Morgunblaðið - 18.05.2003, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 18.05.2003, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 18. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁRBÆKUR Ferðafélags Ís-lands eru biblía ferðamanns-ins. Í árbók 1993, Við rætur Vatnajökuls eftir Hjörleif Guttorms- son, er greint frá fáförnu fjalllendi, Veðurárdalsfjöllum, við austanverð- an Breiðamerkurjökul. Í afluktum dal fellur úfinn jökullinn inn í Innri- Veðurárdal. „Það er eins og tjald sé dregið frá í ævintýri.“ Þannig lýsir Hjörleifur upplifun sinni þegar hann horfir af Fauska yfir jökulinn til Mávabyggða og Esjufjalla og niður í Innri-Veðurárdal og hann lýsir krók- óttu jökullóninu með jakahröngli, nafnlausum háum fossinum sem fell- ur í það úr gili, snarbröttum gróður- lausum fjöllum og grænni Mávatorfu. Um hana segir hann: „Suður úr Veð- urárdalskambi beint á móti gengur fram brött líparítöxl og sunnan úr henni er Mávatorfa, einstæð tó með hvanngrænum skellum... Torfan klúkir hér á allstórri snös milli ljósrar skriðu og dökkra þverhníptra hamra sem rísa upp frá jökullóninu. Við austanverða torfuna tekur við hamra- stál og þar neðan undir er gilskora sem gengur norður úr viki í lóninu og heitir nú Draugagil.“ Aðdragandi ferðar Það var umfjöllun Hjörleifs sem varð til þess að fámennur hópur frá FÍ lagði leið sína inn í Innri-Veður- árdal vorið 2001 til að kanna aðstæð- ur og greindi frá ferð sinni með dul- úðugt blik í auga. Í júní á liðnu sumri var farin fimm daga ferð á vegum Ferðafélagsins í Suðursveit og fór hluti hópsins dagsferð í Innri-Veður- árdal í heldur gráu veðri. Sú ferða- saga bíður betri tíma. Gunnar Sæ- mundsson var í þeim hópi en hann hafði einnig farið vorið áður. Hugur hans stóð til þess að komast niður í hina einkennilegu Mávatorfu en ekki reyndist tími til þess. Það varð að samkomulagi milli hans og Jóhann- esar Eggertssonar, sem var farar- stjóri í þessum ferðum, að freista þess að komast síðar í torfuna og slóst ég í för með þeim félögum. Í árbók FÍ er viðhorfi bænda í Suð- ursveit lýst þannig: „Nafnið Máva- torfa fær bændur í Suðursveit til að þagna í miðri setningu, svo oft hafa þeir til hennar hugsað en fáir litið hana augum.“ Leiðin inn að Fellsárjökli Síðdegis laugardaginn 17. ágúst yf- irgáfum við þrjú borgina og ókum sem leið lá að Hofi í Öræfum. Jóhann- es taldi réttast að för þessi færi leynt í Suðursveit ef okkur mistækist ætlun- arverkið. Spáð var að létta myndi til þegar líða tæki á sunnudag og varð það til þess að við lögðum ekki af stað frá Hofi fyrr en klukkan átta um morguninn. Ekið var út af hringveg- inum austan við Hrolllaugshóla í norður eftir stuttum afleggjara. Fjalllendið liggur í boga, í vestur er Fellsfjall, í austri Þverárfjall og er einkennandi hve mörg örnefni þarna byrja á Fell og Þverá. Við lögðum bílnum við Fellsá rétt neðan við Fells- foss sem fellur úr djúpu gljúfri og óð- um yfir ána. Hún er grunn en ísköld. Það var bjart yfir þótt himinninn væri mjólkurhvítur. Klukkan var níu að morgni þegar Jóhannes stillti GPS-tækið sitt. Og Gunnar horfði á með blik í auga. Við gengum rösklega í halarófu eftir fjárgötum upp á heið- ina með Mjósundaá á vinstri hönd. Göngulandið er mosi, kjarr, grjót og lyng. Ofar fellur áin á ská í mjóum fossi úr Hvítingsdal fremri. Það sem líkist heiði er Hólmafjall breitt og ávalt og þangað efst stefnum við. Útsýnið þaðan er fagurt. Á vinstri hönd er Miðfell en upp á það þurftum við að ganga. Fjær rís Hvít- ingsdalstindur með sína tvo tinda (1.112 m) en norður fyrir fjallið liggur leið okkar. Héðan sést til Fellsárjök- uls sem fellur fram eins og foss. Gunnar er ekki sáttur við nafnið á honum og segist vilja halda í nafnið Bríkarjökull. Undan honum kemur Fellsáin. Meðfram jöklinum austan- megin liggur Lágegg, svartur hamra- veggur, en af henni tekur við hin mikla Þverártindsegg sem er 1.554 m á hæð. Að baki kvíslast Fellsá niður sandinn til sjávar. Fyrirheitna landið Að jöklinum er tveggja tíma gang- ur. Við höfum öll farið þessa leið oftar en einu sinni. Við göngum upp á Mið- fellið nálægt jöklinum. Þetta fjall er einstaklega leiðinlegt uppgöngu því að erfitt er að fóta sig á lausu grjótinu en það þýðir ekki að fást um það. Um hádegi erum við komin upp að jökulröndinni og þar fáum við okkur hressingu. Það er logn og sól og heyrist árniður í jökl- inum. Enginn snjór er á honum núna eins og í júní, aðeins bólstralagaður klaki. Það er hugur í Jóhannesi og hann stikar áfram á undan okkur. Þverártindsegg á hægri hönd. Eftir fjögurra tíma göngu blasir við okkur Breiðamerkurjökull og á miðri mynd rís Mávabyggð upp úr jöklinum eins og hamraborg. Héðan sést ekki niður í Innri-Veðurárdal. Sprungurnar verða stærri og Jóhannes snýr við til að finna aðra leið. Verður þetta til þess að við komumst ekki? hugsa ég. En Jóhannes leiðir okkur áfram og upp og við göngum í sólskini norðan megin í hlíðum fjallanna, lækirnir syngja og við okkur blasir Öræfajök- ull. Það er stórkostleg stund þegar við stöndum á líparítsillu og horfum nið- ur í lónið, hvítir jakarnir eins og stórir slípaðir steinar og glampar á þá í sól- inni. Báðum megin snarbrattar svart- ar hlíðar og blámi yfir jöklinum. Þar sem hinn nafnlausi foss fellur fram eru engir jakar. Síðan höldum við nið- ur bratta líparítskriðuna í fyrirheitna landið, Mávatorfu. Hún er engu lík, iðjagræn í auðninni. Óraunveruleg. Þykk og þúfótt. Gróðurrík. Draugagil austanmegin, ljóst og fagurt í sólinni. Hafði nokkur tekið mynd á þessum stað frá upphafi Íslandsbyggðar? Við stillum upp myndavél og setjum á tíma, brosum hamingjusöm: stráin í forgrunni, græn hlíðin á aðra hönd, að baki Prestfell og lónið fyrir neðan. Dýrmætt augnablik fest á filmu. Prestfell er elsta örnefnið hér og tengist fyrstu ferðinni sem vitað er um. Það var séra Þorsteinn Einars- son á Kálfafellsstað sem gerði út fjóra menn til landkönnunar 1850 inn með Breiðamerkurjökli norður frá Felli og komust þeir jökulveg. Í sóknarlýs- ingu Kálfafellsstaðar greinir prestur frá dalnum eftir lýsingu leiðangurs- manna: „Dal þennan segja þeir lang- an og breiðan með skriðum og kletta- beltum til beggja hliða og mosa- brekkum hér og hvar. Grasbrekku sáu þeir og stóra og langa, að þeim virtist fyrir stafni dalsins;... en jökul- flesja lá eftir endilöngum botni dals- ins...“ Dalurinn var nafnlaus en þeir gáfu fellinu norðan dalsins nafn og heitir það síðan Prestfell. För Kvískerjabræðra Í árbók segir einnig frá því að Kví- skerjabræður, Hálfdán og Helgi, hafi komið í Mávatorfu í ágúst 1992 og kannað gróðurfar. Þeir fundu 35 teg- undir háplantna í aðaltorfunni og 20 til viðbótar neðan við hana. Mest bar á víðitegundum, loðvíði og gulvíði, og var sá síðarnefndi 80 cm hár. Ýmsar grastegundir settu svip á gróðurfarið svo og tvíkímblaða blómplöntur. Seg- ir Hálfdán gróðurinn yfirleitt mjög þroskalegan í torfunni og hafi verið ævintýralegt að koma á þennan sér- kennilega stað. Við lónið Það hafði tekið okkur sjö tíma að komast niður í Mávatorfu sem er í 500–600 m hæð. Nú var það lónið sem freistaði. Það er í 380 m hæð segir Jó- hannes, þegar við komum niður. Jak- arnir eru stærri en þeir sýndust ofan frá og margir á þurru landi, svartir af sandi, sumir eins og höggmyndir. Þarna dveljumst við nokkra stund. Síðan hefst heimferðin, fyrst er hald- ið upp fjallshrygginn hinum megin við Draugagil. Þeir ræða um það sín á milli Jóhannes og Gunnar að þeir þurfi endilega að gista þarna í tjaldi einhvern tímann. Þessi ósk þeirra tengist sögu af fjórum fullhugum sem vorið 1928 fóru að kanna aðstæður og leita að mávavarpi inn með jöklinum. Þeir komust í Mávatorfu og mældu torfuna á streng og reyndist hún vera 9.600 fermetrar. Þar fundu þeir mikið af mávaeggjum og tíndu eins og þeir treystu sér að bera. Höfðu þeir ætlað sér að sofa í Mávatorfu yfir nóttina en það varð stuttur dúr því þeir voru ekki fyrr sofnaðir en hundur sem var með þeim í för tók að gelta sem óður væri á gilbarminum. Varð þá sumum leiðangursmanna ekki um sel og neituðu að dveljast lengur í þessu draugabæli og lögðu þá allir í skyndingu af stað heimleiðis. Heitir þar síðan Draugagil. Með sól í sinni Það er tekið að halla degi, skuggi kominn öðrum megin í Draugagili. Við höldum fyrst upp í 1.100 m hæð til að forðast sprungur og síðan sömu leið til baka, kvöldhiminninn blár og sólin varpar roða á jökulinn. Jóhannes er orðinn órólegur því að sólin á að setjast klukkan 21.30. Þá tekur myrkrið við. Þegar við komum niður af Miðfellinu sest sólin og við göngum síðustu tvo tímana í myrkri en með sól í sinni niður heiðina eftir fjárgötum. Við vöðum Fellsána hálf- tíma fyrir miðnætti. Ævintýri er á enda. Morgunblaðið/Gerður Steinþórsdóttir Í Mávatorfu. Jóhannes Eggertsson greinarhöfundur og Gunnar Sæmundsson. Prestfell að baki. Sér í Mávabyggð á Breiðamerkurjökli. Ævintýri á gönguför Í afluktum dal í fáförnu fjalllendi fellur úfinn Breiðamerkurjökull inn í Innri-Veðurárdal. Komu þangað hefur verið líkt við að „tjald sé dregið frá í ævintýri“. Gerður Steinþórsdóttir gerði sér ferð í Mávatorfu, einstæða tó með hvanngrænum skellum. Höfundur hefur setið í stjórn Ferða- félags Íslands. Morgunblaðið/Gerður Steinþórsdóttir Við lónið í Innri-Veðurárdal. Jóhannes stendur við bakkann. Morgunblaðið/Jóhannes Eggertsson Mávatorfa, græn vin í auðninni, séð ofan frá. Hún er 9.600 fermetrar að stærð. Þar hafa fundist tuttugu og fimm gerðir háplantna. Niður af henni liggur brött líparítskriða. Á vinstri hönd Draugagil.                                  !   "              #                                              #       #                                                                     $                       %
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.