Morgunblaðið - 09.05.2003, Side 84

Morgunblaðið - 09.05.2003, Side 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Buxnadagar Vinnufatabúðin NÚ stefnir í einhverja mestu veiði á kolmunna fyrr og síðar. Ekkert samkomulag er um veiði- stjórnun á kolmunna, en veiðiþjóðirnar hafa sett sér einhliða kvóta, Evrópusambandið hyggst veiða 615.000 tonn, Norðmenn ætla sér 466.000 tonn og að öllum líkindum meira. Kvóti okkar Ís- lendinga er 318.000 tonn og loks eiga Fær- eyingar og Rússar eftir að ákveða hve mikið þeir ætla sér að veiða. Ljóst er að aflinn verður vel á aðra milljón tonna. Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur talið stofninn ofveiddan og lagt til mikinn samdrátt í afla og jafnvel veiðibann, þar sem samkomulag um veið- arnar hefur ekki náðst.. Nýafstaðinn rannsókna- leiðangur Norðmanna og Rússa gefur á hinn bóginn til kynna að stofninn hafi aldrei verið stærri eða staðið betur síðan mælingar á honum hófust, þrátt fyrir veiði langt umfram ráðlegg- ingar undanfarin ár. Mestu landað í Neskaupstað Nú hefur verið landað ríflega 53.000 tonnum af kolmunna hér á landi á vertíðinni. Afli ís- lenzkra skipa er, samkvæmt upplýsingum Sam- taka fiskvinnslustöðva, um 34.700 tonn. Leyfileg- ur heildarafli á vertíðinni er 318.000 tonn og því óveidd um 283.000 tonn. Mestu hefur verið landað hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað, 17.300 tonnum. Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði hefur tekið á móti 11.600 tonnum og er bróðurparturinn af erlendum skipum, eða 9.300 tonn. Eskja á Eskifirði hefur tekið á móti 8.900 tonnum og Samherji hefur tekið á móti 7.600 tonnum í Grindavík. 4.000 tonn hafa borizt á land á Akranesi, 2.300 tonn hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, 1.200 tonn hjá Síldarvinnsl- unni á Seyðisfirði og 900 tonn hjá Gautavík á Djúpavogi. Stefnir í mestu kol- munnaveiði sögunnar Stofninn sterkari en nokkru sinni þrátt fyrir veiði langt um- fram ráðleggingar FRAMKVÆMDIR við Fáskrúðs- fjarðargöng eru hafnar eins og sést á þessari mynd sem tekin var í Reyðarfirði. Búið er að sprengja fyrir stafni ganganna og ráðgert að byrja að bora fyrir þeim á allra næstu dögum. Samkvæmt verk- áætlun er stefnt að því að göngin verði tilbúin haustið 2005. Með til- komu ganganna styttist Suður- fjarðavegur um Austfirði um 34 km og verða aðeins 18 kílómetrar milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðs- fjarðar í stað 54 km í dag. Verk- taki við gerð ganganna er Ístak hf. ásamt E. Pihl og Søn AS. Að sögn Jónasar Th. Lilliendahl verkstjóra miðar undirbúningi vel en um tuttugu manns eru að störfum við gerð ganganna í Reyðarfirði um þessar mundir. Áætlað er að hefja framkvæmdir við göngin Fáskrúðsfjarðarmegin á miðju sumri. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Lokið við að taka stafninn LÁNIÐ leikur misjafnlega við fólk og þar er barnalánið ekki undan- skilið. Að því leytinu er Marta Gunn- laug Guðmundsdóttir, fædd árið 1917, með þeim lánsömustu, en hún á um 130 afkomendur og stöðugt bætast nýir í hópinn. Hún og eig- inmaður hennar, Haraldur Guð- jónsson, sem lést árið 1999, áttu tólf börn og eru tíu þeirra á lífi. Barna- börnin eru 39, barnabarnabörnin rúmlega 80 og barnabarna- barnabörnin 5. „Þegar ég lít yfir hópinn þá finnst mér að ég hafi verið einstaklega heppin. Það hafa engin stórslys orðið og allir vel hraustir,“ segir Marta Gunnlaug. Henni finnst þó svolítið erfitt að fylgjast með öll- um afkomendunum, en kveðst vita deili á öllum. „Ég á bara svo mikið af þessu að það er ekki nokkur leið að fylgjast nákvæmlega með því hver á hvaða barn. Ég hef gert mitt í því að uppfylla jörðina eins og segir ein- hvers staðar í Biblíunni.“ Morgunblaðið/Kristinn Marta Gunnlaug bakar alltaf pönnukökur á laugardögum þegar afkomendurnir koma í heimsókn. „Gert mitt í því að upp- fylla jörðina“  Daglegt líf/B2 Marta Gunnlaug Guðmundsdóttir á um 130 afkomendur „Á ÉG að þora að fara til Spánar? Er óhætt að fara til Noregs? Á ég að þora að fljúga um þessa flughöfn eða hina? Er óhætt að kaupa kínverskar vörur?“ Þetta segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir að sé meðal þeirra fyr- irspurna sem hafa borist landlæknisembættinu á síðustu dögum og vikum um HABL-faraldurinn. Haraldur hefur í öllum tilvikum svarað játandi. Fyrirspurnirnar eru linnulitlar. Haraldur segir að bæði fjölmiðlamenn og almenningur vilji fá upplýsingar um HABL, heilkenni alvarlegrar og bráðrar lungna- bólgu, og velti ýmsu fyrir sér. Nú hafa þrjú tilfelli verið staðfest í Svíþjóð og nýlega var staðfest að Finni sem kom til heimalands síns frá Toronto í Kanada væri með HABL. Hann er á batavegi. Haraldur segir enga ástæðu til að bregðast við þessum tilfellum á Norðurlöndunum. Aðeins hafi örfá tilfelli bæst við í Evrópu sl. þrjár vikur og ástandið sé stöðugt. Sérstök viðbúnaðaráætlun er á Keflavíkurflugvelli ef tilkynning berst um að flugvél sé væntanleg með HABL- sjúkling um borð. Flugvélinni er ekki ekið upp að flug- stöðvarbyggingunni heldur fer sjúkrabíll til móts við hana út á brautina. Læknir frá Heilsugæslustofnun Suð- urnesja fer um borð og fylgir sjúklingnum út. Honum er síðan ekið með sjúkrabifreið á Landspítalann í Fossvogi. Faraldur vekur ugg MARGIR kennarar eru ugg- andi um að agi sé á undanhaldi í skólastofunni. Ekki aðeins vegna barna sem eiga við miklar hegðunar- og tilfinningaraskan- ir að stríða og fá oft ekki viðeig- andi sérkennslu í skólum lands- ins heldur líka vegna „eðlilegra“ barna, sem ekki hafi kynnst því að fara eftir reglum heima fyrir. Þótt grunnskólakennarar beri foreldrum yfirleitt vel sög- una verða sumir varir við að for- eldrar taka minni ábyrgð á hegðun barna sinna og hafa minna eftirlit með þeim en kennurum þykir tilhlýðilegt. Þeir kennarar sem rætt er við eru sammála um að rætur vand- ans megi rekja til tíðarandans og vaxandi agaleysis í þjóðfélag- inu. Sum börn fái of mikla pen- inga og frjálsræði, foreldrarnir vinni mikið og hafi ekki tíma til að vera með börnunum og kenna þeim venjulegar sam- skiptareglur. Samfara breytingum á lífs- mynstri fólks hvað þetta varðar væri í æ ríkari mæli ætlast til að kennarar færu inn á svið sem væru í verkahring foreldranna sjálfra og/eða uppeldisfræðinga, sérkennara, sálfræðinga, geð- lækna og hjúkrunarfræðinga. Agaleysið endur- speglast í skóla- stofunni  Daglegt líf/B4 KÖTTURINN Moli, sem hvarf eftir að hafa lent í bílslysi á Holtavörðu- heiði 4. apríl, kom í leitirnar í gær- kvöldi. Moli, sem er fatlaður á öðrum framfæti, á mikla hrakfallasögu að baki. Starfsmenn Kattholts fundu hann vegalausan á götum Reykja- víkur í vetur og var nýbúið að finna honum nýja eigendur þegar bílslysið varð. Sorg ríkti í Kattholti vegna Mola og var búið að fara í nokkra leiðangra upp á heiði til að leita hans. Vegfarandi sem átti leið um heiðina sá hann og kom honum til lögregl- unnar í Borgarnesi. Moli virtist hraustur en eðlilega nokkuð grannur eftir mánuð á heiðinni. Moli fundinn ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.