Morgunblaðið - 03.05.2003, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 03.05.2003, Qupperneq 67
í hlutverki stallsystranna í Bobby- socks að syngja „La’ det swinge“ þó hljómurinn væri ekkert sérstakur. Guðrún nýtur sín best í hægu lög- unum þar sem hún getur komist á flug í túlkun. Hér gáfust ekki mörg slík tækifæri en hún lét ekki sitt eft- ir liggja í samstarfinu og náði oft frábærum árangri. Áður hefur verið minnst á hana í búningi Birgittu Haukdal, en svipað má segja um hana sem Sigga Beinteins. Hún var stórglæsileg í rauða kjólnum, skilaði söngnum glæsilega, en er bara allt önnur týpa en Sigga. Hjördís er meiri skvetta og á auð- veldara með að sleppa fram af sér beislinu. Hún er allt annað en lík Söndru Kim en hún náði samt fjör- inu og ungæðisskapnum sem tryggði Söndru fyrsta sætið á sínum tíma. Hún fékk líka að feta í spor Selmu sjálfrar við að flytja „All Out of Luck“ með góðum árangri. Guðbjörg Magnúsdóttir hefur fal- lega rödd sem gegndi oft hlutverki akkeris í samsöngnum. Hún túlkaði mörg lög eftirminnilega, t.d. „Halel- uja“ sem Milk and Honey sigraði með eitt sinn en jafnvel henni tókst ekki að lífga upp á „Take Me to Your Heaven“, formúlulagið hennar Charlotte Nielsen. Einhvern tímann notaði Ólafur Laufdal auglýsingaslagorðið „Allir eru stjörnur í Hollywood“ á meðan hann rak þann stað. Hann hjálpaði mörgum á ferli sínum í skemmtana- iðnaðinum og Arnar Laufdal virðist ætla að feta í fótspor hans. Nýliðinn í þessari sýningu er Hafsteinn Þór- ólfsson. Hann býr að löngu námi í klassískum söng hér á landi og hef- ur breiða, hlýja og óendanlega að- laðandi rödd. Hann býr að þessari þjálfun eins og heyrist t.d. í laginu „Sókrates“ eftir Sverri Stormsker sem Stefán Hilmarsson flutti svo eftirminnilega og í „Haleluja“, sem hér voru bæði frábærlega sungin. Hann fer létt með að beita röddinni eins og á við í dægurlagaflutningi, þó að einstaka sinnum kringi hann u-in of mikið. Hafsteinn lagði meiri áherslu á endursköpun heldur en að herma eftir upphaflegum flytjend- um í söng og gerði þannig lögin að sínum í túlkun. Þó brá hann sér eft- irminnilega í gervi Dönu Internat- ional og söng lagið „Diva“ standandi kyrr á sviðinu en notaði handa- hreyfingar og svipbrigði í túlkun sinni með ágætum árangri þó að förðun hefði mátt vera meira áber- andi. Önnur lög sem hann túlkaði frábærlega er t.d. „Karen, Karen“ eftir Jóhann Helgason sem Bjarni Arason flutti í undankeppninni, og hans hlutur í „Draumi um Nínu“ Eyjólfs Kristjánssonar. Í lokin kom fram nokkurs konar leynigestur sem kom áhorfendum ekkert sérstaklega á óvart – skemmtileg sönnun þess að ákveðnir söngvarar standa ekki bara fyrir sínu heldur bæta sig stöð- ugt. Fyrir sýningu var boðið upp á málsverð: Dansandi sjávarréttar- kodda í „Waterloo“-humarsósu, grísalundir í syngjandi sveiflu og „Fly on the Wings“ fantasía í eft- irrétt. Allt einstaklega bragðgott með fjölbreyttu meðlæti og þjónust- an frábær. Broadway á Hótel Íslandi er eini skemmtistaðurinn hér á landi sem hefur samfleytt um langt skeið haldið uppi metnaðarfullu sýningar- haldi af þessu tagi. Ein eða fleiri sýningar eru frumsýndar á hverju ári og gamlar teknar upp aftur ef aðsókn leyfir. Þessi starfsemi Ólafs Laufdal, sem gerði út á þennan markað um árabil, og nú Arnars Laufdal sem tekinn er við, er að mörgu leyti stórmerkilegur þáttur í skemmtanahaldi í ekki stærri borg en Reykjavík er. Það er gaman að sjá sýningu þar sem nýgræðingar í dægurlagaslöng koma fram og velta fyrir sér möguleikum þeirra á þessu sviði – það veit jú enginn hvað fram- tíðin ber í skauti sér. Sveinn Haraldsson MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 67 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 10.20. B.i 12 www.regnboginn.is HK DV X-97,7  HJ MBL  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 4 og 6. B.i 16. HOURS Sýnd kl. 4 og 6. SV MBL HK DV  Kvikmyndir.com Vegna fjölda áskorana aukasýningar á þessari mögnuðu hrollvekju FRÁ LEIKSTJÓRA TRAINSPOTTING Sýnd kl. 8 og 10.20. Heims frumsýning Sagan heldur áfram. Enn stærri og magnaðri en fyrri myndin. Missið ekki af þessari! Sýnd kl. 3, 5.30, 8.30 og 11 ( Power sýning). B.i 12. Powe rsýni ng kl. 1 1. Sýnd kl. 3, 5.40, 8 og 10.20. B.i 12. Sýnd kl. 8. B.i. 12. ...Þetta er fyrsta stóra hasarmynd sumarsins 2003 og gæti hæglega endað sem ein sú besta ... Kvikmyndir.com ... tt r fyr t t r r y r i ti l i t ... vik y ir.c Kvikmyndir.is X-men 2 er mynd með boðskap, brellur og brjálaðan hasar... Hvað viltu meira? - r , r ll r rj l r... il ir 400 kr Sýnd kl. 6, 8 og 10. www.laugarasbio.is Brjálaður hasar og geggjuð áhættuatriði. Heims frumsýning Sagan heldur áfram. Enn stærri og magnaðri en fyrri myndin. Missið ekki af þessari! POWERSÝNINGkl. 11.30Á STÆRSTA THXtJALDI LANDSINS ...Þetta er fyrsta stóra hasarmynd sumarsins 2003 og gæti hæglega endað sem ein sú besta ... Kvikmyndir.com ... tt r fyr t t r r y r i ti l i t ... vik y ir.c Kvikmyndir.is Sýnd kl. 4, 6.30, 9 og 11.30 ( Power sýning). B.i. 12 Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. 400 kr. Sýnd kl. 2. Ísl. tal. 400 kr. Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15. 400 kr X-men 2 er mynd með boðskap, brellur og brjálaðan hasar... Hvað viltu meira? - r , r ll r rj l r... il ir Á fundi ríkisstjórnar Íslands þann 11. febrúar 2003 var ákveðið að verja 700 milljónum króna til atvinnuþróunarverkefna á landsbyggðinni. Þar af hefur Byggðastofnun verið falið að annast úthlutun á 500 milljónum króna. Í fyrsta áfanga verkefnisins verður 350 milljónum króna varið til kaupa á hlutafé í álitlegum sprotafyrirtækjum og nýsköpunarfyrirtækjum í skýrum vexti. Hlutafjárkaup geta í einstökum verkefnum orðið að hámarki 50 milljónir króna en þó ekki yfir 30% af heildarhlutafé í hverju verkefni. Byggðastofnun auglýsir hér með eftir umsóknum um hlutafjárkaup og verður tekið á móti þeim á þremur tímabilum, sem hér segir: Á tímabilinu 1. maí til 30. júní á sviði sjávarútvegs og tengdra greina. Á tímabilinu 1. júní til 31. júlí á sviði iðnaðar, upplýsingatækni og tengdra greina. Á tímabilinu 1. júlí til 31. ágúst á sviði ferðaþjónustu og tengdra greina. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um reglur um úthlutun og meðferð umsókna, ásamt nauðsynlegum fylgigögnum, er að finna á heimasíðu Byggðastofnunar, www.byggdastofnun.is Þeir sem kunna að eiga hjá stofnuninni umsóknir sem þeir telja að geti fallið að verkefninu eru beðnir að endurnýja þær. Stuðningur við atvinnuþróunar- verkefni á landsbyggðinni Byggðastofnun • Ártorgi 1 • Sauðárkróki • Sími 455 5400 A th yg li , A ku re yr i Broadway Evróvisjón söngskemmt- unin Í beinni laugardagskvöld. Dansleikur á eftir með Hunangi. Á litla sviðinu Le’ Sing . Champions café Á móti sól. Dubliner Tvö dónaleg haust. Fjörukráin Reggí-tónleikar. Hljóm- sveitin Shang Band og Englisman frá Jamaíka. Gaukur á Stöng: Land og Synir. Grandrokk: DJ Kári og Svartfugl- arnir, Savsir, DOD laugardagskvöld. Höllin, Vestmannaeyjum Skíta- mórall. Kringlukráin Mannakorn. Leikhúskjallarinn Sumarhátíð Gullfoss & Geysis. Players-sport bar, Kópavogi Geir- mundur Valtýsson. Rabbabarinn, Patreksfirði: Smack. Salurinn, Kópavogi Borgardætur halda tónleika í tilefni 10 ára starfs- afmælis síns. Söngflokkinn skipa Andrea Gylfadóttir, Ellen Kristjáns- dóttir og Berglind Björk Jónasdóttir og hafa þær sett saman dagskrá úr gömlu efni. Með þeim leika Jóhann Ásmundsson bassaleikara, Helga Svavar Helgason trommuleikari og fjórða Borgardóttirin Eyþór Gunn- arsson á píanó. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Miðaverð 2000 kr. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.