Morgunblaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 57 VERSLUNIN Parísartízkan er 40 ára í dag. Fyrri eigandi hennar, Rúna Guðmundsdóttir, rak versl- unina í aldarfjórðung og skapaði þann létta og lúfa anda sem ríkir þar enn. Árið 1987 flutti Parísar- tízkan úr Hafnarstræti 8, þar sem hún hafði verið frá upphafi, á Laugaveg 71, 2. hæð. Rúna lést árið 1988 og ári síðar tók núverandi eig- andi, Ragnhildur Ólafsdóttir, við rekstrinum. Hún rekur hana nú í samstarfi við dóttur sína, Hjördísi Sif Bjarnadótt- ur klæðskera. „Frá upphafi hefur mikil áhersla verið lögð á góða og persónulega þjónustu, ásamt því að bjóða upp á vandaðan fatnað fyrir konur,“ segir í fréttatilkynningu. Í tilefni afmælisins bjóða Ragn- hildur og Hjördís viðskiptavinum sínum og öðrum velunnurum til af- mælisveislu. Opið hús verður í verslunni sjálfri frá kl. 13–17. Parísartízkan 40 ára HELGINA 3. og 4. maí verður haldið í Laugardalshöllinni Ís- landsmeistaramót í dansi. Keppt verður í þremur grein- um dansíþróttarinnar þ.e. sam- kvæmisdönsum með grunnað- ferð, línudönsum og gömlu dönsunum. Íslandsmeistara- mót í samkvæmisdönsum með grunnaðferð fer fram báða dag- ana. Þar verður keppt í öllum aldurs- og styrkleikaflokkum. Á laugardeginum fer fram Íslandsmeistaramót í línudöns- um. Á sunnudeginum fer fram Íslandsmeistaramót í gömlu dönsunum. Samhliða þessum Íslandsmeistaramótum mun fara fram Bikarmót DSÍ í sam- kvæmisdönsum með frjálsri að- ferð. Fimm erlendir dómarar munu dæma allar keppnirnar nema Íslandsmeistaramótið í gömlu dönsunum. Það mót dæma íslenskir dómarar frá Dansráði Íslands. Boðið verður upp á sýning- aratriði og má þar nefna Evr- ópumeistarana í 10 dönsum, Adam Reeve og Karen Björk Björgvinsdóttur. Húsið verður opnað kl. 10 og hefjast keppnirnar kl. 11 báða dagana. Setning mótsins verð- ur á laugardeginum kl. 14 og mun Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra setja mótið. Aðgangseyrir er kr. 1.200 dag- urinn en ef keyptur er aðgang- ur fyrir báða dagana kr. 2.000. Frítt er á keppnina fyrir eldri borgara og börn undir skóla- aldri. Mótanefnd Dansíþróttasam- bands Íslands er skipuleggj- andi mótsins, segir í fréttatil- kynningu. Íslandsmeist- aramót í dansi NÝR bíll frá Daewoo verður frum- sýndur hjá Bílabúð Benna nú um helgina. Kalos er fyrsti bíllinn sem kynntur er hjá Bílabúð Benna eftir kaup GM (General Motors) á Daewoo. Daewoo Kalos er af nýrri kynslóð fólksbíla þar sem innra rými er há- markað og mikil áhersla lögð á að vel fari um farþega. Bílarnir eru allir búnir ABS-hemlum, fjórum loftpúð- um og þriggja punkta beltum fyrir alla farþega. Samlæsingar, raf- magnsrúður og 14" felgur eru hluti af staðalbúnaði. Daewoo Kalos kost- ar 1.189.000 kr. (fimm dyra útgáfa). Í tilefni frumsýningarinnar verður boðið upp á kaffi og kökur og ís og gos fyrir börnin á Vagnhöfða 23 um helgina. Opið verður laugardag kl. 12–16 og sunnudag kl. 13–16. Nýr bíll frá Daewoo áfram Ísland Til fundar vi› flig Gar›abærSunnudagur 4. maí Fjölbrautaskólinn í Gar›abæ kl. 17.00. Su›vesturkjördæmi Daví› Oddsson og Geir H. Haarde Daví› Oddsson, forsætisrá›herra og forma›ur Sjálfstæ›isflokksins, og Geir H. Haarde, fjármálará›herra og varaforma›ur Sjálfstæ›isflokksins, halda fundi um land allt og heimsækja vinnusta›i ásamt ö›rum flingmönnum og frambjó›endum Sjálfstæ›isflokksins. Vi› hlökkum til a› fá tækifæri til a› kynnast sjónarmi›um flínum, ræ›a vi› flig um flann mikla árangur sem vi› Íslendingar höfum í sameiningu ná› og hvernig vi› getum best tryggt a› Ísland ver›i áfram í fremstu rö›. xd.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.