Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 49 www.casa.is TIL LEIGU Tryggvagata - 101 Rvík Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. 300 fm skrifstofur á 5. hæð. Einstakt tækifæri. Glæsilegar fullbúnar skrifstofur við Reykjavíkurhöfn. Frábært útsýni. Allt nýtt. Nýtt parket, eldhús, gardínur, tölvulagnir o.fl. Lausar strax. Tombóla í Kringlunni til styrktar börnum í Írak verður í dag, laug- ardag og hefst kl. 13. Fleiri en fimm- tíu tombólubörn Rauða krossins ætla að halda súpertombólu í Kringlunni og safna með því fé til hjálpar stríðs- hrjáðum börnum í Írak. Súper- tombólan er liður í fjáröflun stúlkn- anna í keppninni Ungfrú Ísland.is fyrir Rauða krossinn, en þær hafa styrkt verkefni félagsins þrjú und- anfarin ár. Stúlkurnar munu hafa um- sjón með tombóluhaldinu. Gróður- og grillblót fjölskyldunnar við Mógilsá Haldið verður rækt- unarblót við Aronsbústað í landi Skógræktarinnar á Mógilsá í dag, laugardaginn 24. Komið verður sam- an á bílastæðinu við rætur Esju klukkan 14 og farið þaðan í hópferð að bústaðnum. Jóhanna Harðardóttir, Kjalnesingagoði, helgar blótið og síð- an verður grillað, leikið og sungið fram eftir. Bakað verður skógarbrauð og leitað að földum hlut í skóginum. Allir velkomir og taki með sér grill- mat. Opið hús hjá Svifflugfélaginu Í dag, laugardaginn 24. maí kl. 12–18, ætlar Svifflugfélagið að vera með sér- stakan svifflugdag á Sandskeiði til að kynna starfsemi sína. Öllum er vel- komið að koma í heimsókn og fara í flugtúr á svifflugu eða mótorsvifflugu á vægu verði (ef veður leyfir). Þá verður einnig boðið upp á kaffi og kökuhlaðborð. Svifflugklúbbar á öll- um hinum Norðurlöndunum eru einn- ig með opið hús þennan sama dag. Björgunarleikar björgunarsveit- anna verða haldnir í dag, laugardag- inn 24. maí í Hafnarfirði. Þrautir á Björgunarleikunum eru mismunandi allt frá „einföldum“ verkefnum við böruhlaup til flókinna þrauta sem reyna á útsjónarsemi og þrautseigju keppanda eins og í fjallabjörgun og rústabjörgun. Keppnin hefst kl. 8 og verða í gangi allan daginn fram til kl.15. Almenningi gefst kostur á að koma og fylgjast með. Verkefnin eru staðsett við Tjarnarbraut, Flot- bryggjunni við Fjörukrána, Skúta- hrauni bakvið slökkvistöðina, Hellis- gerði, Hafnarbakka við Cuxhavengötu, Blómvöllum 21 og Víðistaðatúni við Hjallabraut. Í DAG Fuglaskoðunarferð Skógræktar- félags Hafnarfjarðar verður á morgun, sunnudaginn 25. maí kl. 10. Lagt verður af stað frá Selinu í gróðr- arstöð félagsins við Kaldárselsveg. Gengið verður um Höfðaskóg og ná- grenni Hvaleyrarvatns. Sérstök áhersla verður lögð á að kynna fyrir fólki nýbúana í skóginum eins og gló- koll. Fuglaskoðarar munu leiðbeina. Gangan tekur rúma tvo tíma. Takið með ykkur sjónauka. 60 ár frá Stalíngradorrustunni Í til- efni þess að liðin eru 60 ár frá orrust- unni í Stalíngrad verður fundur í MÍR salnum Vatnsstíg 10, á morgun, sunnudaginn 25. maí, kl. 16. Kynnt verður ferð til Moskvu, Pétursborgar og Stalíngrad (Volgograd), sem farin verður 5.–18. sept. n.k., á vegum ferðaskrifstofunnar Bjarmalands. Haukur Hauksson aðalfararstjóri sit- ur fyrir svörum, sýnd verður heimild- armynd um Stalíngradorrustuna, einnig áróðursplaköt úr stríðinu og leikin baráttulög frá sama tíma. Kaffi- veitingar. Allir velkomnir. Nánari uppl. á www.austur.com Á MORGUN Rangt graf Mistök urðu við birtingu grafs er fylgdi grein um ársfund Háskóla Ís- lands í blaðinu á fimmtudag. Af fyr- irsögn grafsins mátti skilja að um fjölda nemenda í menntakerfinu væri að ræða. Rétt er að þarna var um fjölgun háskólamenntaðra ein- staklinga sem hluta vinnuafls að ræða. Beðist er velvirðingar á þess- um leiðu mistökum. LEIÐRÉTT NÝ heilsulind, NordicaSpa, á Nord- ica hotel var formlega opnuð að við- stöddum fjölmörgum gestum hinn 15. maí sl. Lögð verður áhersla á að bjóða góða þjónustu á öllum sviðum heilsuræktar. Allir viðskiptavinir munu meðal annars hafa aðgang að þjálfara sem mun fylgja þeim eftir í tækjasal og sett verður upp æfinga- kerfi fyrir viðkomandi. Viðskiptavin- ir verða einnig heilsufarsmældir og munu fá ráðgjöf um næringu, segir í frétt frá fyrirtækinu. „Markmið NordicaSpa er að við- skiptavinir geti dekrað bæði við sál og líkama í fallegu og rólegu um- hverfi,“ segir m.a. í fréttinni. Heilsulind opnuð á Nordica hotel ÁHALDALEIGA BYKO sem hét áður Hörkutól hefur fengið nýtt nafn og mun heita Leigumarkaður BYKO með höfuðstöðvar í Breiddinni í Kópavogi, þar sem áður var bygg- ingavöruverslun BYKO, auk út- stöðva í öllum verslunum BYKO um land allt. Leigumarkaður BYKO mun nú bjóða til leigu meira úrval áhalda og tækja en áður hefur þekkst hér á landi. Í fyrsta skiptið á Íslandi verður virkilega aðgengilegt fyrir fólk að taka tæki á leigu, segir í frétt frá fyrirtækinu. Vörunúmerum verður fjölgað um meira en helming og auk þess verða tekin inn stærri og veglegri tæki en áður hefur verið, t.d. skæralyftur, skotbómulyftarar og fleiri slík tæki. Ásamt því að breikka vöruúrvalið til muna í eldri vöruflokkum hafa bæst við fjölmargir nýir vöruflokkar s.s. víbraglattarar bensíndrifnir, ýmiss konar mælitæki, TIG og MIG/MAG suðuvélar, tjaldvagnar, samkomu- tjöld, hoppukastalar, heitir pottar, grill, sodiakar, myndvarpar o.fl. Opnunartilboð verða alla helgina. BYKO opnar leigumarkað með tæki MOKKAKAFFI við Skólavörðustíg verður 45 ára í dag, laugardaginn 24. maí. Segja má að Espresso- kaffihúsamenningin á Íslandi hafi hafist þegar Mokka var opnað 1958, því þar lærðu Íslendingar að drekka öðruvísi kaffi en könnukaffi. Í dag þekkja allir Íslendingar Espresso, Capuccino og Café Latte en svo var ekki fyrir 45 árum, segir í frétta- tilkynningu. „Á Mokka kynntust landsmenn ekki aðeins nýrri tegund af kaffi, heldur því að kaffi og myndlist áttu góða samleið. Árið 1958 voru ekki margir sýningarsalir í Reykjavík og erfitt fyrir óþekkta listamenn að komast að með verk sín. Þetta breyttist með tilkomu Mokka því þar voru öllum listamönnum, jafnt innlendum sem erlendum, gefin jöfn tækifæri og margir merkir lista- menn þjóðarinnar stigu einmitt sín fyrstu skref í sýningarhaldi á Mokka. Margir sýningastaðir hafa komið og farið en Mokka hefur haldið sínu striki og eru sýningar nú orðnar um 650 talsins. Hin síðustu ár hefur Hannes Sigurðsson list- fræðingur séð um sýningahald á Mokka.“ Mokkakaffi 45 ára STÓRA norræna fílasýningin verður opnuð Norræna húsinu í dag, laug- ardag, kl. 14. Á sýningunni má sjá verk eftir dönsku listamennina Peter Hentze, Thomas Winding og Pern- elle Maegaard og Victoria Winding hefur séð um gerð fræðslutexta. Kaffistofa Norræna hússins býður upp á sérstakan fíla-matseðil fyrir yngri kynslóðina meðan á sýning- unni stendur og fá börn sem mæta í fílabúningi ís og fleira góðgæti. Sýningin stendur til 17. ágúst. Op- ið þriðjudaga til föstudaga kl. 10-16, um helgar kl. 12-17. Fílasýning í Norræna húsinu NÓATÚNS-verslunin í Hverafold og Ungmennafélagið Fjölnir undirrituðu í gær samstarfssamning til þriggja ára en með honum verður verslunin einn af þremur aðalstyrktaraðilum félagsins. Fyrir eru Olís og Landsbankinn. Allir búningar körfuknattleiksdeildarinnar verða framvegis merktir á bakhlið með merki Nóatúns. Í tengslum við samninginn er einnig fyrirhugað að efna til skólamóts í handbolta í Grafarvogi í nafni Nóatúns. Nóatún styrkir Ungmennafélagið Fjölni Ljósmynd/Eddi Fulltrúar Ungmennafélagsins Fjölnis og Nóatúns í Hverafold undirrituðu samkomulagið í gær. Fyrir miðju Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður Fjölnis, og Jón Þ. Einarsson, verslunarstjóri Nóatúns. SJÖ íslensk umhverfissamtök, Vinstrihreyfingin – grænt framboð og 23 íslenskir ríkisborgarar hafa sent kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) í Brussel vegna meintra brota íslenskra stjórnvalda á löggjöf EES-svæðisins við um- hverfismat á Kárahnjúkavirkjun. Jafnframt er þess krafist að ESA sendi málið áfram til EFTA dóm- stólsins. Í tilkynningu kemur fram að í greinargerð séu færð fram ítarleg rök fyrir því að brotið hafi verið gegn tveimur Evróputilskipunum sem lögfestar hafa verið á Íslandi og að umhverfisráðherra hafi hvorki virt dómafordæmi um túlkun þessara til- skipana né þau sjónarmið sem fram komi í tilskipun ESB um mat á áhrif- um ákveðinna áforma og áætlana á umhverfið. Halda kærendur því fram að í umhverfismati á Kára- hnjúkavirkjun hafi ráðherra gerst sekur um fjölmörg og veruleg efn- isleg mistök sem brjóti í bága við ákvæði tilskipunar ESB um mat á áhrifum tiltekinna framkvæmda á umhverfið. Kvarta til ESA vegna Kára- hnjúkavirkjunar EIGENDUR Austurbakka færðu Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur mikið magn af Hipp-barnamauki í krukkum, Hipp-barnamjöli auk þess sem nefndinni var fært Estee- súkkulaði og kex fyrir sykursjúka. Mikil þörf er á matvælum til Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur því aldrei hafa fleiri beiðnir borist um aðstoð en nú, segir í frétta- tilkynningu. Á myndinni þakkar Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður nefnd- arinnar, Ágústi Þórðarsyni, aðstoð- arframkvæmdastjóra Austurbakka, fyrir gjöfina. Með þeim á myndinni eru Auður Guðmundsdóttir, deild- arstjóri hjá Austurbakka, Bryndís Guðmundsdóttir, varaformaður nefndarinnar, Guðrún Magnús- dóttir og Anna Auðunsdóttir nefnd- arkonur. Austurbakki styrkir Mæðrastyrksnefnd Kjördæmamótið á Selfossi Kjördæmamótið verður nú haldið í 10. sinn, að þessu sinni eru það Sunnlendingar sem eru gestgjar og verður spilað í Fjölbrautaskóla Suð- urlands á Selfossi. Gömlu kjördæmin átta senda hvert 4 sveitir og eru spil- aðar 7 umferðir með 16 spila leikjum. Þorvaldur Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, setur mótið kl. 11.00 á laugardag. Dagskrá Laugardagur 24. maí: Mótsetning kl. 11.00, 1. umf. kl. 11.15-13.15 Hádegisverður – fundur svæða- formanna 2. umf. kl. 14.15-16.15 3. umf. kl. 16.30-18.30 4. umf. kl. 18.45-20.45 Kvöldverður Sunnudagur 25. maí: 5. umf. kl. 11.00-13.00 6. umf. kl. 13.45-15.45 7. umf. kl. 16.00-18.00 Verðlaunaafhending kl. 18.30 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.