Morgunblaðið - 03.05.2003, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 03.05.2003, Qupperneq 63
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 63 sunnudaginn 4. apríl - Punktakeppni 7/8 Golfklúbbur Grindavíkur 1. verðlaun 25.000 kr. gjafabréf í Golfbúðinni á Strandgötu í Hafnarfirði. 2. verðlaun 20.000 kr. gjafabréf í Golfbúðinni á Strandgötu í Hafnarfirði. 3. verðlaun 15.000 kr. gjafabréf í Golfbúðinni á Strandgötu í Hafnarfirði. 4. verðlaun 10.000 kr. gjafabréf í Golfbúðinni á Strandgötu í Hafnarfirði. Nándarverðlaun á 13. flöt 10.000 kr. gjafabréf frá Golfbúðinni á Strandgötu í Hafnarfirði. Ræst út frá kl. 8.00-11.00 og 13.00-16.00. Hámarksforgjöf er 24. Þátttökugjald er 2.500 krónur! Skráning er á www.golf.is Einnig verður skráning í síma 426 8720 á mótsdegi Upplýsingar og hjálp við skráningu í síma 895 9997 Hávarður eða 863 7123 Kjartan. Opna Landsbankamótið  LÁRUS Orri Sigurðsson kemur inn í lið WBA á nýjan leik þegar liðið sækir Blackburn heim í dag. Lárus missti af leik sinna manna á móti Liverpool um síðustu helgi þar sem Liverpool vann 6:0-sigur en Lárus var forfallaður þar sem hann var við jarðarför ömmu sinnar.  STOKE þarf á stigi að halda á móti Reading í dag til að halda sæti sínu í ensku 1. deildinni takist Ívari Ingi- marssyni og félögum hans í Bright- on að leggja Grimsby að velli. Brynj- ar Björn Gunnarsson verður eini Íslendingurinn í byrjunarliði Stoke en Bjarni Guðjónsson og Pétur Mar- teinsson verða væntanlega á bekkn- um.  STOKE hefur reiknað það út að falli liðið í 2. deild tapi það um 60 milljónum króna.  GYLFI Einarsson, Indriði Sig- urðsson og Davíð Viðarsson, leik- menn Lilleström í Noregi, þurfa að fara í 4.800 km ferðalag á næstunni er liðið leikur gegn 3. deildarliðinu Kirkenes í bikarkeppninni. Kirke- nes er skammt frá landamærum Noregs og Rússlands á nyrsta odda landsins og tekur ferðalagið rúma tvo tíma í farþegaþotu.  ZLATAN Ibrahimovic, framherji Ajax, var í gær úrskurðaður í sex leikja bann af aganefnd hollenska knattspyrnusambandsins. Christian Chivu, félagi Ibrahimovic, fékk þriggja leikja bann og sömuleiðis Pierre van Hoojdonk, framherji Feyenoord. Allir leikmennirnir misstu stjórn á skapi sínu þegar upp úr sauð í bikarleik liðanna í síðasta mánuði. FÓLK Danska liðið féll úr úrvalsdeild-inni í vor en John Mikkelsen segir að menn hafi sannfærst um það í vetur að liðið eigi ekki heima annars staðar en meðal hinna bestu og því hafi verið gripið til þess ráðs að styrkja liðið með er- lendum leikmönnum. „Við þekkjum vel til íslenskra leik- manna en Hrafnhildur Skúladóttir lék með okkur á síðasta tímabili og Kristín Guðmundsdóttir, sem einnig mun ganga til liðs við okkur, lék með Virum. Það er mikill áhugi á kvenna- handknattleik í Holstebro og þess vegna viljum við mikið til vinna til að koma liðinu aftur í hóp hinna bestu,“ sagði John Mikkelsen við Morgun- blaðið. Hrafnhildur besti leikmaðurinn „Hrafnhildur var besti leikmaður liðsins á síðasta tímabili og var fimmta markahæst í dönsku úrvals- deildinni, þar sem hún skoraði 166 mörk í 22 leikjum. Hún hefur það hugarfar sem við sækjumst eftir, hugarfar sigurvegarans. Við viljum gjarnan fá fleiri slíka leikmenn til liðs við okkur og teljum að við getum fundið þá hér á Íslandi. Okkar mark- mið er að byggja upp framtíðarlið sem nær festu og stöðugleika í úr- valsdeildinni,“ sagði Mikkelsen og lagði áherslu á að Team Tvis Holste- bro væri ekki atvinnumannalið. „Leikmenn okkar eru allir starfandi úti á vinnumarkaðnum. Við æfum 5 sinnum í viku og leikmenn vinna um 30 stundir á viku. Það má kannski segja að þetta sé hálfatvinnu- mennska.“ Greinilegt er að mjög er vandað til verka hjá félaginu. Heimasíða liðsins www.teamtvisholstebro.dk er vel úr garði gerð og félagið gefur út sér- stakt dagblað a.m.k. tvisvar sinnum á ári auk leikskrár og vandaðs árs- rits þar sem helstu lykiltölur úr árs- reikningi koma fram. Áætluð velta félagsins á tímabilinu 2003/2004 er um 8 milljónir danskra króna, eða um 90 milljónir íslenskra króna, af því fara um 56 milljónir króna í laun leikmanna, þjálfara og stjórnenda félagsins. Bætist Hulda í hópinn? Svo gæti farið að sjötti íslenski leikmaðurinn léki með liðinu á tíma- bilinu en Hulda Bjarnadóttir, fyrr- um leikmaður Hauka, er á leið til Vestur-Jótlands í fylgd með eigin- manni sínum Aroni Kristjánssyni sem mun leika með karlaliði Team Tvis Holstebro. Þekkjum vel til íslenskra leikmanna JOHN Mikkelsen, framkvæmdastjóri Team Tvis Holstebro, var staddur hér á landi fyrr í vikunni til að ganga frá samningum við landsliðskonurnar Helgu Torfadóttur úr Víkingi, Ingu Fríðu Tryggva- dóttur og Hönnu G. Stefánsdóttur úr Haukum, um að leika með danska liðinu næsta tímabil. Mikkelsen sá m.a. annan leik Hauka og ÍBV í úrslitakeppninni þar sem ÍBV sigraði með flautumarki á lokasekúndu leiksins. Eftir Ingibjörgu Hinriksdóttur Gary Neville er frá í liði Man-chester United vegna meiðsla en að öðru leyti getur Alex Ferguson teflt fram sínu sterkasta liði gegn Charlton sem hefur ekki unnið á Old Trafford síðan 1986. Fróðlegt verður að sjá hvort Fabien Barthez stendur á milli stanganna hjá United en Ferguson og Barthez lentu upp á kant við hvor annan eftir að Fergu- son gagnrýndi Frakkann fyrir slæ- lega frammistöðu gegn Real Madrid. Roy Carroll tók stöðu Barthez í leiknum við Tottenham um síðustu helgi og líklegt er að N-Írinn haldi stöðu sinni. „Það kemur ekkert nema sigur til greina hjá okkur. Við erum með þetta í okkar höndum og getum eng- um nema sjálfum okkur um kennt ef við vinnum ekki deildina. Síðustu þrjá mánuði höfum við barist hart, meðvitaðir um að við mættum helst ekki tapa stigum svo það væri skömm að henda frá sér mögu- leikanum á síðustu stundu,“ segir Juan Sebastian Veron. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, á í talsverðum vandræðum með að púsla saman liði en meiðsli og leik- bönn koma hart niður á meisturun- um sem verða líklega að vinna alla þrjá leikina sem þeir eiga eftir til að eygja möguleika á titlinum. Fyrirlið- inn Patrick Vieira er frá vegna meiðsla og sömuleiðis Svíinn Fred- rik Ljungberg og þá eru þeir Lauren og Pascal Cygan tæpir. Varnartröll- ið Sol Campbell er í leikbanni. „Við ætlum að berjast til þrautar og við höfum alls ekki afskrifað titilinn. Auðvitað er þetta ekki lengur í okkar höndum svo við verðum bara að vinna þá leiki sem við eigum eftir og stóla á að United tapi stigum. Það er ekkert ómögulegt í knattspyrnunni,“ segir Wenger. Leeds þarf líkt og Arsenal á stig- unum að halda en Jórvíkurliðið er ekki laust við falldrauginn. Það er bara slagurinn um meist- aratitilinn sem spennan ríkir heldur. Newcastle, Liverpool og Chelsea berjast um að ná tveimur sætum í Meistaradeildinni og fallbaráttan er í algleymingi en West Ham, Bolton, Leeds, Aston Villa, og Fulham eiga öll á hættu að fylgja Sunderland og WBA niður í 1. deildina. Newcastle er í þriðja sæti deild- arinnar með 65 stig en Chelsa og Liverpool fylgja fast á eftir með 64 stig. Liverpool hefur verið á góðu skriði og hefur unnið sjö af síðustu átta leikjum sínum. Liverpool tekur á móti Manchester City í dag og mætir svo Chelsea á Stamford Bridge í lokaumferðinni. Mesta spennan fyrir leik Liverpool og City í dag er að Robbie Fowler mætir í fyrsta sinn á Anfield síðan hann var seldur til Leeds og er reiknað með að hann fái afar hlýjar viðtökur hjá stuðnings- mönnum Liverpool enda var Fowler í guða tölu hjá þeim þegar hann lék í búningi Liverpool. Chelsea á erfiðan útileik á móti West Ham og á sama tíma leikur Newcastle við Birmingham á St.Andrews. West Ham getur fallið í 1. deildina í dag en tapi liðið fyrir Chelsea og Guðni Bergsson og félagar hans í Bolton leggja Southampton að velli í leik sem hefst klukkan 16.30 verður hlutskipti West Ham að falla. Lokabaráttan á Englandi Spenna á þrennum vígstöðvum MANCHESTER United getur stigið skrefi nær enska meistaratitl- inum í knattspyrnu um helgina takist liðinu að leggja Charlton á Old Trafford í dag og Englandsmeistarar Arsenal ná ekki að sigra Leeds á Highbury á morgun. Fyrir leikinn á Old Trafford í dag sem hefst klukkan 11.30 hefur United fimm stiga forskot á Arsenal, sem á leik til góða, en misstígi rauðu djöflarnir sig gegn Charlton á Arsenal enn ágæta möguleika á að verja titilinn. GUÐJÓN Valur Sigurðsson, landsliðsmaður í handknattleik, hefur framlengt samn- ing sinn við þýska úrvalsdeildarliðið Essen. Guðjón var samningsbundinn þýska lið- inu til ársins 2004 en í vikunni ritaði hann nafn sitt undir nýjan samning sem gildir til ársins 2005. „Mér stóð til boða lengri samningur en fannst gott að bæta einu ári við og sjá svo til. Ég er virkilega ánægður með veruna hjá Essen og það fer mjög vel um okkur fjölskylduna hérna í Þýskalandi. Það er verst að Pat- rekur yfirgefur okkur í sumar en ég kannski held áfram að elta hann líkt og ég hef gert,“ sagði Guðjón Valur í samtali við Morgunblaðið en Patrekur er sem kunnugt er á förum til Bidasoa á Spáni og leikur þar með Heiðmari Felixsyni á næstu leiktíð. Guðjón hefur leikið stórt hlutverk með liði Essen á leiktíðinni. Hann hefur skorað 106 mörk á tímabilinu og er þriðji markahæsti leikmaður liðsins. „Ég er mjög sáttur við spilamennsku mína í vetur og hef þroskast mikið sem leik- maður. Stefnan er að reyna að komast upp fyrir Magdeburg og ná þriðja sætinu sem gefur sæti í Meistaradeildinni en til þess þarf allt að ganga upp hjá okkur og Magde- burg að tapa stigum,“ sagði Guðjón ennfremur en hann verður í eldlínunni í dag á móti Grosswallstadt á útivelli. Essen er í fjórða sætinu með 43 stig, Magdeburg hef- ur 45, Flensburg er í öðru sæti með 50 stig en Lemgo er í toppsætinu með 54 stig. Guðjón Valur áfram í herbúðum Essen Guðjón Valur Sigurðsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.