Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 25
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 25 TVÆR sýningar verða opnaðar í Pakkhúsinu í Ólafsvík í dag klukkan 14. Í risi hússins verður opnuð ný fastasýning sem nefnist Krambúðar- loftið og á jarðhæðinni sýning á verð- launamyndum úr ljósmyndasam- keppni fréttaritara Morgunblaðsins. Opnun sýninganna er liður í hátíðinni Vor undir Jökli sem fram fer í Snæ- fellsbæ um helgina. Pakkhúsið var byggt 1844 af Clau- sen kaupmanni í Ólafsvík. Upphaf- lega voru þar geymdar vörur sem komu með skipum til verslunarinnar en síðar var þar verslun, íbúð versl- unarþjónsins og krambúðarloft. Var verslað þar fram yfir miðja síðustu öld. Húsið var gert upp og Byggðasafn Snæfellsbæjar er þar með hefð- bundna sýningu á alþýðuheimili og atvinnusögu. Á jarðhæðinni er upp- lýsingamiðstöð fyrir ferðafólk og krambúð með íslensku handverki og listmunum. Elín Una Jónsdóttir, safnvörður Snæfellsbæjar, segir að síðastliðin tvö ár hafi verið notuð til að undirbúa nýja sýningu í risi hússins, Krambúð- arloftið eins og hún er nefnd. Stein- þór Sigurðsson hannar sýninguna. Elín Una segir að markmiðið sé að ná á nýjan leik stemningunni sem var í húsinu um aldamótin 1900. Safnað hefur verið ýmsum gömlum munum og aðrir verið endurgerðir í þeim til- gangi. Í hillum krambúðarinnar, í rjáfri og á gólfum verður ýmis varn- ingur frá þessum tíma. Landsmenn í linsunni Á ljósmyndasýningunni Lands- menn í linsunni sem opnuð verður á jarðhæð Pakkhússins í dag eru 33 verðlaunamyndir úr ljósmyndasam- keppni sem efnt var til í vetur meðal fréttaritara og ljósmyndara Morgun- blaðsins á landsbyggðinni. Meðal myndanna er röð mynda sem Alfons Finnsson í Ólafsvík tók af giftusam- legri björgun tveggja manna úr sjón- um neðan við veginn um Ólafsvík- urenni en mynd úr þeirri röð var valin besta mynd keppninnar. Ljósmyndasýningin verður í Pakk- húsinu til 5. júní næstkomandi. Pakkhúsið er opið alla daga vik- unnar í sumar, frá klukkan 9 til 18. Tvær sýningar opnaðar í Pakkhúsinu í Ólafsvík í dag Krambúð- arloftið og Landsmenn í linsunni Morgunblaðið/Alfons Stór vínáma er á krambúðarloftinu. Elín Una Jónsdóttir athugar hvort eitthvað er eftir í tunnunni. Pakkhúsið er tæplega 160 ára gam- alt hús og er nú aðsetur byggða- safns og upplýsingamiðstöðvar. Ólafsvík KÓR Húsavíkurkirkju söng fyrir Mývetninga í kvöldblíðu fyrir skömmu við góðar undirtektir. Söngstjóri þeirra er Judit György, orgelleik annaðist Aladár Rácz, en einsöngvari var Baldur Baldvins- son. Kórinn flutti Þýska messu D872 eftir Franz Schubert auk ann- arra verka. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Kirkjukór Húsavíkur heimsækir Mývetninga Mývatnssveit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.