Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 45
KIRKJUSTARF/FERMINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 45 Örn Arnarson og hljómsveit kirkj- unnar leiðir tónlist og söng ásamt kór kirkjunnar sem í næstu viku leggur af stað í söngferðalag til Danmerkur. Að þessu sinni verða sungnir sálmar og lög sem tengjast vorinu og sumrinu sem nú fer í hönd. Hugleiðingarefni kvöldsins er sömuleiðis um mikilvægi þess að vekja vor og sól í sinni sérhvers manns og hvernig við getum hvert og eitt stuðlað að slíku. Í lok kvöld- vökunnar er svo kirkjugestum boð- ið að ganga til altaris. Að lokinni kvöldvöku hefst aðfundur Frí- kirkjusafnaðarins í Hafnarfirði og fer hann fram í safnaðarheimili kirkjunnar. „Tónlistarveisla“ í Grensáskirkju Á MORGUN syngja tveir stúlkna- kórar við guðsþjónustu í Grens- áskirkju. Um er að ræða Stúlkna- kór Grensáskirkju undir stjórn Ástríðar Haraldsdóttur og Stúlkna- kór Reykjavíkur sem Margrét J. Pálmadóttir stjórnar. Kórarnir munu syngja nokkra létta lofgjörð- arsálma en einnig messuliði úr messu eftir tónskáldið Gounod. Tónlistarflutningurinn mun skipa stóran sess í guðsþjónustunni, að öðru leyti verður form hennar ein- falt og töluðu máli stillt í hóf. Guðs- þjónustan hefst kl. 11 árdegis. Vorferðalag Óháða safnaðarins FARIÐ verður mánudaginn 2. júní í vorferðalag Óháða safnaðarins, farið frá Kirkjubæ kl. 10, Safna- svæðið á Akranesi skoðað. Þátttaka tilkynnist í s. 557-7409 Ester eða 566-6549. Dóra. Alfa-hátíð í Graf- arvogskirkju ALFA-uppskeruhátíð verður í Grafarvogskirkju 25. maí kl. 20. Á dagskrá verður söngur, fræðsla, vitnisburðir og fyrirbænir. Allir velkomnir hvar sem þeir hafa farið á námskeið. Okkur langar til að safna saman Alfa-fjölskyldunni á Ís- landi. Fólk er beðið um að hafa með sér meðlæti á kaffihlaðborð á eftir. Tekin verða samskot fyrir kostnaði. Kolaportsmessa HELGIHALD þarfnast ekki hús- næðis heldur lifandi fólks. Kirkja Jesú Krists er ekki steypa, heldur lifandi steinar, manneskjur af holdi og blóði. Þess vegna er hægt að fara út úr kirkjubyggingum með helgihald og fagnaðarerindið og mæta fólki í dagsins önn. Í tilefni af því bjóðum við til guðsþjónustu í Kolaportinu sunnudaginn 25. maí kl. 14, Ragn- heiður Sverrisdóttir mun predika og þjóna ásamt prestunum Jónu Hrönn Bolladóttur og Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Þorvaldur Hall- dórsson leiðir lofgjörðina ásamt Margréti Scheving. Áður en Kola- portsmessan hefst kl. 13.40 mun Þorvaldur Halldórsson flytja þekkt- ar dægurperlur. Þá er hægt að leggja inn fyrirbænarefni til þeirra sem þjóna í guðsþjónustunni. Í lok samverunnar verður söngstund þar sem við fögnum komandi sumri. Guðsþjónustan fer fram í kaffistof- unni hennar Jónu í Kolaportinu sem ber heitið Kaffi port, þar er hægt að kaupa sér kaffi og dýrindis meðlæti og eiga gott samfélag við Guð og menn. Allir velkomnir. Miðborgarstarf KFUM&KFUK og kirkjunnar. Nýtt lespúlt á altari Hafnarfjarðarkirkju Í GUÐSÞJÓNUSTU næstkomandi sunnudags verður formlega tekið í notkun og helgað nýtt lespúltfyrir hina helgu bók gert af messing í Bretlandi fyrir altari Hafnarfjarð- arkirkju. Lespúltið er gjöf frá Sig- urjóni Péturssyni, Þóru Hrönn Njálsdóttur og börnum með kveðju og þökkum til Hafnarfjarðarkirkju. Er vel við hæfi að helga lespúltið einmitt á þessum sunnudegi því hann er bænadagur þjóðkirkjunnar og sérhver bæn kristins manns byggist á orðum heilagrar ritn- ingar. Í sömu guðsþjónustu verða börn borin til skírnar. Prestur er sr. Þórhallur Heimisson. Kór kirkj- unnar leiðir söng undir stjórn Ant- oniu Hevesi. Eftir guðsþjónustuna er boðið upp á kaffi í safnaðarheim- ilinu. Guðsþjónustan hefst kl. 11. Hafnarfjarðar- kirkja.is SUNNUDAGINN 25. maí verður opnuð formlega ný heimasíða Hafn- arfjarðarkirkju. Slóðin er hafn- arfjardarkirkja.is. Á heimasíðunni er að finna allar upplýsingar um starfsemi safnaðarins, starfsfólk og það sem hæst ber hverju sinni, nám- skeið, tónleika, helgihald, barna og æskulýðsstarf, fundi og annað. Þar hefur einnig verið tekinn saman mikill fróðleikur um kristna trú og ýmis önnur trúarbrögð, um sögu Hafnarfjarðarkirkju og um tákn- mál kirkjunnar. Í hverri viku munu birtast pistlar um margvísleg efni er varða kirkju og þjóðmál á heima- síðunni. Fyrsti pistillinn ber heitið „Lifum lífinu lifandi“ og fjallar um fjölskylduna í nútímanum og hvern- ig best er að rækta hana. Á vefnum er einnig hægt að fá upplýsingar um viðtalstíma presta og senda inn fyrirspurnir og ábendingar. Þar er auk þess að finna margs konar tengla í vefsíður er tengjast kirkju og trúmálum. Samverustund í Friðrikskapellu á Hlíðarenda SUNNUDAGINN 25. maí nk. verða liðin 10 ár frá vígslu Friðrikskap- ellu á Hlíðarenda. Til að minnast þessara tímamóta verður haldin samverustund í kapellunni hinn dag kl. 17. Ræðumaður verður séra Ólafur Jóhannsson, formaður KFUM og K, og mun Karlakórinn Fósbræður syngja. Vígsludagur kapellunnar er fæð- ingardagur sr. Friðriks Friðriks- sonar, stofnanda KFUM og K, en kapellan sem nefnd er eftir þessum mikla frumherja var reist af fjöl- mörgum einstaklingum, meðal ann- arra samferðamönnum sr. Friðriks, minningu hans til heiðurs. Í dag er Friðrikskapella vettvangur ýmiss konar starfs í anda sr. Friðriks. Að- ildarfélög kapellunnar, sem eru KFUM og K, Fóstbræður, Knatt- spyrnufélagið Valur og Skáta- samband Reykjavíkur, hafa með sér sjálfstjórnarstofnun um rekstur hennar. Á vegum aðildarfélagnna og stjórnar kapellunnar fer fram margháttuð starfsemi í húsinu. Einnig er Friðrikskapella lánuð til funda, tónleikahalds og einkaat- hafna. Á vegum kapellustjórnar eru þar kyrrðarstundir í hádeginu hven mánudag allt árið um kring að und- anskildum sumarmánuðunum júní, júlí og ágúst. Allir velunnarar Frið- rikskapellu eru velkomnir á sam- verustundina. Messuhald í Hallgrímskirkju á bænadegi SUNNUDAGINN 25. maí á bæna- degi þjóðkirkjunnar verður messa og barnastarf í Hallgrímskirkju kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Pálssyni. Hópur úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngur og organisti verður Jón Bjarnason. Morgunblaðið/Arnaldur HalldórssonFella- og Hólakirkja Ferming í Neskirkju sunnudaginn 25. maí kl. 11. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Fermdur verður: Arnmundur Ernst Björnsson, Skerplugötu 5. Ferming í Digraneskirkju sunnudaginn 25. maí kl. 11. Prestur sr. Gunnar Sig- urjónsson. Fermdur verður: Brynjar Hlöðversson, Vatnsendabletti 507. Ferming í Glaumbæjarkirkju sunnudaginn 25. maí kl. 13. Prestur sr. Gísli Gunn- arsson. Fermdar verða: Aldís Rut Gísladóttir, Glaumbæ. Ingiríður Hauksdóttir, Geldingaholti II. Sigríður Ýr Unnarsdóttir, Laugavegi 17 Varmahlíð. Þórdís Ágústsdóttir, Ytra-Skörðugili III. Ferming í Ísafjarðarkirkju Sunnudaginn 25. maí kl. 14.00. Prestur sr. Magnús Erlingsson. Fermd verða: Aldís Dröfn Stefánsdóttir, Túngötu 15. Gunnlaugur Gunnlaugsson, Fjarðarstræti 59. Kristján Sigmundur Einarsson, Urðarvegi 28. Ólöf Vignisdóttir, Smiðjugötu 7. Yngvi Snorrason, Aðalstræti 33. Ferming í Lögmannshlíðarkirkju sunnu- dag 25. maí, kl. 14.00. Fermdar verða: Bryndís Helga Ólafsdóttir, Arnarsíðu 12a. Sonja Ágústsdóttir, Skarðshlíð 22c. Ferming í Hóladómkirkju sunnudaginn 25. maí kl. 11. Prestur: Sr. Ragnheiður Jónsdóttir. Fermdur verður: Elmar Eysteinsson, Nátthagi 1, 551 Sauðárkrókur FERMINGAR UMFANGSMIKIL liðakeppni sem gengur undir þessu nafni er haldin ár hvert í Bretlandi. Skammstöfunin stendur reyndar fyrir „Four Nations Chess League“. Keppnin er skipulögð af fyrirtæki sem var stofnað sérstaklega um keppnina. Keppn- istímabilið er frá nóv- ember til maí og tefld- ar eru ellefu um- ferðir. Keppt er um helgar og yfirleitt eru tefldar tvær umferðir um hverja keppnis- helgi. Liðsmenn ein- stakra liða eiga ekki annað sameiginlegt en að vilja tefla í sama liði. Þeir koma því t.d. ekki endilega úr sama skákfélagi. Keppnin er afar vel kynnt og haldið er úti mjög góðri vefsíðu um hana þar sem er að finna nánast allar upplýsingar sem hægt er að láta sér detta í hug um keppnina. Keppninni í ár lauk með sigri Wood Green sem hafði tryggt sér efsta sætið fyrir síð- ustu umferðina. Meðal liðsmanna Wood Green voru Michael Adams, Nigel Short og Jonathan Speel- man. Eftirfarandi skák var tefld í tíundu umferð í fyrstu deild 4NCL. Hvítt: Lawrence Trent (2257) Svart: Desmond Tan (2307) Trompowski-byrjun 1.d4 Rf6 2.Bg5 e6 3.e4 h6 4.Bxf6 Dxf6 5.Dd2 d5 6.Rc3 c6 7.0–0–0 Bb4 8.e5 Dd8 Betra virðist að leika 8...Dg5 9.Dxg5 (9.f4!? Bxc3! 10.Dxc3 Dxf4+ 11.Kb1) 9...hxg5 10.Rge2 o.s.frv. 9.a3 Be7 10.f4 a5 11.Rf3 b5 12.a4 Bb4 Eðlilegra er að opna strax línur á drottningarvæng með 12...bxa4 13.Rxa4 Rd7 14.Dc3 Dc7 15.h3 Hb8 o.s.frv. 13.De3 Bxc3 14.Dxc3 bxa4 15.h4 Db6 16.Hh3 Ba6 17.Hg3 0–0 Eftir 17...g6 18.h5 gxh5 19.Rh4 Bxf1 20.Hxf1 Rd7 21.f5 Db5 22.Hf2 c5 23.fxe6 fxe6 24.Rg6 Hh7 25.Rf4 Ke7 26.Hg6 Rf8 27.Hf6 Hb8 28.dxc5 stendur hvítur betur. 18.f5 exf5 19.De3 Kh8 20.e6 f6? Skárra er 20...fxe6 21.Dxe6 Db7 22.Re5 Hf6 23.De8+ Kh7 24.Hg6, t.d. 24.-- a3 25.bxa3 Rd7 26.Bxa6 Hxe8 27.Bxb7 Hxg6 28.Rxg6 Kxg6 29.Bxc6 He7 30.Bxd5 og hvítur stendur betur. 21.e7 He8 22.Re5! Ha7 Eða 22...fxe5 23.Dxe5 Hg8 24.e8 og hvítur vinnur. 23.Hxg7! Kxg7 24.Dg3+ Kh8 Eða 24...Kh7 25.Dg6+ Kh8 26.Rf7+ mát. 25.Rf7+ Kh7 26.h5 Hg8 27.e8D og svartur gafst upp, því að hann verður mát: 27...Hxg3 (27...Hxe8 28.Dg6+ mát; 27...Hxf7 28.Dexg8+ mát) 28.Dh8+ mát. Grænlendingar læra af Kára Elísyni Danski stórmeistarinn Henrik Danielsen hefur skrifað kennslu- efni fyrir byrjendur í skák sem notað er til að kenna grænlensk- um börnum að tefla. Danielsen segir skemmtilega frá og fjallar m.a. um það þegar hann, 13 ára gamall, var í fyrsta sinn dreginn á skákæfingu hjá taflfélagi. Það sem er hins vegar athyglisverðast fyrir okkur Íslendinga er umfjöll- un hans um Kára Elí- son. Hann birtir eina af hans ævintýralegu sóknarskákum, en Kári er þekktur fyrir djarfa taflmennsku. Að sjálfsögðu er það kóngsbragðið sem er upp á teningnum í þeirri skák. Það kem- ur einnig fram í texta Danielssen hvers vegna Kári, eða „Kötturinn“ er talinn „sterkasti“ skákmað- ur sem Íslendingar hafi átt. Kári var nefnilega lengi vel einn okkar besti kraftlyftingamaður, setti fjölmörg Íslandsmet á þeim vettvangi og hampaði Íslandsmeistaratitlinum. Það verður ekkert grín að mæta Grænlendingum við skákborðið eftir nokkur ár ef þeir taka upp stíl Kára! Arnar og Bragi sigruðu á þriðjudagsmóti Arnar Gunnarsson og Bragi Þorfinnsson sigruðu á hraðskák- móti, sem fram fór 20. maí hjá TR. Þeir hlutu báðir 6 vinninga. Arnar vann Braga, en tapaði hins vegar fyrir Torfa Leóssyni. Í þriðja sæti varð stórmeistarinn Hannes Hlíf- ar Stefánsson með 5 vinninga, en hann tapaði fyrir báðum sigurveg- urunum. Þátttakendur voru alls 19. Úrslit urðu annars þessi: 1.-2. Arnar Gunnarsson, Bragi Þorfinnsson 6 v. 3. Hannes Hlífar Stefánsson 5 v. 4. Róbert Harðarson 4½ v. 5.-10. Ingvar Þór Jóhannesson, Torfi Leósson, Björn Þorfinnsson, Ríkharður Sveinsson, Jón Guðni Ómarsson, Ívar Örn Sigurbjörns- son 4 v. 11. Magnús Örn Úlfarsson 3½ v. Þetta var annað þriðjudagsmót- ið og áhuginn virðist vera fyrir hendi. Vonandi tekst að viðhalda þessum áhuga. Skákþjálfun Fyrirlestrar Zigurds Lanka á vegum Skákskóla Íslands og Skáksambands Íslands fara fram 19.-28. júní. Allir skákmenn með 2.000 FIDE-stig eða meira geta sótt tímana, en þó er hámarks- fjöldi settur við 20 skákmenn. Einnig geta áhugasamir óskað eftir einkatímum. Þátttökugjald er kr. 7.500 og greiðist fyrirfram. Fyrirlestrarnir hefjast klukkan 17:30 og standa til kl. 22:30. Gjald fyrir einkatíma er kr. 1.000 á klukkustund og greiðist fyrirfram. Tímasetningar eru samkomulag. Tilkynna þarf þátttöku eigi síð- ar en mánudaginn 26. maí. Þátt- taka tilkynnist til skrifstofu skák- sambandsins, sem opin er virka daga kl.10-13, sími: 568-9141, fax: 568-9116, netfang: siks@simnet.is eða til Braga Kristjánssonar, net- fang: bragikr@hotmail.com. Það er óhætt að mæla með því að skákmenn, bæði yngri sem eldri, nýti sér þetta tækifæri til að njóta leiðsagnar þessa frábæra þjálfara. Árangurinn af síðustu heimsókn hans var ótvíræður. SKÁK BRETLAND FOUR NATIONS CHESS LEAGUE Nóv. 2002 – maí 2003 Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson dadi@vks.is 4NCL Kári Elíson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.