Morgunblaðið - 09.05.2003, Síða 41

Morgunblaðið - 09.05.2003, Síða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 41 Framsóknarflokkurinn er ábyrgur flokkur sem hafnar æv- intýramennsku og tilraunastarf- semi með und- irstöðuatvinnuveg þjóðarinnar, sjávar- útveginn. Fram- sóknarflokkurinn vill öflugan, sjálf- bæran íslenskan sjávarútveg sem er fær um að greiða auðlindagjald fyrir aðgang að fiskistofnum. Við viljum einnig byggðakvóta til að verja minnstu byggðirnar og hina fjölmörgu smáu en öflugu útvegs- menn og fiskverkendur sem í þeim búa. Stefna Frjálslynda flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri- grænna veldur hins vegar mikilli óvissu og glundroða í íslenskum sjávarútvegi sem ógna mun byggðunum nái þær fram að ganga. Frjálslyndi flokkurinn ætlar að skilja milli veiða og vinnslu þannig að allur afli fari á uppboðsmarkað. Þessi stefna mun valda því að menn geta ekki landað í sinni heimabyggð og verða keppa um aflann á uppboðsmörkuðum til að ná honum heim að nýju. Allar lík- ur eru á að landsbyggðin muni tapa aflanum til höfuðborgarsvæð- isins og jafnvel úr landi. Atvinnuöryggi fiskverkafólks um land allt er ógnað af frjáls- lyndum. Tillögur þeirra miðast greinilega við hagsmuni þröngs hóps sjómanna en ekki hagsmuni þjóðarinnar. Tillögur Frjálslynda flokksins um sóknarstýringu mið- ast greinilega að því að opna fisk- veiðarnar aftur fyrir þeim sem búnir eru að selja kvótann sinn og vilja byrja frítt upp á nýtt og selja fiskinn á markaði í stað heima- byggðar. Vinstri-grænir vilja endurvekja pólitískt skömmtunarkerfi síðustu aldar með fyrningarstefnu sinni þannig að fyrirtækin og byggð- irnar verði að hanga á hurð- arhúnum ráðamanna þjóðarinnar og betla kvóta frá ári til árs. Dæmigerð forsjárhyggja, sem ekki gengur upp á nýrri öld. Samfylkingin vill taka kvótann af fyrirtækjunum og byggðunum og bjóða hann upp þannig að er- lendir fiskkaupmenn fái aðgang að honum í gegnum íslenska leppa. Ekki er líklegt að smæstu fyr- irtækin eða byggðirnar fari vel út úr þeim uppboðsslag. Sjálfstæð- isflokkurinn er feiminn við auð- lindagjaldið og byggðakvótann. Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn með ábyrga sjáv- arútvegsstefnu. Við viljum treysta grundvöll sjávarútvegsins þannig að hann verði fær um að standa undir velferð þjóðarinnar með öfl- ugu atvinnulífi og hóflegu auð- lindagjaldi fyrir afnotin af fiski- stofnunum. Við viljum auka veiðiskylduna og grípa til sér- tækra aðgerða í skattamálum til að stemma stigu við braskinu. Við viljum einnig efla og þróa byggða- kvóta í samráði við sveitarstjórnir um land allt og verja þannig veik- ustu byggðirnar. Sjávarútvegsstefna Framsókn- arflokksins er stefna réttlætis sem tekur tillit til hagsmuna alls þorra Íslendinga. Hún tryggir öflugan, hagkvæman og sjálfbæran íslensk- an sjávarútveg í þágu allrar þjóð- arinnar. Ábyrg fisk- veiðistefna Eftir Sæunni Stefánsdóttur Höfundur er viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands og skipar 4. sæti á lista framsóknarmanna í Reykjavík norður. Tímaritið Heilsa fylgir Morgunblaðinu í 58.000 eintökum sunnudaginn 18.maí. li f u nheilsa Tímarit um útivist og lífsstíl Hafðu samband í síma 569 1111 eða í gegnum netfangið augl@mbl.is Auglýsendur! • Efnistök eru tengd útivist sem fylgir hækkandi sól og lífsstílnum sem fylgir hollri hreyfingu. • Talað við göngugarpa, hlaupara, kajak-ræðara, veiðimenn, golfara og fleiri. • Fjallað um jaðarsport. • Áhugaverðar gönguferðir á vegum Útivistar. Gönguleiðir í Reykjavík og á Akureyri. • Skemmtilegar græjur í sumarsportið. • Áhugaverðir sumarleikir. • Hugmyndir að hollu og fersku nesti.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.