Morgunblaðið - 18.05.2003, Side 29

Morgunblaðið - 18.05.2003, Side 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. MAÍ 2003 29 Hann leikur með Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur og spilar líka sóló; Sigrún Eðvaldsdóttir, annar kons- ertmeistari Sinfóníuhljómsveitar- innar, og Sigurbjörn Bernharðsson sem hefur verið að gera það gott í Bandaríkjunum leikur einleik á fiðlu. Þetta verða nokkuð langir tónleikar, og á efnisskránni verða líka tveir öndvegiskvintettar tónbókmennt- anna, Schumann og Brahms. Píanó- leikararnir verða Anna Guðný og Nína Margrét Grímsdóttir. Þetta er rosalega gaman og maður verður stoltur að sjá gamla nemendur sína saman á sviði og sjá að þau frækorn sem sáð var þegar þetta fólk var sjö eða átta ára voru ekki til einskis.“ Það verða ekki allir atvinnumenn Það eru ekki bara tónlistarmenn í sígildri tónlist sem hafa hlotið tón- listaruppeldi í Barnamúsíkskólanum og Tónmenntaskólanum. Björk var meðal nemenda skólans og margir af okkar bestu djassleikurum byrjuðu nám sitt þar, þar á meðal Sigurður Flosason og Jóel Pálsson. „En allir nemendur skólans eru mikilvægir. Það verða ekki allir atvinnu- tónlistarmenn. Ef það eru tíu manns í árgangi sem taka tónlistarnámið al- varlega er það gott. Maður heyrir líka af fyrirverandi nemendum sem hafa farið í annað nám, en spila kannski enn í lúðrasveit. Þetta eru líka stórir sigrar. Tilgangurinn með þessari flóru tónlistarskóla er að fólk geti verið virkt í tónlistinni sér til ánægju, hvort sem það er í atvinnu- mennsku eða áhugamennsku. Einn allra mikilvægasti tilgangurinn er líka að gefa nemendum þá innsýn í tónlistina að þeir njóti hennar, sæki tónleika og hlusti á tónlist sér til yndis, séu virkir hlustendur.“ Gróskan Gylfa Þ. að þakka Stefán segir að landslagið í tónlistarmenntun hér hafi breyst gíf- urlega frá því að Tónlistarskólinn í Reykjavík var stofnaður 1930 og svo Barnamúsíkskólinn 1952. Þriðji skólinn sem stofnaður var var Tón- skóli Sigursveins. „Í dag eru að minnsta kosti sjö tón- listarskólar í Reykjavík, og sumir þeirra, eins og Tónlistarskóli FÍH og Söngskólinn, sinna til dæmis ein- göngu fullorðnu fólki. Reykjavíkur- borg hefur reynt að halda þétt utan um skólana og reynt að sjá til þess að þetta yxi ekki of hratt því að tónlistar- nám er dýrt. Í Reykjavík eru skól- arnir sjálfseignarstofnanir en annars staðar á landinu eru tónlistarskólar víðast hvar reknir af sveitarfélögun- um. Það má segja að sú mikla gróska sem komst í tónlistarskólakerfið sé fyrst og fremst verk Gylfa Þ. Gísla- sonar, menntamálaráðherra þess tíma. Hann stóð fyrir þeirri frábæru löggjöf að ríkið og sveitarfélögin sam- einuðust um að reka skólana og deildu kostnaði. Það er ekki langt síð- an tónlistarskólarnir voru færðir und- ir sveitarfélögin eingöngu og það hef- ur sennilega ekki verið besta þróunin fyrir þá. Sums staðar hefur þetta þó verið í góðu lagi en annars staðar, til dæmis í sveitarfélögum sem minna mega sín, hefur dregið úr vexti tón- listarskólanna. Víða eru tónlistarskól- arnir þó almenn driffjöður í menning- arstarfsemi sveitarfélaganna.“ Erfiðara að reka tónlistar- skóla í dag en áður fyrr Stefán segir að erfiðara sé að reka tónlistarskóla í Reykjavík en áður var. Einsetning grunnskólans hefur reynst tónlistarskólunum erfið og lengt starfsdag þeirra til muna. Áður fyrr gátu nemendur sem voru í skóla eftir hádegi mætt í tónlistarskóla fyrir hádegi en nú eru öll börn í skóla á morgnana og fram eftir degi og þá fyrst hefst starfið í tónlistarskólun- um. Lítil sem engin kennsla fer fram í tónlistarskólanum á morgnana. Vinnutími tónlistarkennara nær því iðulega fram á kvöld, og segir Stefán starfið því ekki beinlínis fjölskyldu- vænt, auk þess sem krakkarnir séu oft orðnir þreyttir eftir langan skóla- dag. „Aftur á móti hefur sú viðleitni borgarinnar að draga þessa starf- semi inn í grunnskólann ekki gefið góða raun heldur. Kennarar eru ósáttir við að kenna einn og einn ein- angraðir í sínu herbergi, þar sem þeir eru ekki í þeirri „stemmningu“ sem tónlistarskólinn býður uppá. Þetta er heldur ekki heppilegt fyrir börnin, þau eru yfirleitt búin að fá nóg af skólaumhverfinu þegar að spilatíma kemur. Þau hefðu gott af því að skipta um umhverfi og vera innan um músíkina. Það er óneitan- lega örvandi að koma inn í tónlistar- skóla og heyra í öllum þessum hljóð- færum fram á ganga og hitta krakka úr öðrum skólum sem eru að fást við það sama. Hugmyndir um að færa forskóladeildir tónlistarskólanna inn í grunnskólann hafa ekki heldur tek- ist, einkum vegna kennaraskorts. Það skal þó tekið fram að tón- menntakennsla er bókfærð skylda í grunnskólanum samkvæmt námskrá menntamálaráðuneytisins.“ Margt hefur breyst. Í dag eru börn í fjöl- breyttu tómstundastarfi og ýmiss konar listnámi, en árið 1952, þegar Barnamúsíkskólinn var stofnaður, var þessari fjölbreytni ekki til að dreifa. „Það var ekkert í boði. Það var hægt að fara í bíó og stunda íþróttir, en þó í miklu minni mæli en í dag. Einhver myndlist var í boði fyr- ir börn og dansskólar. Þetta hefur allt stóraukist og nútímaforeldrar hafa þá tilhneigingu að setja krakk- ana sína í allt. Oft eru það einmitt duglegustu krakkarnir sem eru í allt of mörgu. Mér ofbýður stundum að sjá hvernig krakkar eru ofkeyrðir og oft finnst mér að það mætti beina áhuga þeirra betur í einn farveg, þannig að þau gerðu betur það sem best liggur fyrir þeim. Barn í hljóð- færanámi mætir tvisvar í viku í spila- tíma og að auki í hóptíma, og við ger- um líka kröfu um að það leiki í hljómsveit. Foreldrar hafa þá stund- um stunið yfir því að þurfa að keyra barnið í alla þessa tíma og spurt hvernig þeir eigi að fara að, því þeir þurfi líka að koma því í ballett, íþróttir og kannski skáta. Þá segi ég við foreldrana að það sé komið að því að velja og hafna. Það er ekki gott að þurfa að miðla málum milli alls þess sem er í boði.“ Gjöfult samstarf við tónskáld Eitt af aðalsmerkjum Tónmennta- skólans hefur verið samvinna við ís- lensk tónskáld og skólinn hefur haft forgöngu um samningu fjölda verka fyrir nemendur skólans. Meðal þeirra eru barnaóperur Þorkels Sig- urbjörnssonar, Apaspil og Rabbi raf- magnsheili, en Stefán segir að Þor- kell hafi lengi verið eins konar hirðtónskáld skólans. „Við pöntuð- um verk hjá Þorkeli fyrir nokkrum árum og það átti að vera afmælisgjöf okkar sjálfra í tilefni af fimmtíu ára afmælinu nú. Þetta var Stúlkan í vit- anum byggt á sögu Jónasar Hall- grímssonar, Stúlkunni í turninum, en Böðvar Guðmundsson samdi text- ann við tónlist Þorkels. Þetta var umfangsmikið verk og við leituðum til Íslensku óperunnar um samstarf. Reykjavík – menningarborg sýndi verkefninu líka áhuga og styrkti það vel. Þetta ætluðum við að sýna í vet- ur en borgin vildi ekki styrkja við- burð sem ekki átti að fara fram á menningarári þannig að við flýttum þessum hluta afmælisveislunnar um tvö ár. Við áttum frábært samstarf við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og 4. og 5. bekkingum í Reykjavík var boðið á sýninguna.“ Hátíðartón- leikar Tónmenntaskóla Reykjavíkur í Salnum verða í dag kl. 17 og annað kvöld kl. 20.Strengjasveit Tónmenntaskóla Reykjavíkur á tónleikum í fyrravor. begga@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.