Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍSKIR hermenn hafa lagt hald á 2.000 gull- stangir að andvirði allt að 500 milljóna dollara, um 36 millj- arða ísl. króna, sem fundust í flutningabíl nálægt landamær- unum að Sýrlandi, að sögn Bandaríkjahers í gær. Ökumaður bílsins sagðist hafa fengið andvirði rúmra 25.000 króna fyrir að aka bíln- um frá Bagdad til ónafn- greinds manns í bænum Al Qaim, nálægt landamærunum að Sýrlandi. Honum hefði ver- ið sagt að í bílnum væru brons- stangir. Insúlín úr músum ÍSRAELSKIR vísindamenn segja að þeim hafi tekist að nota erfðabreyttar stofnfrum- ur fósturvísa til að framleiða insúlín í músum. Þessa aðferð má hugsanlega nota í framtíð- inni sem meðferð við sykur- sýki. Teymi rannsóknarmanna breytti stofnfrumum úr lifur fósturvísa með því að bæta við þær geni sem framleiðir insúl- ín. Er stofnfrumurnar voru græddar í mýs með sykursýki gátu þær viðhaldið eðlilegu blóðsykurmagni svo mánuðum skipti, að sögn Shimon Efrat, prófessors við háskólann í Tel Aviv. Beethoven boðinn upp HANDRIT þýska tónskáldsins Ludwigs van Beethovens að Níundu sinfóníunni, með at- hugasemdum og breytingum tónskáldsins, seldist á upp- boði Sotheby’s í Lundúnum á fimmtudag á 2.133.600 punda eða um 256 milljónir króna. Er þetta hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir handrit að tónverki Beet- hovens, að sögn BBC. Ekki er vitað hver keypti handritið en sá bauð gegnum síma. Beethoven hóf að skrifa Níundu sinfóníuna árið 1817 og er verkið oft talið hápunkt- ur allrar klassískrar tónlistar. Jayson Blair „hló dátt“ JAYSON Blair, fyrrverandi blaðamaður The New York Times, segir í viðtali sem birt- ist á dögunum að hann hafi „hlegið dátt“ að leiðréttingu á einni frétta sinna sem blaðið birti í kjölfar rannsóknar á fréttaskrifum hans. Blair hætti hjá blaðinu í byrjun mánaðar eftir að hann varð uppvís að umfangsmikilli sviksemi í tengslum við tugi stórra fréttafrásagna. Í viðtali í dagblaðinu New York Observer fer Blair háðu- legum orðum um fyrrverandi vinnuveitendur sína. Hann segir m.a. að sá maður sé að ljúga sem segi að litaraft hans hafi ekkert haft með skjótan frama hans að gera á The New York Times – en Blair er að- eins 27 ára gamall. STUTT Fundu 2.000 gullstangir ÁTJÁN mánaða gömlu barni var bjargað úr húsarústum í borginni Boumerdes í Alsír í gær að því er fram kom í ríkisútvarpi landsins. Þá var tólf ára gamalli stúlku bjargað úr rústum íbúðarhúss í Bordj El Kiffan. Börnunum var bjargað um 34 klukku- stundum eftir að hamfarirnar áttu sér stað og þykir kraftaverki líkast að þau hafi enn verið á lífi. Talið er að hundruð, jafnvel þús- undir, manna séu enn grafin undir rústum heimila sinna í Alsír eftir jarð- skjálftann sem skók landið á miðviku- dag. Tala þeirra sem létu lífið í skjálft- anum er nú komin í 1.600 og björgunarmenn segja vonina um að fólk sé lifandi í rústunum vera að veikjast. Mörg þúsund manns eru heimilislaus eftir hamfarirnar. Alþjóðlegar björgunarsveitir komnar til Alsír Sautján menn úr Alþjóðabjörgun- arsveit Slysavarnafélagsins Lands- bjargar héldu í gær áleiðis til Algeirs- borgar, höfuðborgar Alsír, til að aðstoða við björgunarstörf. Áætlað er að sveitin verði komin til Algeirsborg- ar kl. 12.20 í dag að staðartíma. Í sveitinni eru 17 manns, 14 sjálf- boðaliðar úr björgunarsveitum Slysa- varnafélagsins Landsbjargar sem hafa sérhæft sig í rústabjörgun, einn læknir frá Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi og tveir bráðatæknar úr Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Alþjóðlegar sveitir björgunar- manna eru komnar til Alsír til að veita aðstoð og að því er frá greinir á frétta- vef BBC hafa tugir herflugvéla flutt teymi franskra, austurrískra, sviss- neskra, þýskra, suður-afrískra, breskra og ítalskra lækna og hjálp- arstarfsmanna til landsins. Auk þess var von á læknum og björgunarfólki frá Rússlandi í gær. Alþjóða Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn hafa enn fremur hafið söfnun til handa þeim 10.000 sem áætlað er að hafi orð- ið fórnarlömb jarðskjálftanna, slasast eða misst ættingja. Þá leita Alsírbúar sjálfir ættingja sinna með skóflum, öxum og jafnvel berum höndum. Reiði tekur við af hræðslu Meðal íbúa þeirra borga sem verst urðu fyrir hamförunum hefur sorg og hræðsla nú breyst í reiði sem beinist gegn eigendum byggingarfyrirtækja. Fólkið sakar þá um spillingu og að notast við vondar byggingaraðferðir. „Hvernig má það vera að nýjar bygg- ingar hrundu en þær gömlu standa enn?“ hafði fréttastofa AFP eftir manni sem leitaði í rústum húss sem talið var að fjöldi fólks væri grafinn undir. Þúsundir Alsírbúa sem búsettir eru erlendis hafa í örvæntingu reynt að fá fréttir af ástvinum sínum undanfarna daga en án árangurs þar sem sæsíma- strengir slitnuðu við skjálftann. Franska símafyrirtækið France Tele- com hefur unnið að viðgerð frá því á fimmtudag og hefur fengið hundruð verkfræðinga til þessa erfiða verks en strengirnir eru á 2.500 m dýpi og fóru í sundur á mörgum stöðum. Í gær, föstudag, sem er heilagur dagur samkvæmt íslamskri trú, hófst þriggja daga þjóðarsorg í Alsír. Þrátt fyrir það verður ekkert hlé gert á björgunarstörfum. Börnum bjargað eftir 34 tíma í rústum í Alsír Íslenskir björg- unarmenn væntanlegir til Alsír í dag Algeirsborg. Bordj El Kiffan. AFP. AP. Reuters Yousra Hamenniche, tveggja og hálfs árs gömul stúlka, fær súrefni eftir að hafa verið föst í 39 stundir í rústum. SIR Edmund Hillary, Nýsjálending- urinn sem fyrstur manna steig á tind Everestfjalls ásamt Sherpanum Tenzing Norgay, kom til Nepals í gær, réttri hálfri öld eftir afrekið. Hillary, sem er 83 ára gamall, var þreytulegur við komuna og var ekið úr flugvélinni í hjólastól en hann kom við í Indlandi og Taílandi á leið- inni. Hann sagðist þó vera ánægður að vera kominn til Katmandu. Að- stoðarmenn Hillarys segja að hann hafi fengið snert af matareitrun í Nýju-Delhi. Tenzing Norgay, sam- ferðamaður hans, lést árið 1986. Mikil hátíðahöld eru fyrirhuguð í Nepal þann 29. maí, þegar hálf öld er liðin frá því að Hillary komst á tind Everest, og verður hann þar heiðursgestur. Alls komust 53 fjall- göngumenn á Everest-tind á fimmtudag en 25 fjallgönguhópar bíða eftir að fagna hinum sögulega árangri Hillarys og Tenzing Norgay með því að klífa tindinn hinn 29. þessa mánaðar. Gekk á Everest á tæpum 13 klukkustundum Sherpinn, Pemba Dorje, sló í gær hraðamet er hann gekk á Everest á aðeins 12 klukkustundum og 45 mín- útum. Þar með sló hann met sem sett var árið 2000 af Sherpanum Babu Chhiri sem fór upp á tæpum 17 klukkustundum. Ólíkt Babu Chhiri notaði Dorje súrefni við gönguna. Áður en hann sneri við af Everest lagði Babu Chhiri mynd af konungi Nepal, Gyanendra, eiginkonu hans og syni á tindinn. Þess má geta að leiðangur Hillary og Tenzing Norgay fyrir fimmtíu árum tók nokkrar vikur. AP Sir Edmund Hillary, sem kleif Everest árið 1953, við komuna til Katmandu. Hillary í hjólastól við komuna til Nepals Katmandu. AFP. HERNÁMSSTJÓRN bandamanna í Írak tilkynnti í gær að íraski herinn, öryggismálaráðuneytið og aðrar ör- yggisstofnanir Saddams Husseins, fyrrum Íraksforseta, yrðu leystar upp og að nýjum stjórnarher Íraka yrði komið á fót í þeirra stað. „Yf- irstjórn bandamanna hyggst í náinni framtíð koma á fót nýjum Íraksher. Þetta mun verða fyrsta skrefið í myndun varnarhers hins frjálsa Íraks,“ sagði í yfirlýsingunni. Þá sagði að herinn yrði undir borgara- legri stjórn og að hann yrði faglegur, ópólitískur her allra Íraka. Tilkynningin kom í kjölfar rót- tækra aðgerða sem Bandaríkjamenn skýrðu frá á fimmtudag. Um 200.000 félögum í Baath-flokki Saddams Husseins var þá skipað að gefa sig fram hið fyrsta. Sagt var að þetta ætti við um „fullgilda félaga“ í flokknum. Tilskipun þessi barst frá Tommy Franks, yfirmanni herafla bandamanna. Hún var birt í útvarpi bandamanna í Írak og lesin á arab- ísku. Paul Bremer, yfirmaður borgara- legrar stjórnar Bandaríkjamanna í Írak, hafði áður bannað 35.000 manns, æðstu embættismönnum flokksins, að gegna störfum innan ríkisstjórnar landsins. Nýja skipun- in nær til 150.000 manns til viðbótar sem gegna lægri stöðum innan flokksins. Íraskir stjórnmálahópar sem vinna með bandarískum emb- ættismönnum að því að koma á nýrri stjórn hafa þrýst á um það að hart verði tekið á félögum í Baath-flokkn- um til að draga úr ótta almennings um að flokkurinn kunni að komast aftur til valda. Að sögn Goran Talabani, háttsetts embættismanns á íraska þinginu, er Baath enn best skipulagði og ríkasti stjórnmálaflokkurinn í Írak. „Eina leiðin til að koma á lýðræðislegu skipulagi í landinu er að eyða áhrif- um hans og fyrrverandi ríkisstjórn- ar,“ sagði hann. Flokksmenn Baath myrtir í hefndarskyni Undanfarnar vikur hafa flokks- menn Baath verið myrtir á götum úti í fátækrahverfum íraskra borga en þar eru sjítar í meirihluta. Sjía-músl- ímar var sá hópur fólks sem helst varð fyrir barðinu á kúgun Baath- flokksins og nú hafa þeir tekið lögin í sínar hendur. Þannig hefur sú upp- safnaða reiði sem búið hefur um sig í brjósti fólks eftir að hafa í áratugi búið við grimmdarverk Baath- flokksins fengið útrás. Að sögn starfsfólks sjúkrahúsa á svæðinu hafa tugir meðlima Baath-flokksins verið myrtir eða slasaðir alvarlega á síðustu vikum. „Morðunum fer fjölg- andi,“ segir Qazem Abbud, starfs- maður í móttöku Al-Shuwadr- sjúkrahússins. „Sjálfur sá ég fjögur eða fimm [morð] í liðinni viku.“ Herafli Íraks og öryggis- kerfi leyst upp Baath-liðum skipað að gefa sig fram Bagdad. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.