Morgunblaðið - 09.05.2003, Síða 22

Morgunblaðið - 09.05.2003, Síða 22
Hugmyndir um að gera aðkomuna tilkomumeiri Svona gæti aðkoman til Reykjanesbæjar orðið eftir að nokkrum klettum hefði verið tyllt niður við tvöfalda Reykjanesbraut. Þetta er ein þeirra hugmynda sem settar hafa verið fram um að móta landslag við aðkomuna. „VIÐ viljum skapa umhverfi sem gefur til kynna hvers menn megi vænta í bænum sjálfum. Þetta er áhugaverður og fallegur bær,“ seg- ir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, um nýjar hug- myndir um lagfæringar á aðkom- unni í bæinn. Á íbúafundum sem Árni hefur haldið að undanförnu hefur hann kynnt hugmyndir um að nýta hluta af klettunum sem verið er að sprengja við Helguvíkurhöfn til að skapa einhvers konar landslag við Reykjanesbrautina, við innkeyrsl- una til Reykjanesbæjar. Hafa verið gerðar nokkrar tölvumyndir í því skyni, þar sem sett hafa verið inn á klettar og fjöll við veginn, auk breytingar á lýsingu og fleiri þátta. Á meðfylgjandi mynd sést ein þeirra hugmynda sem verið er að vinna með. Á borgarafundi sem haldinn var í Heiðarskóla í fyrrakvöld, með íbú- um úr hluta Keflavíkur, sýndi Árni nokkrar þessara hugmynda. Hann varpaði fram þeirri spurningu hvað blasti við fólki þegar það æki eftir Reykjanesbrautinni, inn í Reykja- nesbæ. Flatt hraun og eitt skilti þar sem fólk væri boðið velkomið til Reykjanesbæjar. Sagðist Árni hafa heyrt á fólki að þetta væri eins og að koma aftan að bænum. Því hefðu menn verið að leika sér með hug- myndir um að breyta landslaginu til að vekja athygli á áhugaverðum og fallegum bæ. Árni tekur fram að slík framkvæmd þurfi að vekja at- hygli vegfarenda en um leið að falla vel að umhverfinu. „Mér finnst einnig að við berum nokkra ábyrgð að vera fyrsta sveit- arfélagið sem erlendir ferðamenn koma í þegar þeir koma til landsins og það síðasta sem þeir sjá þegar þeir kveðja. Við tökum þessa ábyrgð alvarlega,“ segir Árni. Á vegum Reykjanesbæjar er verið að sprengja niður lóð væntanlegrar stálröraverksmiðju við Helguvík- urhöfn. Þar fellur til mikið af grjóti og er það ástæða þess að verið er að áforma notkun kletta og steina í þeim tilgangi að bæta umhverfi bæj- arins. Árni segir að hægt sé að gera þetta á hagkvæman hátt. Hann von- ast til að hugmyndin verði þróuð á næstu mánuðum og að ráðist verði í þessa framkvæmd á þessu eða næsta ári, á meðan unnið er að spreng- ingum og grjótflutningum úr Helgu- vík. Hann rifjar upp orð sín frá borgarafundinum, þar sem hann sló fram í gamni, að fólk gæti vaknað einn morguninn í breyttu umhverfi. Nýtt landslag útbúið við bæjardyrnar Reykjanesbær SUÐURNES 22 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ BORGARYFIRVÖLD hafa hafnað umsókn nektardansstaðarins Bó- hems við Grensásveg um rýmri opn- unartíma á virkum dögum. Óskaði framkvæmdastjóri staðarins eftir því að hann fengi heimild til að hafa opið til kl. 5.30 á næturnar á virkum dög- um líkt og hann hefur um helgar. Í umsókn framkvæmdastjórans segir að hann hafi orðið var við óánægju fólks með að engir skemmti- staðir í Reykjavík séu opnir lengur en til kl. 1 á virkum dögum. Þá þyki ferðamönnum þetta kyndugt fyrir- komulag, ekki síst þar sem Reykjavík hafi verið markaðssett sem borg er býr yfir fjölskrúðugu næturlífi. Sömuleiðis sé staðsetning staðarins þannig að næturró almennings verði ekki raskað þótt opið sé um nætur. Þá telur framkvæmdastjórinn að veiting leyfisins yrði í anda skipu- lagsviðhorfa borgaryfirvalda varð- andi nektarstaði. „Þar sem borgar- yfirvöld hafa haft horn í síðu veitingarekstrar af því tagi sem ég rek og vilja sjá hann hverfa úr mið- borginni, væri það nokkur hvati til breytinga, ef aðili, sem ekki er með þennan rekstur í miðborginni, hefði nokkuð rýmri áfengisveitingatíma en aðrir,“ segir hann. Loks er á það bent að annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu sé lokunarartími næturklúbba oft- ast á bilinu kl. 5 til 6.30. Í umsögn skrifstofustjóra borgar- stjórnar segir að reglur borgarráðs heimili hvergi í borginni lengri veit- ingatíma áfengis en til kl. 1 á virkum dögum og því beri að hafna umsókn- inni. Á þetta féllst borgarráð. Bóhem vill hafa opið til kl. 5.30 alla daga Borgarráð hafnar umsókninni Grensás SAMGÖNGUNEFND Reykjavíkur leggur til við borgarráð að ráðist verði í heildarstefnumótun í sam- göngumálum borgarinnar. Á stefnu- mörkunin að ná til allra þátta sam- göngumála, m.a. umferðar- og gatnamála, almenningssamgangna, umferð gangandi og hjólandi vegfar- enda og bílastæðamála. Árni Þór Sigurðsson, formaður samgöngunefndar Reykjavíkur, seg- ir að með afgreiðslu nýs aðalskipu- lags fyrir Reykjavík og svæðisskipu- lags fyrir höfuðborgarsvæðið á síðasta ári hafi skapast forsendur til að fara í slíka stefnumörkun. „Sam- göngumálin eru þýðingarmikill hluti af þessum skipulagsáætlunum og mér fannst eðlilegt að í framhaldi af þeim yrði farið í að marka áherslur í samgöngumálum til lengri tíma. Að auki liggur fyrir umhverfisstefna Reykjavíkur þar sem samgöngu- málin eru einnig mjög mikilvægur málaflokkur.“ Samgöngumannvirki í borginni gríðarlega dýr Hann segir ráðgert að óska eftir samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, auk ráðuneyta umhverfismála og samgöngumála, og Vegagerðina. „Það er mikilvægt vegna þeirra verkefna sem eru sam- eiginleg. Í þessu samhengi má einnig ræða þætti eins og fjármögnun sam- göngumannvirkja, sem eru orðin gríðarlega dýr hér á höfuðborgar- svæðinu. En auðvitað eru heilmikil verkefni í samgöngumálum á verk- sviði sveitarfélagsins sjálfs eins og t.d. almenningssamgöngurnar.“ Í samþykkt samgöngunefndar er lagt til við borgarráð að settur verði á laggirnar stýrihópur um verkefnið og að sögn Árna yrði það verkefni hópsins að óska eftir samstarfi við þá aðila sem málið varðar. Ráðist í stefnumót- un í samgöngum Reykjavík Morgunblaðið/Júlíus Stefnumörkuninni er ætlað að taka til allra þátta er varða samgöngur í Reykjavík, t.d. umferðar- og gatnamála og almenningssamgangna. TÖLUVERT hefur borið á eggjatöku úr hreiðrum fugla á Seltjarnarnesi í vor. Hafa bæjaryfirvöld brugðist við með því að setja upp skilti á viðkvæm- ustu fuglasvæðunum á Nesinu þar sem fram kemur að óheimilt sé að fjarlægja egg úr hreiðrunum. Að sögn Jónmundar Guðmarsson- ar bæjarstjóra hefur orðið vart við að egg séu tekin úr hreiðrum fugla sem hafast við á útivistarsvæðum bæjar- ins vestan til á Nesinu, þ.e. í svoköll- uðu Suðurnesi á leiðinni út á golfvöll og við aðkomuna að Gróttu. „Það er gríðarlega fjölskrúðugt fuglalíf á þessum svæðum á vorin og við viljum gera okkar besta til að vernda það. Við vitum ekkert hverjir eru að verki eða hvað er gert við eggin.“ Þá segir hann einnig hafa borið á því að hundar séu hafðir lausir á þess- um svæðum eftir að varptími hefst. „Þeir geta auðvitað líka skemmt frá sér í hreiðrunum og valdið usla,“ segir hann. Egg tekin úr hreiðrum Seltjarnarnes Á FIMMTA hundrað manns kom á fimm íbúafundi sem Árni Sigfússon bæjarstjóri hefur haldið að undan- förnu. Síðasti fundurinn var í Heiða- skóla í fyrrakvöld, með íbúum Kefla- víkur, norðan Aðalgötu. „Ég er ánægður með að finna hvað fólk er áhugasamt að sækja þessa fundi og nýta sér þær upplýsingar sem fram koma. Þessu verður haldið áfram, ég mun halda fundi sem þessa árlega. Gott er að gera það á þessum tíma vegna þeirra framkvæmda sem framundan eru,“ segir Árni. Á fundunum fór hann yfir rekstur bæjarfélagsins og helstu verkefni sem unnið er að á vegum þess og byggir þar á stefnu og framtíðarsýn sem bæjarstjórn samþykkti eftir síð- ustu kosningar og verkáætlun sem gerð var í kjölfarið. Hann fjallaði mikið um uppbyggingu í atvinnumál- um, meðal annars undirbúning að stofnun orkugarðs, markaðssetningu iðnaðarsvæðisins við Helguvík og uppbyggingu þar, ferðaþjónustu, vík- ingagarð í tengslum við naust vík- ingaskipsins Íslendings og upplýs- ingamiðstöð fyrir ferðafólk. Einnig fór hann yfir aðra helstu málaflokka, svo sem stofnun Manngildissjóðs, menntamál á öllum skólastigum og aðgerðir til að bæta einkunnir í grunnskólum bæjarins, stofnun heilsdagsskóla, málefni eldri borgara og menningarmál, svo nokkuð sé nefnt. Hann sýndi skipulag nýs Hlíðahverfis sem verið er að deili- skipuleggja, sagði frá hugmyndum sem unnið er eftir við skipulagningu nýs íbúðarhverfis í Innri-Njarðvík og sýndi hvernig Hafnargatan mun líta út að loknum endurbótum. Í lok fundanna var óskað eftir ábendingum frá fundarmönnum um það sem þeir telja að betur megi fara í þeirra umhverfi. Á fundinum í Heið- arskóla var meðal annars fjallað um umferð og slysahættu við skólann, umferðarhraða í íbúðarhverfum, opin leiksvæði, gróður í skrúðgarðinum og göngustíga. Starfsmaður bæjarins skráði niður ábendingarnar og sagði Árni að reynt yrði að bæta úr því strax sem rúmaðist innan fjárhags- áætlunar ársins en annað yrði tekið inn á fjárhagsáætlun næsta árs. Árni segir í samtali við Morgun- blaðið að mikilvægt sé að fá slíkar ábendingar frá íbúunum og þegar sé byrjað að vinna að lagfæringum sam- kvæmt þeim. Hann segir að flestar ábendingar á fundunum hafi snúist um umferð bíla og öryggi og aðbúnað barna í hverfunum. Mikill áhugi sé á að reynt sé að draga úr umferðar- hraða með lækkun hámarkshraða og hraðahindrunum. Á fimmta hundrað manns kom á íbúafundi Reykjanesbær Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Kaffihléð var notað til að glugga í uppdrætti af deiliskipulagi Hlíðahverfis og loftmyndir. Á fundinn komu um 90 íbúar úr norðurhluta Keflavíkur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.