Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is HR. RITSTJÓRI, Ég vil þakka blaðinu fyrir birtingu bréfs míns um fiskhrun 21. maí sl. svo og athugasemdir ritstjóra. Bréfið skrifaði ég af því tilefni, að frétt Morgunblaðsins 17. maí með fyrir- sögninni: „Megnið af stórfiskunum horfið?“ gaf ranga mynd, að mínu mati, af niðurstöðum rannsókna tveggja vísindamanna í vísindaritinu Nature með yfirskriftinni: „Rapid worldwide depletion of predatory fish communities“, þ.e. hratt hrun helstu dýraætufiska um heim allan. Allir íslensku botnfiskstofnarnir eru dýraætur og því í sviðsljósi í þessu máli. Ekki þarf að velkjast í vafa um mikilvægi þessa, en Morgunblaðið fjallaði mest um stóra fiska eins og túnfisk, sverðfisk og seglfisk, en þeir hafa ekki verið nytjafiskar á Íslands- miðum. Í umræddri grein fjölluðu vísindamennirnir, Myers og Worm, um nefnda stórfiska svo og botnfiska af þorskaætt ásamt flatfiskum; þeir drógu síðan ályktanir eftir 10 ára rannsóknir og birtu í Nature. Þær útskýringar ritstjóra Morgunblaðs- ins, að blaðið hafi stuðst við Boston Globe og Intrafish.com með þeim áherslum, sem fyrirfinnast í aths. rit- stjóra og eru í nefndri fréttagrein Morgunblaðsins, eru torskiljanlegar. Ég hef lesið einar 11 fréttagreinar frá mörgum virtustu miðlum heims eins og Washington Post, Guardian (Unlimited), National Geographic, EurekAlert, Environment News Service, The Globe and Mail, BBC News, CNN o.fl. Vitaskuld er hjákát- legt að vera með upptalningu til að reikna út hversu oft er minnst á þorsk, en ritstjóri skrifaði í sinni aths., að miðlarnir Boston Globe og Intrafish.com hefðu verið samhljóða og lagt mesta áherslu á „skaðsemi línuveiða“. Hr. ritstjóri, þetta er mjög slæmur missskilningur, sem nauðsynlega þarf að leiðrétta strax. Ekki þarf að útlista á Íslandi hvort línuveiðar séu skaðsamar; allir sjómenn og flestir landsmenn vita að svo er ekki; auk þess er nú umræða um línutvöföldun á viðkvæmu stigi. Það sem Myers og Worms voru að skrifa um eru „upp- sjávarveiðar“ (pelagic) með línu á japanska vísu; þá eru línur með beitt- um krókum allt upp í marga tugi kíló- metra að lengd, með þúsundum króka, dregnar um öll heimsins höf. Veiðibráðin er þá aðallega stórir flökkufiskar eins og túnfiskar, há- karlar, seglfiskar, sverðfiskar og já, lax, sem Íslendingar höfðum vitn- eskju um áður fyrr á milli Færeyja og Íslands. Þessi veiðiskapur er skelfilega virkur og hættulegur. Það er útilokað að fjalla um þessar veiðar án þess að þekkja til þeirra. Hr. ritstjóri, einstakir fjölmiðlar hafa gert mikið úr stórfiskahlið þess- ara mála og hefur þá verið getið Hemingwaýs og Gamla mannsins og hafsins; þessi hlið er þrútin fortíð- arþrá og rómantík, en sportveiði- menn kvarta undan því að sverðfisk- ur sé nú sjaldgæfur. Hér á landi hefði verið meira við hæfi að skrifa um botnfiskana, einmitt þorskfiskana. Myers og Worm hafa ekki fjallað um mótaðgerðir varðandi hrun um heim allan eða tilllögur í því efni, en síðan svarað fjölda af spurningum áleitinna fréttamanna. Þeir hafa hvor í sínu lagi og persónulega talið upp nánast allar hugsanlegar leiðir sem geti stöðvað meira hrun; í þeirri upp- talningu hafa þeir að sjálfsögðu minnst á kvóta eins og allt annað. Myers og Worm lögðu áherslu á að minna en 10% væri nú eftir af öllum nefndum fiskum í hafinu. Skýringar á því að menn hafi ekki áttað sig fyrr á þessu eru m.a. þær, að flestir hafa lifað í yfirgengilegri (massive) afneit- un á vandmálunum, en til kvaddir vísindamenn hafi sífellt litið stuttan veg til baka til að finna viðmið, sem síðan átti að styðjast við varðandi mat á árangri; þessi vinnubrögð séu röng, líta eigi hálfa öld til baka og finna þau viðmið og þannig sjái menn að bara 10% eru eftir. Þess vegna leituðust Myers og Worms eftir að finna „overall pattern“ eða alls herj- ar einkenni varðandi hrun fiskanna um heim allan. Það sem þeir sáu var skelfilegt. Í Guardian Unlimited 15. maí (netslóð að neðan) er greinin: „Plenty more fish in the sea?“ Í henni er að finna eftirfarandi: „Ef fiskteg- und er komin undir ákveðið mark er engin vissa fyrir því að hún náist upp aftur. Hluti vandans byggist á því að stóru fiskarnir hafa horfið. Stundum leiða stórir kynþroska fiskar torfur til hrygningarstöðva. Göngueigin- leikarnir kunna að vera bundnir í erfðum fiskanna; aðrir fiskar þurfa þá að rata til hrygningarstöðva með því að fylgja öðrum. Hvað gerist ef þeir fiskar sem rata hverfa?“ Í þessu sambandi má minnast á forystufé. Hr. ritstjóri, ég vona að þetta bréf verði birt sem allra fyrst og að ástæðan sé ljós. JÓNAS BJARNASON, efnaverkfræðingur. Hrun fiskistofna Frá Jónasi Bjarnasyni SÍÐDEGIS þriðjudaginn 20. maí hlustaði ég á rás tvö þar sem Hulda Sif Hermannsdóttir tók tali unga stúlku sem var í atvinnuleit. Hún hafði mikið reynt að fá vinnu og skoðaði atvinnuauglýsingar oft á dag. Hún taldi krafta sína og þekk- ingu ekki nýtast, það eina sem sér byðist væri að skúra og skeina og það sem hún gæti fengið núna væri vinna á elliheimili. Mig setti hljóða, varð eiginlega alveg orðlaus að nokk- ur gæti niðurlægt svona gamalt fólk og það í fjölmiðlum. Sjálf hef ég hjúkrað og hlúð að gömlu fólki í mörg ár. Í slíku stafi ætti enginn að vera nema sá sem ber virðingu fyrir öldruðum, og fólki almennt, og hefur til að bera þolinmæði gagnvart því sem hann er að gera. Eflaust eigum við flest einhvern nákominn sem þarf á allri umönnun að halda. Vild- um við láta niðurlægja hann með slíkum orðum? Ég vona að þessi unga stúlka fái að lokum eitthvert annað starf en henni býðst núna. PÁLÍNA S. JÓHANNESDÓTTIR, sjúkraliði, Möðruvöllum í Hörgárdal, Akureyri. Niðrandi ummæli Frá Pálínu S. Jóhannesdóttur Allt efni sem birt ist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áski lur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirt ingu eða á annan hátt . Þeir sem afhenda blaðinu efni t i l birt ingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.