Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 61 ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI / KEFLAVÍK EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 2, 6 OG 10. Sýnd kl. 2, 4, 5, 6, 8, 10 og 11. B.i. 12. / Powersýningar kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 12. / Sýnd kl. 12, 5, 8 og 11. B.i.12. / Sýnd kl. 5, 8 og 10. B.i. 12.4.  KVIKMYNDIR.COM  ÓHT Rás 2 KVIKMYNDIR.IS „Grípandi og gefandi með óborganlega bardaga“ „DRIFKRAFTURINN er örugg frammistaða aðalleikkvennanna, Elodie Bouchez og íslenska skálds- ins Diddu Jónsdóttur (í hennar fyrstu mynd),“ segir gagnrýnandi Variety, Scott Foundas, í umsögn sinni um Stormviðri Sólveigar Anspach. Líkt og gagnrýnandi Screen Int- ernational segir Foundas að mynd- in dragi upp nýja og sannari mynd af viðfangsefni sem fengist hefur verið við í þekktari og stærri myndum á borð við Rain Man og I am Sam. Það sem setji myndina þó niður sé að hún virki fremur sem skissa en fullklárað listaverk og að hún nái ekki að grípa áhorfandann nægilega sterkum tökum. Þó spáir Foundas því að myndinni eigi eftir að ganga vel, sérstaklega á kvik- myndahátíðum um heim allan. Greinilega þykir Foundas sterk- asta hlið myndarinnar hversu vit- urlega Anspach forðast að hleypa sögunni af sambandi geðlæknisins Coru og íslenskum sjúklingi henn- ar út í einhverja óþarfa og ódýra væmni, að myndin skuli ætíð virka blátt áfram, trúverðug og sönn. Líkt og gagnrýnandi Screen Int- ernational sér gagnrýnandi Var- iety ástæðu til þess að geta sér- staklega framlags Diddu til myndarinnar, segir túlkun hennar með afbrigðum næma og tilfinn- ingaríka. Í umsögn Variety er Sól- veigu og tökumanni hennar, Benoit Dervaux, þar að auki hælt sérstaklega fyrir það hvernig þau nýta sér á áreynslulausan og til- gerðarlausan máta náttúrufegurð Íslands. Umsögn Variety um kvikmyndina Stormviðri Didda er drifkraft- urinn Didda í hlutverki sínu. Cannes. Morgunblaðið. „LEIKARARNIR sem ég var svo lánsamur að fá voru svo góðir að mitt verk gekk eiginlega út á að klúðra ekki neinu,“ sagði hæverskur Clint Eastwood við blaðamenn í Cannes, að lokinni fyrstu sýningu á nýjustu mynd hans Dulá (Mystic River) sem er í aðalkeppni hátíðarinnar. Þeir eru heldur ekkert slor leikararnir í þessari 24. mynd hans sem leik- stjóra; Sean Penn, Tim Robbins, Kevin Bacon, Laura Linney, Laur- ence Fishburne og Marcia Gay Hardin. Öll í toppformi í myndinni undir styrkri stjórn gamla töffarans, sem verður 73 ára gamall í næstu viku en ber aldurinn þó engan veg- inn með sér. „Ég var of unglegur til að geta leikið á móti þeim,“ gantaðist karl- inn, aðspurður hvers vegna hann færi ekki með hlutverk í myndinni. Dulá er örlagasaga þriggja manna – æskuvina – sem ungir að árum urðu fyrir skelfilegu áfalli er einum þeirra er rænt og misnotaður kyn- ferðislega. Þetta er atburður sem breytir lífi þeirra allra til frambúðar og fylgir þeim á einhvern hátt allt fram á fullorðinsárin og kemur enn upp á yfirborðið er ung stúlka er myrt á hrottafenginn hátt. Stúlkan reynist dóttir eins þeirra (Penn), annar er lögreglumaður og rannsak- ar morðið (Bacon) og grunur beinist brátt að þeim þriðja (Robbins). Þessi myrka, raunsanna og átakanlega morðgáta er byggð á samnefndri skáldsögu Dennis Lehane en hand- ritið gerði hinn kunni leikstjóri og handritshöfundur Brian Helgeland (L.A. Confidential, Payback). „Ég hef lengi ætlað að fást við þetta sorglega viðfangsefni, afleið- ingar af kynferðislegri misnotkun á börnum,“ sagði Eastwood. „Áhugi stóru kvikmyndaveranna á því hefur hins vegar verið æði takmarkaður og því varð ég að leita fjárstuðnings ut- an Hollywood, sem mér blessunar- lega tókst. Svo virðist sem hugðar- efni mín hljóti æ minni hljómgrunn í Hollywood þar sem menn vilja bara gera myndir eftir myndasögum. Hef ég verið beðinn um að gera mynd eftir myndasögu? Já, en ég hef lítinn áhuga á því, það hentar mér ekki. Ég er of gamall til þess,“ sagði hann og bætti við að hann hefði samt alveg jafngaman af ævintýramyndum og aðrir. „Svo er alltaf verið að biðja mig um að leika (Dirty) Harry Call- ahan enn eina ferðina. En ég hef engan áhuga á því lengur.“ Kostnaði haldið niðri Til þess að geta gert myndina varð Eastwood að halda kostnaði í lág- marki. Stjörnurnar þáðu lægri laun en þær geta vanalega farið fram á, Eastwood samdi sjálfur kvikmynda- tónlistina og hélt filmueyðslunni í lágmarki með því að taka nær aldrei fleiri en tvær tökur af hverju atriði. „Þetta er sannarlega engin Mystic River Reloaded“, sagði karlinn í léttu gríni. Þau Tim Robbins, Laura Linney og Kevin Bacon sem mættu á blaða- mannafundinn með Eastwood voru á einu máli um að það hefði verið mikill heiður fyrir sig að fá að vinna fyrir þennan reynsluríka öð- ling. „Hann þarf ekki ann- að en að biðja mig og ég segi já,“ sagði Linney sem áður hefur leikið fyrir Eastwood í myndinni Absolute Power. „Ég les allt sem hann biður mig um að lesa, ég læsi síma- skrána fyrir hann.“ Gagnrýnendur og blaðamenn virtust al- mennt mjög sáttir við Dulá. Mikið var klappað að lokinni blaðamanna- sýningunni og Eastwood var hlaðinn lofi á fundin- um á eftir, þar á meðal af hinum kunna gagnrýnanda Roger Ebert, sem hélt langa (of langa að mörgum viðstöddum fannst) ræðu um hversu vel heppnaður endir myndarinnar væri. Eastwood er í miklu uppáhaldi Frakka, sér í lagi skipuleggjenda Cannes hátíðarinnar. Þetta er í fjórða sinn sem mynd eftir hann tek- ur þátt í aðalkeppninni í Cannes en hinar myndirnar voru Pale Rider (1985), Bird (1988) og White Hunter Black Heart (1990). Að auki hefur hann einu sinni verið formaður dóm- nefndarinnar. „Það er alltaf mikill heiður að fá að vera með á Cannes. Ég kann vel við mig hérna,“ hafði Eastwood á orði. Aðspurður hvort hann væri nokk- uð farinn að íhuga að setjast í helgan stein viðurkenndi Eastwood að hann gerði það æ oftar. „Það gæti gerst fyrr en ykkur grunar,“ sagði hann hreinskilinn. „En það segir kannski lítið. Ég var staðráðinn í að ferli mín- um sem leikara væri lokið þegar ég leikstýrði fyrstu myndinni minni Play Misty For Me fyrir 30 árum.“ Dulá frumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes Laura Linney leikkona ásamt kempunni Clint Eastwood að loknum blaðamannafundi. Clint kann vel við Cannes Cannes. Morgunblaðið. skarpi@mbl.is Morgunblaðið/Halldór Kolbeins www.casa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.