Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 37 Hinn 24. maí 2003 hefði hún Heba okkar orðið sjötug, en hún lést 16. desember 2002. Við vinkonur hennar viljum í tilefni afmælisins minnast hennar með nokkrum orð- um. Heba var dóttir hjónana Borg- hildar Ólafsdóttur og Ottós J. Ólafssonar, en systur hennar voru Guðrún (látin) og Kristín. Eftir út- skrift úr Verzlunarskóla Íslands vann Heba hjá varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins í nokkur ár, eða þar til hún giftist Hákoni Hertervig árið 1956. Hákon var við nám í arkitektúr í Þýskalandi, en fór síðan til náms í Bandaríkj- unum, en þar bjuggu þau Heba og Hákon fyrstu árin sín með dótt- urinni Borghildi. Eftir nám Há- kons bjuggu þau við Miklubraut en þar bættust við börnin Óli Jón og Heba. Hákon var afar góður arkitekt og teiknaði meðal annars HEBA OTTÓSDÓTTIR HERTERVIG ✝ Heba OttósdóttirHertervig fædd- ist í Reykjavík 24. maí 1933. Hún lést á líknardeild Lands- spítalans 16. desem- ber 2002 og var útför hennar gerð í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. fallegu og táknrænu kirkjuna í Ólafsvík. Heba og Hákon voru mjög samstillt hjón, sem sýndu hvort öðru gagnkvæma ást og virðingu. Þau byggðu sér hús við Þinghólsbraut í Kópa- vogi, þar sem þau undu hag sínum vel og börnin þeirra ólust upp. Þegar börnin höfðu flogið úr hreiðr- inu og um hægðist fluttu þau á Klappar- stíg 1. Þar áttu þau nokkur góð ár, eða þar til Hákon veiktist og lést eftir langvarandi veikindi og kvaddi sína ástkæru Hebu hinn 16. júlí 2001. Eftir að Hákon dó, sá góði og ljúfi drengur, var eins og Heba missti allan mátt og tregaði hún Hákon mjög. Þegar börnin voru stálpuð fór Heba aftur út á vinnumarkaðinn. Fór hún að vinna hjá Menning- arstofnun Bandaríkjanna og starf- aði þar í rúm tuttugu ár, eða þar til stofnunin var lögð niður, en þá fór hún til starfa á Kjarvalsstöð- um. Heba hafði góða nærveru, með henni var hægt að þegja eða tala, það skipti ekki máli. Hún var dul og flíkaði ekki tilfinningum sínum, en var einstaklega góður vinur vina sinna, mannblendin, víðlesin og viðræðugóð. Barnalán er mikil blessun og kom það glöggt fram í veikindum bæði Hákons og Hebu. Börnin og fjölskyldan báru hana á höndum sér og allir lögðust á eitt við að gera henni lífið eins gott og þægi- legt og unnt var. Síðustu vikuna, þegar Heba dvaldi á líknardeild- inni í Kópavogi, viku börnin ekki frá henni nótt né dag, þar til yfir lauk. Við vinkonurnar fylgdumst að frá barnæsku margar hverjar en aðrar frá táningsaldri. Æskuvin- konurnar Heba, Anna Magga, Ás- laug og Fanney (látin) slitu barns- skónum saman og störfuðu meðal annars saman í skátahreyfingunni, en vinátta þeirra hélst alla tíð. Vinkvennahópurinn sem myndað- ist eftir útskrift frá Verzlunar- skóla Íslands vorið 1952 varð með tímanum mjög náinn og samheld- inn. Fyrst þurftum við að kveðja vinkonu okkar Stellu og nú kveðj- um við Hebu. Það má kannski segja að við höfum verið einstak- lega heppnar að fá að vera saman öll þessi ár og þökkum við svo sannarlega fyrir það. Heba kallaði okkur allar saman í „saumaklúbb“ eftir að hún var orðin mikið veik og var það yndisleg stund, engin mærð heldur bara ánægja og gleði yfir að vera allar saman. Við kveðjum Hebu með söknuði og þökkum allar okkar góðu sam- verustundir. Auður, Áslaug, Guðfinna, Jóhanna, Hrund, Sigríður, Vildís og Þórdís. ✝ Bóel Kristjáns-dóttir fæddist á Voðmúlastöðum í Austur-Landeyjum 14. september 1910. Hún lést á hjúkrunar- deild Grundar í Reykjavík 14. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Kristján Böðvarsson og Sig- ríður Guðmundsdótt- ir, kona hans, bændur á Voðmúlastöðum. 30. desember 1939 giftist Bóel Ólafi Guð- jónssyni frá Voðmúlastaða-Miðhjá- leigu, f. 31. ágúst 1909, d. 8. desem- ber 1999. Foreldrar hans voru Guðjón Sigurðsson og Þórunn Guðleifsdóttir, kona hans, bændur í Voðmúlastaða-Miðhjáleigu. Bóel og Ólafur eignuðust átta börn. Þau eru: 1) Guðjón Erlingur, maki Helga Ísleifsdóttir, þau eiga þrjú börn. 2) Kristján Steinar, maki María Henley, hann eignaðist þrjár dætur með fyrri konu sinni, Eygerði Ingimundar- dóttur. 3) Sigmar Reynir, maki Guð- laug Valdemarsdótt- ir, þau eiga tvær dæt- ur. 4) Þórir, maki Ásdís Kristinsdóttir, þau eiga fimm börn. 5) Svavar, maki Hall- dóra Ólafsdóttir, þau eiga þrjú börn. 6) Jóna Sigríður, látin, maki Indriði Th. Ólafsson, þau eignuð- ust þrjár dætur. 7) Trausti, sambýlis- kona Kristín Unnsteinsdóttir, hann á tvo syni með fyrri konu sinni, Sigríði H. Sveinsdóttur. 8) Ásdís, sambýlismaður Jónas Traustason, hún á einn son með Hrafni Há- konarsyni. Bóel og Ólafur hófu bú- skap í Voðmúlastaða-Miðhjáleigu árið 1938 og bjuggu þar til 1976 er þau fluttu í Hvolsvöll. Útför Bóelar fer fram frá Voðmúlastaðakapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það er fallegur vordagur þegar Bóel kveður þennan heim og flýgur á vit nýrra ævintýra. Hugur minn fyll- ist hlýju og þakklæti fyrir að hafa átt þessa elskulegu konu að sem var mér sem móðir. „Það á ekkert að skrifa um mig, ég hef ekki gert neitt merki- legt,“ sagði hún eitt sinn á sinn hóg- væra hátt. Ég held að Bóel hafi aldrei gert sér grein fyrir því hve stórkost- lega persónu hún hafði að geyma. Hvar sem hún fór geislaði frá henni mannkærleikurinn. Ég kann ekki nógu mörg falleg orð til að lýsa henni og þakka en finnst að þessi fallegi sálmur lýsi henni best. Ó, faðir, gjör mig lítið ljós um lífs míns stutta skeið, til hjálpar hverjum hal og drós, sem hefur villzt af leið. Ó, faðir, gjör mig blómstur blítt, sem brosir öllum mót og kvíðalaust við kalt og hlýtt er kyrrt á sinni rót. Ó, faðir, gjör mig ljúflingslag, sem lífgar hug og sál og vekur sól og sumardag, en svæfir storm og bál. (Matt. Joch.) Í mínum huga varst þú, elsku Bóel mín, gædd öllum þessum eiginleikum. Hafðu hjartans þökk fyrir ástúðina, umhyggjuna, stuðninginn og fyrir- myndina sem þú varst mér. Ég veit að það er hátíð í himnaríki nú þegar þú ert mætt með fallega hjartað þitt. Góða nótt, perlan mín. Þín tengdadóttir Guðlaug. Elsku Bóel amma. Nú ertu farin og hefur fengið hvíld- ina sem þú beiðst lengi eftir, hvíldina sem þú áttir svo sannarlega skilið. Við kveðjum þig með söknuði, en hugg- unin er sú að nú líður þér vel. Þegar við hugsum til baka koma alltaf yndislegu tímarnir sem við átt- um í hádeginu hjá ykkur afa í Norð- urgarði 17 upp í hugann. Þar var allt- af líf og fjör, þá erum við sko að tala um líf og fjör. Þegar við förum að hugsa um þetta núna finnst okkur ótrúlegt hvað þið voruð alltaf róleg yf- ir öllum okkar uppátækjum. Það var sama hvað gekk á, alltaf brostuð þið afi og hlóguð með okkur. Skemmtilegast fannst okkur þegar við fengum að hjálpa þér að steikja kleinur, þú skiptir verkunum á okkur og svo gekk þetta alltaf eins og í sögu. Þú kenndir okkur líka að spinna og vefja upp hnykil. Já, amma, þér tókst að láta okkur gera ótrúlegustu hluti, enda gleymdum við okkur oft og kom- um næstum of seint í skólann eftir há- degi. Stundum tókum við upp á því að taka okkur spil í hendur og spila frumsamið spil, enþað var nú ekkert venjulegt spil, földum stokkinn um allt húsið og svo átti að finna sam- stæður. En oft á tíðum dugði hádegið ekki til ljúka spilinu og báðum við þig, ef þú sæir einhver spil, að taka þau ekki því við ætluðum að klára daginn eftir. Og þetta var látið eftir okkur. Svo á sumrin var aðalsportið, þeg- ar mamma og pabbi fóru á Hvolsvöll að versla, að fá að fara með og vera í Norðurgarðinum á meðan að hjálpa þér og afa, það var toppurinn og það var ekki átakalaust að ná okkur heim aftur. Ekki er hægt að gleyma jólaboð- unum þegar allur skarinn mætti. Allt- af varstu með bestu kökurnar, að ógleymdum bestu kleinum í heimi. Já, það var margt skemmtilegt sem gerðist í Norðurgarðinum hjá þér og afa. Það tæki margar blaðsíður að skrifa um allt það sem kemur upp í hugann, þannig að við ætlum láta staðar numið hér. Amma þú varst einstakur persónu- leiki, alltaf stutt í húmorinn og lífs- gleðina, fylgdist vel með okkur öllum og vildir fá að vita hvernig gengi hjá öllu þínu fólki. Þú varst sko ekta amma af bestu gerð og gast alltaf komið okkur til að brosa og hlæja. Elsku amma, nú ætlum við að segja bless, kysstu afa, Jónu og Ólöfu frá okkur. Takk fyrir allt og vonandi líður þér vel núna. Þín verður sárt saknað. Ástar- og saknaðarkveðja, Ólafur og María. Elsku amma. Okkur systurnar langar til að minnast þín með nokkrum orðum, það væri hægt að skrifa heila bók um hversu yndisleg persóna þú varst, og ert enn í huga okkar. Við erum glaðar í hjörtum okkar því við vitum að þú ert komin á þann stað sem þú hafðir lengi þráð. Þú varst ákaflega jákvæð og jafn- lynd og sama hversu önnum kafin þú varst þá hafðirðu alltaf tíma fyrir hvert og eitt okkar. Og þótt þú værir rík að börnum og barnabörnum þá varstu alveg til í að bæta við þann hóp, t.d. hvað varðar vini okkar. Þú varst mikil húsfreyja og á heimili þínu var alltaf allt í röð og reglu. Þú trúðir á það góða í fólki, vildir öllum vel og varst mjög vinsæl af þeim sem þig þekktu enda voru iðulega gestir þeg- ar við komum í heimsókn. Minningarnar eru margar og góð- ar. Mjúku hendurnar þínar, fallega hárið þitt, hve smágerð þú varst og okkur eru minnisstæðir allir kjólarnir þínir og hnepptu peysurnar. Að ógleymdri þinni skemmtilegu kímni- gáfu, t.d. útskýrðirðu hæð þína þann- ig að maður yrði lágvaxinn af því að drekka mikið kaffi. Við munum heyskapinn heima í Miðhjáleigu, afi á fullri ferð með rakstrarvélina í eftirdragi og öll hliðin í hættu og þú gekkst á eftir og rakaðir með hrífunni. Við munum þig í fjósinu með skýlu- klútinn á höfðinu, í lágu stígvélunum að strepta kýrnar. Við munum skemmuna að hausti, fulla af nýrum, hjörtum og lungum og þig þolinmóða að útskýra fyrir forvitnum stelpum. Við munum Zetorinn koma upp af- leggjarann, afi við stýrið og þú í „far- þegasætinu“ og litlar stúlkur hlupu út á hlað. Við munum tilhlökkunina að koma til ykkar í Norðurgarðinn. Afi að flétta múla, gula og bláa, og þú að bera fram kræsingar – parta, epla- köku með kanil, pönnukökur og þínar einstöku kleinur. Við munum þig að stoppa í sokka, prjóna vettlinga/sokka eða hekla dúll- ur. Við munum margar stundir í „marías“, „hundi“ og „lönguvitleysu“ og mikinn hlátur. Við munum aðfangadag í Norður- garði, stafla af jólakortum og náttföt- in sem þú saumaðir á jólasveinana – sem voru svo eftir allt saman jólagjaf- irnar okkar! Við munum svarthvítt sjónvarp og afa að horfa á fréttirnar á hæsta styrk – hrjótandi. Við munum dótaskápinn í eldhús- inu og eftirvæntinguna að fá að gista í Norðurgarðinum. Við munum gagnfræðaskólaárin, hrossakjöt og sagógrjónagraut í há- deginu og pylsur og ís á föstudögum. Við munum endalausan áhuga þinn á lífi okkar og gleði þína þegar vel gekk. Við munum mjóa rúmið ykkar, klukkuna sem sló á hálftíma fresti, tif- ið í prjónunum og þig raulandi. Við munum eftir skálinni góðu í ís- skápnum með fyllta brjóstsykrinum og suðusúkkulaðinu og orðunum „taktu nú einn mola með þér í nesti“. Elsku amma, það leikur enginn vafi á að þú gerðir okkur að betri manneskjum með nærveru þinni, takk fyrir allt. Minningarnar um þig munu alltaf lifa. Lára Helen, Sóley og Sigríður Dögg (Sirrý). Vef þú mig svefn í svörtum, þykkum dúkum, sveipa mig reifum, löngum, breiðum, mjúkum. Réttu svo strangann þínum þögla bróður. Þá ertu góður. (Sig. Jónsson frá Brún.) Lengst í suðri voru Landeyjarnar, láglend sveit og mýrlend og náði allt niður að sjónum sem ég hafði aldrei séð. Þar átti ég frændfólk sem stund- um var minnst á og mér var sagt að ein frænkan, Bóel á Voðmúlastöðum, hefði hlaupið undir bagga með móður minni þegar hún lá á sæng að mér og gætt mín í vöggu. Einhvern tíma kom hún í heimsókn á bernskuheimili mitt, þá fyrir nokkru orðin húsmóðir í Miðhjáleigu, næsta bæ við Voðmúla- staði. Ég heyrði á foreldrum mínum að hún var í sérstöku uppáhaldi hjá þeim og síðar bjó ég um fjórtán ára skeið í næsta nágrenni við hana og kynntist af eigin raun hvern mann hún hafði að geyma. Hlutverk hennar var hið sama og annarra sveitakvenna á þeirri tíð, það fólst fyrst og fremst í því að vinna heimilinu, sinna uppeldi fjölda barna og framan af einnig gamalmennum sem líka þurftu á að halda þeirri geð- prýði og lipurð í samskiptum öllum sem Bóel var gefin í svo ríkum mæli. Samt hafði hún tíma til að ganga að störfum í fjósi og á túni og raunar var hún ein af þeim sem virtust alltaf hafa nægan tíma, þrátt fyrir annríkið við heimilisstörfin. Hún sá ásamt Sigríði fóstursystur sinni og frænku á Búlandi um að halda kapellunni á Voðmúlastöðum snyrtilegri og vildi veg hennar sem mestan og hún tók fullan þátt í fé- lagslífi í sveitinni og var lengi í for- ystu kvenfélagsins Freyju. Því fór fjarri að hún hefði nokkurn hug á að trana sér fram, en hún var minnug og skrafhreifin, naut sín vel í hæfilegum hópi og hló léttum og innilegum hlátri þegar eitthvað skemmtilegt bar á góma. Í návist hennar var gott að vera. Eftir að þau hjónin létu af búskap átti þau nokkur góð ár á Hvolsvelli. Viðmótið á heimili þeirra þar var það sama og fyrr í Miðhjáleigu. Hlýjan og trygglyndið var óbreytt. Svo sótti ellin á hjónin bæði með ýmsum þeim erfiðleikum sem henni fylgja. Ólafur maður Bóelar lést árið 1999 og líkamlegt og andlegt þrek hennar minnkaði smátt og smátt. Hugsunin var þó á köflum furðuskýr og þegar ég hitti hana síðast fyrir nokkrum vikum virtist henni líða vel og hún hafði fylgst með nýlegum fréttum úr sveitinni sinni gömlu. Ég flyt nágrannakonunni góðu innilegar þakkir fyrir samveruna og sendi fólki hennar samúðarkveðjur. Ragnar Böðvarsson. BÓEL KRISTJÁNSDÓTTIR Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fóstur- faðir, tengdafaðir og afi, ÁRNI ÞÓRIR ÁRNASON, Akraseli 13, Reykjavík, lést á heimili sínu mánudaginn 5. maí sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum hlýhug og samúð. Einnig sérstakar þakkir til Heimahlynningar Krabbameinsfélags Íslands. Þóra Hallgrímsdóttir, Þórunn Árnadóttir, Ívar Ásgeirsson, Árni Þór Árnason, Mimmo Ilvonen, Jenný Árnadóttir, Jay Manganello, Elín Edda Árnadóttir, Sverrir Guðjónsson, Edda Björnsdóttir, Halldór Sigurðsson og barnabörn. Ástkær bróðir okkar, GUNNLAUGUR SIGVALDASON, frá Grund á Langanesi, er látinn. Sigurður Sigvaldason, Aðalbjörg Sigvaldadóttir, Þorbjörn Sigvaldason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.