Morgunblaðið - 09.05.2003, Page 15

Morgunblaðið - 09.05.2003, Page 15
VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 15 Vagnhöfði 21 • 110 Reykjavík Sími: 577 4500 • www.velaland velaland@velaland.is VÉLA- VIÐGERÐIR d es ig n. is 2 00 3 VANSKIL einsklinga og fyrir- tækja við innlánsstofnanir voru um einum milljarði króna meiri í lok fyrsta fjórðungs þessa árs en í lok síðasta árs. Þar af jukust vanskil einstaklinga um tæpar 900 milljón- ir króna en fyrirtækja um rúmar 100 milljónir, samkvæmt tölum frá Fjármálaeftirlitinu. Heildarvanskil við innlánsstofn- anir námu rúmum 27 milljörðum króna í lok mars síðastliðins. Þar af voru vanskil einstaklinga tæpir 12 milljarðar og fyrirtækja rúmir 15 milljarðar. Vanskilin hafa tæplega tvöfaldast frá árslokum 2000, á rúmum tveimur árum, en þau voru um 14 milljarðar í árslok 2000. Van- skil einstaklinga hafa rúmlega tvö- faldast á þessum tíma en fyrir- tækja tæplega tvöfaldast. Á umliðnum tveimur árum voru vanskil einstaklinga og fyrirtækja hæst í lok september 2002, en þá námu þau tæpum 31 milljarði króna. Vanskil einstaklinga voru þá tæpir 13 milljarðar og fyrirtækja um 18 milljarðar. Samanlögð vanskil einstaklinga og fyrirtækja, sem hlutfall af heild- arútlánum, stóðu í stað frá síðustu áramótum til loka marsmánaðar og námu 3,52%. Í árslok 2000 voru vanskilin 2,26% af heildarútlánum. Hlutfall vanskila einstaklinga af heildarútlánum hækkaði úr 6,14% í árslok 2002 í 6,37% í lok mars 2003 en á sama tímabili lækkaði hlutfall vanskila af heildarútlánum innláns- stofnana til fyrirtækja úr 2,68% í 2,61%. Vanskil eru samkvæmt tölum Fjármálaeftirlitsins skilgreind sem gjaldfallnar greiðslur er staðið hafa lengur en einn mánuð. Mikil vanskil í sögulegu ljósi Í Morgunkornum Íslandsbanka í gær segir að tölur Fjármálaeftir- litsins um vanskil gefi til kynna að sá stöðugi vöxtur vanskila sem ver- ið hafi síðustu tvö ár sé á enda og að dregið hafi úr vanskilum í bankakerfinu á fyrsta fjórðungi þessa árs miðað við lok síðasta árs. Vanskil séu þó enn mjög mikil í sögulegu ljósi. Greining Íslands- banka hefur gengið út frá því í spá sinni um afkomu bankanna á þessu ári að vanskil verði mikil á fyrri árshelmingi og framlag á afskrift- areikning hátt samfara því. Jafn- framt sé gert ráð fyrir því að af- skriftir á síðari árshelmingi verði mun minni en á þeim fyrri og af- skriftir lánastofnana verði að jafn- aði minni á árinu 2003 en 2002. Töl- ur Fjármálaeftirlitsins gefi ekki tilefni til breytinga á þeirri spá. Heildarútlán 775 milljarðar Heildarútlán innlánsstofnana til einstaklinga og fyrirtækja námu 775 milljörðum króna í lok mars síðastliðins, samkvæmt tölum Fjár- málaeftirlitsins. Þar af voru útlán til einstaklinga um 187 milljarðar og til fyrirtækja um 588 milljarðar. Heildarútlánin námu 746 milljörð- um í lok árs 2002 en um 625 millj- örðum í árslok 2000. Í tölum Fjármálaeftirlitsins er um að ræða brúttó vanskil, þ.e. ekki hafa verið dregnar frá fjár- hæðir sem lagðar hafa verið til hlið- ar sem sérstakar afskriftir. Tölurn- ar ná til innlánsstofnana án dótturfélaga þeirra. Í tilkynningu Fjármálaeftirlitsins segir að hafa verði í huga við lestur talnanna að í lok hvers árs séu færð út endanlega afskrifuð útlán sem koma til lækk- unar á brúttó vanskilafjárhæðum og hafa þannig áhrif á vanskilaþró- un á fjórða ársfjórðungi og sam- anburð við næstu ársfjórðunga á undan. Vanskil við innlánsstofn- anir aukist frá áramótum Sem hlutfall af heildarútlánum stóðu vanskil í stað á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en þau jukust í krónum talið ? =  =      !! )F4& &  ! !!  # $  0DDD0DD1  ! !  & *>$ > 2 2  ● HAGNAÐUR Skýrr nam 24,5 millj- ónum króna eftir skatta fyrstu þrjá mánuði ársins en á síðasta ári nam tapið á sama tímabili 12,5 milljónum króna. Rekstrartekjur samstæðunnar, með dótturfélaginu Teymi ehf., námu 641 milljón kr., samanborið við 477 millj. kr. á síðasta ári. Er aukningin 34%. Tekjur móðurfélagsins á sama tímabili námu 568 millj. og hækka um 19% milli ára. Rekstrargjöld á sama tíma nema samtals 591 millj. kr., samanborið við 441 millj. kr. árið áður og aukast um 34% á milli ára. Hagnaður fyrir afskriftir, EBITDA, nemur 91 millj. kr., samanborið við 64 millj. kr. árið áður. Fjármagns- gjöld tímabilsins nema 4,4 millj. kr., samanborið við fjármagnstekjur að fjárhæð 2,8 millj. kr. árið áður. Sérstök niðurfærsla hlutabréfa- eignar nemur 17 millj. kr. á tíma- bilinu. Hagnaður Skýrr 24,5 milljónir KATLA Travel GmbH, sem selur ferðir til Íslands í Þýskalandi og Austurríki, hefur stofnað fyrirtæki hér á landi, Katla Travel DMI ehf. Pétur Óskarsson, annar fram- kvæmdastjóri og eigandi Katla Travel, segir að ástæðan fyrir stofnun fyrirtækisins hér á landi sé annars vegar stóraukin umsvif og hins vegar hagstætt skattaum- hverfi. Reiknað sé með að farþegar í orlofsferðum á vegum Katla Travel til Íslands verði tvöfalt fleiri á þessu ári en í fyrra. Katla Travel GmbH var stofnað í Þýskalandi árið 1997 og þá voru gerðir samningar við ferðaskrif- stofurnar Troll Tours og Necker- mann um sölu á Íslandsferðum. Fyrirtækið sérhæfir sig í ferðum til Íslands frá þýskumælandi svæð- um Evrópu og rekur skrifstofur í München og nú einnig í Reykjavík. Í Katla Travel-samstæðunni eru þrjú félög, Katla Travel GmbH, sem sérhæfir sig í markaðs- og sölustarfsemi í Þýskalandi, Katla DMI ehf., sem sér um skipulagn- ingu hóp- og einstaklingsferða á Ís- landi, og sumarhúsamiðlunin Viat- or ehf. Auk Péturs Óskarssonar er Bjarnheiður Hallsdóttir eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Mikil fjölgun ferðamanna Að sögn Péturs felst sérstaða Katla Travel annars vegar í þekk- ingu á þýsku markaðsumhverfi og hins vegar í þekkingu á íslenskri ferðaþjónustu. Hann segir að á síðustu árum hafi farþegum á vegum fyrirtæk- isins í Íslandsferðum fjölgað mjög og framhald sé á því. Á síðasta ári hafi flugsæti þessara ferðamanna verið um 6.700 en verði um 16.700 í ár. Mikil fjölgun hafi bæði orðið í skipulögðum hópferðum og ein- staklingsferðum, en í ár sé von á hátt á fjórða þúsund farþega í hót- elferðir miðað við tæplega tvö þús- und í fyrra. Langflestir við- skiptavina Katla Travel eru Þjóðverjar en einnig nær markaðs- svæði fyrirtækisins til Austurríkis. Hann segir að fyrirtækið hafi átt árangursríkt samstarf við Necker- mann, sem er vörumerki Thomas Cook-ferðaskrifstofunnar, og dótt- urfyrirtæki þess, Troll Tours. Með samstarfinu njóti Katla Travel hagkvæmni stærðarinnar en Thomas Cook rekur rúmlega sex- tán þúsund umboðsferðaskrifstofur á þýska markaðnum og er með rúmlega sextíu þúsund starfsmenn. Dýrmætir ferðamenn Katla Travel fer að sögn Péturs eigin leiðir við flutning gesta til landsins og nýtir sér frelsi í þeim efnum til fulls. Á þróuðum mörk- uðum eins og Þýskalandi séu það fyrst og fremst þýsk leiguflugfélög sem komi með ferðamenn í orlofs- ferðir til landsins. Hann nefnir að hjá Aero Lloyd hafi tæplega 90% farþeganna á árinu 2002 verið er- lendir ferðamenn á leið í orlofs- ferðir til Íslands. Pétur segir að ætla megi að markaðshlutdeild þýsku flugfélag- anna í flutningi þýskra og aust- urrískra ferðamanna með beinu flugi til Íslands á þessu ári verði nálægt 60% á ársgrundvelli og fari ört vaxandi. Ferðirnar spanni fimm mánaða tímabil frá 1. maí til septemberloka. Pétur segir að þýsku leiguflugfélögin flytji þá ferðamenn til Íslands sem hvað dýrmætastir séu fyrir ferðaþjón- ustuna í heild og sérstaklega fyrir landsbyggðina. Þjóðverjar og Austurríkismenn séu meðal fimm efstu þjóða þegar skoðað sé hvaða ferðamenn ferðist mest um landið. Þeir dvelji líka að meðaltali lengst á Íslandi, aðallega dýrustu fimm mánuði ársins, og gefi því mest af sér til greinarinnar og í þjóð- arbúið. Morgunblaðið/Jim Smart Pétur Óskarsson og Bjarnheiður Hallsdóttir segja ástæðuna fyrir stofnun fyrirtækisins hérlendis vera stóraukin umsvif og hagstætt skattaumhverfi. Katla Travel stofnar fyrirtæki á Íslandi SKELJUNGUR hf. hefur samið við Íslandsbanka um langtímalán að upphæð 15 milljónir Banda- ríkjadala til endurfjármögnunar á eldri lánum. Þetta er í fyrsta skipti í 9 ár sem Skeljungur tekur lang- tímalán innanlands en undanfarin ár hafa öll langtímalán félagsins verið tekin hjá erlendum bönkum. Kristinn Björnsson forstjóri Skeljungs segir að þessi ákvörðun þeirra sýni fyrst og fremst það að íslensku bankarnir séu að verða mun samkeppnishæfari en þeir hafa verið. „Við fengum tilboð bæði frá bönkum sem við höfum verið í viðskiptum við erlendis sem og frá þeim íslensku bönkum sem við óskuðum eftir tilboðum frá. Til- boð Íslandsbanka var afar gott og við hljótum að fagna því,“ sagði Kristinn í samtali við Morgunblað- ið. Kristinn sagði að það hefði kom- ið erlendu bönkunum dálítið í opna skjöldu að íslenskur banki hefði boðið best. „Erlendu bankarnir sendu inn ágætis tilboð en Íslands- banki bauð best.“ Spurður um hvaða kosti það hef- ur að skipta við innlendan banka á móti erlendum í svona viðskiptum sagði hann að við mat á tilboðum sé vaxtastigið, þjónustugjöld og fleira skoðað. „En auðvitað er það ósköp þægilegt að eiga þessi við- skipti við menn í næsta húsi, þó að við höfum ekki yfir neinu að kvarta í samskiptum við okkar erlendu samstarfsbanka.“ Fyrsta íslenska lán Skeljungs í níu ár

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.