Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 24
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 24 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÝKRÝNDUR Evrópumeistari í blómaskreytingum, Gitte Hüttel Rasmussen er stödd hér á landi þessa vikuna, á vegum Garðyrkju- skólans, Reykjum í Ölfusi. Nem- endur á blómaskreytingabraut skólans hafa fengið að njóta til- sagnar hennar þessa viku og einn- ig var hún með námskeið fyrir fag- fólk í blómaskreytingum. Þegar fréttaritari leit inn og hitti Gitte ásamt nemendum blómaskreyt- ingabrautar var verið að leggja síðustu hönd á brúðarvendi sem nemendur höfðu hannað undir leiðsögn Gitte. Að sögn Gitte hefur hún verið í blómum allt sitt líf og aldrei gert annað. Hún hefur rekið blómabúð, kennt og leiðbeint víða og einnig hefur hún verið fengin til að vera dómari í blómaskreyt- ingakeppnum. Gitte er að koma til Íslands í fyrsta sinn, en sagðist mundu koma síðar í sumar með fjölskylduna, því landið hefði heill- að sig gjörsamlega. Einnig sagðist hún vera afskaplega ánægð með að vera á Garðyrkjuskólanum, því hér væri svo mikil gróska í starf- inu, allir opnir fyrir nýjungum og umhverfið fallegt, rólegt og heillandi. Nemendur voru af- skaplega ánægðir með nýja kenn- arann sinn og sagði einn nemand- inn frá því að Gitte hefði kennt þeim alveg ný vinnubrögð í hönn- un þessara brúðarvanda. Áður en hafist var handa við verkið þurftu nemendur að átta sig á því fyrir hvern vöndurinn átti að vera, hvaða blóm myndu passa og síðan átti hver og einn að teikna upp mynd af þeim vendi sem búa átti til. Þessum teikningum eru nem- endur ekki vanir og þótti gott að fá nýbreytni inn í skólastarfið. Evrópumeist- ari í blóma- skreytingum Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Brúðarvöndur sem Gitte segir að hafi orðið til eftir að nemandi sá mynda- sýningu hjá henni með hugmyndum af vöndum. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Gitte aðstoðar Berglindi Erlingsdóttur með brúðarvönd sinn. Hveragerði GLUGGI Alvörubúðarinnar á Sel- fossi hefur verið klæddur krossviði en þar má þó sjá tvö gægjugöt ef vel er að gáð. Glugginn er verk lista- konunnar Sirru Sigrúnar Sigurðar- dóttur en hún hefur útbúið mynd- bandsverk sem er sérhannað fyrir glugga búðarinnar. „Mér fannst strax að í glugganum ætti að vera myndband en þar sem heldur bjart er í glugganum fyrir myndbands- sýningar þróaðist verkið á þennan hátt.“ Hún bendir á að í verkinu sé hún meðal annars að velta fyrir sér gægjuþörf fólks og hvað verið sé að horfa á þegar gægst er á glugga. „Í öðru verkinu er til dæmis maður á myndbandi sem horfir á þig til baka en þú getur ekki horft í augun á honum sem er dálítið óþægilegt. Þannig skapast sú tilfinning að manneskjan sem gægist sé að stel- ast.“ Hún bendir á að hitt verkið hafi dálítið erótískan undirtón þar sem myndum af höndum og fótum hefur verið raðað saman á sérstakan hátt og nýtt sjónarhorn verið skapað. Hún segir verkið hafa fengið nokkuð sérstaka athygli. „Fjölmargir veg- farendur hafa komið í búðina og spurt hvað hafi eiginlega gerst, hvort einhver hafi brotið rúðuna.“ Sirra er ættuð frá Selfossi en jafnvel þótt hún búi í Reykjavík seg- ist hún hafa sterkar taugar austur. Morgunblaðið/Kristinn Listakonan Sirra við verk sitt í glugga Alvörubúðarinnar. Spáir í gægju- þörf fólks EIN þeirra fjölmörgu listamanna Ár- borgar sem opnar vinnustofu sína gestum og gangandi á menningarhá- tíðinni um helgina er listakonan Sjöfn Har. Nýverið flutti hún vinnustofu sína á Eyrarbakka í hús sem var upp- haflega byggt sem rafstöð vestan í svonefndu Óðinshúsi árið 1928, en hýsti síðar slökkvistöð og áhaldahús. Einbeitir sér að landslagsmyndum „Ég tek þátt í hátíðinni með því að hafa opnar dyr og verð með heitt á könnunni fyrir þá sem vilja kíkja í heimsókn. Þetta verður ef til vill nokkurs konar sýning í leiðinni þar sem að mestu leyti má sjá gömul verk en einnig nokkuð af nýjum,“ segir Sjöfn. Hún segist vera að byrja á nýjum viðfangefnum sem séu myndir af kon- um en hún hefur einbeitt sér að land- lagsmyndum síðastliðin tíu ár. Vinnu- stofa Sjafnar verður opin laugardag og sunnudag frá 14-19. Með heitt á könnunni Listakonan Sjöfn Har hefur ein- beitt sér að landslagsmyndum en er að byrja á nýju viðfangsefni sem er myndir af konum. ÁTJÁN álagablettir er heiti ljós- myndasýningar Bjarna Harðarsonar blaðamanns sem opnuð hefur verið í þjónustumiðstöðinni Gesthúsum á Selfossi um helgina, í tilefni menn- ingarhátíðarinnar Vors í Árborg. Á sýningunni má sjá myndir Bjarna af álagablettum víðs vegar í Árnes- og Rangárvallasýslu en svo nefnast heilagir staðir sem einhvers konar bannhelgi hvílir á samkvæmt íslenskri þjóðtrú. Oft er talið að í þeim séu álfabyggðir eða haugar fornmanna og getur bannhelgin sem fylgir þeim verið af ýmsu tagi, að sögn Bjarna. „Stundum má ekki vera með ærsl á staðnum eða ekki grafa í hann eða hrófla við honum á nokkurn hátt. Þá er nokkuð algengt að á slík- um stöðum sé sláttubann.“ Hann segir viðurlögin við því að brjóta bannhelgina vera mismun- andi. Þannig geti átt sér stað vofveif- leg dauðsföll manna eða skepna, bæ- ir sjást standa í ljósum logum eða mönnum gert ókleift að sinna bú- verkum á blettinum. „Sagan segir að vinnumaður einn á bænum á Kjarn- holti í Biskupstungum hafi ætlað að slá á álagabletti á túninu sem á var sláttubann. En alltaf þegar hann nálgaðist blettinn hætti ljárinn að bíta. Þetta sýnir okkur að álögin láta ekkert snúa á sig,“ segir Bjarni. Bannhelgin ennþá tekin alvarlega Bjarni safnaði þekkingunni úr þjóðsagnasöfnum og örnefnaskrám en einnig með því að ferðast um sveitirnar og tala við fólkið á bæj- unum. Hann bendir á að í Árnessýslu einni séu þekktir um þrjú hundruð staðir þar sem talið sé að yfirnátt- úrulegir atburðir hafi átt sér stað, t.d. reimleikar geisað, sést til trölla eða menn sokkið í jörðu. Hann hafi hins vegar valið að halda sig við álagablettina. Sögur um álagabletti eiga sér ým- iss konar uppruna, að sögn Bjarna. Sumir staðirnir eru gamlir tilbeiðslu- staðir frá dögum kaþólskrar kirkju hér á landi sem ekki hefur þótt við hæfi að raska. Þá má gera ráð fyrir að fólk hafi notað sögur um bann- helgi til að halda börnum frá hættu- legum stöðum eins og háum klettum. Þá getur einnig verið að veikar skepnur hafi verið urðaðar á staðn- um og því ekki mátt hrófla við honum til að forðast smit, til dæmis tengist bannhelgin stundum miltisbrandi. Bjarni segir að enn þann dag í dag haldi fólk bannhelgina í heiðri og taki hana töluvert alvarlega. „Enn eru sagðar sögur af því að óhöpp hafi hent á bæjum, voveifleg dauðsföll átt sér stað eða sjúkdómar komið upp og þetta rakið til þess að einhver hafi hróflað við álagabletti.“ Hann segir að fyrst eftir vélvæð- inguna og á því tímabili sem þjóðin var að rétta úr kútnum og komast í þær álnir sem hún er nú í hafi menn stundum ekki tekið hjátrúna alvar- lega og jafnvel skammast sín fyrir hana. Síðustu áratugina hafi áhuginn aftur á móti aukist og meiri virðing borin fyrir gamalli þjóðtrú. En trúir hann sjálfur á bannhelg- ina? „Ja … ég vil að minnsta kosti ekki taka fyrir hana,“ segir hann og hlær. „Álögin láta ekkert snúa á sig“ Morgunblaðið/Kristinn Bjarni Harðarson blaðamaður ferðaðist um Árnes- og Rangárvallasýslu og tók myndir af álagablettum. EIN myndanna á sýningunni sýna hundinn Snata framan við Fagurhól, haug Vattar bónda, sem fyrstur byggði Votmúla. Munnmæli herma að reynt hafi verið að grafa í hólinn og sýndist Votmúlabærinn þá standa í ljós- um logum. En graftrarmenn voru ófúsir að hætta og sendu einn úr hópnum heim að slökkva eldinn, en þá tók ekki betra við því næst fór að rjúka úr skóflunum. Var þá öllum greftri hætt og fékk haugbúinn að liggja í friði. Rauk úr skóflunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.