Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ H vernig takast dug- miklir stjórn- málamenn á við þau ömurlegu ör- lög að þurfa að hverfa úr valdamiklu embætti? Þá reynir á karakterinn og þjálf- unina. Aðeins einu geta þeir treyst: samúðin sem stundum er sýnd bágstöddum verður lítil hjá almenningi. Við erum harðbrjósta þegar pólitískir leiðtogar eiga í hlut. Þess vegna er það engin furða að skotskífurnar líti innst inni á okkur hin sem óvini. Þær verja sig stundum með sameig- inlegu átaki og gagnsókn og leita hefnda fyrir ósanngirnina og van- þakklætið með samtryggingu sem m.a. sér þeim fyrir myndarlegri eftirlaunum en öðrum hlotnast. Nú þurftu ráðherrar að víkja og það var áreiðanlega sárt. En það var upp- lyftandi fyrir okkur hin að sjá að þeir héldu fyllilega reisn sinni þegar fréttahaukar báru upp nærgöngular spurningar sem engin svör eru til við. Ný stjórn er búin að heilsa, yf- irbragðið er líflegra en marga hafði dreymt um – eða óttast. Björninn er samt ekki unninn og eftir er andstæðingur sem getur reynst harðskeyttari en Samfylk- ing, Vinstri – grænir eða Frjáls- lyndir. Við. Við sem ekki ráðum nema á fjögurra ára fresti, þá fáum við að grípa smástund í stýrið. Vissara er að vara þá sem ætla að stjórna okkur næstu fjögur ár- in við því að hlusta um of á sjón- armið okkar. Það gætu orðið ör- lagarík mistök sem þjóðin yrði lengi að vinna sig út úr, kannski bæri hún aldrei sitt barr. Gríð- arlegt fjárstreymi næstu árin vegna virkjanaframkvæmda, upp- grip og þensla eiga eftir að verða svo mikil freisting fyrir eyðslu- belgi í öllum hreppum að það hálfa væri nóg. Enn er ekki búið að grafa jarðgöngin milli Vest- mannaeyja og stóru hjáleigunnar, enn er ekki búið að reisa menn- ingarhús í Grunnavík, hvenær fæst fjárveiting fyrir langþráðum vindkljúfi handa Reykjanesbæ? Verkefnin eru óteljandi fyrir framtakssama ráðherra og öll brýn. Ráðamenn þjóðarinnar halda vafalaust að við séum búin að læra eitthvað af kollsteypunum sem voru svo algengar fyrir nokkrum árum. En við erum staðráðin í að láta einhverjum öðrum eftir að læra af reynslunni. Við förum rólega af stað núna, byrjum á því að endurnýja í snatri bílaflotann eins og sjá má á nýjustu innflutningstölum. Þótt fullyrt sé að gull sé lyktarlaust vitum við betur og finnum meira segja ilminn af gulli sem enn er ekki búið að vinna. Ekki kemur stjórnarandstaðan ykkur til hjálpar í slagnum við okkur, það er ekki hennar starf, er aldrei verk stjórnarandstöðu. Hún gengur í lið með okkur og reynir móð og másandi að drag- ast ekki aftur úr. Hún tekur undir allar kröfur um að nú þurfi að gera gangskör að því laga allt sem hægt er að laga með pen- ingum. Hún er nefnilega ekki heldur með hönd á stýrinu. Fjögurra ára eyðimerkurganga stjórnarandstöðunnar er fram- undan, hvergi virðist vera vin í augsýn, hvergi skuggsælir pálm- ar eða svalandi lind. Margir fram- takssamir Alþingismenn segja að ekki sé til leiðinlegra starf en að vera í stjórnarandstöðu og tala stöðugt út í loftið. En er það nú alveg víst að stjórnmálamenn vilji allir halda um stjórnvölinn? Ekki get ég að því gert eftir að hafa fylgst með kosningabarátt- unni að eftir situr mynd af flokk- um sem sumir virðast ekki allt of áhugasamir um ráðherraembætti. Þegar málið er skoðað nánar er þetta ekkert skrítið. Upplagið er svo margvíslegt og sumum hentar betur að gagnrýna það sem gert er en fara með mannaforráð. En hlutverk gagnrýnandans er ekki orðið auðvelt. Hann verður að efla með sér alls kyns hug- arburð, lifa í pólitískum sýnd- arheimi þar sem tekist er á um gerólíkar stefnur, þar sem sigur eins andstæðingsins getur þýtt endalok mannlífs á Íslandi. Skort- urinn á drama í veruleikanum er bættur upp með dagdraumum. Til er fólk sem ekki hefur enn skilið að alltumlykjandi hægri- kratismi með stöðugum fínstill- ingum er fyrir löngu orðinn eina stefnan sem þjóðin sættir sig við. Þess vegna er hann raunverulega inntakið í stefnu allra flokka sem eiga fulltrúa á þingi. Hægt er að finna dæmi um annað í stefnu ungra og einlægra vinstri – grænna. Hana fá þeir að boða svikalaust meðan engin hætta er á að almenningur taki upp á einhverjum óskunda, til dæmis að kjósa flokkinn til áhrifa. Þá yrðu menn að loka fyrir hljóð- nemann og ráða ráðum sínum. Fátt óttast ráðsettari karlar og konur í flokknum meira en að verða dregin til ábyrgðar og feng- ið það verkefni að stjórna ráðu- neyti, standa að málamiðlun. Þá myndi heimsmynd margra hrynja um leið og hægrikratinn í þeim tæki við stjórnarráðslykl- inum eftir að hafa hrist af sér hlekki Che Guevara sem eitt sinn var seðlabankastjóri á Kúbu. Nú mun Che vera orðinn góðlegur bóndasonur úr Þistilfirðinum. Jarðvegurinn er ekki frjór fyrir þá blöndu þjóðlegs afturhalds og mosagróins lenínisma sem vinstri – grænir boða þjóðinni þótt oft geti hún verið heillandi á sinn hátt. En völdin yfir ríkiskass- anum eru þeim ekki lengur aðal- atriðið, heldur völdin yfir ræðu- púltinu. Málglaðir vinstrimenn á þingi eru sennilega afskaplega sáttir við að vera enn af hæfilegri stærð. Auðvitað hefðu þeir ekki afþakkað eitt og jafnvel tvö sæti í viðbót en flokkur sem hefur það hlutverk að skammast frá hlið- arlínunni má af eðlilegum ástæð- um ekki fara inn á völlinn. Þá færu menn að krefjast þess að hann gerði öðru hverju mark. Hlustið ekki á okkur! Enn er ekki búið að grafa jarðgöngin milli Vestmannaeyja og stóru hjáleig- unnar, enn er ekki búið að reisa menn- ingarhús í Grunnavík, hvenær fæst fjár- veiting fyrir langþráðum vindkljúfi handa Reykjanesbæ? VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ✝ Sigríður Frí-mannsdóttir fæddist á Siglufirði 23. maí 1967. Hún lést á heimili sínu í Vestmannaeyjum að kvöldi 17. maí síðast- liðinn. Foreldrar hennar eru Sigrún Friðriksdóttir, f. 11. júlí 1947, og Frí- mann Ingimundar- son, f. 12. júní 1941. Foreldrar hans eru Þóra Frímannsdótt- ir, f. 19. des. 1921, og Ingimundur Sæ- mundsson, f. 26. maí 1921, en hann er látinn. Sigrún og Frí- mann skildu. Systkini Sigríðar eru Friðrik Ingi Frímannsson, f. 7. febrúar 1966, Katrín Þórný Jensdóttir, f. 27. febrúar 1970, og Heimir Þór Jensson, f. 14. októ- ber 1974. Eiginmaður Sigrúnar er Jens Mikaelsson, f. 8. júní 1948. Þau eru búsett í Noregi. Bróðir Sigríðar, samfeðra, er Ægir Þór Frímannsson, f. 29. mars 1985. Sigríður ólst upp á Siglufirði hjá móðurforeldrum sínum frá fæðingu. Þau eru Friðrik Stefánsson, f. 24. febrúar 1924, og Hrefna Einarsdóttir, f. 9. ágúst 1926. Þeirra börn eru Gunnar, f. 1. febr- úar 1945, Sigrún, f. 11. júlí 1947, Jónína Gunnlaug, f. 17. febrúar 1949, en hún var ættleidd af Ásgeiri Björnssyni og Sigrúnu Ásbjarn- ardóttur, Kolbrún, f. 24. nóvember 1950, Sigurður f. 5. ágúst 1952, og Stefán Einar, f. 12. október 1960. Sigríður var í sambúð í Reykjavík til nokkurra ára með Jóni Skarphéðinssyni, f. 9. októ- ber 1969. Þau slitu samvistum. Síðastliðin tvö ár bjó Sigríður með Sigurjóni Júlíussyni, f. 26. ágúst 1960 og nú síðast í Vest- mannaeyjum. Útför Sigríðar verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Er fölnar hinn græni gróður, þá genginn er stig. Æ, mikið var Guð nú góður að gefa mér þig. Að jörðu hneig drifhvít dúfan; það dimmdi við torg. En ég veit þú lifir, ljúfan, í ljósanna borg. Ástarkveðja, pabbi. Af sjúkum í lífinu segir svo fátt og sjaldnast þeim vegirnir greiðir. Þú veist það mín kæra þú afa þinn átt ætíð, þó hér skilji leiðir. Siggu við kveðjum með sorgmæddum róm en svo verður örlögum taka. Við munum á leiði þitt bera þér blóm í bæninni yfir þér vaka. Kveðja, afi og amma. Við andlátsfregn þína allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn tjáð var í bænunum mínum, en guð vildi fá þig og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því, sem frelsarinn hefur að segja, um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög, sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár og erfitt sé við hana að una, við verðum að skilja og alltaf við verðum að muna, að guð, hann er góður og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú að hann geymi vel sálina þína. (Bryndís Jónsdóttir.) Það var laugardagskvöld og ég í góðra vina hópi þegar síminn hringdi. „Stebbi minn, hún Sigga „systir“ þín lést í kvöld.“ Á augabragði breyttist gleðitil- finning í hjarta mér í nístandi sárs- auka. Það er erfitt að skilja að til- gangur sé með því að kalla burtu unga stúlku, en Sigga hefði orðið að- eins 36 ára 23. maí. Nú hringir Sigga ekki framar í Fidda afa og Hrefnu ömmu og spyr eftir Stebba „bróð- ur“. Vegir Guðs eru órannsakanlegir, en ég trúi því að almættið ætli þér annað og mikilvægara hlutverk á æðri stöðum. Með þessum fátæk- legu orðum kveð ég Siggu systur. Þinn bróðir Stefán. Mig langar til að minnast elsku- legrar frænku minnar sem fallið hef- ur frá langt um aldur fram. Frá því ég man eftir mér var alltaf til amma Hrefna, afi Fiddi og Sigga frænka. Hún var dótturdóttir ömmu og afa en ólst upp hjá þeim á Siglufirði frá fæðingu. Með vaxandi aldri kom í ljós að vitsmunalegur þroski Siggu var skertur. Hún lærði þó að lesa, skrifa og reikna með dyggri aðstoð ömmu sinnar og afa. Sigga var mikill dýravinur. Á unga aldri gaf afi henni hest og hún eyddi ófáum stundum í hesthúsun- um með afa og ég fór stundum með. Ég var alltaf smeik við hrossin en þau hændust sérstaklega að Siggu og hún náði sérstöku sambandi við þau. Hún mátti ekkert aumt sjá og allt til æviloka var hún að bjarga heimilislausum dýrum. Það var mikil músík í Siggu og ég man eftir því þegar ég kom við hjá ömmu og afa á leið heim úr skól- anum að þá hljómaði oft tónlist frá herberginu hennar og ég heyrði hana syngja hátt. Ég öfundaði hana af þessum mikla hæfileika að geta lært dægurlagatexta á mettíma og geta sungið svona vel. Sigga hafði drauma og þrár líkt og við öll og þegar hún óx úr grasi vildi hún standa á eigin fótum. Leið henn- ar lá til höfuðborgarinnar þar sem hún hóf nám í Öskjuhlíðarskóla og síðar var hún eina önn í Hússtjórn- arskólanum. Hún hóf sambúð með fyrrverandi sambýlismanni sínum, Nonna. Á þeim tíma var ekki mikið samband okkar á milli nema við hitt- umst um jól og á öðrum fjölskyldu- mótum. Ég fékk þó alltaf fréttir af henni reglulega þar sem hún var í miklu sambandi við afa og ömmu og móðir mína. Ég flutti af landi brott í nokkur ár en þegar ég kom til baka og bjó í Reykjavík efldist samband okkar til muna. Sigga stóð á tíma- mótum. Hún hafði greinst með flogaveiki nokkru áður og reyndist mjög erfitt að halda sjúkdómnum niðri. Heilsu hennar fór hrakandi því flogaköstin tóku sinn toll. Hún flutti í Hátún eftir að sambandi hennar lauk við Nonna. Þetta var erfiður tími fyrir Siggu og hún þurfti á mikl- um stuðningi að halda. Ég reyndi að hjálpa henni eftir fremsta megni og það myndaðist sérstakt samband okkar á milli og ég varð trúnaðarvin- ur hennar. Við eyddum miklum tíma saman og henni fannst svo gaman að hitta litla strákinn minn sem hún dáði enda hafði hún mikið dálæti á börnum. Samskiptin við Siggu gátu þó verið mjög krefjandi. Það gat ver- ið erfitt að rökræða við hana og hún átti það til að rjúka upp og æsa sig við mann en oftast sá hún að sér og var fljót að biðjast fyrirgefningar. Inn á milli gátum við þó grínast og þá var mikið hlegið. Þannig mun ég muna hana og sakna hlátursins hennar sem var svo smitandi. Eftir að Sigga flutti í Hátún kynntist hún Sigurjóni. Þau fluttust til Vestmannaeyja þaðan sem hann er ættaður og hófu þar búskap. Eftir það minnkuðu samskipti okkar aftur en áfram fékk ég tíðar fréttir af henni gegnum afa. Samband Siggu og afa var einstakt. Þau töluðu sam- an nánast daglega og hann var henn- ar helsta stoð og stytta í lífinu að öll- um öðrum ólöstuðum. Því bið ég góðan Guð að gefa afa og ömmu og öðrum ástvinum og ættingjum styrk til að takast á við sorgina. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson.) Hvíl þú í friði. Þín frænka Sandra. Hinsta kveðja til elskulegrar syst- urdóttur minnar, Sigríðar Frí- mannsdóttur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Megi Guð og góðu englarnir varð- veita þig. Þín frænka Kolbrún Friðriksdóttir. SIGRÍÐUR FRÍMANNSDÓTTIR AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning- @mbl.is) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsyn- legt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Frágangur afmælis- og minningargreina  Fleiri minningargreinar um Sigríði Frímannsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.