n á þig breiði, og sætt er það þreyttum að sofa’ eins og þú með sólskin á minning og leiði. (Þorsteinn Erlingsson.) Íris og Hildur Harðardætur. Í dag er kvaddur traustur og mætur maður, Björn Þorgeirsson. Margs er að minnast og margt að þakka eftir langt og gott samstarf og einstaka hollustu. Björn kom ungur að árum til Reykjavíkur og hóf störf hjá heildversluninni Eddu hf. Starfaði hann þar óslitið til 75 ára aldurs eða í rúma hálfa öld. Má með sanni segja að hann hafi helg- að alla sína starfskrafta þessu fyr- irtæki sem hann unni sem það væri hans eigið. Fyrstu árin starfaði hann nær eingöngu við útkeyrslu, en síðar sem sölumaður og átti það starf ákaflega vel við Björn sem var elsk- aður og virtur jafnt af húsbændum sem viðskiptavinum. Hann var heillandi maður með einstaklega létta skapgerð, ógleymanlegur þeim sem honum kynntust. Glaðlyndi hans var smitandi enda segist sam- starfsfólk Björns úr Eddunni aldrei muna hann skipta skapi og segir það ekki lítið um manninn og þann happafeng sem það var fyrir fyr- irtækið að hafa á að skipa slíkum liðsmanni í öll þessi ár. Einungis gæfumenn hafa útgeisl- un sem Björn og sannarlega er það gæfa að hafa kynnst manni sem honum, notið starfskrafta hans og vináttu, en þau eru ekki mörg fyr- irtækin sem geta þakkað starfs- mönnum fyrir svo dygg störf í svo langan tíma. Við hjónin þökkum jafnframt fyrir yndislegar stundir sem við áttum með þeim hjónum Ragnhildi og Birni á heimili þeirra og á mannamótum. Fyrir hönd fjölskyldunnar færum við eiginkonu Björns, börnum og fjölskyldu okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð blessi minningu hans. Dóra og Þór Þorsteins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.