Morgunblaðið - 03.05.2003, Side 52

Morgunblaðið - 03.05.2003, Side 52
MINNINGAR 52 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Snorri Þ. Jóhannes- son gerði ekkert úr því þótt hann verkjaði. Hann var ekki vanur að kveinka sér. Sjúkdómurinn hefur ver- ið búinn að grafa um sig áður en hann tók ráðin af þessum sterka manni. Síðan tók það ekki nema rúmar tvær vikur. Hann tók þessu af jafnaðargerði og karlmennsku. Hann kvaddi sáttur því að þannig hafði hann hagað lífi sínu. Það kemur ekki á óvart að hann átti hugarró sem alin er af von, trú og kærleika. Kennsla varð æviköllun Snorra. Honum tókst vel að hrífa athygli ung- menna og vekja áhuga, ekki síst vegna þess að hann var einlægur og hreinskilinn sjálfur og lét nemend- urna finna spennuna og skemmtunina í því að leita og finna, vega og meta skýringar og svör. Því var honum vel lagið að kenna bókmenntir og söguleg efni. Hann starfaði af innlifun í anda lýðháskólakennaranna sem litu á það sem verkefni sitt að vekja áhuga og kveikja góðvild með því að miðla henni sjálfir. Hann átti kost á því að taka að sér skólastjórn. En hún heillaði hann ekki. Lifandi uppeldi höfðaði til hans en ekki skýrslugerð. Hann var kom- inn að þeim tímamótum að geta sjálf- ur ráðið tíma sínum. En hann hélt áfram að vera til taks í kennslunni. Hann átti önnur hugðarefni. Hann hafði yndi af því að draga fisk um borð. Hann var hagmæltur og hafði gaman af því að setja saman brag, oft- ast með kímilegu efni. Hann hafði á takteinum alls konar töfrabrögð og brellur til skemmtunar. Hann hafði næmt skopskyn og gat verið stríðinn á góðlátlegan hátt. Samstarfsmenn löðuðust að Snorra. Hann var tilbúinn þegar kunningjar eða skyldmenni þurftu. Og hann taldi ekki sporin. Hann var mikill heimilis- og fjölskyldumaður. Hann var þægilegur, hjálpsamur og góðviljaður maður. Snorri lifir áfram, líka í minningu þeirra sem kynntust honum. Og dauðinn er hluti lífsins og leið okkar allra, en ekki andstæða eða endir. Snorra er minnst með þökk, gleði og virðingu. Hann á góða heimvon. Jón Sigurðsson. „Þetta er Skálda“, segir Snorri, og hampar óskrifaðri stílabók. Hann segir að þetta gangi ekki lengur að við séum sífellt að yrkja um félaga okkar í Rimaskóla og svo týnist þetta bara. Nei, héðan í frá skuli öll okkar ljóð rata í hana Skáldu, svo fólk geti glaðst eftir okkar dag yfir því að eiga þenn- an ódauðlega kveðskap. Nú er vinur minn Snorri horfinn yfir móðuna miklu og ég fletti áðan í gegnum Skáldu. Sum ljóðin okkar eru nú varla hafandi eftir, enda vorum við með svipaðan gálgahúmor, en við lesturinn rifjuðust upp minningar- brot um þennan frábæra samferða- mann. Upp í hugann kom minningin um afann, sem vaknaði fyrir allar ald- ir til að keyra sonarsoninn á sundæf- ingu og sækja hann svo aftur. Hann var mjög ánægður með að strákurinn legði sig fram við þessa íþróttaiðkun og taldi það nú ekki mikið mál að vakna eldsnemma ef það yrði til þess að drengurinn héldi sig við sundið og lenti ekki í neinni vitleysu eins og sumir þeir sem engin áhugamál eiga. Snorri er á margan hátt einhver eftirminnilegasti „karakter“, sem ég hef nokkru sinni unnið með. Eins og svo margir karlar á hans aldri þá klæddist hann gráleitum fötum og SNORRI ÞÓR JÓHANNESSON ✝ Snorri Þór Jó-hannesson fædd- ist í Vestmannaeyj- um 19. júlí 1940. Hann lést á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi við Hringbraut 23. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 2. maí. þess vegna rákum við upp stór augu þegar hann mætti í vorferðir okkar í eldrauðum trimmgalla og uppá- haldsmynd mín af hon- um er þar sem hann sit- ur í alsæll í þeim ágæta galla upp við Litlu-kaffi- stofuna við hliðina á Einari Erni og Áslaugu Hartmannsdóttur og nýtur þess að vera úti í íslensku vori. Minnis- stæðastar verða þó stundirnar þegar við sátum saman og lásum hvor fyrir annan vísur og ljóð sem við höfðum nýverið sett saman. Um leið og ég kveð þig ágæti vinur þá þakka ég þér fyrir allar þær frá- bæru stundir sem við áttum í Rima- skóla og heima hjá ykkur hjónunum í Kópavogi. Valur Óskarsson. Ég kynntist Snorra fyrst sem kennara árið 1986 þegar ég hóf nám í 9. bekk í Reykholtsskóla. Hann var góður kennari og hafði einstakt lag á því að ná athygli nemenda sinna og eru mér sérstaklega minnisstæðar kennslustundir í íslensku þar sem far- ið var á eftirminnilegan hátt yfir Gísla sögu Súrssonar og hver persóna og atburður krufinn til mergjar. Auk þess sem enginn nemandi komst hjá því að mæta undirbúinn fyrir næsta tíma þar sem teningum var kastað og nemendur beðnir um að endursegja kaflann eftir því hvaða nemendanúm- er kom upp. Eins er mér minnistæður áhugi hans á tónlist Roger Whittaker sem hann notaði óspart við hlustunar- og stílaæfingar í ensku og svona gæti ég lengi haldið áfram. Enn þann dag í dag minnast fyrrverandi nemendur hans þeirra kennsluaðferða sem hann notaði og ber það honum gott vitni um hve góður kennari hann var. Þegar litið er til baka þá var það fleira sem tengdi okkur Snorra sam- an því við áttum bæði rætur að rekja vestur í Súgandafjörð og má segja að ég hafi verið einstaklega heppin að fá að kynnast Snorra á nýjan leik þegar við vorum kosin í stjórn Súgfirðinga- félagsins snemma árs 2001. Unnum við mikið saman þennan tíma enda höfðum við sameiginlega umsjón með fréttablaði félagsins og voru þær ófá- ar stundirnar sem við stjórnarmenn sátum við eldhúsborðið heima hjá honum og Siggu í Daltúni og gengum frá fréttabréfum félagsins í póst, eða við að leiðrétta texta vegna uppsetn- ingar og undirbúnings blaða. Það var mikill styrkur í Snorra enda afskap- lega bóngóður maður auk þess sem hann bjó yfir gríðarlega miklum heimildum sem hann hafði varðveitt frá foreldrum sínum og frá sínum uppvaxtarárum í Súgandafirði. Mér er ofarlega í huga kvikmynd sem hann tók í sjóferð á Draupni ÍS og hann leyfði félögum sínum í Súgfirð- ingafélaginu að sjá á einni af árshátíð- um félagins ekki fyrir alls löngu. Þar sagði hann á einlægan og áhrifaríkan hátt frá sjóferðinni og þeim hremm- ingum sem þeir lentu í og afdrifum sumra félaganna síðar á lífsleiðinni, líkt og allt hefði verið fyrirfram ákveðið. Synir mínir hafa stundum talað um Snorra sem galdramann sem gat tek- ið af sér puttann og hvaðeina en Snorri hafði gaman af að bregða á leik þegar færi gafst en á stundum sem þessum vildi maður óska að hann gæti eins og ,,alvöru“ galdramaður birst okkur á nýjan leik. Það er með miklum söknuði sem ég kveð Snorra en vil ég senda Sigríði og fjölskyldu og aðstandendum öllum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sigrún Edda Eðvarðsdóttir. Það var haustið 1956 að við Snorri urðum samferða með strandferða- skipinu Esjunni til Akureyrar til að hefja nám við Menntaskólann á Ak- ureyri. Við vorum báðir Vestfirðingar hvor frá sínum firðinum og vorum jafnaldrar. Við gistum báðir í heima- vist Menntaskólans og urðum her- bergisfélagar og miklir mátar. Ef annar sást einhvers staðar á ferð, var hinn yfirleitt ekki langt undan. Við settumst báðir í þriðja bekk og sátum saman um veturinn, en næsta haust fórum við inn á sitthvora brautina – hann í máladeild og ég í stærðfræði- deild. Snorri átti gott með að læra tungumál. Ég man vel eftir honum þar sem hann sat með orðabækurnar og þuldi upp úr þeim til að öðlast sem mestan orðaforða. Hann átti forláta- gott segulbandstæki, stórt og mikið, sem bæði mátti spila af og taka upp á. Um þetta leyti var rokkogrólið að hefja innreið sína, og því var aldeilis ekki ónýtt að eiga svona vel útbúinn herbergisfélaga. Eftir stúdentspróf fórum við báðir í Háskólann en samfundir urðu færri því ég var farinn að búa. En svo fann hann Snorri hana Siggu sína og innan tíðar vorum við báðir komnir með fjölskyldur. Við fórum aftur að hafa samband og þiggja heimboð hvor til annars. En svo gerðist Snorri kennari við Reykholtsskóla og þá varð aftur minna um samband. Samt var oftast reynt að koma við í Reykholti þegar við vorum á ferðinni og ævinlega voru send jólakort. Snorri hafði góðan húmor og var spaugsamur. Ég veit að hann var vel liðinn kennari, og ég hef heyrt gamla nemendur hans hæla honum sem frá- bærum kennara. Síðastliðinn vetur treystum við vin- áttuböndin á ný og hugðumst hittast oftar, en á það var bundinn skjótur endi. Ég sakna góðs vinar og bið góðan Guð að styrkja Siggu og syni þeirra, barnabörn og tengdadætur í sorg þeirra og söknuði. Jón G. Sveinsson. Leiðir okkar Snorra lágu fyrst saman þegar ég kom sem nemandi í Héraðsskólann í Reykholti haustið 1975. Það þurfti ekki langa viðkynn- ingu til að sjá að þar sem Snorri var fór kennari af Guðs náð. Að öðrum kennurum ólöstuðum þá var hann einhver sá magnaðasti kennari sem ég hef fyrirhitt um dagana. Snorri kenndi af sannri innlifun og hafði einstakt lag á því að grípa at- hygli nemenda sinna. Hann geislaði af lífsorku og fjöri þar sem hann gekk um gangana á leið til kennslu og morgunólund okkar nemenda hans átti sér ekki lífs von í návist hans. 10 árum síðar var ég aftur komin í Reykholt og þá sem kennari. Snorri kenndi þar enn og hafi verið gaman að kynnast honum sem nemandi var það ómetanlegt að fá að starfa við hlið hans sem kennari. Hann kenndi enn af sömu innlifun og áður og þau 9 ár sem við kenndum saman varð ekkert lát þar á. Það eru ófá ungmennin sem hafa, auk þess að nema hjá Snorra af bók notið þess í gegnum tíðina að taka þátt í bolluveislunum hans, hlusta á magnaðar draugasögur eða horfa í forundran á töfrabrögðin hans. Hann var óþrjótandi brunnur hugmynda sem nýttist bæði í kennslu og fé- lagslífi skólans. Það var eftirsjá að þeim Snorra og Sigríði konu hans úr litla samfélaginu okkar í Reykholti þegar þau fluttu þaðan. Snorri hóf kennslu við Rima- skóla og það kom mér ekki á óvart þegar ég frétti að hann hefði verið kosinn vinsælasti kennari þess skóla einn veturinn. Snorri og Sigríður voru alla tíð ein- staklega góð heim að sækja. Vega- lengdirnar á milli okkar urðu meiri þegar ég flutti úr Reykholti og við hit- umst sjaldnar á seinni árum. Það breytti þó engu um það að þau vin- áttubönd sem hnýtt voru í Reykholti voru raunveruleg og þau héldu. Tryggð þeirra og trúnaður við gaml- an vin var einlægur og ómetanlegur. Við kveðjum í dag góðan dreng og mig langar við þessi leiðarlok að þakka þér Snorri fyrir samfylgdina og allt það sem þú hefur kennt mér. Elsku Sigríður og fjölskylda. Guð styrki ykkur á þessari erfiðu stundu. Hulda Laxdal Hauksdóttir. Elsku Snorri. Um leið og ég kveð þig í hinsta sinn langar mig að nota tækifærið og þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig í gegnum tíðina. Auðvitað hefði ég átt að vera löngu búin að þakka þér þetta allt og segja þér hversu mikils virði þín góðmennska og þitt örlæti hefur verið mér en það er svo einkennilegt hvað það er oft erfitt að koma í orð sínum hugsunum og sínum tilfinningum. Alveg var sama hver bónin var, alltaf varstu boðinn og búinn til að aðstoða og ekki bara mig heldur alla sem á einhvern hátt snertu þig. Efst er mér þó í huga gríðarlegt þakklæti, hversu vel þú hefur reynst Aroni mínum og okkar, sem núna syrgir afa sinn svo sárt og finnst hann eiga svo margt óuppgert við. En þú lofaðir okkur Aron því þar sem við sátum hjá þér á spítalanum að þú ætlaðir nú að vera áfram með okkur og fylgjast með og leiðbeina og það gerir tilhugsunina um að eiga aldrei aftur eftir að heimsækja afa í Kópavoginn, ögn léttbærari. Þú varst þess fullviss að eitthvað annað hlyti að taka við að tilvist þessari lokinni og mig langar að trúa því að nú fái ein- hverjir aðrir notið visku þinnar og góðmennsku og að hvar sem þú ert þá líði þér vel. Með þeim orðum kveð ég þig. Elsku besta Sigríður, elsku besti Aron minn, elsku Bjarni og Jóhannes, elsku Aðalheiður amma og aðrir að- standendur, ykkur votta ég samúð mína.Guð veri með ykkur og verndi og huggi á þessari miklu sorgar- stundu. Thelma Theodórsdóttir. Það er ekkert sjálfsagt að eiga góða nágranna hvað þá frábæra. Þessi hugsun sækir nú á hugann er Snorri Jóhannesson er kvaddur. Snorri var sérstakur maður og þjóð- legur, hann orti, flutti vel sitt mál og fylgdist með öllu sem til framfara horfði. Hann þekkti gamla atvinnu- hætti til sjós og lands og sagði glöggt frá. Hann hafði einnig gjarnan á tak- teinum það sem hæst bar í umfjöllun erlendis frá í framförum og þá ekki síst í læknavísindum. Hann hafði ávallt sinn skemmtilega stíl og var alltaf sjálfum sér samkvæmur. Hann var ekki upptekinn af því að ganga í fótspor annarra og gera allt eins og aðrir heldur gerði hann flesta hluti vel á sinn hátt. Hann hafði hlutina í föst- um farvegi og hafði reglu á þeim. Því setti að mér slæman grun þegar ég kom heim þann 13. apríl erlendis frá og sá að jeppinn hans var ekki á sínu venjulega stæði og heldur verra hug- boð setti að mér daginn eftir þegar Dóri hundur þeirra Sigríðar og Snorra gerði ekki vart við sig og sást ekki sitja íbygginn á stéttinni og bíða eftir gönguferð með öðru hvoru þeirra hjóna um dalinn okkar. Það var slæmra tíðinda að vænta af högum Snorra, Snorri var orðinn fár- veikur. Á aðeins rúmum tveimur vik- um lagði banvænn sjúkdómur þetta karlmenni sem Snorri var, en þar sem honum var ekki gjarnt að kvarta er eins líklegt að hann hafi verið búinn að líða talsvert áður en hann fór á sjúkrahús. Ég heimsótti Snorra þann 14. apríl. Þá var sýnt hvert stefndi og var hon- um það manna ljósast, en andinn var óbugaður og hann ræddi um fyrir- hugað frumkvæði sitt í gróðursetn- ingu eplatrjáa við gangstíg. Svona var Snorri allaf vakandi í umræðunni, bætti ávallt nýrri vídd og litrófi í það sem var til umfjöllunar hverju sinni. Það er gjarnan erfitt að minnast látins félaga þannig að hans eiginleik- ar komi eðlilega fram, en það að hann var valinn vinsælasti og besti kenn- arinn af nemendum sínum í Rima- skóla segir kannski vel til um hve heil- steyptur hann var og tildurslaus. Einnig segir það m.a. hve góður fræð- ari hann var. Hversdagsleikinn verð- ur grárri hér um sinn og góðs ná- granna verður saknað, þau verða ekki fleiri verkefnin sem við leggjum hvor öðrum lið við. Hvort eplatrjánum hans verði nokkurn tímann plantað skiptir hvort er eð engu máli því í okk- ar umræðu og huga Snorra voru þau löngu búin að taka á sig mynd og þeg- ar farin að bera ávöxt og þannig mun- um við hugsa til hans. Heims- og landsmálinn verða ekki rædd með sama hætti hér á lóðarmörkunum, þar sem við hjónin stöldruðum gjarn- an við um stund með hendur undir kinn og hvíldum olnboga á girðing- unni okkar sem við byggðum saman fyrir rúmum tveimur árum. Það verður mikið tómarúm og mannlífið fátækara eftir fráfall okkar góða granna og félaga. Við Inga höf- um átt ákaflega góð samskipti við þau hjónin Snorra og Sigríði undanfarin ár og vitum að mikill harmur er að Sigríði og hennar fjölskyldu kveðinn við svo ótímabært fráfall Snorra og við biðjum þess að þau fái styrk í mik- illi sorg. Henrý Þór og Ingibjörg. Það er ekki ofsögum sagt að Snorri Jóhannesson sem kenndi okkur í Reykholtsskóla hafi haft áhrif á líf okkar. Það er því með mikilli sorg í hjarta sem við kveðjum þennan góða mann en ekki er þó laust við að bros færist fram á varirnar þegar okkur verður hugsað til hans. Snorri hafði umsjón með heimavist okkar 9. bekkinga stelpnanna í Reyk- holti skólaárið 1988-1989. Vistin heitir Útgarðar og bjó Snorri í íbúð sem tengd var vistinni. Hann var því tíður gestur á göngum vistarinnar og í her- bergjum okkar og lagði okkur lífs- reglunar með kímni að vopni. En Snorri gat verið harður í horn að taka og ákvörðunum hans fékkst ekki haggað. Því bárum við stelpurnar ætíð mikla virðingu fyrir honum. Snorri var alltaf að grallast eitt- hvað og frægur er naglinn sem hann kom stundum með rekinn í gegnum hendina inn á vist, allt í gríni auðvitað. Þá þóttist hann finna svolítið til í hendinni og hafði gaman af því þegar við supum hveljur áður en hann fjar- lægði naglann með uppgerðar átök- um. Snorri var líka frægur fyrir að bregða fólki og hjartað í okkur tók ósjaldan kipp þegar hann stökk fram úr skúmaskotum og rak okkur í hátt- inn með látum. Snorri kenndi okkur ensku og um leið að meta þjóðlagasöngvarann Roger Whittaker. Við þekktum auð- vitað ekki þann mæta tónlistarmann aðeins 15 ára gamlar en í dag hlýnar okkur um hjartarætur og verður hugsað til Snorra þegar lögin hans Whittaker hljóma í útvarpinu. Í sér- stöku uppáhaldi hjá Snorra og síðar okkur stelpunum var lagið Streets of London. Í gegnum lagið fékk Snorri okkur ekki aðeins til að læra góða ensku heldur einnig að finna til sam- úðar með utangarðsfólki sem sungið er um í laginu. Það getur verið erfitt að flytjast að heiman aðeins 15 ára og þurfa að sjá um allt sjálfur. Eða svona hér um bil. Snorri var nefnilega okkur alltaf inn- an handar og heimþráin varð minni fyrir vikið. Annað slagið boðaði hann okkur stelpurnar á sinn fund í setu- stofunni og las fyrir okkur drauga- sögur með þvílíkum tilþrifum að ann- að eins höfðum við ekki upplifað. Í staðinn buðum við honum á heima- tilbúnar leiksýningar þar sem hans persóna var oftast í aðalhlutverki. Hann hlýtur stundum að hafa hrist höfuðið yfir uppátækjum okkar. En okkur kom alltaf öllum vel saman og væntumþykjan var alveg örugglega gagnkvæm. Þegar Snorri hætti kennslu í Reyk- holti snemma á tíunda áratugnum eft- ir róttækar skipulagsbreytingar var eins og hjartað væri farið úr skólan- um. Hann varð aldrei samur aftur. Kæri Snorri. Við þökkum þér fyrir samveruna í Reykholtsskóla. Þín verður ávallt minnst í sömu andrá og skólans okkar góða. Sigríði og öðrum aðstandendum Snorra sendum við okkar innilegstu samúðarkveðjur. Arna Bang og Sunna Ósk Logadóttir. Enn og aftur er manni brugðið þegar klettar sem veitt hafa stuðning í tilveru manns hverfa af sjónarsvið- inu á örskotsstundu. Ég get því ekki látið hjá líða að skrifa nokkur minn- ingarorð um minn nána samstarfs- mann til margra ára og trausts vinar frá fyrstu kynnum, sem nú er fallinn frá langt fyrir aldur fram eftir stutta en snarpa sjúkdómsbaráttu. Kunningsskapur hófst fyrir 30 ár- um í gegnum mikil íþróttasamskipti héraðsskólanna á Reykjum og í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.