Morgunblaðið - 08.05.2003, Page 65
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 65
FRANZ Becken-
bauer, fyrrver-
andi fyrirliði
þýska landsliðs-
ins í knattspyrnu,
landsliðsþjálfari
og nú forseti
meistaraliðs
Bayern Münch-
en, vill að tak-
mörk verði sett á
fjölda erlendra
leikmanna í
þýsku knatt-
spyrnunni.
Að mati Beck-
enbauers ætti að
setja mörkin við fimm erlenda leik-
menn en hann tjáir sig um málið við
tímaritið Kicker. „Sum lið mæta til
leiks með ellefu
erlenda leikmenn
og til lengri tíma
litið mun þessi
þróun hafa slæm
áhrif á unga
þýska leikmenn,
og það hefur
áhrif á árangur
þýska landsliðs-
ins í framtíð-
inni,“ segir Beck-
enbauer en lið
hans er með níu
erlenda leikmenn
í sínum röðum.
„Ég hef ekkert á
móti útlendingum og það skiptir
mig engu hvort þeir eru dökkir,
gulir, rauðir eða hvítir á litinn.“
Beckenbauer vill
fækka útlendingum
Reuters
Tveir fyrrverandi heims-
meistarar – Pele og Becken-
bauer með HM-styttuna.
GUNNAR Berg Viktorsson, lands-
liðsmaður í handknattleik, sem
hefur leikið með franska liðinu
París St Germain frá því 2001, er
inni í myndinni hjá þýska úrvals-
deildarliðinu Wetzlar sem þeir
Róbert Sighvatsson og Róbert
Julian Duranona leika með.
Gunnar Berg, sem er laus undan
þriggja ára samning við Parísar-
liðið í sumar, æfði með Wetzlar
fyrir nokkru og hann er væntan-
legur aftur til liðsins eftir helgi til
frekari viðræðna við forráðamenn
þess.
Eins og fram hefur komið hefur
landsliðsmaðurinn Róbert Sig-
hvatsson framlengt sinn samning
við Wetzlar, en framtíð Duranona
hjá félaginu er óráðin. Hann hefur
ekki náð sér á strik í leikjum liðs-
ins að undanförnu.
Gunnar Berg ekki út úr
myndinni hjá Wetzlar
ÞAÐ eru sex ár síðan íslenska
kvennalandsliðið í körfuknattleik lék
landsleiki á heimavelli – síðast lék
liðið á Íslandi árið 1997. Hjörtur
Harðarson, þjálfari íslenska kvenna-
landsliðsins, hefur valið hópinn sem
býr sig undir þrjá leiki gegn Norð-
mönnum sem fram fara 23.–25. maí
en í byrjun júní mun íslenska liðið
leika á Smáþjóðaleikunum á Möltu.
Hópurinn er þannig skipaður:
Birna Valgarðsdóttir, Keflavík ......39
Erla Þorsteinsdóttir, Keflavík .......29
Kristín Blöndal, Keflavík ...............39
Marín Rós Karlsd., Keflavík ..........14
Rannveig Randversd., Keflavík.......0
Erla Reynisdóttir, Bandar. ............22
Hanna Kjartansdóttir, KR.............33
Helga Þorvaldsdóttir, KR ..............42
Hildur Sigurðardóttir, KR .............19
Alda Leif Jónsdóttir, ÍS..................26
Svandís Sigurðardóttir, ÍS ...............0
Signý Hermannsdóttir, ÍS .............12
Sólveig Gunnlaugsd., UMFG...........3
Hjörtur valdi ennig Önnu Maríu
Sveinsdóttur, Svövu Ósk Stefáns-
dóttur, Helgu Jónsdóttur og Helenu
Sverrisdóttur í hópinn en þær gáfu
ekki kost á sér vegn meiðsla eða per-
sónulegra ástæðna.
Hjörtur sagði að það væri gleði-
efni að fá landsleiki hér á landi á ný
eftir allt of langt hlé en að markmið
íslenska liðsins væri að búa sig sem
best undir Smáþjóðaleikana. Hjört-
ur taldi að íslenska liðið ætti ágæta
möguleika á Möltu og markmiðið
væri að ná í gullverðlaun þar.
„Markmiðið
að vinna Smá-
þjóðaleikana“
Peja Stojakovic skoraði 26 stig íliði Kings en Chris Webber var
með 23 stig og Bobby Jackson einn-
ig. Í liði heimamanna skoruðu Nick
Van Exel, Steve Nash og Michael
Finley 20 stig hvor, Dirk Nowitski
var með 18 stig.
Við vissum alveg uppi á hár hvað
við þurftum að gera. Þetta var ynd-
islegur leikur hjá okkur,“ sagði mið-
herjinn Vlede Divac.
„Við vorum niðurlægðir, svo ein-
falt er það. Ef við ætlum okkur að
fara lengra en í fyrra þurfum við að
gjörbylta okkar leik,“ sagði Steve
Nash, leikmaður Dallas.
Sterk vörn hjá Pistons
Það var annað uppi á teningnum á
austurströndinni þar sem Detroit
Pistons fengu Philadelphia 76’ers í
heimsókn. Þar var varnarleikurinn
aðalsmerki Pistons sem unnu leik-
inn, 98:87. Allen Iverson skoraði 27
stig fyrir 76’ers og Derrick Coleman
21. Í liði Pistons bar mest á Richard
Hamilton sem skoraði 25 stig og
Chauncey Billups var með 24 stig.
„Við áttum alltaf möguleika á að
vinna en þeir léku betur en við að
þessu sinni. Ég hef engar áhyggjur
af framhaldinu,“ sagði Allen Iverson
leikmaður 76’ers.
Fimmti sigur Spurs
gegn Lakers
Meistaralið sl. þriggja ára í NBA-
deildinni, Los Angeles Lakers, á enn
í erfiðleikum með að leggja San Ant-
onio Spurs að velli en Lakers tapaði,
87:82, í fyrrinótt í undanúrslitum
vesturdeilarinnar í NBA-deildinni.
Liðin áttust við fjórum sinnum á
leiktíðinni þar sem Spurs vann alla
leikina og ekkert breyttist í fimmta
leik liðana. Komi til oddaleiks fer
hann fram á heimavelli Spurs í San
Antonio.
Tim Duncan skoraði 28 stig fyrir
Spurs en að venju skoraði Kobe
Bryant flest stig fyrir Lakers, eða 37
stig. Shaquille O’Neal skoraði 24 stig
og tók að auki 21 frákast. Það lið sem
fyrr vinnur fjóra leiki kemst í úrslit
vesturdeildarinnar. „Vörnin var góð
hjá okkur frá upphafi til enda. Þeir
hittu aðeins úr fáum skotum á loka-
kafla leiksins og vörnin var frábær
hjá okkur,“ sagði leikmaður ársins í
NBA-deildinni, TimDuncan.
Nets sýndu styrk sinn
Á austurströndinni vann New
Jersey Nets lið Boston Celtics,
97:93. „Boston vill leika hratt og
skjóta mikið fyrir utan þriggja stiga
línuna. Við vitum hvað við þurfum að
gera til þess að stöðva þá og okkur
tókst vel upp að þessu sinni,“ sagði
Martin, sem setti 21 stig.
Paul Pierce, 31 stig fyrir Boston
taldi sitt lið þurfa að einbeita sér að
sóknarfráköstum og að sama skapi
að stöðva Nets á því sviði. „Þeir fá of
mörg tækifæri í hverri sókn. Það
þurfum við að laga,“ sagði Pierce.
AP
Peja Stojakovic, Sacramento Kings, á fullri ferð með knöttinn fram hjá Michael Finley, Dallas.
Leikmenn Spurs
með gott tak á
meisturum Lakers
ÞAÐ fór lítið fyrir varnarleik í viðureign Dallas Mavericks og Sacra-
mento Kings er liðin átttust við í fyrsta sinn í undanúrslitum vest-
urstrandarinnar í NBA-deildinni í fyrrinótt. Kings skoraði 124 stig á
útivelli gegn 113 stigum Mavericks, en Don Nelson þjálfari Dallas
hafði lagt ríka áherslu á að bæta varnarleik liðsins en Dallas féll úr
úrslitakeppninni gegn Kings fyrir ári, 4:1.
Verð kr. 4.000
Skráning: oskar@hsi.is fyrir föstud 9. maí 2003
Fræðslunefnd HSÍ
Þjálfaranámskeið HSÍ
Laugardagur 10. maí
10:30-12:00 Fræðilegur hluti, kaffitería ÍSÍ.
13:30-15:30 Verklegur hluti, Digranesi.
Sunnudagur 11. maí
10:30-12:00 Verklegur hluti, Digranesi.
13:00-14:30 Verklegur hluti, Digranesi.
15:00-16:00 Fyrirspurnir og samantekt, Digranesi.
Fyrirlesari: Mats Olsson