Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 21
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 21 ÍBÚAR í Rimahverfi í Grafarvogi af- hentu fulltrúum skipulagsyfirvalda í Reykjavík í gær undirskriftir 500 manna sem mótmæla fyrirhuguðu deiliskipulagi nyrsta hluta Land- símalóðarinnar sem svo er kölluð. Íbúarnir telja að ekki hafi verið kom- ið til móts við kröfur þeirra um að byggðin á svæðinu verði í samræmi við þéttleika og hæð byggðarinnar í kring. Málið á sér talsverðan aðdraganda en um eitt og hálft ár er liðið frá því að deiliskipulag lóðarinnar var fyrst kynnt meðal íbúa. Kom þá strax fram mikil andstaða við þéttleika væntan- legrar byggðar. Emil Örn Kristjáns- son, talsmaður íbúa, segir því fara fjarri að komið hafi verið til móts við athugasemdir fólksins í hverfinu. „Formaður skipulags- og bygg- inganefndar hefur ítrekað haldið fram að það sé sátt um þetta mál en það er beinlínis ósatt,“ segir hann. „Það sést best á því að í fyrra skil- uðum við inn 550 undirskriftum frá íbúum í þeim götum sem liggja að reitnum, eða allverulegum meiri- hluta íbúa. Í þessari viku ákváðum við að fara aftur af stað og höfum fengið 500 undirskriftir þrátt fyrir að hafa bara haft tvo daga til stefnu. Svo gott sem allir sem við töluðum við vildu ítreka sínar kröfur.“ Undirskriftirnar voru afhentar skipulagsyfirvöldum í gær, en þá rann út frestur til að skila athuga- semdum við tillögu að deiliskipulagi nyrsta hluta reitsins þar sem gert er ráð fyrir fjölbýlishúsum fyrir eldri borgara. Skipulag reitsins að öðru leyti hefur verið samþykkt. Emil bendir á að þó að hæð fjöl- býlishúsanna sé ekki eins mikil og upphaflega var ráð fyrir gert séu þau enn of há auk þess sem íbúðafjöldinn sé sá sami. Með undirskriftunum séu íbúarnir að hnykkja á þeim kröfum sínum að byggðin verði grisjuð, hæð húsa verði í samræmi við aðliggjandi byggð, útivistarsvæði verði aukin og að áætlanir verði gerðar um upp- byggingu skóla og leikskóla í hverf- inu. Klofningur í meirihluta skipulagsnefndar „Við höfum haft spurnir af því að landeigandi hafi lýst yfir vilja sínum til að hafa makaskipti við borgina á hluta landsins þannig að borgin gæti eignast þarna svæði sem mætti skipuleggja fyrir útivist. Það væri synd að missa af því tækifæri.“ Hann bendir einnig á að greinilegur klofn- ingur sé í meirihluta skipulags- og bygginganefndar um málið því fulltrúi Framsóknarflokks í nefnd- inni hafi nýverið komið með tillögu um að þetta verði endurskoðað. Þá óski íbúarnir einnig eftir að rík- ara samráð verði haft við þá um mál- ið en því hafi verið lofað fyrir síðustu sveitarstjórnakosningar. „Ég var fulltrúi íbúa í samráðshópi sem þá var skipaður en kom einfaldlega að fullmótuðum tillögum og var beðinn um að segja mitt álit. Svo drukknaði umræðan í þessi fjögur skipti sem þessi hópur hittist í einhverjum smá- atriðum. Það var ekkert tekið á aðal- málinu sem er of þétt byggð.“ Athugasemdafrestur vegna Landssímareits rann út í gær Afhentu mótmæli 500 íbúa Grafarvogur Morgunblaðið/Kristinn Emil Örn Kristjánsson, Einar Birgir Hauksson og Þórdís T. Þórarinsdóttir (t.h.) afhenda Salvöru Jónsdóttur, sviðsstjóra skipulags- og byggingasviðs Reykjavíkur, og Helgu Bragadóttur skipulagsfulltrúa mótmæli íbúanna. ÚTLIT er fyrir að nýtt íþróttahús í Hofsstaðamýri í Garðabæ verði stærra en áætlanir gerðu ráð fyrir og innihaldi tvo löglega keppnis- velli í handbolta. Frávikstilboð Ís- lenskra aðalverktaka, þar sem gert var ráð fyrir svo stóru húsi, reynd- ist vera lægra en kostnaðaráætlun Garðabæjar fyrir lítið íþróttahús. Að sögn Ásdísar Höllu Braga- dóttur bæjarstjóra hafa nokkrar hugmyndir verið á borðinu varð- andi stærð hússins í Hofsstaða- mýri. Ýmsir, m.a. forsvarsmenn Stjörnunnar, hefðu óskað eftir húsi sem væri nægilega stórt til að rúma tvo löglega keppnisvelli í handbolta en í ljós hafi komið að slíkt hús yrði ákaflega dýrt, þ.e. kostnaðaráætlun fyrir það hljóðaði upp á liðlega 700 milljónir. „Það var ekki talið ráðlegt að fara í svo stórt hús þannig að húsið var hannað dálítið minna en þó þannig að þar yrðu tveir góðir æf- ingarvellir fyrir handbolta, tveir löglegir körfuboltavellir og fleira. Kostnaðaráætlun fyrir slíkt hús var rúmlega 500 milljónir og niður- staða bæjarráðs var að bjóða út þá stærð en hvetja til frávikstilboða þannig að ef að verktakar hefðu áhuga á að bjóða í stærra hús þá væru slík boð velkomin,“ segir hún. Niðurstöður útboðsins voru kynntar á fundi bæjarráðs í vik- unni og kom þá í ljós að fráviks- tilboð ÍAV fyrir stærra húsið var lægra en kostnaðaráætlun bæjar- ins fyrir minna húsið gerði ráð fyr- ir eða rétt tæpar 500 milljónir. Í framhaldinu ákvað bæjarráð að hefja viðræður við ÍAV um gerð stærra hússins. Reksturinn verði boðinn út í einkaframkvæmd Að sögn Ásdísar Höllu voru út- boðsaðilar einnig hvattir til að skila inn frávikstilboðum sem gerðu ráð fyrir að húsið yrði byggt í einka- framkvæmd. „Miðað við þau vaxta- kjör sem Garðabæ bjóðast núna sýna allir útreikningar að það er ekki skynsamlegt fyrir okkur að fara með þetta í einkaframkvæmd þegar litið er 50 ár fram í tímann. Hins vegar virðist vera hagkvæm- ast fyrir okkur að eiga húsið en bjóða út reksturinn og það er verið að skoða það mál líka.“ Ásdís segir stærra húsið munu innihalda alla sömu starfsemi og minna húsinu var ætlað. Til við- bótar verði sjálfur íþróttasalurinn stærri og sömuleiðis ýmis rými sem tengjast almennri þjónustu í húsinu. Stefnt að stærra íþróttahúsi í Hofs- staðamýri en áætlanir gerðu ráð fyrir Verði með tvo löglega keppnis- velli í handbolta Garðabær LEIKSKÓLINN Hlíðarendi vann á dögunum til verðlauna í teikni- sögusamkeppni á vegum UNESCO, Menningarmálastofnunar Samein- uðu þjóðanna. Frá þessu er greint á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar. Árið 2002 barst skólanum bréf frá UNESCO þar sem honum var boðið að taka þátt í alþjóðlegri teiknisögusamkeppni undir yf- irskriftinni: „Teiknaðu friðinn fyr- ir mig“. Leikskólinn sendi inn teiknisöguna „Vatnslausa land“ sem fjallar um að deila með öðr- um. Á dögunum var tilkynnt að leikskólinn hefði hlotið þriðju verðlaun í aldursflokki 4–5 ára barna. Það voru tíu börn á aldr- inum 4–5 ára sem unnu verkið ásamt þremur leiðbeinendum. Ný- lega fengu þau sent viðurkenning- arskjal ásamt bókagjöfum frá sam- tökunum og var myndin tekin við það tækifæri. Ljósmynd/Bryndís Ævarsdóttir Hlutu verðlaun UNESCO fyrir teiknisögu Hafnarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.