Morgunblaðið - 03.05.2003, Side 51

Morgunblaðið - 03.05.2003, Side 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 51 Óvenjuleg kona er fallin frá. Og einstök trúkona. Hetja Drott- ins. Slíkar eru fágætar. Við kynntumst henni árið 1978. Á sumarmóti hvítasunnumanna á Akur- eyri. Þau hjónin, Jóhann og Hulda, voru forstöðumenn Fíladelfíusafnað- arins þar. Höfðu verið það í þrjátíu og tvö ár. Við rýr veraldleg kjör. Það þótti hæfa þjónum Guðs á þeim árum. Þó gáfu þau líf sitt, hug og hjarta, óskipt í starfið. Þrjátíu og tvö ár. Hetjur. Við Ásta höfðum tekið við rekstri Samhjálpar hvítasunnumanna. Vant- aði trúað starfsfólk. Föluðum marga. Flestir biðu eftir hugljómun. Komum að máli við Jóhann og Huldu. Hulda var þá liðlega sextug. Líf þeirra fast formað. „Auðvitað komum við,“ sagði Hulda. „Já, við komum,“ sagði Jó- hann. Og þau pökkuðu niður og fluttu suður og skipuðu sér í skörðin. Hik- laust, eins og Abraham. Það var mik- ilsvert fyrir Samhjálp. Jóhann var góður biblíufræðari og ljúfur mannvinur. Þolinmóður við skjólstæðingana og áhugasamur við að uppörva þá. Hulda ásetti sér að hitta hvern skjólstæðing oft á dag. Vék öllum kreddum til hliðar. Full umhyggju og meðlíðan. Gerði eins og meistari hennar. Deildi lífi sínu með syndurum. Fékk bágt fyrir hjá ýms- um „rétttrúuðum.“ Eins og meistar- HULDA SIGUR- BJÖRNSDÓTTIR ✝ Elínborg HuldaSigurbjörnsdótt- ir fæddist í Sigurð- arbæ á Blönduósi 1. október 1917. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 25. apríl síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Hvítasunnukirkjunni á Akureyri 2. maí. inn frá Nasaret. Orka hennar, kraftur og áhugi voru með ein- dæmum. Þau störfuðu með okkur í átta ár. Urðu heilsteyptir einlægir vinir okkar og fjölskyld- unnar. Hughreystu okkur þegar næðingur lék um starfið. Á sjö- tugsafmæli Huldu var haldið kveðjuhóf fyrir þau í Þríbúðum. Þau voru á leið norður að loknum starfsdegi. Hundrað og fimmtíu manns komu til að kveðja þau og þakka þeim fyrir góðvild og hvatn- ingu. Sumir áttu þeim líf að launa. Í dag kveðjum við Huldu. Hún er farin í sína hinstu ferð. Á móts við Drottin Jesúm Krist, frelsarann, sem hún gafst ung. Hann beið hennar við skörina með faðminn útbreiddan. „Blessuð sért þú, hetja Guðs.“ Við vottum kærum Jóhanni dýpstu sam- úð okkar. Börnum þeirra og fjölskyld- um einnig. Innilega. Óli Ágústsson, Ásta Jónsdóttir. Því fækkar fólkinu sem maður hef- ur verið samferða nánast allt sitt líf. Þessu fólki sem hefur sett sterkan svip sinn á myndskeið tilverunnar. Því fólki sem var eins og klettur, ávallt á sínum stað. Hjá þeim átti maður skjól. Ég var barn að aldri þegar fundum okkar Elínborgar Huldu bar fyrst saman. Það var í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð þar sem yfir stóð landsmót hvítasunnumanna um verslunar- mannahelgi. Hún varð á vegi barnsins klædd grárri kápu með hárið í hnút. Hún vakti með barninu nokkurn ugg þar sem hún stoppaði og spurði hvasst hverra manna það væri. Horfði athugulum, stingandi augum til þess. Barnið fann til feginleika þeg- ar hún hélt för sinni áfram. Næst bar fundum okkar saman í Lundargötu 12 á Akureyri. Þá var barnið orðið að unglingi, var í dvöl á Hjalteyri. Á sunnudegi var farið inn á Akureyri til að taka þátt í samkomu hvítasunnumanna. Elínborg Hulda var kona forstöðumannsins, Jóhanns Pálssonar. Þau hjónin voru í forsvari fyrir starf hvítasunnumanna á Akur- eyri um áratuga skeið. Stóðu þar í brúnni og héldu úti safnaðarstarfi. Aðalsmerki þeirra var úthald og þrautseigja og þau inntu af hendi óeigingjarnt starf. Þá skipti ekki máli hvort um var að ræða þjónustu á stórum sumarmótum eða við hvers- daglegar samverustundir. Árið 1980 tóku þau sig upp og komu suður yfir heiðar til að starfa hjá Samhjálp hvítasunnumanna. Þá urðu kynni okkar nánari og leiddu til vináttu sem aldrei bar skugga á. Þá kom berlega í ljós að Elínborg Hulda var eldhugi og unni fólki á einstakan hátt. Hún var sannur ljósberi Krists, þess sem hún elskaði af sannfæringu og bar óbilandi trú til. Hún unni fólki og bar umhyggju fyrir því, hvort sem um var að ræða lága eða háa. Þær voru glaðlegar samverustund- irnar með henni. Henni var eðlislægt að vera glöð og hress. Oft gustaði frá henni og hún lífgaði óneitanlega upp á tilveruna með nálægð sinni og hlýju. Oft hlógum við saman að fyrstu kynn- um okkar, að ótta barnsins sem hitti hana forðum í Fljótshlíðinni. Þau hjón hurfu aftur til Akureyrar til að verja ævikvöldinu. Af og til komu þau suður í heimsókn eða slógu á þráðinn. Fylgdust með, sýndu áhuga og þá var sama hvort um starf- ið var að ræða eða það sem maður bjástraði við í einkalífinu. Nú er Elínborg Hulda farin heim til Drottins, gengin inn til fagnaðar Herra síns. Skarð er fyrir skildi og eftir stöndum við tóm og hnípin. Við minnumst hennar með virðingu og þakklæti. Birta og blessun er yfir þeim minningum. Ágúst Ólason. Mig langar til að minnast afa í Minni- Vogum með nokkrum orðum. Ég var svo heppin að búa mest alla mína æfi nálægt afa og ömmu í Minni-Vogum og þar var mitt fyrsta heimili. Mín fyrsta minning um afa er þegar hann var að strjúka mér um kollinn. Hann strauk þétt frá hvirfli og alveg niður að augum. Seinna þegar ég sjálf eignaðist börn gerði hann alveg það sama við þau. Þessi atlot hans sýndu mikla hlýju og styrk. Ég þekkti afa minn í 32 ár og mér finnst það mikil forréttindi að hafa fengið að njóta samvista við hann svona lengi og ég er gríðarlega þakklát fyrir allar þær stundir sem ég átti með honum, því hann var ein- stakur maður. Hann var bjartsýnn framfarasinni, sterkur og þrjóskur. Hann var sanngjarn og hafði ótrú- legan áhuga á öllu mögulegu, hvort sem það voru stjórnmál, heimsmál, innansveitarmál eða hvernig okkur barnabörnunum og barnabarna- börnunum vegnaði í lífinu. Afi var mjög félagslyndur maður og hafði gaman af því að ræða málin. Hann rölti oft til mín í kaffi. Hann var þó aldrei eins duglegur að heim- sækja mig eins og þegar aldamótin gengu í garð. Honum þótti nefnilega svo gaman að rökræða það við mig hvenær aldamótin væru, hann fagn- aði aldamótunum ári á undan mér. EGILL SÆMUNDSSON ✝ Egill Sæmunds-son fæddist í Minni-Vogum í Vog- um 3. febrúar 1918. Hann lést í Landspít- alanum við Hring- braut 24. apríl síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Kálfa- tjarnarkirkju 2. maí. Frá þeim tíma spurði hann mig svo reglulega að því, hvort ég hefði ekki skipt um skoðun. Afi átti líka auðvelt með að kynnast og ræða við fólk sem hann hafði jafnvel aldrei séð áður. Þetta kom vel í ljós þegar ég kynnti hann fyrir eiginmanni mínum, Kristni Þór, fyrir u.þ.b.11 árum síð- an. Þeir urðu hinir mestu mátar og gátu spjallað um heima og geima þótt aldursmun- urinn væri 45 ár. Hann fylgdist vel með fréttum og var viðræðuhæfur um flest málefni. Hann var líka ótrú- lega minnugur og rak mann oft á gat um hin ýmsu atriði sem honum fannst grundvallarþekking og verð ég í því sambandi að nefna landa- fræði, en á því sviði var hann hafsjór af fróðleik. Sú tilfinning sem ég finn núna er söknuður og sorg því nú er ákveðið tímabil liðið sem kemur aldrei aftur. En ég er líka þakklát fyrir hönd afa. Hann fékk að búa heima fram á síð- asta dag. Hann þurfti aldrei að vera upp á aðra kominn. Hann var sjálf- stæður og ég veit fyrir víst að hann var sáttur við sitt lífshlaup. Ég bið Guð um að gefa ömmu og okkur hinum sem eftir standa styrk til að takast á við söknuðinn og sorg- ina. Erna Margrét Gunnlaugsdóttir. Elsku afi. Allt tekur enda og nú hefur þú yf- irgefið þessa jarðvist. Fæddist Frostaveturinn mikla og fórst svo frá okkur á Sumardaginn fyrsta. Hjá okkur hinum heldur lífið áfram. Það er skrýtið og erfitt að kveðja svona langt í burtu, en einhverra hluta vegna hafði ég á tilfinningunni að ég væri að kveðja í síðasta sinn þegar ég fór utan. Á kveðjustund verða minningarnar tengdar þér ljóslifandi og ósköp átti maður gott að eiga þig og ömmu að í Minni- Vogum. Það var alltaf ákveðin stemmning að koma í Minni-Voga og kippti manni úr ys og þys hins hraða hversdagslífs. Þú að leggja kapal og hlusta á veðrið á gufunni eins og allra gamalla sjómanna er siður og amma sat og prjónaði. Komdu eða vertu sæll nafni var viðkvæðið þegar ég kom eða fór. Þegar við systkinin komum í heimsókn straukstu okkur gjarnan um kollinn. Það voru fastar strokur fannst manni, en þær skilja eftir sælar minningar um þig. Svona vildi maður hafa það, sínar traustu stoðir í lífinu á vissum stað. Alltaf ætlaði ég að eyða meiri tíma með þér, en einhvern veginn gafst aldrei tími til. Þegar maður kom í Minni-Voga bárust umræð- urnar gjarnan að pólitíkinni, fisk- veiðimálunum og landamálunum. Þú hafðir sterkar skoðanir þegar að þessum málum kom og voru umræð- urnar alltaf skemmtilegar. Þegar ég kom í Minni-Voga eftir að þú varst kominn á eftirlaun en með fulla starfsorku, var þig sjaldan að finna innandyra. Amma sagði að þú værir einhversstaðar úti við störf. Þá var bara að fara og leita af þér. Oft sastu uppi á bragga eða hlöðu að klína eins og þú kallaðir það að mála, inní bíl- skúr að fella net eða uppi á háum stillönsum, já alltaf sí vinnandi. Og þó þú værir bara að vinna hjá sjálf- um þér varstu naumur á matar- og kaffitíma, það þýddi ekkert slór. Ég minnist líka ullarsokkanna sem amma prjónaði og þú svo þæfðir. Þetta voru bestu sokkar sem hægt var að vera í á sjónum og héldu manni alltaf hlýjum. Svona gæti ég haldið áfram lengi enn, en læt hér staðar numið. Elsku afi, takk fyrir allt og allar skemmtilegu stundirnar. Blessuð sé minning þín. Hilmar Egill. Elskulegur maðurinn minn, pabbi okkar, tengda- pabbi, afi og langafi, GÍSLI KONRÁÐSSON fyrrv. framkvæmdastjóri, Víðilundi 23, Akureyri, sem andaðist sunnudaginn 27. apríl, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 5. maí kl. 13.30. Sólveig Axelsdóttir, Axel Gíslason, Hallfríður Konráðsdóttir, Hólmfríður Gísladóttir, Guðmundur Pétursson, Þórhalla Gísladóttir, Samúel J. Samúelsson, Sólveig Gísladóttir, Hörður Blöndal, Katrín Gísladóttir, Björn Ingi Sveinsson, Hildur Gísladóttir, Sigurður M. Albertsson, Björg Gísladóttir, Haraldur Baldursson, Kjartan Þorbjörnsson, Júlía Þorvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Bróðir okkar og afi minn, ÓLAFUR JÓNSSON, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 1. maí. Unnur Ósk Jónsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir, Eygló Jónsdóttir, Óli Garðar Jónsson, Agnes Baldvinsdóttir. Hjartkær móðir mín og amma okkar, MATTHILDUR GUÐBRANDSDÓTTIR, Hamrahlíð 3, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Víðinesi miðviku- daginn 30. apríl. Útförin verður gerð frá kirkju Óháða safnaðar- ins föstudaginn 9. maí kl. 15.00. Björn Guðbrandur Jónsson, Freyr Björnsson, Elín Björnsdóttir, Tumi Björnsson. Minn elskulegi eiginmaður, HARALDUR LÚÐVÍKSSON vélfræðingur, lést miðvikudaginn 30. apríl. Valborg Eiríksdóttir. Elskulegur móðurbróðir minn, ANDRÉS JÓNSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 12. apríl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Filippusdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AÐALHEIÐAR SIGURÐARDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð fyrir frábæra umönnun. Sverrir Guðmundsson, Þórdís Ingvarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.