Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ritstjórn Morgunblaðsinshefur farið þess á leitvið mig að ég annistþáttinn Íslenskt mál. Mér er ljóst að þetta er vanda- samt verk en af ýmsum ástæðum þykir mér rétt að bregðast vel við þessari beiðni. Ég hef sjálfur áhuga á málbeitingu og ýmsum þeim álitamálum sem hana varða og hef reyndar reynt að fylgjast með á því sviði um þriggja ára- tuga skeið. En mestu veldur þó að fjölmargir Íslendingar hafa brennandi áhuga á öllu því er varðar íslenskt mál og þeir eiga og verða að hafa sinn vettvang. Til vitnis um þetta eru m.a. þær vin- sældir sem þátturinn hefur notið, ekki síst í umsjá Gísla heitins Jónssonar. Þetta er nokkuð sér- stakt eins og ýmislegt annað er varðar afstöðu Íslendinga til móð- urmálsins. Mér er til efs að áhugi Íslendinga á móðurmáli sínu eigi sér hliðstæðu annars staðar, t.d. þar sem töluð er enska, þýska eða eitthvert Norðurlandamálanna. Þar sem ég þekki til eru það eink- um málfræðingar sem láta til sín taka þegar málnotkun ber á góma, allur almenningur hefur lítið til málanna að leggja, enda er mér ekki kunnugt um að þátturinn Ís- lenskt mál eigi sér beina hlið- stæðu með öðrum þjóðum. Hvað íslensku varðar er annað uppi á teningnum, málnotkun skiptir flesta miklu máli og dæmin sanna að fjölmargir geta látið til sín taka á því sviði. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að í afstöðu Íslendinga til móðurmálsins felist auður sem rétt og skylt sé að nýta og taka til- lit til og ég vil gjarnan leggja mitt af mörkum í þessu efni. Ég vék að því hér að ofan að mér þætti vandasamt að annast þátt um íslenskt mál. Vandinn felst m.a. í því að ýmis þau álita- mál er varða rétt mál og rangt eru örðug viðureignar og í sumum til- vikum er niðurstaðan ekki einhlít. Ég geri reyndar ekki ráð fyrir því að ég geti skorið úr um málfarsleg efni svo að öllum líki en mér ætti að vera vorkunnarlaust að rök- styðja afstöðu mína til þeirra álitamála sem upp kunna að koma. Þau atriði sem ég miða einkum við eru tvenns konar. Annars verður tiltekin málnotkun að vera í sam- ræmi við íslenska málfræði og hins vegar þarf hún að samræm- ast málvenju. Oftast nær fer þetta saman en sé svo ekki ræður síðara atriðið úrslitum. Rétt er að taka það skýrt fram að í mínum huga vísar hugtakið málvenja til mál- beitingar sem á sér stoð í traust- um heimildum, t.d. í verkum rit- höfunda og annarra þeirra manna sem flestir vilja taka sér til fyr- irmyndar um málfarsleg efni. Af þessu leiðir m.a. að ýmis atriði sem skjóta upp kollinum í daglegu tali geta ekki talist rétt þar sem engin hefð er fyrir notkun þeirra. Um eitt dæmi af þessum toga verður fjallað hér á eftir. Þátturinn Íslenskt mál hefur öðlast nokkra hefð á síðum Morg- unblaðsins og þeirri hefð vil ég fylgja eins og kostur er. Jafnframt virðist mér augljóst að umsjón- armaður hefur það að nokkru leyti í hendi sér hvernig hann hagar umfjöllun sinni. Í umsjá Gísla heitins Jónssonar var þátturinn að mínu mati ekki einungis málfars- þáttur heldur einnig menning- arþáttur þar sem listilega var fléttað saman bókmenntir, saga og umræða um málfar. Ekki treysti ég mér til að fara í föt Gísla að þessu leyti heldur mun ég halda mig við málfræði og málfarsleg efni. Ég mun þó ekki fjalla ein- göngu um málfar heldur mun ég leitast við að koma á framfæri ým- iss konar fróðleik um íslenskt mál, einkum af sögu- legum toga. Hvað fyrra at- riðið varðar hlýt ég að treysta á ábendingar frá lesendum. Þeir sem hafa eitt- hvað til mál- anna að leggja geta annaðhvort sent Morgunblaðinu bréf merkt mér eða sent mér tölvupóst: jonf@hi.is. Ég hvet alla áhuga- sama til að senda mér bréf eða skeyti enda tel ég að þátturinn standi og falli með viðbrögðum lesenda. Talsverð brögð eru að því í nú- tímamáli að notkun forsetning- anna að og af sé á reiki. Sam- kvæmt málvenju þykir mönnum gaman að e-u eða þeir hafa gaman af e-u en í talmáli sækir forsetn- ingin af hér á. Segja má að for- setningarnar að og af gegni hér ákveðnu hlutverki og að hlut- verksmerking þeirra í fram- angreindum dæmum sé ólík. Í fyrra tilvikinu er um að ræða stað- armerking (‘hvar’ > ‘með tilliti til’) en í síðara tilvikinu er merk- ingin önnur (‘hvaðan’ > ‘af hverju’). Þessi munur verður best sýndur með dæmum: Dæmin í fyrri dálkinum vísa til kyrrstöðu enda eru mörg slík dæmi notuð með sögninni vera. Hins vegar vísa dæmin í síðari dálkinum til hreyfingar og eru mörg notuð með sögninni hafa að viðbættu nafnorði. Hér er um að ræða lifandi ferli (eða munstur) sem notuð eru með kerfis- bundnum hætti í íslensku enda er um að ræða merkingarmun. Það flækir að vísu málið örlítið að einnig eru kunn önnur ferli í svip- aðri merkingu, t.d. lið er í e-m (†fólgið); akkur er að e-u/í e-u …, en í slíkum tilvikum ræður mál- venja. Af svipuðum toga eru orða- samböndin að gefnu tilefni og í til- efni af e-u. Hugtakið staður eða staðarlegur er tvöfalt í roðinu að því leyti að staður getur í eðli sínu vísað til rúms eða tíma. Forsetn- ingin að getur þess vegna vísað til hvors sem er tíma eða rúms og þá komið að kjarna málsins. Orða- sambandið að gefnu tilefni vísar upprunalega til tíma (‘þegar’) en orðasambandið í tilefni af e-u vís- ar til (‘orsök’ < hvaðan). Hér er því um merkingarmun að ræða en ástæðan fyrir því að málnotkun er stundum á reiki er sú að í hugum sumra hefur þessi merking- armunur bliknað nokkuð eða slævst. Allt fram á okkar tíma hef- ur munurinn hins vegar verið skýr. Orðasambandið að gefnu til- efni á sér fjölmargar hliðstæður í íslensku, t.d.: að teknu tilliti til þess/alls (‘þeg- ar tekið hefur verið tillit til þess/ alls’) að öllu athuguðu (‘þegar alls hefur verið gætt’) að svo mæltu fór hann (‘þegar hann hafði mælt þetta’) að svo komnu (‘eins og sakir standa’) að svo stöddu (†máli) (‘eins og málum er háttað’) að fenginni niðurstöðu (‘þegar niðurstaða er fengin’) að því tilskildu (‘að uppfylltu því skilyrði’) að e-m + lh.nt.: Að öllum ásjá- andi/áheyrandi; að honum/henni fjarverandi að e-m + lh.þt.: Að honum forn- spurðum; að henni viðstaddri; að honum fjarstöddum að breyttu breytanda (lat. mutatis mutandis) (‘að gerðum nauðsynlegum breytingum’): Orðasambandið er liðfellt, undan- skilið er eitthvert nafnorð, t.d.: að breyttu breytanda máli/atriði …, og stendur breytanda sem hlið- stætt lo. í hk.et.þgf. Orða- sambandið vísar til þess er notuð er kennisetning eða meginregla sem þarfnast breytinga til að geta samsvarað nýjum reglum eða staðreyndum, þ.e. ‘að breyttu því sem breyta þarf’. Athyglisvert er að notkun for- setningarinnar að er fastbundin í ofangreindum samböndum. Hvernig skyldi þá standa á því að svo er ekki um sambandið að gefnu tilefni? Ég hygg að hér sé um að ræða áhrif frá orða- sambandinu í tilefni af, þ.e. merk- ingin togar í. Nú er það auðvitað svo að tungumál breytast og því mætti halda fram að hér væri um að ræða einfalda, eðlilega og auð- skilda merkingarbreytingu. Ég get fallist að það að breytingin er auðskilin og meira að segja áhuga- verð fyrir málfræðinga en eftir stendur að það er málnotkunin sem ræður úrslitum, þeir sem vilja vanda mál sitt fara að dæmi fyrri kynslóða og gera ekkert nema að vandlega hugsuðu máli. Til gamans skal loks á það bent að orðasambandið gera e-ð af ásettu ráði vísar til ‘háttar’ (hvernig) og er allt annars eðlis en gera e-ð að yfirlögðu ráði (‘eftir að hafa legið yfir e-u, íhugað e-ð’). Mér er til efs að áhugi Íslendinga á móðurmáli sínu eigi sér hlið- stæðu annars staðar jonf@hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson ÞAÐ er líklegt að fleiri en sá sem hér heldur á penna hafi ekki trú- að sínum eigin eyrum þegar fréttir bárust um síðustu ráðstafanir for- manns Sjálfstæðisflokksins í stjórnmálum. Hefir hann þó oftsinnis komið mönnum í opna skjöldu með tiltækjum sínum; jafnvel fellt menn í stafi. Að afhenda formanni Framsóknarflokksins forsætis- ráðherraembættið ótilneyddur er engum öðrum ætlandi. Nema formaðurinn hafi lofað formanni Framsóknar embættinu fyrir kosningar til að tryggja að Framsókn féllist ekki í faðma við Samfylkingu að kosningum lokn- um? Og flokkarnir gengið rígbundnir til kosninga þrátt fyrir margítrekaðar yfirlýsingar um að þeir gengju óbundnir til þeirra. Ekki verður reynt að ráða ýmsar gátur þessarar uppákomu, en það er eins og formaður Sjálfstæðisflokksins leiki með öllu lausum hala. Þótt hann hafi löngum farið sínu fram tekur þó steininn úr í þessum umsvifum. Til hvers heldur formaðurinn að leiði í röðum sjálfstæðismanna að afhenda Framsókn embætti formanns ríkisstjórnar Íslands? Þegar hann er spurður um framhald hans sjálfs í pólitík, fer hann fjallasýn og með himinskautum. Hann segist ætla að sitja áfram í ríkisstjórn og hrinda varaformanni sínum úr embætti fjármálaráðherra ef svo vill verkast. Hann segir vel koma til greina að halda formennsku í Sjálf- stæðisflokknum! Davíð er sem sagt einn í heiminum. Einn geðþekkasta og traustasta forystumann í röðum Sjálfstæð- ismanna, Geir varaformann Haarde, hefir hann að handkurru og hankartogi. Það virðist ekki einu sinni hvarfla að formanninum að hinn almenni flokksmaður taki því ekki þegjandi að ganga framhjá varaformanninum og afhenda kurfi Framsóknar æðstu völd. Undirritaður getur frætt Davíð Oddsson á því, að enginn, sem þekk- ir hið minnsta til hans, lætur sér til hugar koma að hann muni sitja eina mínútu, hvað þá lengur, í ríkisstjórn undir annars forsæti. Hvað skyldi þetta ótrúlega vængjabusl eiga að þýða? Hvers á Geir Haarde að gjalda? Skipta örlög Sjálfstæðisflokksins kannski manninn engu máli ef hann sjálfur nær að ríða nógu feitum hesti af vígvelli stjórnmála? Hvers vegna lætur annað forystulið flokksins bjóða sér slíkt? Eru þingmenn flokksins tilbúnir að kosta flestu til að losna undan æg- ishjálmi núverandi formanns? Og láta allt yfir sig ganga til að það megi takast. Kasta sér til sunds þótt sjáist ekki til lands. Það kann að vera að svör gefist síðar við þessum áleitnu spurningum. Það er þó ekki víst enda eru pólitískir vegir Davíðs Oddssonar órannsakanlegir. En næmari veðurviti á pólitík er ekki til. Sér hann kannski fyrir að núverandi ríkisstjórn hafi reist sér rækilega hurðarás um öxl og sigl- ingin framundan því vörðuð skerjum sem steytt verður á? Venjulegum mönnum virðist að framin sé kórvilla með tilliti til hagsmuna Sjálfstæðisflokksins. Kórvilla Eftir Sverri Hermannsson Höfundur er fv. form. Frjálslynda flokksins. AÐ UNDANFÖRNU hefur komið fram hörð gagnrýni á ný- legan úrskurð Kjaradóms um kjör æðstu manna þjóðarinnar. Ég er einn þeirra manna sem á liðnum árum hafa alloft gagnrýnt Kjara- dóm, þótt á öðrum forsendum sé. Í fréttabréfii fyrir forstöðumenn ríkisstofnana sem fjármálaráðu- neytið gefur út skrifaði ég í des- ember sl. m.a.: „undirrituðum þykir rétt að koma þeim sjónarmiðum á framfæri, að hann telur fráleitt, að þingmennska á Al- þingi sé ekki metin hærra til launa en stjórnarformennska í Landssímanum, svo að dæmi sé tekið. Og enn fráleitara er að ráð- herralaun séu ekki nema brot af launum forseta lýðveldisins og jafnvel enn smærra brot af laun- um forstjóra í meðalstóru fyr- irtæki í landinu. Slík staða er ekki bara gengisfelling á fyrrnefndum störfum heldur lýsir hún ann- aðhvort vanþekkingu Kjaradóms á störfum æðstu manna fram- kvæmda- og löggjafarvalds eða fordómum gagnvart þeim. Þetta er auðvitað alvarlegt gagnvart ein- staklingum og þeim stofnunum sem þarna eiga í hlut, en er þó hálfu alvarlegra þegar til lengri tíma er litið, þar sem þetta ástand getur ógnað lýðræðinu og stjórn- skipulaginu í landinu.“ Þingmennska fullt starf Kjaradómur á lögum samkvæmt að úrskurða um laun nokkurra æðstu embættismanna þjóð- arinnar, hæstaréttardómara o.fl. yfirmenn dómsvaldsins, en stærsti hópurinn eru þingmenn auk ráð- herra. Með nýföllnum úrskurði hefur Kjaradómur stigið mik- ilvægt skref í þá átt að koma laun- um kjörinna fulltrúa þjóðarinnar í það samhengi sem þeim ber. Ég hef lengi undrast þá afstöðu ým- issa í samfélaginu að eðlilegt sé að laun þingmanna og ráðherra eigi ekki að vera nema brot af þeim launum sem verið er að greiða stórum hópum margs konar sér- fræðinga og fagmanna auk stjórn- enda og millistjórnenda fyrirtækja í landinu. Engu er líkara en að margir telji, að enn sé þing- mennska starf sem hægt sé að sinna hluta ársins með annarri hendinni meðfram öðru starfi, rétt eins og þegar meirihluti þing- manna var bændur sem komu til þings fáar vikur ári, þegar minnst var að gera í búskapnum. Það er að mínu mati alllangt síðan, að þingmennska varð fullt, krefjandi og tímafrekt starf, sem mikilvægt er að höfði til þeirra sem fremstir fara í hinum ýmsu greinum sam- félagsins. Lagasetning og fram- kvæmastjórn ríkisins í flóknu, ört breytilegu og alþjóðlegu samfélagi nútímans er stór þáttur í mótun lífskjara okkar allra. Því verða að vera launalegar forsendur fyrir því að eftir þeim störfum sækist sem breiðastur hópur hæfustu manna. Það eru ekki haldbær rök fyrir ósamkeppnishæfum launum þingmanna, að benda á að alltaf séu nægjanlega margir sem sæk- ist eftir þessum störfum. Ábyrgð þingmanna og ráðherra En hvernig stendur á þessari neikvæðu umræðu meðal þjóð- arinnar um launamál kjörinna full- trúa okkar? Ég tel að skýringar á henni sé ekki nema að litlum hluta að leita í laununum sjálfum, held- ur því, að fólk telur aðstöðu þing- manna og ráðherra og verkaskipt- ingu þarna á milli ekki vera að öllu leyti eðlilega. Hvers vegna eru t.d. ráðherrar einnig þing- menn þótt augljóst sé, að þeir komast ekki yfir að sinna fullri þingmennsku með ráðherradómi, auk þess sem gert er ráð fyrir að- skilnaði framkvæmdavalds og lög- gjafarvalds í stjórnarskrá lýðveld- isins? Hvers vegna hafa sumir þingmenn verið í öðrum föstum og launuðum störfum með þing- mennskunni, þar sem oft er um augljósa hættu á hagsmuna- árekstrum að ræða? Hvers vegna sitja þingmenn í nefndum og ráð- um á vegum framkvæmdavaldsins eins og enn er nokkuð um, þótt það hafi mikið lagast? Þessi atriði eiga áreiðanlega stóran þátt í mót- un þess neikvæða almenningsálits sem oft er til staðar gagnvart þingmönnum og ráðherrum og launakjörum þeirra. Kjaradómur á réttri leið Kjaradómur stefnir í rétta átt í úrskurði sínum nú á kjördegi til Alþingis og fráleitt er að telja að hann sé að brjóta lög eða fara út fyrir þann launaramma sem hon- um ber að starfa innan. Hann sendi einnig álíka skilaboð á kjör- degi 1999, en það eru takmörk fyrir því hvað hann getur gengið langt án þess að kjörnir fulltrúar styrki það laga- og regluverk sem í kringum störf þeirra er. Það er fyrst og fremst þeirra að skapa vel skilgreindan ramma utan um eigin störf og setja sér opnar og gagnsæjar reglur í því sambandi. En að því gefnu er ég sannfærður um nokkur sátt gæti náðst meðal þjóðarinnar um launakjör þess- arra æðstu fulltrúa framkvæmda- og löggjafarvaldsins. Úrskurður Kjaradóms Eftir Magnús Jónsson Höfundur er formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana. ‘Hvar’ > ‘tillitsmerking’ ‘Hvaðan’ > ‘orsök’ gaman er að e-u hafa gaman af e-u skömm/sómi …er að e-u hafa skömm/sóma …af e-u ávinningur er að e-u hafa ávinning af e-u e-m er skapraun að e-u hafa skapraun af e-u
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.