Morgunblaðið - 09.05.2003, Side 35

Morgunblaðið - 09.05.2003, Side 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 35 endur í þeim einstaka miðli sem tónlistin er. Leikritið Sólstafir, sögur frá Sól- heimum, í leikstjórn Margrétar Ákadóttur, er spunnið út frá lífs- reynslusögum og minningabrotum íbúa á Sólheimum og þeir hafa sjálf- ir samið sögurnar sem verkið bygg- ist á. Leikfélag Sólheima er eitt VORTÓNLEIKAR Tónstofu Val- gerðar verða í dag í kirkju Óháða safnaðarins og Leikfélag Sólheima sýnir leikritið Sólstafir, sögur frá Sólheimum tvisvar um helgina en þessar uppákomur eru liður í hátíð- inni „List án landamæra“. Á vortónleikunum syngja nem- endur og leika á hljóðfæri lög eftir ýmsa höfunda innlenda og erlenda. Í Tónstofunni fer fram tónlistar- kennsla fyrir nemendur sem fá ekki notið hefðbundinnar tónlistar- kennslu. Markmið kennslu og þjálf- unar í Tónstofunni fellur undir meginmarkmið sem skilgreind eru í aðalnámskrá tónlistarskóla. Sér- staða þeirra felst hins vegar í ein- staklingsmiðuðum áföngum og kennsluaðferðum. Markmiðið er að nemendurnir fái notið sín til fulln- ustu og skynjað gleði sem þátttak- elsta áhugamannaleikfélag lands- ins og hefur starfað í 72 ár. Sýnt verður í íþróttahúsinu á morgun og sunnudag og hefjast sýningarnar kl. 16.00. Listahátíðin „List án landamæra“ er haldin í tilefni Evrópuárs fatl- aðra 2003 og 10 ára afmælis Átaks, félags fólks með þroskahömlun. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Úr sýningunni Sólstöfum á Sólheimum. List án landamæra fram haldið Gallerí Fold Sýningu Piu Rakelar Sverrisdótt- ur á glerlistaverkum í Baksalnum lýkur á sunnudag. Á sama tíma lýkur í Ljósfold sýn- ingu á ljósmyndum Inger Helene Bóasson og í Rauðu stofunni lýkur sýningu Huldu Vilhjálmsdóttur á ol- íuverkum. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10 til 18, laugardaga frá kl. 10 til 17 og sunnudaga frá kl. 14 til 17. Ásmundarsafn Á sunnudaginn lýkur sýningum Ásmundarsafns, Listin meðal fólks- ins og innsetningu Eyglóar Harðar- dóttur í Kúlunni. Ásmundarsafn verður lokað til 20. maí en þann sama dag fagnar það 30 ára afmæli með opnun á sýningunni Ásmundur Sveinsson – Nútímamaðurinn. Þar getur m.a. að líta verk sem urðu fyrir brunaskemmdum í Fákafeni á síð- asta ári en búið er að lagfæra. Ásmundarsafn er opið daglega kl. 10–16. Listasafn Íslands Nú um helgina lýkur yfirlitssýn- ingu á verkum Georgs Guðna. Sýningunum Landslag – Ásgrímur Jónsson og vídeóinnsetningu Steinu, Mosi og hraun, lýkur einnig um helgina. Á sunnudaginn kl. 15 eiga Gunnar J. Árnason heimspekingur og Georg Guðni stefnumót í Listasafni Íslands þar sem þeir munu ræða um verkin á sýningu Georgs Guðna og samtímann sem verkin eru sprottin úr. Listasafn Íslands verður lokað dagana 12.–23. mars á meðan sýn- ingaskipti eru. 24. maí opnar safnið Sumarsýn- ingu í öllum sölum sínum þar sem sýnd verða verk úr eigu safnsins frá helstu umbrotatímum íslenskrar listasögu. Listasafn ASÍ Sunnudagurinn er síðasti sýning- ardagur Sigrid Valtingojer og Kunito Nagaoka. Kunito Nagaoka sýnir pappírsverk eða collagemyndir úr as- ískum efnivið. Sigrid Valtingojer sýn- ir grafíkverk, m.a. myndröð sem hún kallar Hljóðform, auk þess sýnir hún ætingar og ljósmyndainnsetningu. Sýningin er opin daglega frá kl. 13.00–17.00 Nýlistasafnið Þremur sýningum lýkur á sunnu- dag. Á 2. hæð safnsins er sýning Sól- veigar Aðalsteinsdóttur – Úr mött- ulholinu, á þriðju hæðinni er sýning Hanne Nielsen og Birgit Johnsen – Stað-hæfingar eða Territorial State- ments í suðursal. Í norðursal á sömu hæð er landi þeirra Kaj Nyborg með sýninguna LIVING-ART – in a MUSEUM. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3, er opið miðvikudag – sunnudags frá kl. 14– 18. Borgarskjalasafn Nú fer hver að verða síðastur til þess að skoða sýningu Borgarskjala- safns Reykjavíkur um kosningaáróð- ur 1880 til 1999. Sýningin stendur fram til sunnudags. Á henni má fræð- ast um hvernig baráttumál flokkanna fyrir alþingiskosningar í Reykjavík hafa breyst í gegnum tíðina og hvern- ig þeir kynna stefnu sína. Sýningum lýkur LISTAMAÐURINN Kristín Guð- jónsdóttir er með einkasýningu í The Arts Council of Princeton í New Jersey þessa dagana. Verkin á sýn- ingunni eru öll unnin með tilliti til reynslu Kristínar af brjóstakrabba- meini. Verk Kristínar eru öll unnin úr endurunnu efni og má sjá þau ásamt forvinnu við þau á heimasíðu hennar www.mixedmediasculpture.- com. Sýnir í New Jersey VORTÓNLEIKAR Árnesingakórs- ins verða haldnir í Langholtskirkju á laugardag kl. 16:00. Efnisskráin er fjölbreytt í ár, flutt verða ís- lensk og erlend lög, dægurlög, gospellög, Ave Maríur og Mar- íukvæði og margt fleira. Einsöngvari verður Hulda Björk Garðars- dóttir sópran- söngkona, einnig mun Sif Björnsdóttir leika á selló og stjórnandi kórsins, Gunnar Ben, leikur á óbó og djembé. Karlakór kórsins mun taka lagið, einnig kvennakór. Meðleikari kórsins í ár er Jón Bjarnason. „10. maí er mikill hátíðar- og stemmningsdagur, sjálfur kosn- ingadagurinn. Kórfélagar vilja vekja athygli á því að tónleikar og kosningar fara ákaflega vel saman og vona að þú sjáir þér fært að mæta á tónleikana og takir jafnvel með þér gesti. Á vegum kirkjunnar verður selt molakaffi í hléi, gegn vægu verði,“ segir í kynningu. Vortón- leikar Árnesinga- kórsins Hulda Björk Garðarsdóttir ALEKSIS Kivi sem uppi var um miðbik nítjándu aldar (1834–1872) er dáður og virtur sem eitt af helstu þjóðskáldum Finna og hefur ævi hans alla helstu drætti sem þarf til goðsagnamyndunar: Hann var af fá- tækum uppruna, braust til mennta og inn á svið skáldskaparins, varð frumkvöðull í finnskum bókmennt- um – og dó ungur (37 ára gamall). Fyrsta verk Kivis var leikverk byggt á harmsögu úr Kalevala- kvæðabálknum og á sinni stuttu höfundarævi skrifaði Kivi 12 leikrit auk kvæða og sagna. Sjö bræður telst vera fyrsta skáldsaga finnskra bókmennta, en verkið er skrifað í formi epískrar sagnakviðu og hefur mörg einkenni bundins máls, enda höfundurinn mikill aðdáandi Shake- speares. Sjö bræður er í dag almennt við- urkennt sem eitt merkasta verk finnskra bókmennta og hafa verið gerðar kvikmyndir, sjónvarpsþættir og ótal leikgerðir upp úr þessari sögu. Verkinu var hins vegar ekki mjög vel tekið þegar það kom fyrst úr árið 1870. Það þótti ívið rudda- legt og gefa neikvæða mynd af lífinu í sveitinni, en hafa ber í huga að á þessum tíma blómstrar rómantíkin með allri sinni náttúrudýrkun og upphafningu á sveitasælunni. Bræðurnir sjö í verki Kivi eru í aðra röndina hálfgerðir „Bakka- bræður“. Í upphafi verksins standa þeir frammi fyrir því að þurfa að hugsa um sig og býli sitt sjálfir því foreldrarnir eru dánir og þeir flestir komnir á giftingaraldur. Elstur er Juhani (Hellen Willberg) sem er sterkastur en ekki eftir því vitrast- ur. Næstir koma tvennir tvíburar, Tuomas (Åsa Nybo) og Aapo (Anna Hultin) og Timo (Åsa Wallenius) og Lauri (Marika Parkkomäki). Yngst- ir eru þeir Simeoni (Birthe Win- gren) og Eero (Nina Hukkinen). Fljótlega komast bræðurnir upp á kant við bæði yfirvöld og bæjarbúa í þorpinu þar sem þeir búa, Toukola. Þeim er gert að læra að lesa, fyrr fá þeir ekki að fermast (vígjast inn í heim fullorðinna), hvað þá kvænast. Þessa afarkosti eiga þeir bágt með að sætta sig við og ákveða að flýja á vit náttúrunnar og hefja nýtt og frjálst líf úti í skógi. Til að gera langa sögu stutta þurfa bræðurnir að takast á við ýmsar raunir í skauti náttúrunnar og flest það sem þeim misferst geta þeir sjálfum sér um kennt. Af raun- um þeirra má nefna að þeir brenna ofan af sér nýtt hús á jólanótt og eiga fótum fjör að launa til að láta ekki hjörð æstra nauta troða sig undir. Í síðarnefnda atvikinu verða þeir að endingu 40 nautum að bana þegar þeim hugkvæmist að nota byssurnar sínar. Tíu árum eyða bræðurnir úti í skógi við hark og slark. Þeirra aðalskemmtun er að reyna kraftana í slagsmálum og drekka rótsterkt heimabrugg. Þeg- ar Simeoni, sem er trúaður mjög, hittir fyrir djöfulinn sjálfan í einu fylleríinu (delerium tremens) ákveða þeir að snúa af villu síns vegar, læra að lesa og snúa aftur til þorpsins. Þetta tekst þeim að lokum – og í sögulok verða þeir allir góðir og gegnir þorpsbúar, kvænast og eignast fjölskyldur. Saga Kivis er þó engin siðapre- dikun, síður en svo. Það sem vakti hörð viðbrögð þegar hún kom út var kannski ekki síst raunsæisleg, groddaleg lýsing á háttalagi karl- anna í skóginum, fylleríið og kjána- skapurinn (sem minnir á bræðurna frá Bakka) sem þótti jaðra við sið- leysi og málfarið á verkinu þótti hrátt og ekki bókmenntum sæmandi (enda leitaðist höfundur við að líkja eftir talmáli almúgafólks). En mörg- um þótti strax (og flestum þykir enn) sagan leiftra af húmor og það er ekki síst sú staðreynd sem gert hefur sögu Kivis klassíska. Kannski má kalla Sjö bræður stúdíu á karlmennsku og innbyrðis samskiptum karlmanna. Slíkt sjón- arhorn verður e.t.v. enn skarpara þegar konur fara með öll hlutverk bræðranna, eða slíkar hugleiðingar vöknuðu óneitanlega þegar fylgst var með karlmennskutilburðum finnsku leikkvennanna sjö á nýja sviði Borgarleikhússins á miðviku- dagskvöldið. Þó væri ekki rétt að segja að þær hafi allar leikið stór- karlalega eða ýkt túlkun sína til muna. Það var helst Hellen Will- berg í hlutverki Juhanis sem sýndi verulega stórkarlalega tilburði, enda passar það við persónuna. Eft- irminnilegust er hins vegar Äsa Wallenius í hlutverki hins glaðlynda Timos og voru svipbrigði hennar með eindæmum kátleg og leikurinn allur skemmtilegur. Bræðurnir sjö eru að sjálfsögðu hver með sínu sniði og eflaust heillar það bæði leikstjóra og leik- ara að takast á við að skerpa per- sónuleika hvers og eins svo að hóp- urinn verði ekki einsleitur. Einnig hefur verið bent á að bræðurnir standi e.t.v. hver fyrir ákveðna grunnþætti, Juhani hinn sterki, Timo hinn káti, Simeoni hinn trúaði, Lauri hinn þögli veiðimaður o.s.frv. Í sýningu Mars-leikhússins er það persónusköpunin sem er í fyrirrúmi, leikmunir eru fáir og umgjörð ein- föld. Leikkonurnar sjö náðu allar að skapa persónum sínum sérstöðu með látbragði, svipbrigðum og sam- leik. Tónlist er notuð á mjög smekk- legan hátt og létti hún sýninguna sem á köflum var ívið hæg og þung- lamaleg. Niklas Häggblom lék á hljóðfærin og brá sér að auki í nauð- synleg aukahlutverk og leysti sinn hlut með sóma. Sú staðreynd sem nefnd er hér að ofan, að sýningin var ívið hæg á köflum, er ég nokkuð viss um að skrifist að flestu leyti á reikning þess að verkið var flutt á sænsku með þungum finnskum hreim. Text- inn fór því stundum fyrir ofan garð og neðan hjá öðrum en þeim sem fyrirfram eru kunnir slíku máli. Með öðrum orðum þá grunar mig að sýningin sé léttari og fyndnari en undirtektir okkar íslensku áhorf- endanna gáfu tilefni til að halda á þessari gestasýningu. Finnskir „Bakkabræður“ LEIKLIST Teater Mars Höfundur: Aleksis Kivi. Leikgerð og leik- stjórn: Joakim Groth. Leikarar: Anna Hultin, Åsa Nybo, Åsa Wallenius, Birthe Wingren, Hellen Willberg, Niklas Hägg- blom, Nina Hukkinen og Marika Parkko- mäki. Tónlist: Tom Salomonsen. Nýja svið Borgarleikhússins, 7. maí. 7 BRÖDER „Kannski má kalla Sjö bræður stúdíu á karlmennsku og innbyrðis sam- skiptum karlmanna.“ Soffía Auður Birgisdóttir ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ÚT ER komið ritið Kreppan mikla, sem hefur að geyma ræðu, sem séra Ragnar E. Kvaran flutti árið 1932. Útgef- andi er Pétur Pét- ursson þulur og skrifar hann einn- ig inngang. Ræðuna flutti séra Ragnar á samkomu í Sam- bandskirkju Vestur-Íslendinga í Winnipeg vorið 1932, en hann var forseti hins Sameinaða kirkjufélags Íslendinga í Vesturheimi 1924 til 1933. Sérprentun á ræðunni birtist í Alþýðublaðinu í september 1932 og fyrr það sama ár í Heimskringlu, blaði Vestur-Íslendinga. „Heimskreppan mikla sem skall með ofurþunga á hverju byggðu bóli í lok þriðja áratugar liðinnar aldar hefir jafnan verið til umræðu síðan og valdið deilum um orsakir og af- leiðingar,“ segir í formála Péturs. „Um þessar mundir er spurt hvort líklegt megi teljast að hrun, svipað því er þá varð í kauphöllum, kunni að gerast að nýju og valda búsifjum og hörmungum með svipuðum hætti.“ Í formálanum segir Pétur að séra Ragnar hafi með fyrirlestri sín- um um kreppuna miklu skipað sér í fremstu röð þeirra fræðimanna, sem fjölluðu af rökvísi, innsæi og spádómsgáfu um atburði, sem gerðust í kauphöllinni í New York þegar hrunið mikla varð þar á verð- bréfamarkaði: „Segja má að fyr- irlesturinn sé einstakur, bæði hvað varðar efnistök og samkomustað.“ Ritið er 15 blaðsíður og prýtt fjölda mynda. Repró/Prenthúsið sá um prentun. Kreppan mikla SÍÐUSTU sýningar á Hinni smyrj- andi Jómfrú í Iðnó verða í kvöld og á sunnudag. Þessi leiksýningu um danska smurbrauðið og íslenska þjóðarsál var frumsýnd 17. nóvember á síðasta ári. Jómfrúin kveður ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.