Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ www.isb.is  Vertu me› allt á hreinu! Hagstæ› framkvæmdalán Allt fyrir húsfélög í framkvæmdahug Kynntu flér kjör in, flau eru hag stæ› í Íslandsb anka! FJÓRÐA ríkisstjórnin undir forsæti Davíðs Oddssonar tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum eftir hádegi í gær. Tveir nýir ráðherrar undirrituðu þá eiðstaf, þeir Björn Bjarnason, Sjálfstæðisflokki, og Árni Magnússon, Framsóknarflokki. Fyrir hádegi var þriðju ríkisstjórn Davíðs, sem setið hefur í fjögur ár, veitt lausn frá störfum en að því búnu sátu ráðherrarnir hádegisverðarboð á Bessastöðum í boði forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Björn hefur þar með tekið við ráðuneyti dóms- og kirkjumála af Sólveigu Pétursdóttur og Árni Magnússon hefur tekið við félags- málaráðuneytinu af Páli Péturssyni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mun um áramótin bætast í hóp nýrra ráðherra en þá tekur hún við menntamálaráðuneytinu af Tómasi Inga Olrich og Sigríður Anna Þórð- ardóttir mun taka við umhverfis- ráðuneytinu haustið 2004, þegar Halldór Ásgrímsson tekur við for- ystu í ríkisstjórninni. Ráðherrar í fráfarandi ríkisstjórn komu saman til ríkisráðsfundar með forseta Íslands á Bessastöðum klukkan ellefu í gærmorgun. Á fund- inum féllst forseti á tillögu forsætis- ráðherra um að veita þriðja ráðu- neyti hans lausn frá störfum. Klukkan hálf tvö eftir hádegi komu svo ráðherrar í hinni nýju ríkisstjórn til ríkisráðsfundar þar sem forseti féllst á tillögu Davíðs Oddssonar um skipun fjórða ráðuneytis hans. Sér eftir starfinu Er Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra var spurð að því í gær hvað hún hygðist gera þegar ráðuneytið kæmi í hlut Sjálfstæðisflokksins á næsta ári sagði hún það eitt að þá yrði skipað með nýjum hætti í rík- isstjórn og sambærileg atkvæða- greiðsla yrði um skipan ráðherra, innan þingflokks framsóknarmanna, og fram fór í vikunni. Páll Pétursson, fráfarandi félags- málaráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið eftir sinn síðasta rík- isstjórnarfund í gær að hann sæi að sjálfsögðu eftir starfi sínu sem ráð- herra. „Ég sé auðvitað eftir þessu starfi. Það er ekkert tilhlökkunarefni að missa vinnuna.“ Bætti hann því við að hann þyrfti að fara að leita sér að nýrri vinnu. Páll sagði að hann hefði gjarnan viljað halda áfram sem ráðherra. „Ég sóttist eftir því að fá að leiða lista framsóknarmanna í Norðaust- urkjördæmi en niðurstaðan varð sú að ekki var óskað eftir því. Þá gaf ég leikinn enda sá ég litla möguleika á því að halda ráðherrastarfinu ef ég fengi ekki að leiða listann.“ Ánægjulegur tími Sólveig Pétursdóttir, fráfarandi dóms- og kirkjumálaráðherra, sagði eftir ríkisstjórnarfundinn í gær að sér væri efst í huga hve tíminn, sl. fjögur ár, hefði verið ánægjulegur. „Það er auðvitað þannig að í slíku embætti þarf oft að taka erfiðar ákvarðanir og það er ekki alltaf hægt að gera svo að öllum líki. En þetta hefur verið mjög dýrmætt tækifæri fyrir mig að fá að gegna stöðu dóms- og kirkjumálaráðherra síðustu fjög- ur árin og það eru mjög mörg áhuga- verð mál sem ég hef fengist við. Ég vona það svo sannarlega að mér hafi tekist að koma á framfæri ákveðnum úrbótum sem ég tel að hafi verið brýn, ekki síst þeim sem snúa að réttaröryggi almennings í landinu.“ Sólveig bætti því við að miklu máli skipti að hlutur kvenna myndi aukast með nýrri ríkisstjórn; tvær konur yrðu ráðherrar úr þingflokki sjálf- stæðismanna og hún sjálf yrði forseti Alþingis, haustið 2005. Er að skýrast Nýr dóms- og kirkjumálaráð- herra, Björn Bjarnason, er jafnframt borgarfulltrúi og oddviti sjálfstæðis- manna í borgarstjórn. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann hefði enn ekki tekið ákvörðun varðandi það hvort hann héldi áfram í borgarstjórn, en áður hefur hann sagt að það fari ekki saman að vera oddviti í borgarstjórn og ráðherra. „Þetta er að skýrast. Ég hef verið að tala við mitt fólk,“ sagði hann og bætti því við að honum væri annt um að þetta færi allt fram í vinsemd og með skipulögðum hætti. „Við erum ekki í neinum tímamörkum þar. Við höfum þann tíma sem við ákveðum.“ Alþingi kemur saman á mánudag Aðspurður sagði Björn að sér litist vel á ráðuneyti dóms- og kirkjumála. „Þetta er spennandi vettvangur. Þarna hefur verið gott fólk á und- anförnum árum fyrir okkur sjálf- stæðismenn, síðast Sólveig Péturs- dóttir. Ég kvíði því ekki að fara inn í þetta ráðuneyti og þarf ekki að stokka neitt upp í þeim skilningi að ég sé að koma með nýja stefnu en framkvæmdir ráðast oft af þeim sem stýra. Vafalaust eiga menn eftir að sjá einhverjar breytingar sem tengj- ast mínum starfsháttum.“ Stefnt er að því að nýtt Alþingi, 129. löggjafarþing, komi saman nk. mánudag. Hefst þingsetningarat- höfnin kl. 13.30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, ráð- herrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu kl. 13.25. Að guðsþjónustu lokinni ganga forseti Íslands, biskupinn yfir Ís- landi, þingmenn og aðrir gestir til þinghússins. Forseti Íslands setur þingið og að því loknu tekur starfsaldursforseti Alþingis, Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra, við fundarstjórn og gengst fyrir kosningu kjörbréfa- nefndar samkvæmt þingsköpum. Þingsetningarfundi verður síðan frestað þar til síðdegis meðan kjör- bréf eru rannsökuð. Þegar þingsetn- ingarfundi verður fram haldið verða kjörbréf afgreidd, kosinn forseti Al- þingis og varaforsetar og kosið í fastanefndir Alþingis og alþjóða- nefndir. Að síðustu verður hlutað um sæti þingmanna, annarra en ráð- herra og forseta Alþingis. Fjórða ráðuneyti Davíðs Oddssonar tekur til starfa Morgunblaðið/Kristinn Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra takast í hendur á Bessastöðum eftir ríkisráðsfund í gær. Aftar standa Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. ÁRNI Magnússon tók við lyklavöldum í félagsmála- ráðuneytinu í gær af Páli Péturssyni. Árni var kjörinn þingmaður Framsóknar- flokksins í nýliðnum alþingiskosningum. Páll Pétursson var ekki í framboði í nýliðnum þing- kosningum og hverfur því af þingi. Páll óskaði Árna til hamingju með ráðherradóm- inn og óskaði honum velfarn- aðar í starfi. Hamingju- óskir með ráðherradóm Morgunblaðið/Árni Torfason Páll Pétursson sem lætur af starfi félagsmálaráðherra afhenti Árna Magnússyni, nýjum félagsmálaráðherra, lyklavöld. BJÖRN Bjarnason tók í gær við lyklavöldum í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu af Sólveigu Pétursdóttur. Sól- veig verður 2. varaforseti Al- þingis fram til haustsins 2005 en þá verður hún for- seti Alþingis í stað Halldórs Blöndal. Sólveig óskaði Birni vel- farnaðar í starfi við athöfn- ina í gær. Fyrr um daginn hafði hún kvatt samstarfs- menn sína í ráðuneytinu. Óskað velfarnaðar í starfi Morgunblaðið/Sverrir Björn Bjarnason, nýr dómsmálaráðherra, tók við lyklavöldum af Sólveigu Pétursdóttur, fráfarandi dómsmálaráðherra. SAMKVÆMT úrskurði forseta Íslands, að fenginni tillögu frá Davíð Oddssyni, er skipting ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn eftirfarandi: Davíð Oddsson fer með forsætisráðuneytið og Hagstofu Íslands. Halldór Ásgrímsson fer með utanríkisráðu- neytið. Árni Magnússon fer með félagsmála- ráðuneytið. Árni M. Mathiesen fer með sjávarútvegs- ráðuneytið. Björn Bjarnason fer með dóms- og kirkjumálaráðuneytið. Geir Hilmar Haarde fer með fjármálaráðuneytið. Guðni Ágústsson fer með landbúnaðar- ráðuneytið. Jón Kristjánsson fer með heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Siv Friðleifsdóttir fer með umhverfis- ráðuneytið. Sturla Böðvarsson fer með samgöngu- ráðuneytið. Tómas Ingi Olrich fer með menntamála- ráðuneytið. Valgerður Sverrisdóttir fer með iðnaðarráðuneytið og viðskiptaráðuneytið. Skipting ráðuneyta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.