Morgunblaðið - 09.05.2003, Síða 55

Morgunblaðið - 09.05.2003, Síða 55
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 55 UM fátt er meira rætt en s.k. fyrningarleið, þ.e. að innkalla út- hlutaðar veiðiheimildir af hand- höfum þeirra og endurúthluta þeim með ýmsum aðferð- um eða fyrirvörum. Útgerðarmenn and- æfa við 5–10% fyrn- ingartillögur, benda því til stuðnings á að eigið fé sumra fyrirtækja muni fuðra upp á nokkrum árum. Sam- hliða því „sýna þeir fram á“ æv- intýralega tapútreikninga ef þeir þyrftu að kaupa til baka aflaheim- ildaskerðinguna. Greinilegt er á þeirra útreikningum að þeir gjald- færa að fullu keyptar aflaheimildir sem er óheimilt, þeim bæri að eign- færa kaupin. Verði síðan uppboðs- leiðin á 5–10% aflaheimildum eftir innköllun farin þá setja þeir 700 kr./kg sem leiguverð inn í for- sendur sínar, þessi framsetning er slitin úr öllu samhengi og jaðrar við hræsni. Fullvíst er að útgerð- armenn ætla ekki að skerða núver- andi aflaheimildir og enginn þeirra verður tilbúinn að leigja þorskkílóið á 700 kr. þegar hann fær ekki nema minnihlutann af því verði á fiskmarkaði. Frá árinu 1990 hefur verið deilt um hversu hátt fyrningarhlutfall ætti að vera á aflahlutdeild í sjáv- arútvegi. Ríkisskattstjóri taldi að fyrna ætti hana um 8%. Yf- irskattanefnd úrskurðaði að hún ætti að vera 100%, þ.e. gjaldfæra mætti hana að fullu á kaupári. Hæstiréttur (1993:2061) ákvað að aflahlutdeild í sjávarútvegi væri fyrnanleg eign og að árlegt fyrn- ingarhlutfall skyldi vera 20%. Óheimilt var frá og með tekjuárinu 2000 að fyrna keypta aflahlutdeild í sjávarútvegi. Síðan neita útgerðarmenn þeirri „þjóðsögu“ að fyrningin og lág veiðiskylda á fyrningarárunum hafi ekki verið mikil meðgjöf. Og nú fóðra þeir þjóðina stöðugt á því óréttlæti sem felist í fyrningarleið- inni sökum þess að yfir 80% af kvótanum sé búinn að skipta um hendur. Spyrðu, hvaða 10–15 stærstu útgerðarfyrtæki réðu yfir meir en helmingi kvótans fyrir 10 árum og hvaða fyrirtæki ráða yfir sömu aflahlutdeildarprósentu í dag. Sýnið þjóðinni útreikninga ykkar! Framangreindu mætti líkja við ef ég seldi bílinn minn, kaupandinn síðan endurseldi bílinn á bílaleigu sem síðan endurleigði bílinn koll af kolli. Ég eignaðist síðan bílinn aft- ur þegar ég gifti mig konu sem ætti bílinn. Þannig að eftir nokkur ár get ég litið „stoltur“ til baka og sagt að gamli bíllinn „minn“ hefði farið um hendur 3% þjóðarinnar. Ávinningur fyrningarhlutfalls aflaheimilda upp á 20% var tví- þættur, félögin gátu einnig myndað gríðarlegt yfirfæranlgt skattalegt tap vegna milljarða afskrifta sem hefur leitt til þess að þau hafa ver- ið tekjuskattslaus árum saman. Í árslok 2002 voru skuldirnar 200 milljarðar. Árið 1995 voru þær 105 milljarðar. Útflutningsverðmæti sjávarafurða 1995 var 80 milljarðar, í fyrra rétt tæpir 105 milljarðar. Eru það þá „kvótakaup“ og frekari eignatilfærslur áranna 1995–2000 og útborgun milljarða jöfn- unarhlutabréfa sem skýra skulda- aukningu greinarinnar? (skoða má útgefna jöfnunarstuðla á vef www.rsk.is). Staðreyndin nú er hins vegar sú að greinin er búin að skuldsetja allt sem hægt er að skuldsetja og fyrna allt sem hægt er að fyrna. Af hverju er ekki hægt að fyrna til baka á lengri tíma, t.a.m. 25–40 ár- um þ.e. um 4%–2,5% árlega. Fyrn- ingin gæti síðan verið töluvert mun meiri á allri viðbótarúthlutun sam- hliða stækkun veiðistofna í framtíð- inni. Það verður ekki auðvelt að vinda ofan af öllum mistökunum og skuldsettu kerfinu á nokkrum árum þegar útgerðarmenn og hags- munaaðilar hafa „tæklað“ alla laga- og skattaframkvæmd í sjávarútvegi svo árum skiptir. Við erum einfald- lega of sein að breyta því óréttlæti að kerfið hefur búið til mikla mis- skiptingu auðs í landinu. Þeir eru búnir að hirða arðinn hvort sem þeir eru farnir úr greininni eða ekki, eftir stendur skuldsett grein. Við breytum ekki auðmönnum í ör- eiga ef það er það sem þjóðin vill. Það hefði verið og væri miklu nær að skattleggja söluhagnað afla- heimilda með öðrum hætti en verið hefur. En það er líka flókið. Ekki ætlum við að skuldsetja þjóðina upp á nýtt? Höfum það hugfast þrátt fyrir að réttlæti eins sé órétt- læti annars að góðir hlutir gerast hægt. Til fróðleiks er hér ástæða 30.000 tonna kosningaupphlaups undanfarið: „… Í umsögn sinni um breytingu á aflareglu gerði Hafrann- sóknastofnunin þann fyrirvara að ef 30 þús. tonna sveiflujöfnun yrði beitt tvö ár í röð þegar stofn er í niðursveiflu væri nauðsynlegt að kanna sérstaklega viðmið við ákvörðun aflamarks þriðja árið … er áætlað aflahámark fyrir fisk- veiðiárið 2002/2003 179 þús. tonn samanborið við 190 þús. tonn á fiskveiðiárinu 2001/2002 svo ekki mun þurfa að beita sveiflujöfnun þriðja árið í röð.“(www.hafro.is) Þetta þýðir að það er svigrúm til þess að beita sveiflujöfnuninni á næsta fiskveiðiári. Ætli eftirfarandi segi ekki meira um ástandshorfur þorskstofnsins en hrákaspýtingar stjórnmálamanna undanfarið: „… Að teknu tilliti til aldurs- samsetningar hrygningarstofns, óvissu í stofnmati, kynþroskahlut- falli yngri árganga og fyrstu upp- lýsinga um stærð 2001 árgangsins er æskilegt að draga enn frekar úr sókn en gert er ráð fyrir í núgild- andi aflareglu svo auka megi líkur á að betur takist að nýta uppvax- andi árganga, aldursbreytileiki í hrygningarstofni aukist og hlutfall eldri fisks verði hærra.“ Þetta tel ég mesta áhyggjuefnið um greinina, ekki auðsöfnun útval- inna sem við getum tæpast leiðrétt úr þessu. Við skulum hafa það hug- fast að við berum ekki aðeins ábyrgð á því sem við gerum heldur einnig því sem við látum ógert. Reiknistokkur út- gerðarmannsins Eftir Svavar Guðmundsson Höfundur er sjáv- arútvegsfræðingur. ÞÓTT almennt hafi orðið tals- verðar framfarir í vegamálum og auknu fjármagni verið varið til sérverkefna á þessu ári, hafa end- urbætur verið afar hægar á svo köll- uðum safn- og tengivegum eða „sveitavegum“ eins og við köllum þá. Þessir „sveitavegir“ á landinu öllu eru milli 6 og 7000 kílómetrar, en fá aðeins um 800- 850 miljónir króna á ári til endurbóta og ný- byggingar af um 15-16 milljarða króna heildafjárveitingu til vega- gerðar. Þannig hafa vegir sem liggja af þjóðveginum, um nes og fram í dali, setið á hakanum og ganga víða úr sér með hverju ári, en langtíma vegaáætlun gerir ekki ráð fyrir því stórátaki sem þarf til úrbóta á þessum vegum. Sveitavegir eru ekki einkamál bænda. Sveitavegirnir skipta miklu máli fyrir afkomu og framtíð fólks á stórum svæðum. Þeir eru lífæðar heils atvinnuvegar, en bændur þurfa að sækja aðföng og skila af- urðum með reglulegum hætti. Þá býr mikill fjöldi fólks í dreifbýli sem sækir vinnu um langa vegu. Góðir akvegir eru því hreinlega grundvallarforsenda fyrir byggð víðs vegar um landið, hvort sem um er að ræða rótgrónar atvinnu- greinar eða nýsköpun. En það er fleira sem hangir á spýtunni. Hér er í flestum tilvikum um að ræða vegi sem eru mjög notaðir af ferðamönnum, innlendum sem er- lendum, en til þess að komast að helstu náttúruperlum landsins verður oftar en ekki að keyra langar veglengdir eftir sveitaveg- um. Umferðin um þá getur verið mjög stríð á sumrin og fer vax- andi með ári hverju, sem eykur viðhaldsþörf þeirra. Góðir sveita- vegir eru því ekki sérhagsmuna- mál bænda, heldur hluti af því að byggja Ísland upp sem ferða- mannaland. Við erum lítil þjóð í stóru og ógreiðfæru landi, og góðar sam- göngur eru forsenda fyrir nútíma- samfélagi. Þess vegna verður að leggja aukna fjármuni á næsta kjörtímabili til vegagerðar svo koma megi á boðlegum vega- samgöngum um landið allt, líka til sveita. Lífæðar lands- byggðarinnar Eftir Jón Bjarnason Höfundur er alþingismaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Mundu - fyrir kl. 21.15 á laugardag. www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Grétar Kjartansson sölumaður - sími 696 1126 EFTIRTALDAR EIGNIR ÓSKAST Ég hef verið beðinn um að útvega fyrir ákveðinn kaupanda 4ra til 5 herbergja íbúð eða sérbýli í Seljahverfi. Um er að ræða kaupanda sem búinn er að selja og er tilbúinn að kaupa eign sem losnar fljótlega. Verð allt að 15,0 millj. Áhugasamir vinsamlegast hafi samband við mig í síma 696 1126. Hafðu samband - það kostar ekkert FASTEIGNIR mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.