Morgunblaðið - 24.05.2003, Page 20

Morgunblaðið - 24.05.2003, Page 20
ERLENT 20 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ KOSIÐ er til bæjar- og sveitar- stjórna á Spáni á morgun, sunnu- dag, auk þess sem kosið er til þinga í þrettán af sautján sjálfstjórnar- héruðum landsins. Niðurstöðu kosninganna er beðið með mikilli eftirvæntingu en talið er að hún muni gefa vísbendingu um það hvort spænski Þjóðarflokkurinn, sem Jose Maria Aznar forsætisráð- herra hefur veitt forystu undanfar- in sjö ár, heldur velli í þingkosn- ingum á næsta ári. Aznar hefur sjálfur beitt sér mjög í kosninga- baráttunni nú en margt bendir þó til að flokkur hans eigi nokkuð und- ir högg að sækja. Aznar hefur verið forsætisráð- herra Spánar síðan 1996 en hefur hins vegar lýst því yfir að hann hyggist ekki verða í framboði í þingkosningunum á næsta ári og að hann muni láta af formennsku í spænska Þjóðarflokknum í haust. Sveitarstjórnarkosningarnar nú eru því síðustu kosningarnar sem Aznar kemur beint að og segja fréttaskýrendur augljóst að hann vilji mjög gjarnan tryggja góða út- komu flokks síns að þessu sinni, til að ekki falli blettur á feril hans sem forsætisráðherra. Þá þykir ljóst að Aznar vill leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyr- ir að Þjóðarflokknum verði refsað fyrir þá ákvörðun forsætisráð- herrans í vetur að styðja mjög ein- dregið þá ákvörðun Bandaríkja- stjórnar að ráðast á Írak. Stuðn- ingurinn við Bandaríkjamenn mæltist afar misjafnlega fyrir á Spáni og t.a.m. dvínuðu vinsældir Aznars sjálfs mjög mikið, ef marka má skoðanakannanir. Sósíalista- flokkurinn tók að fá meira fylgi í könnunum heldur en Þjóðarflokk- urinn í fyrsta skipti frá því að Aznar tók við völdum 1996. Þjóðaratkvæðagreiðsla um embættisfærslu Aznars? Fréttaskýrandinn Josefina Elias segir Aznar hafa reynt að koma þeim skilaboðum á framfæri við kjósendur að hann hafi tekið ákvarðanir í embætti sem voru vissulega óvinsælar, en að þær hafi verið óhjákvæmilegar. Elisa segir að Aznar hafi lagt svo mikið kapp á að gera yfirbót fyrir þann skaða, sem hann hugsanlega olli flokki sín- um með ákvörðuninni um að styðja stríðið í Írak, að kosningarnar hafi í reynd tekið að snúast um hann; hafi umbreyst í eins konar þjóðarat- kvæðagreiðslu um verk hans og rík- isstjórnar hans. Skoðanakönnun, sem birt var um síðustu helgi, sýndi þó reyndar að 51,8% kjósenda í Madrid myndu ekki láta stríðið í Írak hafa áhrif á það hvaða flokk þeir styddu í borg- arstjórnarkosningum þar. 41,1% sögðu aftur á móti að ákvörðun Aznars, um að styðja stríðið, myndi hafa áhrif á val þeirra. Eiginkona Aznars í framboði Kosið er til borgar- og sveitar- stjórna í um 8.000 borgum og bæj- um, auk þess sem kosið er á héraðs- þing í þrettán af sautján sjálfstjórnarhéruðum Spánar; þ.m.t. á Baskalandi en á síðasta ári bannaði ríkisstjórn Aznars starf- semi Batasuna-flokksins, stjórn- málaarms Aðskilnaðarsamtaka Baska (ETA). Í sveitarstjórnarkosningum sem fóru fram fyrir fjórum árum fengu Þjóðarflokkurinn og sósíalistar svipað fylgi, um 34%, en í héraðs- þingskosningum fékk flokkur Azn- ars hins vegar 44,8% á móti 35,88% Sósíalistaflokksins. Athygli hefur vakið að eiginkona Aznars, Ana Botella, er í framboði til borgarstjórnarinnar í Madrid. Skv. síðustu skoðanakönnunum er staðan hnífjöfn í Madrid og útilokað að spá um sigurvegara. Líklegt þykir að Þjóðarflokkurinn haldi meirihluta í borginni Valencia en að sósíalistar haldi hins vegar meiri- hluta í Barcelona. Íraksstríðið ofarlega í hugum margra Madrid. AP. Spennandi bæjar- og sveitarstjórnarkosningar á Spáni um helgina Reuters Jose Maria Aznar hefur verið á ferð og flugi í kosningabaráttunni undanfarna daga. MENGAÐ drykkjarvatn hefur skap- að mikinn heilbrigðisvanda í Írak. Alþjóða Rauði krossinn leggur nú ríka áherslu á að bæta ástandið og tryggja almenningi ómengað drykkjarvatn. Þetta á ekki síst við um Suður-Írak og höfuðborgina Bagdad, að sögn Þorkels Þorkels- sonar, sendifulltrúa Rauða krossins og ljósmyndara Morgunblaðsins. Ungbarnadauði hefur verið mikill á umliðnum árum í Írak. Ástand á sjúkrahúsum er víðast hvar alvar- legt þar eð lyf og lækningabúnað skortir. Drengurinn á myndinni telst til hinna heppnu. Þorkell Þorkelsson myndaði hann á sjúkrahúsi í Bagdad þar sem drengurinn, sem ber nafnið Ali, dvelst nú og er á batavegi. Morgunblaðið/Þorkell Á batavegi í Bagdad ALLAN þann tíma sem viðskipta- þvinganir Sameinuðu þjóðanna á Írak voru í gildi héldu læknar í land- inu því staðfastlega fram að þær væru eina skýringin á því hversu mjög ungbarnadauði færðist í auk- ana á þessu tímabili. Nú er hins veg- ar komið annað hljóð í strokkinn, læknar sem áður héldu þessu fram segja að Saddam Hussein beri alla ábyrgð. „Þetta er ein af afleiðingum við- skiptabannsins,“ sagði Dr. Ghassam Rashid Al-Baya á Ibn Al-Baladi- sjúkrahúsinu í Bagdad í samtali við tímaritið Newsday hinn 9. maí 2001 skömmu eftir að ungur drengur, Ali Hussein, dó á sjúkrahúsinu. „Þetta er glæpur framinn gegn Írak.“ Slíkar staðhæfingar röktu vest- rænir fjölmiðlar ítarlega í fréttum sínum eftir að hafa heimsótt sjúkra- hús í Írak; þær heimsóknir voru hins vegar alltaf farnar undir eftirliti embættismanna úr upplýsingamála- ráðuneytinu íraska. Tveir læknar, þ.á m. einn við Ibn Al-Baladi-sjúkrahúsið, segja hins vegar nú í samtali við Newsday allt aðra sögu. Fullyrða þeir að Saddam hafi reynt að nota sér ungbarna- dauðann í áróðursskyni; m.a. með því að gefa út þá fyrirskipun að sjúkrahúsin skyldu geyma lík látinna barna til að hægt væri að sýna þau á opinberum vettvangi og þannig spila á tilfinningar fólks heima og heiman. Eyddi öllu í hallir og hermál Mannréttindasamtök telja ekkert benda til að tölur um aukinn ung- barnadauða í Írak hafi verið falsað- ar; þ.e. þau telja að ungbarnadauði hafi sannanlega færst mjög í vöxt á þeim þrettán árum sem viðskipta- bann SÞ var í gildi, 1990–2003. Ávallt hefur hins vegar verið deilt um hinar raunverulegu ástæður. Dr. Hussein Shihab, yfirlæknir á Ibn Al-Baladi-sjúkrahúsinu, segir nú að á meðan viðskiptabannið gilti hafi það ekki verið neinum vandkvæðum bundið að komast yfir öll þau lyf sem þurfti. „Í staðinn fyrir að gera það eyddi Saddam Hussein öllum pen- ingunum í herinn og kenndi Banda- ríkjunum um. Jújú, auðvitað gerði viðskiptabannið okkur lífið erfiðara – en ekki svo mjög því við erum ríkt land og erum fær um að afla okkur allra nauðsynja með peningum. En í staðinn eyddi hann öllu í þess- ar hallir sínar,“ sagði Shihab. „Saddam Hussein, hann er böð- ullinn, ekki Sameinuðu þjóðirnar,“ segir jafnframt dr. Azhar Abdul Khadem, læknir við Al-Alwiya-fæð- ingarspítalann í Bagdad. Líkin fryst fyrst um sinn Læknar segja að þeir hafi verið neyddir til að frysta lík látinna ung- barna í líkhúsum sjúkrahúsanna þangað til yfirvöld voru tilbúin að safna þeim saman og setja í litlar lík- kistur, sem síðan var komið fyrir á bílþökum leigubifreiða og ekið um stræti og torg þannig að íraska rík- issjónvarpið gæti myndað nægju sína. Foreldrum barna var jafnframt gert að bíða með að syrgja börn sín en síðan falið að ausa úr skálum reiði sinnar í garð Vesturlanda fyrir fram- an sjónvarpsmyndavélarnar þegar ekið var um með líkin með áður- greindum hætti. Skipti engu máli hversu langur tími leið frá því að börnin dóu og þar til útför þeirra var gerð með þessum hætti. Læknar kenna Sadd- am nú um barnadauða Lengi hefur verið deilt um það hvort refsiaðgerðir SÞ hafi stuðlað að vaxandi ungbarnadauða Bagdad. Newsday. Nýr listi www.freemans.is alltaf á föstudögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.