Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 23
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 23 STARFSFÓLK í ferðaþjónustu á Suðurnesjum er um þessar mundir að kynna sér það sem Suðurnesin hafa upp á að bjóða fyrir ferða- menn. Námskeiðið er á vegum Miðstöðvar símenntunar á Suð- urnesjum (MSS) og fékk hún styrk frá Starfsmenntasjóði til að standa straum af kostnaði við að halda námskeiðið. Námskeiðið stendur yfir í fjóra daga, þar af þrjá í maí og júní og svo verður einn dagur í haust og koma margir leiðsögumenn að því. Á námskeiðinu er meðal ann- ars starfsfólks Bókasafns Reykja- nesbæjar en það mun sjá um rekstur Upplýsingamiðstöðvar Reykjaness í sumar. Að sögn Guðjónínu Sæmunds- dóttur, ferðamálafræðings og starfsmanns MSS, er markmiðið með námskeiðinu að efla vitund starfsfólks í ferðaþjónustu á Suð- urnesjum um þá sérstöku mögu- leika sem Reykjanesskaginn hefur upp á að bjóða fyrir ferðamenn og náttúruunnendur. „Því meðvit- aðra sem starfsfólk í ferðaþjón- ustu er um þessa möguleika því meiri hagur fyrir svæðið. Gisti- nóttum fjölgar og dvalartími gesta á svæðinu eykst sem leiðir af sér aukin atvinnutækifæri í ferðaþjónustu á svæðinu,“ sagði Guðjónína Sæmundsdóttir í sam- tali við blaðamann Morgunblaðs- ins. Námskeiðið hófst sl. þriðjudag, þar sem Reykjanesskaginn var skannaður, Grindavíkurbær heim- sóttur og næsta nágrenni, svo sem Bláa lónið og á leið til Reykjanes- bæjar aftur, þar sem ferðin hófst, var komið við á körtubrautinni í Njarðvík og torfbænum Stekkjar- koti í Innri-Njarðvík en eins og fram hefur komið áður er áform- að að byggja naust víkingaskips- ins Íslendings í nágrenni hans og hugsanlega einnig víkingaþorp af einhverju tagi. Þátttakendur eru vel á þriðja tug og hún leyndi sér ekki aðdáun þeirra á þeim fjölmörgu nátt- úruperlum sem svæðið býr yfir. Það kom líka fram í máli Helgu Ingimundardóttur, leiðsögumanns og framkvæmdastjóra Ferðaþjón- ustu Suðurnesja sem gerir út hvalaskoðunarskipið Moby Dick, að Suðurnesjamenn þyrftu að vera stoltari af svæðinu. „Við virðumst alltaf vera með einhverja minni- máttarkennd og leggjum frekar á okkur að keyra út um landið til að skoða fegurð þess. Sannleikurinn er hins vegar sá að hér höfum við þetta allt,“ sagði Helga Ingimund- ardóttir og vill meina að ástæðan sé m.a. sú að á svæðinu búi mikið af aðkomufólki. Starfsfólk í ferðaþjónustu á námskeiði hjá Miðstöð símenntunar Þurfum að vera stoltari af svæðinu Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Ein af perlum Reykjanesskagans er Brimketill. Mikilfenglegastur þykir hann í hvassviðri þegar brimið splundrast upp úr honum en hann var fallegur í logninu á þriðjudag. Umhverfið er þó hrikalegt og ber að varast. Reykjanes AÐALFUNDUR Félags myndlist- armanna í Reykjanesbæ verður haldinn þriðjudaginn 27. maí nk. kl. 20 í Svarta pakkhúsinu, Hafnargötu 2 í Keflavík. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður rætt um sumarstarfið fram- undan, segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Myndlistar- menn funda Reykjanesbær UNNIÐ er að miklu hreinsunarátaki í Grindavík þessa dagana. Bærinn að- stoðar fólk og fyrirtæki við að losa sig við ruslið. Hreinsunarátakið stendur fram á sunnudag. Þá daga geta íbúarnir sett rusl út að götum og á mánudag kemur vörubíll á vegum bæjarins og fjarlæg- ir það. Garðaúrgang og jarðefni getur fólk farið með í grjótnám vestan við bæinn. Átakið er unnið í samstarfi við Hringrás hf. Fyrirtækin geta losað sig við járnarusl á ákveðinn stað og þar eru tæki frá Hringsrás sem klippa járnið niður. Ólafur Örn Ólafs- son bæjarstjóri segir að töluverð vakning hafi orðið meðal fólks og fyr- irtækja og ótrúlega mikið rusl falli til. Hann nefnir sem dæmi að menn sem eru með búskap hafi gengið í það að hreinsa land sitt og alla fjöruna. Tekið gamlan rekavið og plast og það hafi fyllt um 30 gáma sem bærinn hafi síðan séð um að fjarlægja. Drasl úr einni fjöru í 30 ker Grindavík ♦ ♦ ♦ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 20 99 9 0 5/ 20 03 ÚRSLITIN RÁÐAST Í DAG – Í BEINNI ÚTSENDINGU Á RÁS2 Þá munu annars vegar sigurvegari keppninnar og hins vegar heppinn kaupandi Júróbíls hljóta í vinning betri notaða bifreið til ókeypis afnota í heilt ár! Þú átt enn möguleika á að vinna. Ef þú kaupir Júróbíl fyrir kl. 14 í dag kemst þú í Júróbílapottinn sem dregið verður úr í beinni útsendingu á Rás2 undir stjórn Júróvisjonsnillingsins Páls Óskars Hjálmtýssonar. Eyddu ekki tímanum í vitleysu, komdu strax á Nýbýlaveginn - þar færðu betri notaðan Júróbíl á lægra verði og átt auk þess möguleika á frábærum vinningi. www.toyota.is Kauptu Júróbíl fyrir kl. 14 í dag þú gætir unnið bíl til ókeypis afnota í heilt ár!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.