Morgunblaðið - 03.05.2003, Qupperneq 64
KVIKMYNDIR
64 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Í LEIKNU heimildarmyndinni
Fyrsta ferðin, draga höfundarnir,
Kári G. Schram og Magnús Magnús-
son, upp yfirgripsmikla mynd af ein-
hverjum mestu afreksverkum nor-
rænna víkinga, landafundunum í
vestri. Við viljum gjarnan eigna okk-
ur þessa ágætu menn og sömuleiðis
Norðmenn en sem betur fer gera
Grænlendingar ekkert tilkall til land-
könnuðanna, vilja sem minnst vita af
þessum innrásarmönnum og friðar-
spillum í þeirra sögu.
Þau samskipti eru efni í stórvirki,
en einn forvitnilegasti þátturinn í
Fyrstu ferðinni er einmitt sýn kvik-
myndargerðarmanna á heimilislíf í
Bröttuhlíð og samskipti frumbyggja
Norður-Ameríku og víkinga í grennd
við Brooklyn nútímans. Sem voru
mannfræðileg tímamót, samkvæmt
bestu heimildum. Sem fyrr segir er
farið fljótt yfir sögu enda aðeins hægt
að tipla á aðalatriðum í klukkustund-
ar langri mynd. Við fáum í sjónhend-
ing svipmyndir af átökunum í Noregi
á 9. öld, sem valda því að Ísland bygg-
ist. Kynnt eru til sögunnar Eiríkur
rauði, Leifur sonur hans heppni, og
Þorfinnur Karlsefni og Guðríður Þor-
bjarnardóttir (foreldrar drengsins
Snorra, fyrsta hvíta barnsins sem
fæddist í álfunni), helstu persónurnar
og aðdragandi þess að víkingar láta
ekki staðar numið á Íslandi heldur
sækja fram til Grænlands, þaðan um
Helluland (Baffins Land), Markland
(Labrador), og síðan suður með
ströndum Ameríku, allt til Vínlands –
þar sem talið er að í dag standi stór-
borgin New York.
Þeir Kári og Magnús eiga heiður
skilið fyrir þorið og útkoman er við-
unandi sem lágmarksfræðsla um
þrekvirki sem okkur ber skylda til að
halda í heiðri. Fyrsta ferðin bætir úr
brýnni þörf á kvikmynduðu efni, að-
gengilegu fyrir allan almenning. Hún
hentar einkar vel sem fróðleiksmoli
fyrir ferðamenn og kynningarmynd
til flutnings á erlendum sjónvarps-
stöðvum. Magnús flytur þjálan text-
ann af alkunnri snilld sem gerir yf-
irbragðið metnaðarfullt og enn
forvitnilegra.
Það er ekki heiglum hent að hlaupa
fjöll. Niðurstaðan verður því vissu-
lega talsvert yfirborðskennd og við
því lítið að segja. Um það má deila
hvort Fyrsta ferðin hefði ekki mátt
vera raunsærri útlitslega, en yfir
henni er glansmyndarkenndur hátíð-
arblær þar sem ekki hreyfir sjó,
Grænland nánast ísalaust sem og sigl-
ingaleiðin, víkingarnir frekar hrein-
legir menn og snyrtilegir, utan þá
þeir sem berja á skrælingjum. Slíkt
er engu að síður altítt í myndum af
þessum toga.
Í heimildarmyndinni segja persón-
urnar fátt en sögumaður fer með text-
ann, auk þess sem vísindamenn og
áhugamenn um þennan mikilvæga
þátt þjóðararfsins leggja orð í belg.
Leikararnir skera sig lítið úr hver frá
öðrum, utan Guðríður Þorbjarnadótt-
ir Breiðvíkingur, sem stendur dálítið
upp úr þegar litið er til baka, sem er
vel því hennar þáttur er mikilvægur
og hún alltof lítt þekkt hetja úr okkar
stórfenglegu sögu.
Út í óvissuna
KVIKMYNDIR
Háskólabíó - Short & Docs
FYRSTA FERÐIN – Saga landafundanna
Leikstjóri: Kári G. Schram. Handrit:
Magnús Magnússon og Kári G. Schram.
Kvikmyndataka: Guðmundur Bjartmars-
son. Tónlist: Daníel Bjarnason, Daníel
Ágúst Haraldsson. Klipping: Jón Yngvi,
Kári G.Schram, Ásta Briem. Hljóðvinsla:
Huldar Freyr / USS hljóðstúdió. Bún-
ingar: Hlín Gunnarsdóttir. Stjórn fram-
leiðslu: Hildur Snjólaug Bruun. Texti og
þulur: Magnús Magnússon. Aðalleik-
endur: Arnar Jónsson, Bárður Smárason,
Sigrún Sól Ólafsdottir, Baldur Trausti
Hreinsson, Guðjón Helgason, Bjarne Dahl
Hafsteinn Pétursson, Cyril Thomas
Abram. 60 mín. Framleiðandi: Kári G.
Schram / Íslenska heimildarmyndagerð-
in. Ísland 2003.
Sæbjörn Valdimarsson
Í umsögn segir að gerð Fyrstu ferð-
arinnar kalli á mikið þor og útkom-
an sé „viðunandi sem lágmarks-
fræðsla um þrekvirki sem okkur
ber skylda til að halda í heiðri“.
STARKISS er erfiðasta atriðið í
því fræga Rayman-fjölleikahúsi á
Indlandi. Það hanga nokkrar stúlkur
á munninum í bandi og snúast í hring
um leið og þær snúast um sjálfa sig.
Myndin lýsir lífinu í fjölleikahús-
inu, og þá aðallega stúlknanna sem
eru hátt að fimmtíu að tölu. Þær eru
innilokaðar nótt og dag og mega
engan yrða á nema þjálfarana sína
og næturvörðinn Ali Baba. „Þær eru
í fangelsi,“ segir einn dvergurinn,
„þær eru ekki frjálsar ferða sinna
einsog karlmennirnir.“ Og hvernig
enduðu þær þarna? Foreldrum
þeirra var lofað peningum, sem þeir
aldrei fengu, þeir eru plataðir og
stelpurnar narraðar eða þeim stolið.
Myndin er sérlega vel gerð, og
uppfull af skemmtilegum og forvitni-
legum persónum, sem endað hafa í
fjölleikahúsinu af misjöfnum ástæð-
um. Einn sá skemmtilegasti er Saip-
an sem er 16 ára, en lítur út einsog 4
ára strákur, og getur því einn komist
í stelpubúðirnar og allir hinir öfunda
hann.
Það kemur á óvart að stelpurnar
virðast ánægðar þótt þær segist
sakna foreldra sinna. Þær lýsa því
hvernig þær voru hræddar fyrst og
örvæntingarfullar, en síðan er allt í
lagi. Það hefði kannski gefið betri
mynd að spjalla við foreldra stelpn-
anna, eða sjá stelpu sem er að koma í
fyrsta sinn til að sjá raunveruleik-
ann. Ekki hægt að treysta stjórn-
endunum sem eru greinilegar mann-
fýlur sem reglulega fá útsendara
sína í Nepal og Banglasdesh til að
smygla stúlkum yfir til þeirra.
Myndin er áhugavert innlegg í þá
umræðu sem hefur skapast um man-
sal, þar sem aðferðirnar minna
óneitanlega á þær sem tíðkast í Vest-
ur-Evrópu, og gerð voru svo átak-
anleg skil í sænsku kvikmyndinni
Lilja að eilífu. Enda er víst rauða
hverfið í Bombay endastaður
margra stúlkna sem ekki komast að í
fjölleikahúsinu.
Myndin er í raun átakalítil og sýn-
ir daglegt líf og mannlífið í sirkusan-
um þar sem starfa mörg hundruð
manns, og sum atriðin eru virkilega
fallegar og ljóðrænar mannlýsingar,
ekki síst atriðið með Saipur og
Anitu. Átökin felast kannski í hvern-
ig stúlkurnar í fjölleikahúsinu eru
búnar að sætta sig við örlög sín,
dreymir drauma sem þær vita að
aldrei rætast og orðnar hræddar við
umheiminn. Anita er 17 ára og hefur
verið í fjölleikahúsinu í 9 ár. Hún
segir þau hafa allt til að vera ham-
ingjusöm, þau þarfnist einskis utan
fjölleikahússins og það sé einfaldlega
rangt af fólki að langa út. Sjálf vill
hún bara giftast manni úr fjölleika-
húsinu, því þau muni skilja líf og
þjáningar hvort annars, sem aðrir
geta ekki.
Þetta er mynd um vonir og
drauma, falleg mynd um fallegt fólk.
Hildur Loftsdóttir
Fjölleika-
fangelsið
HEIMILDARMYNDIR
Háskólabíó - Short & Docs
INDVERSKU SIRKUSSTÚLKURNAR/
STARKISS Leikstjórn: Chris Relleke og Jascha De
Wilde. Kvikmyndataka: Chris Relleke.
Framleiðandi: Wilderell Film. 77 mín.
Holland 2002.
Mannakorns
helgi
...ég er á leiðinni
á Kringlukrána...
DANSLEIKIR
föstudag og laugardag
E r t þ ú á l e i ð i n n i ?
Fjölbreyttur tilboðsmatseðill
fyrir leikhúsgesti.
Nauðsynlegt er að panta
í tíma borð í síma 568-0878
FORSALA Á MIÐUM Á SELLÓFON
SJALLANUM AKUREYRI
FER FRAM Í PENNANUM EYMUMDSSON
GLERÁRTORGI OG
VERSLUNINNI PARK RÁÐHÚSTORGI
LAU 3/5 SJALLINN AKUREYRI
SUN 4/5 SJALLINN AKUREYRI
FIM 8/5 örfá sæti, NASA
FÖS 16/5 nokkur sæti, NASA
Laugard. 3. maí kl. 14 Örfá sæti
Sunnud. 4. maí kl. 14
Lab Loki sýnir barnaleikritið:
Listasafni Reykjavíkur Kjarvalsstöðum
lau. 3.maí. kl.14
sun.25.maí kl.16
sun. 1. júní kl.16
Miðaverð: 1.200 kr.
Pantanir í síma 5526131 kl.10-17
Stóra svið
Nýja svið
Þriðja hæðin
Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga.
Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is
Miðasala 568 8000
PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler
Í kvöld kl 20, Su 11/5 kl 20, Su 18/5 kl 20
Takmarkaður sýningarfjöldi
Litla svið
RÓMEÓ OG JÚLÍA
e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT
Mi 7/5 kl 20 - UPPSELT
Fö 9/5 kl 20, Fö 16/5 kl 20, Lau 17/5 kl 20
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN
í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ
Leikrit með söngvum - og ís á eftir!
Í dag kl 14, Lau 10/5 kl. 14
KVETCH eftir Steven Berkoff
í samstarfi við Á SENUNNI
Í kvöld kl 20, Fi 8/5 kl 20, AUKASÝNING
Fi 15/5 kl 20 AUKASÝNING
ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR
GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt
Su 11/5 kl 20, Su 18/5 kl 20
Örfáar sýningar vegna fjölda áskorana
SJÖ BRÆÐUR e. Aleksis Kivi
Gestaleiksýning Theater Mars frá Finnlandi
Mi 7/5 kl 20 - AÐEINS EIN SÝNING
SUMARÆVINTÝRI e. Shakespeare og
leikhópinn
Su 4/5 kl 20, Lau 10/5 kl 20, Lau 17/5 kl 20
MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS
VÆRI HATTUR
eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne
Fö 9/5 kl 20, Fö 16/5 kl 20
ATH: Fáar sýningar eftir
GESTALEIKSÝNINGIN 7 BRÆÐUR
kemur hingað með styrk
frá Teater og dans i Norden.
ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield
Lau 10/5 kl 20, Lau 17/5 kl 20, Lau 24/5 kl 20
PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht
Su 4/5 kl 20, Su 11/5 kl 20, Fi 22/5 kl 20
ATH: Sýningum lýkur í maí
SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI
eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson
Í kvöld kl 20, Fö 9/5 kl 20
Fö 16/5 kl 20,Fö 23/5 kl 20
Fö 30/5 kl 20, Lau 31/5 kl 20
ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR
"DANS FYRIR ÞIG"
30 ára afmælissýning Íslenska dansflokksins
Frosti - Svanavatnið eftir Láru Stefánsdóttur
Brot úr nokkrum af eftirminnilegustu
verkum Íslenska dansflokksins
Frumsýning fi 8/5 kl 20,
2.sýn fi 15/5 kl 20,
3.sýn su 18/5 kl 20
ATH. AÐEINS ÞRJÁR SÝNINGAR
Smurbrauðsverður innifalinn
Miðasala Iðnó í síma 562 9700
Hin smyrjandi jómfrú
sýnt í Iðnó
Fös 9. maí kl 20
Lau 11. maí kl 20
ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR