Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hannes Krist-jánsson fæddist í Holtaseli á Mýrum í Hornafirði 25. janúar 1917. Hann lést á hjúkrunarheimilinu á Höfn 14. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Benedikts- son, bóndi og hrepp- stjóri, og Jóhanna Steinunn Sigurðar- dóttir húsmóðir. Hannes var tíundi í aldursröð fimmtán systkina og eru fjórar systur hans nú á lífi, þær Guðrún, Unnur, Kristín og Steinunn. Fjöl- skyldan fluttist að Einholti á Mýr- um þegar Hannes var á fyrsta ári og þar ólst hann upp til fullorðins- ára við öll almenn sveitastörf. Hinn 18. febrúar 1945 kvæntist Hannes eftirlifandi eiginkonu sinni, Lilju Aradóttur frá Borg, f. 23. 7. 1922. Hannes og Lilja eign- uðust sex börn. Þau eru: 1) Stein- unn, f. 11. 11. 1944, búsett í Reykjavík, hún á tvö börn og fjög- ur barnabörn. 2) Sigurður Örn, f. 30. 10. 1945, kvæntur Guðbjörgu Sigurðardóttur, búsett á Höfn, þau eiga tvö börn og þrjú barna- börn. 3) Kristján Heiðar, f. 22. 6. 1949, d. 21. 4. 1971. 4) Sigmar Þór, f. 11. 10. 1951, kvæntur Ingibjörgu Ólöfu Sigurðardóttur, búsett á Selfossi, þau eiga fjögur börn. 5) Rannver Hólm- steinn, f. 8. 8. 1955, kvæntur Sólveigu Hafsteinsdóttur, bú- sett í Svíþjóð, þau eiga þrjá syni. 6) Ari Guðni, f. 16. 2. 1960, kvæntur Önnu Egils- dóttur, búsett í Hóla- brekku í Hornafirði, þau eiga fjóra syni og tvö barnabörn. Hannes og Lilja byrj- uðu þau sinn búskap á Höfn í Hornafirði þar sem þau byggðu húsið Strönd, sem nú er Ránarslóð 10. Á Höfn stundaði Hannes aðallega sjómennsku en hugurinn leitaði í sveitina og árið 1948 fluttu þau hjónin að Rauða- bergi á Mýrum. Árið 1952 keyptu þau jörðina Hólabrekku í sömu sveit, húsuðu þar smám saman upp og bjuggu þar blönduðum bú- skap til ársins 1990 þegar þau fluttust að Silfurbraut 21 á Höfn. Eftir að börnin komust á legg stundaði Hannes talsvert vinnu ut- an heimilis, aðallega við smíðar. Hannes átti við vanheilsu að stríða síðustu ár ævinnar en gat þó dvalið á heimili sínu að mestu leyti. Hann var fluttur á hjúkrun- arheimili níu dögum áður en hann lést. Útför Hannesar fer fram frá Hafnarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Það er ekki oft sem maður getur lýst 86 ára gömlum manni á þann hátt sem hægt var að lýsa Hannesi. Fyrstu orðin sem koma upp í hugann þegar lýsa á persónuleika hans eru líf og fjör. Hann var mjög lífsglaður og fjörugur, þó að líkamleg heilsa hans hafi hindrað hann að einhverju leyti að tjá það fjör. Það líf sem kraumaði innra með honum fór þó ekki fram hjá neinum sem umgekkst hann. Ég kynntist Hannesi í Hólabrekku árið 1985, en þá flutti ég austur á Mýrar í Austur-Skaftafellssýslu, þá 11 ára gömul. Ég fékk fljótlega að kynnast húmornum sem var stór þáttur í persónuleika Hannesar. Ég var borgarbarn og fannst ekki fínt að flytja í sveit og var Hannes fljótur að finna þennan veikleika og stríða mér með þessu. Einnig fann hann hversu viðkvæm ég var fyrir því að vera bendluð við einhvern af hinu kyninu og þótti honum gaman að stríða mér á strákum í sveitinni. Vegna þess hve Hannes hafði góðan húmor þá var alltaf gaman að vera þar sem Hannes var. Hann fann alltaf spaugilegar hliðar á öllu og var fljótur að koma með skemmtilegar athugasemdir og hnyttin tilsvör. Það var líka stutt í hláturinn sem kraumaði alltaf undir yfirborðinu og þegar hann hló þá hló hann með öllu andlitinu og sá hlátur var smitandi. Annað sem einnig ein- kenndi persónuleika Hannesar var það að hann var mikill herramaður, bæði kom það fram í klæðaburði hans og framkomu. Hann gekk oft með fína hatta og hafði ákveðnar skoðanir á fatnaði. Ef hann fór út að borða með hópi fólks þá bauðst hann ósjaldan til að borga fyrir hópinn, sérstaklega ef meiri hluti hópsins var kvenkyns. Hann hafði líka gaman af að dansa og naut þess eins lengi og úthaldið leyfði. Það er alltaf erfitt að kveðja, en eins og allir vita þá er dauðinn óhjá- kvæmilegur. Á svona stundum reyn- ir maður að líta á allt sem hægt er að þakka fyrir. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Hannesi. Þakklát fyrir að hann þurfti ekki að þjást mikið. Þakklát fyrir að hann fékk að lifa svona lengi og sjá börn, barnabörn og barnabarnabörn. Hann var ríkur maður þegar horft er til afkomendafjölda og naut hann ná- lægðar margra þeirra. Hannes vissi að hverju stefndi nokkrum mánuðum áður en kallið kom og virtist kveðja sáttur við sitt. Þetta er góð vissa. Af mörgu er að taka og margs að minnast, en hér skal staðar numið. Lilja, ég vil sérstaklega votta þér samúð mína, því ég veit að það verð- ur skrítið fyrir þig að hafa ekki leng- ur lífsförunaut þinn til u.þ.b. 60 ára, þér við hlið. Júlíana. Enn syngur vornóttin vögguljóð sín, veröldin ilmar, glitrar og skín. (Tómas Guðm.) Þessar ljóðlínur verða oft ofarlega í huga mínum þegar ég geng út í næt- urkyrrðina á hverju vori til að huga að kindum við burð. Og margar eru þar fagrar vornæturnar á Mýrunum, enda nýt ég þess oft að staldra við á hlaðinu í Hólabrekku og virða fyrir mér fagurt útsýni til jöklanna sem blasa við í nálægð og fjallahringsins sem myndar fagra umgjörð um Hornafjörðinn. Það var köld vornótt 8. maí 1952 en falleg, a.m.k. í minningu fjölskyld- unnar í Hólabrekku, sem átti þau tímamót í lífi sínu að hafa fyrr um daginn flutt þangað búferlum. Hann- es Kristjánsson og Lilja Aradóttir höfðu fest kaup á jörðinni og þar með látið drauminn rætast um að eignast sitt eigið býli. Saga Hannesar hefst í Holtaseli á Mýrum 25. janúar 1917 en þar fædd- ist hann. Foreldrar hans flytja síðan að Einholti í sömu sveit þar sem hann ólst upp í stórum systkinahópi en hann var tíundi í röðinni af fimm- tán systkinum. Lífið var systkinun- um ekkert auðvelt, því móður sína misstu þau þegar Hannes var á ung- lingsaldri. Einnig fór hann ekki var- hluta af því fremur en önnur börn á þeim tíma að þurfa að taka til hend- inni um leið og hann gat. Mörg voru handtökin á stóru heimili og þau sjálfsögðu þægindi nútímans, eins og t.d. sjálfrennandi vatn í húsum eða rafmagn, var ekki um að tala í þá daga. Sveitin var oft erfið yfirferðar sökum vatnavaxta og afgirt straum- þungum jökulám til beggja handa. Fólk lærði að vera sjálfu sér nægt í einu og öllu. Hannes fór ungur að sækja vinnu annað. Var hann til sjós á vertíðum. Einnig vann hann við smíðar þegar það bauðst, enda laginn til þeirra verka. Hann var eitt sinn beðinn að taka að sér smíðavinnu úti á Borg en það var einmitt þar sem hann hitti hana Lilju sína, sem varð förunautur hans í meira en hálfa öld. Þau hófu búskap á Höfn en þar fæddust elstu börn þeirra, þau Stein- unn, fædd 1944, og Sigurður Örn, fæddur 1945. Þau flytja síðan að Rauðabergi á Mýrum þar sem þau bjuggu í fjögur ár. Þar fæddust þeim synirnir Kristján Heiðar, fæddur 1949, og Sigmar Þór, fæddur 1951. Frá Rauðabergi liggur síðan leiðin að Hólabrekku, þar bjuggu þau í 40 ár og undu hag sínum vel. Verkefnin voru næg við uppbyggingu býlisins og eins og á öðrum bæjum hafði vinnudagurinn ekki alltaf upphaf og endi í samráði við klukkuna. Það þurfti bara að hefja ákveðin verk og ljúka þeim. Þar kom sér oft á tíðum vel hve laginn verkmaður Hannes var og vinnusamur. Fjölskyldan var samhent og börnin tóku þátt í störf- um fullorðna fólksins eins og algengt er til sveita. Og þegar strákarnir voru orðnir fullvinnandi skiptust þeir feðgar gjarnan á að sækja vinnu ann- að, þar sem Hannesi var ráðlagt að skipta stundum um umhverfi af heilsufarsástæðum. Hann fór snemma að kenna sér sjúkdóms í lungum er háði honum mikinn hluta ævinnar. Eftir að þau fluttu í Hóla- brekku bættust tveir strákar í hóp- inn, Rannver Hólmsteinn, fæddur 1955, og Ari Guðni, fæddur 1960. Oft var glatt á hjalla í fjörmiklum krakkahópnum og á sumrin fjölgaði enn meir, því algengt var að börnum yrði komið þangað „í sveit“ eins og sagt er. Veit ég að það hefur verið eftirsóknarvert bæði fyrir börnin og aðstandendur þeirra. En það var því miður ekki alltaf bara glaumur og gleði innan dyra í Hólabrekku. Sorgin kvaddi sér hljóðs þar einn illviðrisdag í apríl 1971 þegar Sigurfari fórst í Horna- fjarðarós. Þar misstu þau Hannes og Lilja ungan og efnilegan son sinn Kristján Heiðar. Ekki þarf að orð- lengja hvílíkt áfall það varð þeim og fjölskyldunni allri. Þótt tíminn geti grætt við aðstæður sem þessar er gott að eiga til góða eiginleika og sál- arstyrk svo að lífið haldi áfram í sama farvegi, eins og Hannesi og Lilju tókst að láta það gera. Æðruleysi var ríkur þáttur í fari Hannesar og var það eflaust honum mikil hjálp við þær byrðar sem lífið lagði honum á herðar. Hann var heilsuveill í mörg ár og lítt vinnufær langt um aldur fram. Hann lærði að lifa með sjúkdómnum, stillti sig eftir honum og virtist sætta sig við þau takmörk sem heilsan setti honum. Þau 13 ár sem ég þekkti Hannes heyrði ég hann aldrei kvarta, né heldur að hann hefði mörg orð um veikindin, jafnvel ekki undir það síðasta, þegar hann vissi í hvað stefndi. Hannes var líka glettinn og spaug- samur og fylgdi sá eiginleiki honum til síðustu stundar. Hann hafði gam- an af að vera í góðra vina hópi, naut þess að spila á spil. Það var því mikil upplyfting fyrir hann að eiga þess kost að sækja slíkan félagsskap hjá félagi aldraðra á Höfn. Hannes bar góðan hug til fólks og það var sjaldgæft að heyra hann halla orði á aðra og forðaðist hann að taka þátt í slíkum umræðum. Enda var oft gestkvæmt á heimili þeirra Lilju, ekki síst meðan þau bjuggu í Hólabrekku. Ég þekki það af eigin reynslu hvernig aðbúnað vinnufólk í Hóla- brekku hafði en þangað var ég ráðinn í mánaðartíma veturinn 1990. Hann- es hafði þá verið lítt vinnufær um nokkurra ára skeið og búið í félagi við syni sína, fyrst þá Sigmar og Ara og síðar Ara er Sigmar flutti búferl- um. Móttökurnar og aðbúnaður allur sem ég og Óli sonur minn, þá á sjötta ári, urðum aðnjótandi voru með þeim hætti að ég svaraði því til einhverju sinni er ég var spurð út í veru mína þar að margir vinnuveitendur mættu taka fólkið í Hólabrekku sér til fyr- irmyndar. Ég fékk t.d. að kynnast því hversu góður kokkur Hannes var og ég man sérstaklega eftir einni há- degismáltíð þar sem Lilja og Ari voru ekki heima. Þá steikti Hannes handa mér fisk sem bragðaðist afar vel. Honum Óla mínum var tekið opn- um örmum og engu til sparað af um- hyggju við hann. Þeir náðu vel sam- an, hann og Hannes. Þeir áttu sameiginlegt áhugamál sem var spilamennskan. Óli fylgdi Hannesi gjarnan eftir er hann tók sér göngu- túr og þeir eyddu dágóðum tíma í spjall og spaug. Það teygðist heldur betur úr þess- um mánuði hjá mér því hann er orð- inn að þrettán árum. Kynni mín og Ara leiddu til þess að Hannes og Lilja fluttu búferlum að Silfurbraut 21 á Höfn þar sem við höfðum fest kaup á jörðinni. Ég og strákarnir mínir fluttum frá Rauðabergi í Hóla- brekku eins og Lilja og Hannes höfðu gert forðum daga. Áður en Hannes fór frá Hóla- brekku bað hann Óla að ganga með sér út í fjárhús í þeim tilgangi að gefa honum fjármarkið sitt. Það var mikil gleðistund í lífi stráksins sem þá hafði öðlast mikinn áhuga á sauðfé og dreymdi um að eiga stórt fjárbú þeg- ar hann yrði stór. Ekki veit ég hvort eða hvernig Óli þakkaði fyrir sig þarna í fjárhúsinu en eitt veit ég að í dag á Hannes hjá honum ómælt þakklæti fyrir allar velgerðirnar og samverustundirnar. Því er einnig þannig farið með strákana mína alla sem hann hefur ávallt talið til sinnar fjölskyldu og fylgst með af umhyggju og ræktarsemi. Síðasta samverustund okkar Hannesar var tveimur kvöldum fyrir andlát hans. Þá glöddumst við yfir mynd af henni Salvöru Döllu, ný- fæddri sonardóttur minni. Hannes lést á hjúkrunarheimilinu á Höfn hinn 14. maí síðastliðinn. Það var hlýr og fallegur dagur. Nóttin á undan var falleg, lömbin léku sér á hrímhvítri jörðinni og fuglarnir sungu fallegu vorljóðin sín í nætur- kyrrðinni. Í morgunsárið vék kulið fyrir hlýjum geislum sólarinnar sem hún útdeildi yfir fjöllin okkar og jökl- ana. Ég kveð Hannes með sorg og söknuði í hjarta en líka með miklu þakklæti fyrir allar góðar stundir og bið góðan guð að styrkja hana Lilju okkar, börnin þeirra og fjölskylduna alla í sorginni. Hvíl mig rótt, það hallar degi, hvíl mig, ljúfa þögla nótt. Vef mig þínum vinar örmum, vagga mér í draumi í nótt. Anna Egilsdóttir. Þegar maður er barn dettur manni ekki neitt annað í hug en að afi manns verði alltaf til en samt kom það okkur ekkert á óvart þegar mamma hringdi til að segja frá því að hann afi væri dáinn. Það kom bara á óvart að hann skyldi deyja þá en ekki einhvern tíma seinna. Það er betra að búast við dauðanum en að þurfa að horfast í augu við hann. En nú er hann horfinn á vit feðra sinna og þó það sé sorglegt fyrir okkur sem eftir sitjum, grunar okkur að það fari vel um hann þar sem hann er nú. Afi var búinn að vera veikur lengi, ekki alvarlega, en þó svoleiðis að síð- ustu ár höfum við glaðst yfir hverri þeirri stund sem við höfum átt með honum. Allaf vitað að senn kæmi að kveðjustund. Stundum verður æði langt á milli fólks þegar það býr ekki í sama landshlutanum þrátt fyrir alla þá tækni sem við búum við og kannski gáfust okkur systkinum þess vegna ekki margar stundir með afa sein- ustu ár. Í staðinn minnumst við afa eins og við þekktum hann. Frá æskuárum okkar í Hólabrekku, frá heimsóknum okkar til Hafnar og síðast en ekki síst af hetjusögum sem við vitum ekki enn hvort eru sannar, lognar eða hreinlega af einhverjum allt öðrum. Afi var einhver mesti töffari sem við þekktum. Með hattinn skásettan á höfðinu var hann eins og klipptur út úr mafíósamynd. Hann passaði alltaf að líta vel út og okkur borgarbörn- unum fannst hann sveipaður ævin- týraljóma. Okkur fannst svo skrítið að þessi mikli bóndi og sveitamaður væri ekki alltaf í fjósagallanum Það er t.d. til mynd af afa þegar hann var ungur í steypuvinnu einhvers staðar á Mýrunum. Á henni eru þrír menn, tveir í vinnusamfesting og gúmmí- stígvélum en einn í hvítri skyrtu með hatt. Það var afi. Svo átti hann líka alltaf mola sem hann laumaði til okkar krakkanna í Hólabrekku. Og fyrir okkur voru molar gullsígildi. Þótt okkur hafi stundum fundist þeir vera fáir, komu þeir alltaf á hárréttum tíma. Hann var líka dálítill sérvitringur, tók til dæmis aldrei bílpróf og átti heldur aldrei bíl, fór frekar bara á Nallanum á milli bæja ef þess þurfti. Það er svo margt sem við hefðum viljað ræða frekar við afa, til dæmis nýafstaðnar kosningar og pólitík yf- irleitt en það bíður betri tíma. Því ef hann afi okkar er kominn á annan stað viljum við líka enda þar þegar við kveðjum þennan heim og þá verð- ur sko glatt á hjalla. Það er með söknuði sem við kveðj- um góðan mann og frábæran afa. Elsku afi, við hlökkum til að sjá þig og takk fyrir allt og allt. Heiðrún og Ólafur Örn. HANNES KRISTJÁNSSON Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR SÓLEYJAR SVEINSDÓTTUR frá Þykkvabæjarklaustri, sem lést 7. maí sl. Viðar Karlsson, Adda Ingvarsdóttir, Svanhildur Karlsdóttir, Hrafnhildur Karlsdóttir, Ómar Guðmundsson, Guðmundur Karlsson, Sigrún K. Sigurjónsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, sonar, bróður og afa, SIGHVATS JÓHANNSSONAR, Litlabæjarvör 13, Bessastaðahreppi. Sigríður Tryggvadóttir, Þórarinn Sighvatsson, Elísabet Sigtryggsdóttir, Þórður Sighvatsson, Ingvar Örn Svighvatsson, Kristín Heiða kristinsdóttir, Jóhann Jónasson, Margrét Sigurðardóttir, Elín Jóhannsdóttir, Snorri Jóhannsson, Sturla Jóhannsson, Jónas Jóhannsson, Sigrún Jóhannsdóttir og afabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.