Morgunblaðið - 18.05.2003, Síða 43

Morgunblaðið - 18.05.2003, Síða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. MAÍ 2003 43 Þakka vinnu ASÍ að vel- ferðarmálum VERKALÝÐSFÉLAG Borgarness samþykkti nýlega ályktun á aðal- fundi sínum þar sem þökkuð er mikil og góð vinna Alþýðusambands Ís- lands við að greina stöðu velferðar- mála þjóðarinnar, eins og það er orð- að. Segir að velferðarnefnd ASÍ hafi lagt mikla áherslu á samráð við önn- ur almannasamtök. Þá segir m.a. svo í ályktuninni: „Velferðin er grundvallarþáttur í lífsgæðum okkar allra. Hún er hluti mannréttinda og forsenda þess að hægt sé að skapa og varðveita sam- stöðu og samkennd í þjóðfélaginu sem nauðsynleg er til að dreifa fé- lagslegri ábyrgð og tryggja jafnræði og félagslegt réttlæti. Við getum ekki og megum ekki sætta okkur við það að gjáin milli ríkra og fátækra breikki og dýpki. Í samfélagi tæplega 300 þúsund manna er enn mikilvægara en í stærri samfélögum að þetta bil og þessi gjá sé ekki til. Því skorar aðalfundur Verkalýðs- félags Borgarness á alla stjórnmála- flokka að sameinast um það að eyða misrétti og fátækt í íslensku sam- félagi strax að loknum alþingiskosn- ingum. Og skoða í því sambandi vel ígrundaðar tillögur Alþýðusam- bands Íslands varðandi þennan málaflokk.“ ÞAÐ hefur verið handagangur í öskjunni á leikskólanum Lækj- arbrekku undanfarna daga þegar hátt í þrjátíu börn sem þar dvelja voru að leggja lokahönd á vorsýn- ingu sína. Sýningin var haldin á kosningadaginn þann 10. maí og lögðu margir leið sína þangað til að skoða listaverk barnanna og festa kaup á eigulegum verkum sem þar var að finna. Einnig var boðið upp á ostapinna og fleira góðgæti sem börnin höfðu útbúið með aðstoð starfsfólks. Ágóðinn af listaverka- sölunni, sem er um 10 þúsund krón- ur, á að renna til kaupa á stafrænni myndavél sem eflaust á eftir að nýt- ast vel í starfi leikskólans. Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Frá vorsýningu leikskólabarna. Sölusýning í leikskólanum Lækjarbrekku Hólmavík. Morgunblaðið Félög tann- smiða á Íslandi sameinast ÞAU tvö félög, sem tannsmiðir hafa átt með sér fram að þessu, ákváðu á sameiginlegum fundi hinn 15. maí að leggja niður Samband íslenskra tannsmíðaverkstæða og Tannsmiða- félag Íslands, hið eldra, og stofna ný heildarsamtök undir nafni hins síð- arnefnda. Tannsmíðafélag Íslands er nýtt aðildarfélag Samtaka iðnaðar- ins. Sameining félaganna var sam- þykkt án mótatkvæða og er mikill hugur í félagsmönnum. Félagið mun starfa eftir gæðahandbók sem er samin í sívirku samstarfi við Samtök iðnaðarins. Formaður hins nýja félags er Soffía D. Halldórsdóttir. R A Ð A U G L Ý S I N G A R Unglingadeild Almenn deild Framhaldsdeild Tónl istarnám frá byr junarre it t i l háskólanáms Vilt ÞÚ verða söngvari? Söngskólinn í Reykjavík Innritun stendur yfir Sími 552-7366 Ertu 18-25 ára? Viltu fara í lýðháskóla í Danmörku? Ryslinge højskole á Fjóni tekur vel á móti ungmennum á aldrinum 18-25 ára og býður upp á fjölbreytt námskeiðaval, 40 spennandi fög og að auki dönskukennslu og fræðslu um danska menningu. Svo ef þú hefur áhuga á að stunda nám í Danmörku eða bara kynnast landinu er dvöl í Ryslinge højskole kjörið tæki- færi. Boðið er upp á dvöl í 20 eða 38 vikur, haustönn byrjar 17. ágúst en vorönn 4. janúar. Góðir möguleikar eru á styrkjum til dvalarinnar og í skólanum er hægt að fá hjálp til að kanna frekari möguleika á námi í Danmörku. Ryslinge højskole er nútímalegur lýðháskóli sem byggir á gömlum grunni. Hann er þriðji elsti lýðháskóli í Danmörku, stofnaður 1866. Skólinn er á miðju Fjóni, 20 km suður af Óðins- véum og þangað er um einnar og hálfrar klukk- ustundar akstur frá Kaupmannahöfn. Ef þú vilt kynnast skólanum nánar getur þú skoðað heimasíðu skólans eða sent tölvupóst á ensku eða dönsku og þú færð bæklinginn okkar send- an með frekari upplýsingum. Heimasíða: www.ryslinge-hojskole.dk Netfang: mail@ryslinge-hojskole.dk Sími: 004562671020 Inntökupróf í forskóla Listdanssskólans fyrir börn fædd 1994 verður laugardag- inn 24. maí kl. 14.00. Skráning í inntökupróf og nánari upp- lýhsingar í síma 588 9188. KENNSLA Alltaf á þriðjudögum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.