Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 17 TROÐFULL veitingahús og aukin sala í verslanamiðstöðvum eru greinileg merki um að efnahagur Argentínu sé farinn að rétta úr kútn- um eftir mestu kreppu í sögu lands- ins. Nestor Kirchner, sem tekur við embætti forseta Argentínu á morg- un, sunnudag, stendur þó frammi fyrir mörgum og erfiðum úrlausn- arefnum. „Við misstum mikinn kraft og mikla peninga. Það verður mjög erf- itt að koma lífinu aftur í eðlilegt horf,“ sagði Anilia Solla, fimmtugur leikskólastjóri, sem segir að fjöl- skylda sín hafi þurft að herða sult- arólina í kreppunni. Fjölskyldan þurfti m.a. að selja einbýlishúsið sitt og flytja í fjölbýlishús eftir að eig- inmaðurinn, sem er ljósmyndari, varð atvinnulaus. Þótt fjölskyldan neiti sér enn um ýmislegt, sem hún hafði vanist fyrir kreppuna, hefur hún losað örlítið um sultarólina að undanförnu. Hjó skarð í millistéttina Argentínumenn hreyktu sér áður af því að vera rík þjóð með fjölmenn- ustu millistéttina í Rómönsku Am- eríku. Tekjurnar minnkuðu hins vegar í kreppunni og atvinnuleysið jókst þegar mörg fyrirtæki urðu gjaldþrota og gengi pesóans, gjald- miðils landsins, lækkaði um 66%. Margir þeirra sem töldust til milli- stéttarinnar eru nú á meðal þeirra sem lifa undir fátæktarmörkum, en þeir eru nú um 60% þjóðarinnar. Nestor Kirchner var lýstur sig- urvegari forsetakosninganna í Arg- entínu eftir að helsti keppinautur hans, Carlos Menem, fyrrverandi forseti, ákvað að gefa ekki kost á sér í síðari umferðinni sem átti að fara fram um sl. helgi. Kirchner hefur heitið því að grundvalla stefnu sína á efnahagsaðgerðum fráfarandi stjórnar sem tókst að rétta efnahag- inn við þegar landið rambaði á barmi gjaldþrots. Ljóst er að hans bíða tröllaukin verkefni, því að skuldir landsins eru gífurlegar og reynst hefur erfitt að efla bankana og auka á ný traust fjárfesta á efnahagnum. „Ég reif kreditkortin mín í sundur“ Til að tryggja frekari efnahags- bata er meðal annars mikilvægt að fá argentínska neytendur til að eyða meiri peningum. Það verður þó ekki auðvelt þar sem kaupmátturinn hef- ur minnkað um 40% og neytend- urnir forðast að taka lán eða nota kreditkort. „Ég reif kreditkortin mín í sund- ur. Ég varð fyrir svo miklum skakkaföllum í kreppunni að það hvarflar ekki að mér að taka lán,“ sagði Solla. Maria Jose Gonzalez, fertugur dýralæknir í Buenos Aires, sagði að í kreppunni hefði hún lært að bera saman verð í verslunum. „Ég var vön að kaupa það sem ég þurfti án þess að taka eftir verðinu,“ sagði hún. „Núna hika ég ekki við að ganga langa leið til að kaupa vörur á tilboðsverði.“ Eiginmaður hennar var atvinnu- laus í rúmt ár en hefur nú fengið vinnu í mötuneyti sjúkrahúss. Tekjur hjónanna eru um 1.500–2.000 pesóar á mánuði, andvirði 38.000– 51.000 króna. Hún segir að þetta séu bærilegar tekjur í landi þar sem meðaltekjurnar eru um 512 pesóar, eða 14.000 krónur. Enginn fagurgali Jose segir að lífskjörin hafi verið betri þegar Carlos Menem var for- seti en telur að kreppan eigi rót sína að rekja til óráðsíu hans. Menem einkavæddi flest ríkisfyrirtækin, tengdi pesóann við dollarann á föstu gengi og tók há lán hjá alþjóðlegum lánardrottnum. Þetta leiddi til mikils hagvaxtar en hann reyndist skamm- vinnur. Kirchner segist hins vegar ætla að fara hægt í sakirnar. „Við ætlum að stjórna með hægfara og varanlegum aðgerðum,“ sagði hann á dögunum. „Við ætlum að gera margt en ekki með fagurgala farandsalans og gylli- boðum sem myndu aðeins koma okk- ur í ný vandræði.“ Merki um efnahagsbata í Argentínu Nýs forseta bíða þó tröllaukin verkefni Reuters Nestor Kirchner, verðandi forseti Argentínu, og eiginkona hans, Cristina Fernandez, við Perito Moreno-jökulinn í Santa Cruz-héraði í Argentínu. Buenos Aires. AFP. ’ Við ætlum að geramargt en ekki með fagurgala farandsal- ans og gylliboðum. ‘ Njósnir um gereyðingarvopn Gögn um Írak endur- skoðuð Washington. AFP. BANDARÍKJAMENN telja að ger- eyðingarvopn eða búnaður til að hanna slík vopn hafi verið á um 600 stöðum í Írak en hafa aðeins náð að rannsaka um 120 staði, að sögn Douglas Feith, aðstoðarráðherra varnarmála í Bandaríkjunum. Feith skýrði frá þessu í yfirheyrslum hjá þingnefnd á fimmtudag. Hann sagði að tekið gæti marga mánuði og jafn- vel nokkur ár að rannsaka umrædda staði. Ólögleg gereyðingarvopn Íraka voru í orði kveðnu aðalástæða þess að Bandaríkjamenn og Bretar réð- ust inn í landið en engin vopn hafa enn fundist. Bandaríska leyniþjón- ustan, CIA, er nú að endurskoða öll eldri gögn sín um gereyðingarvopn stjórnar Saddams Husseins, að sögn The New York Times, og bera nið- urstöðurnar saman við veruleikann eftir stríðið. Blaðið hefur eftir emb- ættismanni að ekki sé um neinar nornaveiðar að ræða; markmiðið sé að endurbæta gagnasöfnun. Ljóst er þó að sú staðreynd að vopnin hafa ekki fundist gerir endur- skoðunina enn brýnni en ella. Embættismenn hjá CIA, sem ekki vilja láta nafns síns getið, saka varn- armálaráðuneytið um að hafa í að- draganda stríðsins oftúlkað í póli- tískum tilgangi ýmsar vísbendingar um gereyðingarvopn. Sama eigi við um gögn sem bentu til beinna tengsla Saddams við al-Qaeda- hryðjuverkasamtökin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.