Morgunblaðið - 08.05.2003, Side 52
MINNINGAR
52 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Hugrún Hlín Ing-ólfsdóttir fæddist í
Vestmannaeyjum 25.
ágúst 1948. Hún lést á
líknardeild Landspít-
alans 3. maí síðastlið-
inn. Foreldrar hennar
eru hjónin Sigríður
Inga Sigurðardóttir
frá Skuld í Vestmanna-
eyjum, f. 14. apríl
1925, og Ingólfur
Theódórsson neta-
gerðarmeistari frá
Siglufirði, f. 10. nóv.
1912, d. 14. mars 1988.
Alsystkini Hugrúnar
eru Sigurður Ingi, f. 1945, Elín
Björg, f. 1946, d. 1946, Kristín
Hrönn, f. 1960, Elfa Dröfn, f. 1962,
og Harpa Fold, f. 1962. Hálfsystur
Hugrún giftist árið 1973 Jónasi
Traustasyni, f. 22. ágúst 1949.
Dætur þeirra eru Hera Björg, f. 19.
febrúar 1974, og Ingunn Hlín, f. 4.
febrúar 1983.
Hinn 2. apríl 1998 giftist Hugrún
eftirlifandi manni sínum, Baldri
Þór Baldvinssyni frá Vestmanna-
eyjum, f. 19. júní 1941. Börn hans
eru: Steinþór, f. 8.7. 1966, í sambúð
með Claire Bilton, f. 6.9. 1969; börn
þeirra eru Bríet, f. 5.12. 1999, og
Felix, f. 24.10. 2001; og Unnur, f.
26.10. 1969, gift Guðbirni Ingasyni,
f. 26.11. 1964, börn þeirra eru
Sindri, f. 1.7. 1988, Unnur Karen, f.
4.2. 1993, Baldur Gísli, f. 13.12.
1994, og Arnar Ingi, f. 29.7. 1997.
Hugrún starfaði rúman áratug
hjá Íslandsbanka, eða þar til hún
veiktist í desember sl., en áður
starfaði hún m.a. í kaffistofu Hag-
kaups, í Alþýðubankanum og hjá
O. Johnson & Kaaber.
Útför Hugrúnar verður gerð frá
Áskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Hugrúnar eru Jó-
hanna Margrét, f.
1933, Kornelía Sóley,
f. 1937, og Amalía, f.
1941.
Árið 1967 giftist
Hugrún Alfreð Guð-
mundssyni, f. 1. ágúst
1946. Þau skildu. Dótt-
ir þeirra er Sigríður
Drífa, f. 4. desember
1966, gift Gunnari
Magnússyni, f. 5. nóv.
1958. Börn hennar af
fyrra hjónabandi eru
Þórarinn Alfreð, f.
26.1. 1987, Þórdís
Linda, f. 31.1. 1991, og Þór Steinar,
f. 5.3. 1995. Börn Drífu og Gunnars
eru Sindri Blær, f. 9.5. 1999, og
Hugrún Hlín, f. 29.9. 2002.
Ég man fyrst eftir okkur á Vest-
urveginum, ég man þegar við löbb-
uðum í leikskólann og ég man þegar
ég kom í heimsókn til þín í Hrað-
frystistöðina þar sem þú vannst á
skrifstofunni.
Ég veit að tímarnir okkar þegar
við vorum tvær einar voru oft erf-
iðir, en ég veit að þú vildir ekki að
það bitnaði á mér. Ég man eftir okk-
ur víða á göngu, við gengum saman
og þú leiddir mig, þegar ég fór svo
að þroskast og eldast fannst mér
hallærislegt að þú vildir alltaf leiða
mig. Ég skil nú eftir að ég varð sjálf
mamma að það var af væntumþykju.
Við fórum saman í Landeyjarnar,
mamma þú varst svo dugleg.
Ráða sig sem ráðskona í sveit rétt
rúmlega tvítug stúlkan með lítið
barn.
Ég man eftir okkur í herberginu í
kjallaranum í Akurey, ég man eftir
þér í glæsilegum kjól fyrir gleðskap
í sveitinni, uppáklædd sem drottn-
ing.
Þú varst sannkölluð drottning.
Þú kynntist Jónasi, maginn þinn
stækkaði. „Við“ eignuðumst Heru,
hún var sólargeisli. Hún eyðilagði
dótið mitt og frekjaðist en það var
sko bara allt í lagi, mér þótti svo
vænt um Heru. Hún var litla systir
mín.
Árin liðu, þú fórst svo seinna meir
að vinna í Alþýðubankanum, ég man
það eins og gerst hefði í gær þegar
við löbbuðum saman Laugaveginn,
þú bentir mér á húsið Laugaveg 31,
þarna ætlaðir þú að fara að vinna, en
ég mætti aldrei hringja í þig í vinn-
una og trufla þig, nema bara
kannski ef það myndi kvikna í. Þú
tókst starf þitt alla tíð alvarlega og
vildir standa þig í vinnunni.
Þú gerðir óheyrilegar kröfur á
sjálfa þig, – alltof miklar og óeig-
ingjarnar kröfur.
Árið er 1983, þú ert komin með
nýja kúlu á magann, dagurinn er 3.
febrúar, ég sá „Með allt á hreinu“ í
Háskólabíói, það var soðinn fiskur í
kvöldmatinn, þú varst með höfuð-
verk og vildir fara upp í rúm strax
eftir mat. Ég lagðist upp í hjá þér og
klóraði þér í hársverðinum, eins og
þér þótti svo gott. Þú baðst mig svo
um að fara fram, því þú ætlaðir bara
að sofna snemma, varst með mikinn
höfuðverk.
Það er komið undir morgun 4.
febrúar 1983, Jónas vakti mig
„Mamma þín er trúlega mikið veik
og það er að koma sjúkrabíll að
sækja hana, þú verður að vakna og
passa Heru“. Ég man ég stóð fyrir
framan geymslubúrið þitt þegar
sjúkraliðarnir fóru með þig á sjúkra-
börunum út úr íbúðinni.
Ég vissi ekkert hvað ég átti af
mér að gera, ég sá að þú varst af-
skaplega mikið veik.
Ég bakaði hjónabandssælu. Ég sá
Jónas, út um eldhúsgluggann, koma
labbandi heim af Borgarspítalanum,
þar sem þú hafðir verið skorin upp.
Þú hafðir fengið heilablæðingu,
gengin 7½ mánuð með Ingunni Hlín.
Þér var vart hugað líf og afar tvísýnt
um líf litla barnsins. Ingunn var svo
tekin með keisaraskurði fljótlega
eftir hádegi 4. febrúar. Stór og
spræk stelpa, miðað við stutta með-
göngu. Hún var líka falleg eins og
Hera. Mér þótti undurvænt um
þessa litlu veru, sem vantaði svo
mömmu sína.
Ég fór með strætó á hverjum degi
til Reykjavíkur til að hugsa um hana
á vökudeildinni. Ég fékk sérstakt
leyfi til að koma til hennar í þinn
stað.
Ingunn Hlín kom heim, ég hugs-
aði um hana sem mína eigin.
Ég vaknaði til hennar á nóttunni,
ég handþvoði fötin hennar í eldhús-
vaskinum ég skrópaði í skólanum,
ég vildi vera henni svo afskaplega
góð, hana vantaði þig.
Og mig vantaði þig, ég sá þig fyrst
mánuði eftir að áfallið reið yfir. Ég
saknaði þín ógurlega mikið. Þú varst
svo góð mamma. En þú varst breytt
mamma eftir áfallið. Mig vantaði
mömmu. Það tók mig langan tíma að
sætta mig við „nýju“ mömmuna
mína. En með aðstoð Gunna míns,
tókst það svo sannarlega, en alltof
mörgum árum of seint.
Þú komst aftur heim eftir mikla
endurhæfingu, þú þurftir að læra
allt upp á nýtt.
Þér tókst það mjög vel. Þú varst
hetja, mamma, þú skyldir og ætlaðir
að koma þér til heilsu á ný.
Þú kynntist hamingjunni á ný er
Balli kom inn í líf þitt, þú hafðir
loksins allt sem þú óskaðir þér.
Hann fékk þá bestu eiginkonu sem
hægt var að hugsa sér. Þið voruð
heppin að eiga hvort annað. Þið átt-
uð alltof fá ár saman, en árin voru
góð.
Þú varst hamingjusöm og fyrst
þannig fór að þú þurftir að fara frá
okkur, alltof snemma, er þó gott að
þú varst hamingjusöm og áttir mann
sem elskaði þig svo sannarlega af
öllu hjarta. Það er vandfundinn sá
einstaklingur sem gerir það sem
Balli gerði fyrir þig sl. mánuði í
veikindum þínum.
Mamma, ég er svo ánægð og
þakklát fyrir að hafa gefið litlu dótt-
ur minni nafnið þitt, en þú varst sko
meira en ánægð, þú hreinlega dýrk-
aðir litla sólargeislann, nöfnuna
þína. Ég held að varla hefði verið
hægt að gefa þér meira eða dýrmæt-
ara, þú áttir svo sannarlega ekki von
á því að fá nöfnu.
Mamma, mér þykir svo undur-
vænt um þig.
Mamma, takk fyrir síðustu orðin
þín til mín. Mamma, þú varst hetja.
Þín dóttir,
Drífa.
Elsku amma mín.
Þakka þér fyrir allt sem þú hefur
gefið mér og allt sem þú hefur gert
fyrir mig. Þú hefur alltaf verið góð
við fólkið í kringum þig og allt sem
tengist þér.
Ég hugsa til þín á hverjum degi,
því að mér þykir svo vænt um þig.
Guð geymi þig að eilífu. Amen.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Þín
Þórdís Linda.
Hún Hugrún systir er dáin eftir
harða baráttu við illvígan sjúkdóm.
Þetta var hennar önnur barátta fyr-
ir lífi sínu. Fyrir tuttugu árum fékk
hún heilablóðfall, er hún gekk með
þriðja barnið sitt. Barnið var tekið
með keisaraskurði, eftir aðgerð á
höfði Hugrúnar. Eftir langa veru í
öndunarvél tókst henni að komast á
fætur, þá með skerta starfsorku, en
meðfædda ákveðni og dugnað. Eftir
mikla endurhæfingu komst hún aft-
ur af stað út í samfélagið.
Hún Hugrún systir var í raun
Guðs lýsandi kraftaverk, búin að
missa út orðaforða, nöfn og hreyfi-
getu. Í mörg ár eftir að talið var að
hún næði ekki framförum kom bati í
ljós. Hún leitaði mikið í trúna á Guð.
Þegar hér var komið sögu var hún
ein með litlu dóttur sína. Persóna
Hugrúnar hafði breyst við áfallið,
þótt léttleiki hennar og glaðværð
héldist óbreytt. Á þessum tíma lenti
hún í skilnaði við þáverandi eigin-
mann sinn, Jónas Traustason. Ég
hef alltaf verið þakklátur honum
fyrir þann dugnað og baráttu, sem
hann sýndi, til að Hugrún öðlaðist
meiri bata, þó að leiðir þeirra hafi
síðar skilið.
Við nutum þess að alast upp við
Heiðarveginn í Vestmannaeyjum, í
nágrenni við tónskáld, textahöfunda
og heimsins spekúlanta, í örmum at-
hafnafólks, í frjálsu umhverfi og ein-
stöku mannlífi. Hún var lagviss, og
kunni öll lög og texta. Lögin hans
Oddgeirs voru henni kær. Ég held
að hún hafi höndlað þessa náðargáfu
úr umhverfinu, sem hún ólst upp í.
Eftirminnilegur var sá tími er
hún sá um kaffihornið í Hagkaup í
Skeifunni. Oft var komið þar við, og
tók hún þá gjarnan lagið fyrir gesti.
Almenn ánægja var með þessi störf
hennar, og veit ég að hún laðaði að
viðskiptavini. Tengdaforeldrum
mínum fannst ómissandi að koma
við hjá henni í kaffi í sínum vikulegu
innkaupum, og minnast glaðværðar
hennar og ljúflyndis.
Fyrir níu árum kynntist hún
stóru ástinni. Baldur Þór Baldvins-
son kom inn í líf hennar. Hann er úr
Eyjum eins og hún. Þau ferðuðust
mikið erlendis og dvöldu mikið í
sumarhúsi sínu, með barnabörnum
Baldurs, sem hún tók sem sín, og
var þeim gleðigjafi. Mikið hefur ver-
ið gott að sjá Baldur og fjölskyldu
Hugrúnar annast hana, og sjá ást
Baldurs á systur minni. Í veikindum
sínum fór hún að hafa áhyggjur af
Baldri og börnunum sínum, ef hún
yrði kölluð héðan. Það var eindregin
ósk hennar að þau myndu hlúa hvert
að öðru eftir fráfall hennar. Þessi
tími hefur verið aldraðri móður okk-
ar erfiður, hún hefur dvalið lang-
dvölum við sjúkrabeð hennar.
Elsku systir, ég veit að þú átt
góða heimkomu. Þinn bróðir,
Sigurður Ingi.
Mig langar að kveðja Hugrúnu
systur mína sem lést eftir stutta en
erfiða baráttu við krabbamein. Þeg-
ar ég hugsa til undanfarinna fjög-
urra mánaða, læðist að mér sú hugs-
un að finnast lífið ósanngjarnt að
leggja þessi erfiðu veikindi á hana
og enda svo með ósigri gegn dauð-
anum. Þetta er erfitt að skilja og
sætta sig við.
Ég á margar góðar minningar um
Hugrúnu en flestar eru þær þó eftir
að ég varð fullorðin, þar sem hún
var 14 árum eldri og fór snemma að
heiman. Ég man eiginlega fyrst eftir
Hugrúnu norður á Mývatni þar sem
hún vann sem matráðskona yfir
sumar, þá fór ég ásamt foreldrum
okkar í heimsókn og ég man hvað
það var gott veður og sólin skein. Á
þessum tíma fannst mér Hugrún
láta verða af því sem hana langaði til
að gera í lífinu og í kringum hana
var alltaf hlátur og gleði og fram-
tíðin blasti við.
Hugrún reyndist mér ætið sönn
stóra systir, þegar ég byrjaði í
menntaskóla í Reykjavík, bauð hún
mér reglulega í mat og tók mig með
á skíði og aðrar uppákomur með
fjölskyldu sinni. Þessi þrjú ár sem
ég var í Reykjavík voru í raun mín
fyrstu og einu raunverulegu kynni
af henni við fulla heilsu. En veturinn
eftir fékk hún heilablæðingu, en þau
veikindi áttu eftir að hafa áhrif á líf
hennar það sem eftir var.
Næstu árin eftir blæðinguna voru
oft gífurlega erfið hjá henni, en ein-
kenndust þó af mikilli baráttu og
viljastyrk. Keppnisskapið hennar
nýttist vel í endurhæfingu sem og í
því að hún kæmi aftur undir sig fót-
unum eftir skilnað hennar og Jón-
asar, þáverandi eiginmanns hennar.
Þrátt fyrir mikla fötlun var hún
ákveðinn í að komast út á vinnu-
markaðinn og það gerði hún. Fyrsta
starfið hennar (fyrir utan verndaðan
vinnustað) var í heildsölu sem m.a.
seldi vefnaðarvörur. Ég man að ég
hafði smávægilegar áhyggjur af því
hvernig þetta gengi þar sem hún gat
á þeim tíma ekki þekkt í sundur liti.
En Hugrún sá nú fyrir því. Hún
gekk með vasabók og var búin að
koma sér upp kerfi sem hún fletti
upp í þegar hún þurfti þess með.
Síðar sá hún um kaffið í Hagkaup í
Skeifunni og þar nýttust hæfileikar
hennar bæði á sviði gestrisni, heim-
ilishaldi og léttri kímni. Síðan dreif
hún sig í þá nýhafið nám fyrir ör-
yrkja og fékk upp úr því vinnu hjá
Íslandsbanka. Þar undi Hugrún sér
vel, enda hafði hún verið gjaldkeri í
Alþýðubankanum þegar hún veikt-
ist. Hún var búin að ná sínu mark-
miði að komast aftur út á vinnu-
markaðinn og skila sínu dagsverki.
Eftir áfallið sem Hugrún fékk fyr-
ir 20 árum, missti hún getuna til að
skilja brandara og kímni í mann-
legum samskiptum og því þurfti oft
á góðri stundu að útskýra fyrir
henni hvað átt væri við. Þetta gat
stundum verið erfitt en auðvitað erf-
iðast fyrir Hugrúnu sjálfa. En hún
gafst aldrei upp, og það endaði líka
með því að henni tókst að þjálfa upp
þennan eiginleika og hann varð líka
að stórum hlut í lífi hennar. Henni
tókst ætíð að sjá eitthvað spaugilegt
við allar kringumstæður og reitti af
sér brandara og glettnar athuga-
semdir, þennan húmor notaði hún
óspart til að takast á við þau alvar-
legu veikindi sem bundu enda á líf
hennar. Þannig var ætíð gleði og
hlátur í kringum hana, jafnt á gleði-
sem sorgar stundum. Þetta var
kannski einnig leið fyrir Hugrúnu að
gera okkur, sem að henni stóðum,
lífið léttara í þessum erfiðleikum.
Þegar ég minnist Hugrúnar þá
minnist ég húmorsins, jákvæðninn-
ar, baráttunnar og myndarlega
heimilishaldsins. Hún var einstak-
lega félagslynd, mannglögg og vina-
mörg, henni dugði ekki einn sauma-
klúbbur, heldur voru þeir tveir.
Henni dugði ekki einn bænahópur,
heldur voru þeir einnig tveir. Hug-
rún sótti stuðning í trúna og trúði og
treysti á mátt bænarinnar og var
ófeimin að biðja fyrir öðrum og óska
eftir fyrirbænum fyrir sjálfa sig.
Hún sótti samfélag og stuðning með
trúuðum vinum sem reyndust henni
vel í daglegu lífi og síðan í veikind-
unum. Í rétt rúm fimm ár var Hug-
rún gift Baldri Þór Baldvinssyni.
Balli eins og hún kallaði hann, kom
inn í líf hennar eins og draumaprins
á hvítum hesti. Hann var svo „fjall-
myndarlegur maður“ eins og hún
sagði og hélt því fram að hún hefði
„krækt í myndarlegasta manninn á
landinu“. Það var stórkostlegt að sjá
hvernig þau elskuðu og virtu hvort
annað og það að hann skyldi koma
inn í líf hennar og taka hluta af
hennar byrðum á sig. Hann mat
hana eins og hún var, horfði ekki á
fötlunina heldur á manneskjuna sem
fyrir innan var. Eftir að þau kynnt-
ust fyrir u.þ.b. 8 árum, fór líf hennar
virkilega að blómstra, draumur
hennar um ást, virðingu, fjárhags-
legt öryggi og ferðalög rættist. Þau
bjuggu sér sameiginlegt heimili,
ferðuðust saman og nutu barna-
barnanna í sumarbústaðnum.
Innri maður Balla kom svo í ljós í
þeim erfiðu veikindum sem komu
þegar krabbinn festi rætur og svipti
Hugrúnu því draumalífi sem hún
hafði öðlast með honum. Balli vék
helst ekki frá rúmi hennar, nema
einhver vinur eða ættingi kæmi til
að leysa hann af. Hann svaf við hlið
hennar og sinnti öllum hennar þörf-
um þar til yfir lauk. Ég votta honum
sérstaka virðingu og samúð og bið
Guð að smyrja sárin og lækna, en
einnig að minningin um góða tímann
þeirra lifi í huga hans.
Elsku „bestu og sætustu systur“
minni votta ég hinstu virðingu og
kveðju, ég kveð þig með trega,
kveðju sem er svo erfitt að sætta sig
við. Megir þú hvíla í friði hjá pabba.
Elfa Dröfn.
Látin er elskuleg mágkona mín,
Hugrún, eftir erfið veikindi. Þrauta-
göngu einstakrar konu er lokið.
Minningar margra ára líða gegnum
hugann.
Við sáumst fyrst fyrir óralöngu,
að sumri til á „rúntinum“ í miðbæ
Vestmannaeyja, þar sem unglingar
gengu „rúntinn“ á kvöldin þegar
ekki var vinna í frystihúsunum. Við
kímdum hvor framan í aðra, okkur
grunaði að við ættum eftir að kynn-
ast betur, en ég hafði þá kynnst
bróður hennar. Við vorum áhyggju-
lausar, eins og flestir unglingar á
þessum árum, og grunlausar um
hvað framtíðin bar í skauti sér.
Þremur árum seinna vorum við
orðnar mágkonur og góðar vinkon-
ur, enda ekki nema ár á milli okkar.
Við eignuðumst fyrstu börnin okkar
með árs millibili.
Stuttu áður en Hugrún dó rifj-
uðum við upp minningar frá haust-
inu 1967. Við vorum nítján og tutt-
ugu ára, en þá tókum við að okkur
ráðskonustarf austur á Seyðisfirði.
Við elduðum ofan í fjölda karl-
manna, sem þar voru í verbúð.
Við söltuðum síld aðra hverja
nótt, og leyfðum svo hvor annarri að
sofa til hádegis næsta dag. Þarna
var saltað undir berum himni í
fyrstu, í snjókomu og frosti, og unn-
ið sér til hita. Og árin liðu, nokkuð
áhyggjulaus.
En árið 1983 dundi ógæfan yfir
Hugrúnu, þegar hún fékk alvarlegt
heilablóðfall, og var ekki hugað líf.
Lífið hennar síðan hefur verið
kraftaverki líkast. Hún átti sterka
trú, sem hjálpaði henni að standa af
sér storma lífsins. Hún var vinmörg
og rækti vel vinskap sinn. Hún naut
sín vel í samvistum við fólk, og gaf
mikið af sér með glaðlyndi sínu og
kímnigáfu.
Síðustu níu árin hafa verið henni
góð, en þann tíma hefur hún átt með
Baldri, eiginmanni sínum. Hann hef-
ur hugsað frábærlega um hana í
banalegunni, og ekki vikið frá henni,
hvorki að nóttu né degi, nema ein-
hver hafi leyst hann af.
Hún hefur verið sannkölluð hetja,
hún mágkona mín. Ég kveð hana
með söknuði, en veit að nú er hún
komin heil heim „í höfn á friðar-
landi“ (sálmab. 357).
Guð blessi minningu hennar, og
gefi ástvinum öllum styrk í sorginni.
Jóna Andrésdóttir.
Hún var Eyjastúlka.
Þar sem Heimaey rís úr hafi með
blómlegri byggð og fuglabjörg allt
um kring. Þar sem aldan leikur við
stein, stundum blíð og umfaðmandi,
stundum mikilfengleg og ágeng í
styrk sínum og valdi. Þar sem nátt-
úruöflin hafa látið til sín taka þannig
að mannlegur máttur fékk ekkert
við ráðið. Þar sleit hún barnsskón-
um, þar lágu ræturnar. Þar sem
hann Heimaklettur gnæfir hæst í
HUGRÚN HLÍN
INGÓLFSDÓTTIR