Morgunblaðið - 03.05.2003, Side 61

Morgunblaðið - 03.05.2003, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 61 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þú er fljót(ur) að hugsa og heillar aðra. Þú segir líka sitthvað skynsamlegt um manneskjuna. Komandi ár verður gott á sviði fé- lagslegra samskipta, hjóna- bands og samvinnu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Óskhyggja gærdagsins er orð- in að ringulreið. Reyndu að komast hjá því að taka mik- ilvægar ákvarðanir í dag og lofa vinum þínum einhverju. Þig skortir yfirsýn núna. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú kannt að búa yfir mun minni orku í dag en venjulega. Vertu góð(ur) við sjálfa(n) þig og slakaðu á. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ættir að forðast óþægilegar kringumstæður eða að mæta einhverjum í dag. Þú ert ekki í standi til þess. Þetta er allt í lagi, þú mátt hafa tilfinningar. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ágreiningur um lán á ein- hverju kann að verða til þess að þú vilt forðast ákveðinn vin eða efast um fyrirætlanir við- komandi. Hlutirnir virðast flóknir fyrir alla aðila í dag. Slakaðu á. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ert líklega að reyna hið ómögulega í dag. Bíddu í einn dag eða svo og athugaðu hvort þú sért reiðubúin(n) til að breyta afstöðu þinni á ein- hvern máta. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þér kann að finnast að þú ráð- ir vart við þær kröfur sem gerðar eru til þín dags dag- lega. Ef það er svo skaltu taka því rólega. Margir finna til þreytu í dag. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ringulreið í samskiptum við elskuna þína í dag veldur þér áhyggjum. Ekki dæma strax. Flestir eiga erfitt með að sjá skýrt í dag. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Forðastu að ræða mikilvæg málefni við heimilisfólkið. Fólk skortir raunsæi í dag. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ekki eyða of miklum pen- ingum í einhver kraftaverka- meðul. Þú ert að vonast eftir kraftaverki til að bæta heils- una og kraftaverk eru afar sjaldgæf og platkraftaverk eru dýr. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ekki sólunda fé í börn eða ást- vini í dag. Óánægja þín með sjálfa(n) þig fær þig til að langa til að bæta hana upp með því að eyða peningum í aðra. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú veist ekki hvort þú átt að grípa til aðgerða eður ei. Það að þú skulir efast bendir til þess að þú ætti að ígrunda málið betur. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ekki reyna að selja ein- hverjum hugmyndir þínar í dag. Þú ert ekki í skapi til að rífast við fólk. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. HEIMURINN OG ÉG Þess minnist ég, að mér og þessum heimi kom misjafnlega saman fyrr á dögum. Og beggja mál var blandið seyrnum keimi, því báðir vissu margt af annars högum. Svo henti lítið atvik einu sinni, sem okkur, þessa gömlu fjandmenn sætti: að ljóshært barn, sem lék í návist minni, var leitt á brott með voveiflegum hætti. Það hafði veikum veitt mér blessun sína og von, sem gerði fátækt mína ríka. Og þetta barn, sem átti ástúð mína, var einnig heimsins barn – og von hans líka. Og við, sem áður fyrr með grimmd í geði gerðum hvor öðrum tjón og falli spáðum, sáum það loks í ljósi þess, sem skeði, að lífið var á móti okkur báðum. – – – Steinn Steinarr LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Be7 4. Rgf3 Rf6 5. e5 Rfd7 6. Bd3 c5 7. c3 Rc6 8. O-O a5 9. He1 cxd4 10. cxd4 Db6 11. Rb1 Rxd4 12. Rxd4 Dxd4 13. Rc3 Db6 14. Dg4 Kf8 15. Rb5 Rc5 16. Be3 Bd7 17. Rd6 Bxd6 18. exd6 Dxd6 19. Dg3 Dc6 20. Hac1 b6 21. Hc3 h5 22. h4 Hc8 23. Bd4 f6 24. Bg6 He8 25. Hf3 Ke7 Staðan kom upp á fjórða Karpov mótinu sem er ný- lokið í Rússlandi. Sergey Rublevsky (2670) hafði hvítt gegn Smbat Lputj- an (2638). 26. Hxf6! og svartur gafst upp þar sem hann verður mát eftir 26...gxf6 27. Bxf6+ Kxf6 28. Dg5+ Kg7 29. Bxh5+ Kf8 30. Df6+ Kg8 31. Df7#. Hið mán- aðarlega stúlknaskákmót Taflfélagsins Hellis hefst kl. 11.00 í Austurbæj- arskóla og stendur yfir til 13.00. Öllum stúlkum til 15 ára aldurs er velkomið að taka þátt. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 70 ÁRA afmæli.Þriðjudaginn 6. maí er sjötug Sigurbjörg Már- usdóttir. Af því tilefni tek- ur hún á móti gestum á morgun, sunnudaginn 4. maí, í Miðgarði, Innri- Akraneshreppi, milli kl. 14 og 18. 70 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 3. maí, er sjötug frú Guðrún Gunnarsdóttir, Espigerði 4, Reykjavík. Guðrún heldur upp á af- mælið á Apartment Dunes hótelinu Cala Millor, Mall- orca sími 0034971585002. 60 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 3. maí, er sextugur Gísli Viggósson verkfræðingur. Eiginkona hans er Kristín Guðmundsdóttir. Þau dvelja í Hollandi á afmæl- isdaginn. SPIL dagsins er frá ein- vígisleik Suðurnesjamanna og landsliðs opna flokksins, sem fram fór á Flughóteli í Keflavík á laugardaginn. Það er vörnin sem er í sviðsljósinu og lesandanum er boðið að setjast í austur: Suður gefur; NS á hættu. Norður ♠ 103 ♥ Á4 ♦ ÁKD10 ♣G9852 Austur ♠ KD9742 ♥ D108 ♦ 93 ♣Á3 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- Pass Pass 1 tígull 1 spaði Dobl * Pass 2 lauf 2 spaðar 2 grönd Pass 3 grönd Allir pass Dobl suðurs á einum spaða er neikvætt og sýnir a.m.k. fjórlit í hjarta. Aðrar sagnir eru eins og þær koma af skepnunni. Makk- er spilar út spaðaáttu og sagnhafi setur tíuna. Hvernig sérðu fyrir þér vörnina? Makker er væntanlega að spila út frá tvílit, sem þýðir að suður á ÁGx og hlýtur alltaf að fá tvo slagi á spaða. Helsta von varn- arinnar er sú að sagnhafi þurfi að sækja laufið og að vestur eigi þar innkomu sem hann getur nýtt til að hjálpa til við spaðasóknina. En þá verður makker að eiga spaða til: Norður ♠ 103 ♥ Á4 ♦ ÁKD10 ♣G9852 Vestur Austur ♠ 85 ♠ KD9742 ♥ G976 ♥ D108 ♦ G84 ♦ 93 ♣K1076 ♣Á3 Suður ♠ ÁG6 ♥ K532 ♦ 7652 ♣D4 Ef austur stingur upp spaðadrottningu í fyrsta slag mun suður dúkka og taka næsta slag á spaða- gosa. Nú getur hann sótt níunda slaginn á lauf, því laufkóngur vesturs nýtist ekki til að fríspila spaðann. Láti austur hins vegar smá- an spaða í upphafi, getur vestur spilað spaða þegar hann kemst inn á laufkóng og austur bíður síðan róleg- ur með laufás og frían lit. E.s. Þessi vörn fannst ekki við borðið og Þröstur Ingimarsson vann sitt spil. Reyndar má hnekkja geim- inu með því að fara upp með spaðadrottningu í fyrsta slag, en þá verður að spila hjarta í öðrum slag og sækja þar grimmt tvo slagi. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 50 ÁRA afmæli. Í daglaugardaginn 3. maí er Sigurður Sigursveins- son skólameistari FS fimmtugur. Af því tilefni bjóða þau hjónin, Kristín Sigurmarsdóttir og Sig- urður, samferðafólki sínu fyrr og síðar til eilítillar garðveislu að Hlaðavöllum 10 á Selfossi í dag kl. 17-20. 80ÁRA afmæli. Hinn 5.maí nk. verður átt- ræður Sigurður Guðjón Gíslason á Hrauni í Grinda- vík. Eiginkona hans er Hrefna Ragnarsdóttir. Þau taka á móti gestum í húsi Slysavarnafélags Íslands í Grindavík í dag laugardag- inn 3. maí frá kl. 16:00–19:00. Félag eldri borgara í Kópavogi Það var fremur dræm þátttakan föstudaginn 25. apríl eða 20 pör. Lokastaðan í N/S: Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss.282 Jón Pálmason - Ólafur Ingimundars.253 Ólafur Ingvarss. - Þórarinn Árnason227 Hæsta skor í A/V: Vilhjálmur Sigurðss. - Þórður Jörundss.268 Auðunn Guðmss. - Bragi Björnss.260 Magnús halldórss. - Ragnar Björnss.259 Þátttakan sl. föstudag var hins vegar mjög góð eða 28 pör. Loka- staðan í N/S: Sigrún Pétursd. - Unnar A. Guðmss.393 Jón Stefánss. - Þorsteinn Laufdal352 Eysteinn Einarss. - Kristján Ólafsson352 Hæsta skor í A/V: Ólafur Ingvarss. - Þórarinn Árnason379 Auðunn Guðmss. - Bragi Björnss.341 Aðalheiður Torfad. - Ragnar Ás- mundss.337 Meðalskor á föstudag var 216 en 312 á þriðjudag. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson www.solidea.com CRANIO-NÁM Kynningarnámskeið laugardaginn 10. maí Síðumúla 35, verð 9.000 kr. Kennslubók fylgir Grunnstig 31. maí-5. júní Kennsla og námsefni á íslensku. Uppl./skrán. Gunnar s. 564 1803 - 699 8064 C.C.S.T: College of Cranio-Sacral Therapy - www.cranio.cc HUGARFARSÞJÁLFUN TIL BETRA LÍFS EINKATÍMAR - NÁMSKEIÐ Þú lærir að koma skilaboðum og jákvæðum huglægum hugmyndum og viðhorfum inn í undirmeðvitundina. Þú lærir að upplifa tilfinningar þínar á jákvæðan og uppbyggilegan hátt og að hafa betri stjórn á streitu og kvíða, auka einbeitinguna og taka betri ákvarðanir. Þú byggir upp sjálfsöryggi og sterka sjálfsmynd. Leiðbeinandi Viðar Aðalsteinsson dáleiðslufræðingur. Upplýsingar í síma 694 54 94 Fjölskyldudagur við Breiðholtslaugina í dag laugardaginn 3. maí. Frítt í sund á milli kl. 10.00 og 13.00. Við grillum við laugina, hoppukastalar, blöðrur og Lárusardætur skemmta. Allir hjartanlega velkomnir. Sjálfstæðisfélögin í Breiðholti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.