Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðmundur Sig-urðsson fæddist í Hólmaseli í Gaul- verjabæjarhreppi 26. júní 1931. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands hinn 17. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Sigurð- ur Halldór Ormsson bóndi, f. 23. apríl 1899, d. 24. janúar 1984, og Guðrún Guðmundsdóttir, f. 23. september 1895, d. 2. júlí 1952. Systk- ini Guðmundar eru Guðrún, f. 7. apríl 1927, d. 2002, Pálína, f. 9. maí 1928, d. 1998, Sig- rún, f. 20. ágúst 1929, Jósep, f. 16. maí 1939. Guðmundur kvæntist 28. des- ember 1963 eftirlifandi eignkonu sinni, Jóhönnu Gústafsdóttur, f. í Þýskalandi 15. desember 1942. Eignuðust þau sex börn saman, en fyrir átti Jóhanna Vilhjálm Arnar: Vilhjálmur Arnar Ólafsson, sambýlis- kona Birgitta Elín Antonsdóttir; Sig- urður, kvæntur Unni V. Guðlaugsdóttur; Guðrún, sambýlis- maður Eiríkur Ingi Sigurjónsson; Anna Pálína, sambýlis- maður Gunnar Sig- urðsson; Svandís, sambýlismaður Jón Ásbjörn Grétarsson; Jóna Heiðdís, gift Þorbirni Sigurðs- syni; og Kristrún. Barnabörn Guðmundar og Jó- hönnu eru 21 og barnabarnabörn- in þrjú. Guðmundur tók við búi af föður sínum árið 1964 og stundaði bú- skap þar til Anna Pálína og Gunn- ar tóku við 1995. Útför Guðmundar verður gerð frá Villingaholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Fyrstu minningar mínar frá því ég var lítil eru þegar ég var á gangi með pabba út á Gljá. Ég var kannski 4-5 ára og var að reyna að halda í við hann, pabbi arkaði á sínum vanalega hraða og ég stelpuskottið hálfhljóp á eftir, þangað til hann tók í höndina á mér svo ég gæti haldið í við hann. Ég á margar góðar minningar um pabba, sem ég elti og var mikið í kringum við vinnuna á bænum. Ég var ekki gömul þegar ég var farin að hjálpa til í fjósi og við sauðburð og tengdist honum sterkum böndum. Hann var góður við skepnurnar og mátti ekkert aumt sjá og fannst stefna okkar yngri bænda oft ekki gæfuleg, enda vorum við nú ekki allt- af sammála, þegar gamli og nýi tím- inn mættust. En oft er það gott sem gamlir kveða og oftar en ekki hafði pabbi rétt fyrir sér. Pabba fannst gaman að veiða lax og silung í net í Þjórsá og veiddi oft vel, of vel að sumra áliti þ.e. þeirra sem þurftu að borða veiðina. Öll sumur frá því við tókum við bú- skapnum 1995 hefur pabbi hjálpað okkur við heyskap og jarðrækt. Hann átti litla jarðýtu sem hann not- aði við að laga til túnstæði og flög. Hann braut töluvert land undir tún síðasta sumar, sem var mikið verk á litlu verkfæri. Í heyskapartíð var hann oftar en ekki kominn út á tún að slá fyrir allar aldir og yfirleitt rak- aði hann öllu heyi saman. Kæri pabbi, nú er komið að leið- arlokum og það er mikið tómarúm og söknuður sem þú skilur eftir í huga okkar allra. Þegar maður hefur borið tak- markalausa virðingu fyrir einhverj- um er erfitt að sleppa takinu. Kveðja frá okkur öllum og Guð geymi þig. Anna Pálína. Ég kveð þig núna, pabbi minn, í síðasta sinn með tár og söknuð í hjarta, söngurinn þinn er hljóðnaður en minningin hljóðnar aldrei. Ferðirnar í Hólmasel voru of fáar núna síðustu ár, er kannski lík þér, pabbi minn, fer lítið af bæ. Þú aðstoðaðir mig á svo margan hátt, sýndir þína ást á mér og börn- unum mínum þannig. Það er svo margt sem kemur upp í huga minn þegar ég hugsa um þig, elsku pabbi, sem ég mun geyma í hjarta mínu og segja börnunum mín- um frá. Ég læt hér fylgja uppáhalds sálminn minn sem þér þótti svo fal- legur. Þú ert farin í aðra sveit og munt syngja og líta eftir okkur þar líka, bless pabbi minn. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Þín dóttir, Svandís. Elsku pabbi. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Þú vekur hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Ég veit ekki hvernig ég á að kveðja þig, mig langar ekki til þess en stundin er komin, alltof snemma og ég var ekki búin að segja þér hve mér þykir vænt um þig. Mín eina huggun er sú að núna líður þér vel og ég veit að Guð hefur tekið þig í faðm- inn, hjá honum hittir þú alla sem þú hefur misst í áranna rás og þau taka þar á móti þér með opinn faðminn. Við sem eftir erum reynum að lifa við sorgina og vitum að við hittumst, seinna. Hvíldu friði. Þín dóttir Jóna Heiðdís. Með kveðjutár á vanga lít ég þinn gengna veg. Minnist hvers andartaks er þú gafst mér – svo margt. Hjarta mitt brostið læknar minningin um okkar hinstu kveðjustund. Loks þú lagðist aftur með sáttabros á vör tókst þinn síðasta andardrátt og hvarfst á braut. En um eilífð mun í hjarta mínu óma söngur þinn. (JME.) Þakka þér allar stundirnar sem við áttum saman, elsku pabbi minn, og þær sem þú gafst honum Aroni mínum. Ég vona að þér líði loks vel og haf- ir hitt alla þá sem fóru á undan þér sem stóðu þér nær. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Kristrún. Elsku afi. Það er skrítið að þú sért ekki leng- ur hérna með okkur. Þótt þú sért ekki hérna lengur í persónu þarftu ekki að vera farinn út af því. Þú átt stóran stað í hjarta mínu, þaðan ferðu aldrei. Og hvar sem ég er og hvenær, það skiptir engu máli, ég mun alltaf hugsa um þig og minn- ingin um þig lifir með mér. Þú ert kominn á betri stað með guði og ég vona að guð gæti þín. Hitti þig seinna. Kveðja með söknuði. Ásbjörn Örvar. GUÐMUNDUR SIGURÐSSON ✝ Ásdís Jónasdóttirfæddist í Efri- Kvíhólma í V-Eyja- fjallasveit 30. októ- ber 1909. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð laugardag- inn 10. maí síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Jónas Sveins- son, bóndi í Efri- Kvíhólma, f. 4. nóv. 1875, d. 29. nóv. 1946 og Guðfinna Árna- dóttir, f. 12 sept. 1874, d. 23. nóv. 1972. Systkini hennar voru Sveinn, f. 9. júlí 1902, d. 26. des. 1981, Marta Sigríður, f. 14. nóv. 1903, d. 7. júlí 2000. Engilbert Ármann, f. 28. febr. 1906, d. 24. apríl 1987, Elín, f. 1908, Guðrún, f. 30. okt. 1909, d. 25. okt. 1975, Guðný Bergrós, f. 21. nóv. 1912, Sigurþór, f. 1. júlí 1915, og Guðfinna, f. 30. okt. 1916, d. 18. febr. 2002. Ásdís hóf búskap í Vestmannaeyjum 1935 með heit- manni sínum, Sigurgeiri Þorleifs- syni frá Miðhúsum í Hvolhreppi, f. 12. júlí 1902, d. 24. ágúst 1950. Dóttir þeirra er Júlía, f. 31. ágúst 1937, maki Jóhann Bergur Sveins- son, f. 19. sept. 1930. Börn þeirra eru: a) Ásthildur Edda, f 3. okt 1957, d. 31. des 1962. b) Sigurgeir Svanur, f. 19. des 1958. c) Guðfinna Bryndís, f. 19. okt. 1961, sonur hennar og Albertos Bianco er Jó- hann Davíð Bianco, og dóttir hennar og Júl- íusar Ólafssonar, f. 18. mars 1963, er Helena Júlíusdóttir, f. 4. ág. 1987. d) Kristinn Edg- ar, f. 20. okt. 1964, maki Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir, f. 12. apríl 1970, börn þeirra eru Berg- ur Edgar, f. 15. júlí 1995, og Gyða Sveinbjörg, f. 6. mars 2001. Sonur Ásdísar og Baldurs Sigurlássonar, f. 1926, d 1980, er Héðinn Heiðar, f. 15. jan. 1953, sambýliskona er Ragnheiður Sigurðardóttir, f. 17. júní 1949. Dóttir Héðins og Önnu Maríu Kristjánsdóttur, f. 22. des. 1962, er Ásdís Ýr, f. 3. feb. 1984, þau skildu.Útför Ásdísar verður gerð frá Ásólfsskálakirkju undir Eyjafjöllum í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Elsku frænka, nú ertu örugglega komin í sveitina þína undir Eyjafjöll- um, sveitina sem þú unnir svo heitt. Mikið var alltaf gaman hjá okkur þeg- ar við komum saman sumar eftir sum- ar í Hamragörðum hópur ættingja á öllum aldri. Mér fannst vera samasem merki á milli Hamragarða og Ástu frænku. Gudda gamla í hlóðareldhús- inu vakti heldur betur lukku hjá krökkunum, en þú varst ólöt við að bregða aðeins á leik með þeim. Hvað þið Berglind Ósk náðuð vel saman, Ásta frænka alltaf tilbúin að leyfa henni að vaska upp eða sulla með vatn í fati og þar fram eftir götunum. Þegar við bjuggum í Grindavík og þú í Kefla- vík var oft skroppið til Keflavíkur í heimsókn og alltaf var jafn gaman að koma til þín, það var hreinlega á við vítamínsprautu. Þú varst alltaf svo kát og skemmtileg þó var líf þitt ekki alltaf dans á rósum. Það var svo gaman að heyra þig segja frá, þú lékst allt svo vel að maður lifði sig inn í frásögnina, skemmtilegar sögur úr sveitinni þinni og þar áttu dýrin stóran sess því þú varst mikill dýravinur. Einnig sagðir þú mér oft frá því þegar þú bjóst í Eyj- um og þá minntist þú oft á vinnustað- inn þinn, Hraðfrystistöðina eða Hrað- ið eins og þú kallaðir það, en þaðan áttir þú greinilega góðar minningar. Síðar þegar ég fluttist með fjölskyld- una til Eyja spjölluðum við oft saman í síma. Og hvað það var gaman þegar þú komst til okkar til Eyja og varst hjá okkur í nokkra daga í yndislegu veðri, en til eyja komstu ekki oft eftir gos. Ekki skemmdi fyrir að Jónas frændi var hjá okkur á sama tíma og þið rifj- uðuð upp á leikrænan hátt eins og ykkur einum var lagið hina ýmsu at- burði og atvik liðinna tíma svo við velt- umst um af hlátri. Já, þær eru ynd- islegar minningarnar sem ég á um þig, elsku frænka. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Gættu þess vin, yfir moldum mínum, að maðurinn ræður ei næturstað sínum. Og þegar þú hryggur úr garðinum gengur ég geng þér við hlið þó ég sjáist ei lengur. En þegar þú strýkur burt tregafull tárin þá teldu í huganum yndisleg árin sem kallinu gegndi ég kátur og glaður, það kætir þig líka, minn samferðamaður. (James McNulty.) Eygló Alda Sigurðardóttir. Ásdís fór níu ára gömul til Jóhanns P. Reykdal bakara og Dóru, konu hans, í Vestmannaeyjum, sem barn- fóstra og aðstoðarstúlka í bakaríinu og dvaldi hún þar til 12 ára aldurs, eða þar til þau hjónin fluttust til Danmerk- ur, og þrátt fyrir að þau vildu taka hana með þangað varð ekki úr því og fór hún því aftur heim að Kvíhólma. Ásdís, eða Ásta eins og hún var oftast kölluð, var lífsglöð stúlka og tók virkan þátt í störfum ungmennafélagsins Trausta og var vel liðtæk í leikstarf- seminni fyrir félagið, sem fram fór á Heimalandi á haustin. Hún fór í kaupavinnu á ýmsum stöðum, strax og hún hafði aldur til, og kom sér þar vel. Ásta varð síðar húsmóðir í Vest- mannaeyjum og stundaði jafnframt fiskvinnslustörf í Hraðfrystistöð Vest- mannaeyja um árabil og þótti góður starfskraftur og minntist hún oft á það hve gaman hefði verið við vinnuna í „Hraðinu“. Hún hugsaði mikið um vel- ferð starfsfólksins, tók þátt í verka- lýðsbaráttunni og var lengi trúnaðar- maður starfsfólks á sínum vinnustað. Það var mjög ríkt í henni að orð skyldu standa og ekki væri troðið á rétti fisk- vinnslukvennanna. Ekki var lífið alltaf dans á rósum á þessum árum og stundum litla vinnu að fá og oft þröngt í búi og var þá gjarnan horft austur til flaggstangarinnar á „Stöðinni“ til að athuga hvort búið væri að flagga þar bláleita fánanum, sem var merki um að konurnar ættu að mæta til vinnu næsta morgun og fylgdi því mikil gleði þegar slík atvinnuleysistímabil voru á enda. Í kjölfar eldgossins í Vest- mannaeyjum 1973 fluttist Ásta til Keflavíkur ásamt syni sínum og hóf þar fiskvinnslustörf hjá Frystihúsi Þórðar Jóhannessonar og síðar Frystihúsi Óla Sól. Síðast bjó hún að Faxabraut 30 í Keflavík. Hún var mik- ill barna- og dýravinur og nutu bæði börn og kisurnar hennar jafnan góðs atlætis hjá henni og voru henni miklir gleðigjafar. Hún talaði gjarnan um „fólkið sitt“ með mikilli virðingu þegar ættmenni hennar voru annars vegar. Glaðsinni hennar og léttur húmor komu sér oft vel í harðri lífsbaráttunni á síðustu öld. Blómin og jurtirnar áttu góðu við- móti að fagna hjá henni og glöddu hana mikið, enda kom hún sér upp blómagarði hvar sem hún var og alltaf þurfti hún að fara út á blett og athuga gróskuna í garðinum hjá dóttur sinni, þegar hún kom í heimsókn til okkar í Þverholtið. Systurnar frá Efri-Kví- hólma nutu þess oft að spjalla, syngja og hlæja saman löngum stundum þeg- ar þær hittust og var þá ekki spurt um það hvað tímanum leið og munu næt- urnar stundum hafa séð framan í dagskímuna áður en dagskránni var að fullu lokið hjá þeim, á góðri stund. Frá því árið 2000 dvaldi hún á hjúkr- unarheimilinu Víðihlíð í Grindavík, eft- ir að heilsu hennar fór að hraka, og deildi hún þar fróðleik og gamanmáli á meðal þeirra sem þar dvöldu með henni, á meðan heilsan leyfði, en hún var sannkölluð sögumanneskja og kunni mikið af ljóðum og vísum, enda hafði slíkt verið haft mjög á vörum á æskuheimili hennar í sveitinni. Talaði samvistarfólk hennar í Víðihlíð oft um ÁSDÍS JÓNASDÓTTIR Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við fráfall ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTINS HELGASONAR, Grundargerði 9, Reykjavík. Ingibjörg Þorkelsdóttir, Þóra Kristinsdóttir, Þorvaldur Karl Helgason, Gylfi G. Kristinsson, Ragna Þórisdóttir, Gunnar Helgi Kristinsson, María Jónsdóttir, Axel Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför ÓLAFS ÞÓRÐARSONAR frá Ökrum, á Mýrum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis aldraðra, Borgarnesi. Ingibjörg Jóhannsdóttir, börn, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.