Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 52
ÍÞRÓTTIR 52 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ERIK Veje Rasmussen stýrir handknatt- leiksliði Flensburg í síðasta leik liðsins í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag, en þá mætir Flensburg Patreki Jóhannessyni, Guðjóni Val Sigurðssyni og samherjum í Essen. Á miðvikudagskvöldið sló í brýnu milli Rasmussens og framkvæmdastjóra Flensburg, Thorsten Storm, með þeim af- leiðingum að Rasmussen var sagt upp og gert að hætta strax, en hann var með samn- ing við félagið út leiktíðina. Á fundi á fimmtudagskvöldið voru klæði borin á vopn- in og ákveðið að Rasmussen héldi sínu striki og stýrði liðinu í síðasta leik keppnistíðar- innar eins og upphaflega stóð til. Það verður 233. og síðasti leikur Flensburg undir stjórn Rasmussen, sem flytur til Árósa í sumar þar sem hann tekur við þjálfun Århus GF sem þeir Róbert Gunnarsson og Tjörvi Ólafsson leika m.a. með. Rasmussen var endurráðinn EKKERT verður af því að Ívar Bjarklind leiki með KA- mönnum í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í sumar. Ívar kom til liðs við sitt gamla félag í vor og tók þátt í loka- sprettinum á undirbúningstímabilinu. Á æfingu á dög- unum meiddist hann á hné, krossband skaddaðist, með þeim afleiðingum að hann verður að taka sér frí frá knattspyrnunni á ný í sumar. „Ívar meiddist á æfingu fyrir leikinn gegn ÍBV en við nánari skoðun núna í vikunni kom í ljós að krossbandið er illa farið og hann þarf að fara í aðgerð. Þetta er mik- ið áfall, bæði fyrir Ívar og okkur, en við bundum miklar vonir við hann í sumar,“ sagði Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KA, við Morg- unblaðið í gær. KA-menn eru að svipast um erlendis eftir leikmanni í stað Ívars. „Við höfum kannað málin á Norðurlönd- unum og í Englandi og teljum líklegra að velja fyrri kostinn sem hentar okkur betur vegna reglna um fé- lagaskipti. Það er þó ekki endanlega ákveðið hvort við sækjum okkur liðsstyrk,“ sagði Gunnar. Ívar Bjarklind ekkert með KA ÓLAFUR Stefánsson, Patrekur Jóhann- esson og Guðjón Valur Sigurðsson geta ekki tekið þátt í stjörnuleik þýska hand- knattleiksins á miðvikudaginn þrátt fyrir að báðir hafi þeir fengið flest at- kvæði í sínar stöður í árlegu kjöri sem fram fór á Netinu. Ástæðan er sú að strax og deildarkeppninni lýkur í Þýskalandi um helgina koma þeir hing- að til lands og hefja æfingar með ís- lenska landsliðinu í handknattleik, en framundan eru tveir leikir við Dani um aðra helgi og síðan æfingaleiki í Belgíu og á Spáni. Alls tóku rúmlega 213 þúsund manns þátt í atkvæðagreiðslu á Netinu um hvernig „stjörnuliðin“ skyldu verða skipuð þetta árið. Í norðausturliðinu fékk Ólafur Stefánsson flest atkvæði í stöðu örvhentrar skyttu hægra megin, 51,5%, og í suðvesturliði fékk Patrekur Jóhannesson flest atkvæði í stöðu leik- stjórnanda, 45,2%. Valið sýnir vel hversu vel þeir félagar eru metnir sem handknattleiksmenn í Þýskalandi, en báðir eru þeir að hætta með sínum fé- lögum þar nú í vor og leika á Spáni næstu árin. Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður Essen, fékk næstflest atkvæði, 21,5%, í stöðu hornamanns vinstra megin í suð- vesturliðinu og hefði verið í liðinu ef hann þyrfti ekki að mæta í æfingabúðir íslenska landsliðsins líkt og Ólafur og Patrekur. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðjón Valur er kjörinn í „stjörnuliðið“. Ólafur og Patrekur ekki með í „stjörnuliðinu“ Af þessum þrjátíu manna hópi koma sextánleikmenn til Íslands og verður sá hópur til- kynntur á fimmtudaginn kemur. Í þessum þrjátíu mannahópi eru aðeins þrír leikmenn sem leika ut- an Danmerkur, það eru Kristian Asmussen, mark- vörður GWD Minden í Þýskalandi, hornamaður- inn Nikolaj Jacobsen hjá Kiel og skyttan Rune Ohm hjá Kadetten Schaffhausen í Sviss. Enginn þeirra þriggja lék með danska landsliðinu á heims- meistaramótinu í Portúgal snemma á þessu ári. Í hópnum sem æfir fyrir Íslandsferðina eru sárafáir leikmenn sem voru í HM-liðinu og er greinilegt að Winther hyggst greinilega nota leik- ina á Íslandi og einnig æfingamót í Belgíu 6., 7. og 8. júní til þess að gefa ungum leikmönnum tæki- færi og freista þess að stækka þann hóp sem hann hefur úr að spila þegar kemur að Evrópukeppn- inni í Slóveníu á næsta ári. Megin uppistaðan í hópunum tveimur sem hann hefur valið fyrir Ís- landsferðina og mótið í Belgíu, þar sem Íslend- ingar verða einnig meðal þátttakenda, eru leik- menn sem spila með félagsliðum í Danmörku og nokkrir þeirra eru ekki einu sinni hjá félögum í dönsku úrvalsdeildinni. Winther hefur síðan í hyggju að kalla saman sinn sterkasta hóp 4. júní í Bröndby vegna und- irbúnings fyrir fjögurra landa mót í Bercy-höllinni í París 6.-8. júní eða á sama tíma og B-lið Dana leikur ásamt íslenska landsliðinu, Slóveníu og Serbíu/Svartfjallalandi í fjögurra landa móti í Belgíu. Winther hefur þar með ákveðið að gefa sínum sterkustu leikmönnum nokkurra daga frí frá landsliðinu og sleppa þeim við Íslandsferð eftir að deildarkeppnin í Þýskalandi og á Spáni, þar sem flestir leikmennirnir eru, áður en að stór- mótinu í París kemur, en þar mæta Danir, Frökk- um, Ungverjum og Alsírbúum. ÞÓREY Edda Elísdóttir, stangarstökkvari úr FH, hefur keppnistímabilið utanhúss þegar hún tekur þátt í Stigamóti Alþjóðafrjálsíþrótta- sambandsins, Prefontaine Classic á Hayward- vellinum í Eugene Oregon í Bandaríkjunum í dag. Þórey Edda fékk boð um að taka þátt í mótinu þar sem hún fær tækifæri til að kljást við sterkustu stangarstökkvara Bandaríkjanna í kvennaflokki, þar á meðal Stacy Dragilu heims- methafa. Þórey er annar tveggja útlending sem boðið er til leiks í stangarstökkinu, hinn er Svetl- ana Feofanova frá Rússlandi, heimsmethafi og heimsmeistari í stangarstökki innanhúss. Mótið er eitt hið stærsta sem fram fer í Bandaríkjunum ár hvert. Vala Flosadóttir var á meðal keppenda á þessu móti fyrir tveimur árum og hafnaði í sjötta sæti í stangarstökki. Eins tók Guðrún Arn- ardóttir þátt í 400 m grindahlaupi á mótinu vorið 1999 og hafnaði í fjórða sæti. Auk Þóreyjar Eddu og Feofanovu eru Dragila, Kellie Suttle, Mel Mueller, Mary Sauer, Jill Schwartz og Becky Holiday skráðar til leiks í stangarstökkinu. Það er því ljóst að Þórey fær hörkukeppni á fyrsta móti sínu á keppnistíðinni utanhúss og kærkominn undirbúning fyrir heimsmeistaramótið í París í lok ágúst. Magnús Aron kastar í Þýskalandi í dag Magnús Aron Hallgrímsson verður einnig í eldlínunni í dag þegar hann keppir í kringlukasti á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Halle í Þýska- landi í dag. Magnús fær hörkukeppni í mótinu ef að líkum lætur en meðal andstæðinga hans er fimmfaldur heimsmeistari, Þjóðverjinn Lars Riedel, og bronsverðlaunahafi síðasta heims- meistaramóts, Michael Möllenbeck. Magnús er í góðri æfingu um þessar mundir og hefur m.a. í þrígang kastað kringlunni yfir 60 m á mótum í vor, lengst 62,34 m sem níundi besti árangur keppenda sem skráðir eru til leiks á mótið í Halle. Morgunblaðið/RAX Þórey Edda mætir Dragilu í Eugene ÞÓREY EDDA ELÍSDÓTTIR  LEE Bowyer, 26 ára miðvallar- leikmaður West Ham, sem liðið fékk frá Leeds sl. keppnistímabil, skrifaði í gær undir fjögurra ára samning við Newcastle. Þar hittir hann fyrir fyrrverandi félaga sinn hjá Leeds, Jonathan Woodgate.  GARRY Flitcroft hefur ákveðið að gera nýjan samning við Blackburn Rovers og hann er nú samnings- bundinn félaginu til ársins 2006. Flitcroft, sem er þrítugur miðju- maður, spilaði mjög vel á síðustu leiktíð og átti stóran þátt í því að Blackburn tryggði sér Evrópusæti. „Mig langaði aldrei að yfirgefa Blackburn en það var hins vegar mikilvægt fyrir mig og fjölskyldu mína að ná hagstæðum samningi við Blackburn.  CLEVELAND Caviliers duttu heldur betur í lukkupottinn í fyrri- nótt. Þá var dregið um það hvaða lið fengi fyrsta valrétt í nýliðavalinu í NBA-deildinni í körfuknattleik. Cleveland fékk fyrsta valrétt og eru forráðamenn félagsins þegar búnir að ákveða hver verður fyrir valinu en það verður hinn 18 ára gamli Le- Bron James.  ALDREI í sögu NBA-deildarinnar hefur verið jafn mikil umfjöllun um nýliða á leið í deildina. LeBron er sjálfur frá Ohio-ríki og því kjörið fyrir hann að leika með Cleveland sem er í Ohio. Á undanförnum árum hefur liðinu gengið erfiðlega að semja við leikmenn því mörgum þykir Cleveland óspennandi staður.  DETROIT Pistons fékk annan val- rétt og er talið líklegt að liðið muni velja Evrópubúann, Darko Milicic, sem er mjög efnilegur miðherji. Denver Nuggets fékk þriðja valrétt en mörg ár eru síðan jafn margir góðir leikmenn hafa gefið kost á sér í nýliðaval NBA-deildarinnar.  JAMIE Carragher, bakvörður Liverpool, hefur verið kallaður inn í enska landsliðshópinn í knatt- spyrnu. Hann kemur til móts við lið- ið í æfingabúðum í La Manga á Spáni á morgun. FÓLK Danir koma með B-landslið DANIR mæta ekki með sitt sterkasta lið til Íslands í lok næstu viku þegar þeir leika tvo vináttulandsleiki í handknattleik við ís- lenska landsliðið. Torben Winterher, lands- liðsþjálfari Dana, hefur kallað saman hóp þrjátíu leikmanna til þess að æfa fyrir Ís- landsferðina og kemur hann saman til æfinga í Farum á þriðjudaginn. STEFÁN Arnarson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, tilkynnti í gær 20 manna landsliðshópi sem mun æfa fram að ferð liðs- ins til Danmerkur um miðjan næsta mánuð. Markverðir eru Helga Torfadóttir úr Vík- ingi og Berglind Íris Hansdóttir úr Val. Hornamenn eru Dagný Skúladóttir, Issy, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Víkingi, Ragna Karen Sigurðardóttir, Gróttu/KR, Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Haukum, Harpa Víf- Línumenn liðsins eru Inga Fríða Tryggva- dóttir, Haukum, Hafrún Kristjánsdóttir, Val, og Elísabet Gunnarsdóttir, Stjörnunni. Stefán heldur síðan með lið sitt til Dan- merkur 13. júní og þar verða leiknir tveir landsleikir við heimamenn auk eins lands- leiks við Grikki. Eftir þessa þrjá leiki verður haldið bein- ustu leið til Portúgals þar sem þrír leikir verða við heimamenn. ildóttir, FH og Guðrún Drífa Hólmgeirsdótt- ir, Víkingi. Útileikmenn liðsins eru Hrafnhildur Skúladóttir, Tvis/Holstebro, Dröfn Sæ- mundsdóttir, FH, Kristín Guðmundsdóttir Tvis/ Holstebro, Drífa Skúladóttir, Val, Brynja Dögg Steinsen, Haukum, Harpa Melsted, Haukum, Hafdís Hinriksdóttir, GOG, Björk Ægisdóttir, FH og Alla Gorgorian, ÍBV. Stefán velur landsliðshóp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.