Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 20
ERLENT 20 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ KOSIÐ er til bæjar- og sveitar- stjórna á Spáni á morgun, sunnu- dag, auk þess sem kosið er til þinga í þrettán af sautján sjálfstjórnar- héruðum landsins. Niðurstöðu kosninganna er beðið með mikilli eftirvæntingu en talið er að hún muni gefa vísbendingu um það hvort spænski Þjóðarflokkurinn, sem Jose Maria Aznar forsætisráð- herra hefur veitt forystu undanfar- in sjö ár, heldur velli í þingkosn- ingum á næsta ári. Aznar hefur sjálfur beitt sér mjög í kosninga- baráttunni nú en margt bendir þó til að flokkur hans eigi nokkuð und- ir högg að sækja. Aznar hefur verið forsætisráð- herra Spánar síðan 1996 en hefur hins vegar lýst því yfir að hann hyggist ekki verða í framboði í þingkosningunum á næsta ári og að hann muni láta af formennsku í spænska Þjóðarflokknum í haust. Sveitarstjórnarkosningarnar nú eru því síðustu kosningarnar sem Aznar kemur beint að og segja fréttaskýrendur augljóst að hann vilji mjög gjarnan tryggja góða út- komu flokks síns að þessu sinni, til að ekki falli blettur á feril hans sem forsætisráðherra. Þá þykir ljóst að Aznar vill leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyr- ir að Þjóðarflokknum verði refsað fyrir þá ákvörðun forsætisráð- herrans í vetur að styðja mjög ein- dregið þá ákvörðun Bandaríkja- stjórnar að ráðast á Írak. Stuðn- ingurinn við Bandaríkjamenn mæltist afar misjafnlega fyrir á Spáni og t.a.m. dvínuðu vinsældir Aznars sjálfs mjög mikið, ef marka má skoðanakannanir. Sósíalista- flokkurinn tók að fá meira fylgi í könnunum heldur en Þjóðarflokk- urinn í fyrsta skipti frá því að Aznar tók við völdum 1996. Þjóðaratkvæðagreiðsla um embættisfærslu Aznars? Fréttaskýrandinn Josefina Elias segir Aznar hafa reynt að koma þeim skilaboðum á framfæri við kjósendur að hann hafi tekið ákvarðanir í embætti sem voru vissulega óvinsælar, en að þær hafi verið óhjákvæmilegar. Elisa segir að Aznar hafi lagt svo mikið kapp á að gera yfirbót fyrir þann skaða, sem hann hugsanlega olli flokki sín- um með ákvörðuninni um að styðja stríðið í Írak, að kosningarnar hafi í reynd tekið að snúast um hann; hafi umbreyst í eins konar þjóðarat- kvæðagreiðslu um verk hans og rík- isstjórnar hans. Skoðanakönnun, sem birt var um síðustu helgi, sýndi þó reyndar að 51,8% kjósenda í Madrid myndu ekki láta stríðið í Írak hafa áhrif á það hvaða flokk þeir styddu í borg- arstjórnarkosningum þar. 41,1% sögðu aftur á móti að ákvörðun Aznars, um að styðja stríðið, myndi hafa áhrif á val þeirra. Eiginkona Aznars í framboði Kosið er til borgar- og sveitar- stjórna í um 8.000 borgum og bæj- um, auk þess sem kosið er á héraðs- þing í þrettán af sautján sjálfstjórnarhéruðum Spánar; þ.m.t. á Baskalandi en á síðasta ári bannaði ríkisstjórn Aznars starf- semi Batasuna-flokksins, stjórn- málaarms Aðskilnaðarsamtaka Baska (ETA). Í sveitarstjórnarkosningum sem fóru fram fyrir fjórum árum fengu Þjóðarflokkurinn og sósíalistar svipað fylgi, um 34%, en í héraðs- þingskosningum fékk flokkur Azn- ars hins vegar 44,8% á móti 35,88% Sósíalistaflokksins. Athygli hefur vakið að eiginkona Aznars, Ana Botella, er í framboði til borgarstjórnarinnar í Madrid. Skv. síðustu skoðanakönnunum er staðan hnífjöfn í Madrid og útilokað að spá um sigurvegara. Líklegt þykir að Þjóðarflokkurinn haldi meirihluta í borginni Valencia en að sósíalistar haldi hins vegar meiri- hluta í Barcelona. Íraksstríðið ofarlega í hugum margra Madrid. AP. Spennandi bæjar- og sveitarstjórnarkosningar á Spáni um helgina Reuters Jose Maria Aznar hefur verið á ferð og flugi í kosningabaráttunni undanfarna daga. MENGAÐ drykkjarvatn hefur skap- að mikinn heilbrigðisvanda í Írak. Alþjóða Rauði krossinn leggur nú ríka áherslu á að bæta ástandið og tryggja almenningi ómengað drykkjarvatn. Þetta á ekki síst við um Suður-Írak og höfuðborgina Bagdad, að sögn Þorkels Þorkels- sonar, sendifulltrúa Rauða krossins og ljósmyndara Morgunblaðsins. Ungbarnadauði hefur verið mikill á umliðnum árum í Írak. Ástand á sjúkrahúsum er víðast hvar alvar- legt þar eð lyf og lækningabúnað skortir. Drengurinn á myndinni telst til hinna heppnu. Þorkell Þorkelsson myndaði hann á sjúkrahúsi í Bagdad þar sem drengurinn, sem ber nafnið Ali, dvelst nú og er á batavegi. Morgunblaðið/Þorkell Á batavegi í Bagdad ALLAN þann tíma sem viðskipta- þvinganir Sameinuðu þjóðanna á Írak voru í gildi héldu læknar í land- inu því staðfastlega fram að þær væru eina skýringin á því hversu mjög ungbarnadauði færðist í auk- ana á þessu tímabili. Nú er hins veg- ar komið annað hljóð í strokkinn, læknar sem áður héldu þessu fram segja að Saddam Hussein beri alla ábyrgð. „Þetta er ein af afleiðingum við- skiptabannsins,“ sagði Dr. Ghassam Rashid Al-Baya á Ibn Al-Baladi- sjúkrahúsinu í Bagdad í samtali við tímaritið Newsday hinn 9. maí 2001 skömmu eftir að ungur drengur, Ali Hussein, dó á sjúkrahúsinu. „Þetta er glæpur framinn gegn Írak.“ Slíkar staðhæfingar röktu vest- rænir fjölmiðlar ítarlega í fréttum sínum eftir að hafa heimsótt sjúkra- hús í Írak; þær heimsóknir voru hins vegar alltaf farnar undir eftirliti embættismanna úr upplýsingamála- ráðuneytinu íraska. Tveir læknar, þ.á m. einn við Ibn Al-Baladi-sjúkrahúsið, segja hins vegar nú í samtali við Newsday allt aðra sögu. Fullyrða þeir að Saddam hafi reynt að nota sér ungbarna- dauðann í áróðursskyni; m.a. með því að gefa út þá fyrirskipun að sjúkrahúsin skyldu geyma lík látinna barna til að hægt væri að sýna þau á opinberum vettvangi og þannig spila á tilfinningar fólks heima og heiman. Eyddi öllu í hallir og hermál Mannréttindasamtök telja ekkert benda til að tölur um aukinn ung- barnadauða í Írak hafi verið falsað- ar; þ.e. þau telja að ungbarnadauði hafi sannanlega færst mjög í vöxt á þeim þrettán árum sem viðskipta- bann SÞ var í gildi, 1990–2003. Ávallt hefur hins vegar verið deilt um hinar raunverulegu ástæður. Dr. Hussein Shihab, yfirlæknir á Ibn Al-Baladi-sjúkrahúsinu, segir nú að á meðan viðskiptabannið gilti hafi það ekki verið neinum vandkvæðum bundið að komast yfir öll þau lyf sem þurfti. „Í staðinn fyrir að gera það eyddi Saddam Hussein öllum pen- ingunum í herinn og kenndi Banda- ríkjunum um. Jújú, auðvitað gerði viðskiptabannið okkur lífið erfiðara – en ekki svo mjög því við erum ríkt land og erum fær um að afla okkur allra nauðsynja með peningum. En í staðinn eyddi hann öllu í þess- ar hallir sínar,“ sagði Shihab. „Saddam Hussein, hann er böð- ullinn, ekki Sameinuðu þjóðirnar,“ segir jafnframt dr. Azhar Abdul Khadem, læknir við Al-Alwiya-fæð- ingarspítalann í Bagdad. Líkin fryst fyrst um sinn Læknar segja að þeir hafi verið neyddir til að frysta lík látinna ung- barna í líkhúsum sjúkrahúsanna þangað til yfirvöld voru tilbúin að safna þeim saman og setja í litlar lík- kistur, sem síðan var komið fyrir á bílþökum leigubifreiða og ekið um stræti og torg þannig að íraska rík- issjónvarpið gæti myndað nægju sína. Foreldrum barna var jafnframt gert að bíða með að syrgja börn sín en síðan falið að ausa úr skálum reiði sinnar í garð Vesturlanda fyrir fram- an sjónvarpsmyndavélarnar þegar ekið var um með líkin með áður- greindum hætti. Skipti engu máli hversu langur tími leið frá því að börnin dóu og þar til útför þeirra var gerð með þessum hætti. Læknar kenna Sadd- am nú um barnadauða Lengi hefur verið deilt um það hvort refsiaðgerðir SÞ hafi stuðlað að vaxandi ungbarnadauða Bagdad. Newsday. Nýr listi www.freemans.is alltaf á föstudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.