Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 2
NÝIR ráð- herrar dóms- mála og félags- mála hafa ráðið sér að- stoðarmenn. Aðstoðar- maður Björns Bjarnasonar dómsmálaráð- herra verður Þorsteinn Davíðsson lög- fræðingur. Hann lauk lög- fræðiprófi frá Háskóla Ís- lands árið 1999 og hefur starf- að sem aðstoð- armaður hér- aðsdómara í Reykjavík. Þorsteinn, sem er sonur Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra og Ástríðar Thorarensen, tekur til starfa í ráðuneytinu í næstu viku. Sigurjón Örn Þórsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Árna Magnússonar félagsmála- ráðherra. Sigurjón Örn er kvæntur Laufeyju Bjarnadótt- ur ferðamálafræðingi og eiga þau tvö börn. Sigurjón lauk BA- prófi í stjórnmálafræði frá Há- skóla Íslands árið 1993. Á ár- unum 1994 til 2002 var Sigurjón framkvæmdastjóri og hluthafi í Háess ehf. og var kosninga- stjóri Framsóknarflokksins í suðvesturkjördæmi fyrir síð- ustu alþingiskosningar. For- eldrar Sigurjóns eru Þór Sig- urjónsson og Hildur Jónsdóttir. Nýir aðstoðar- menn ráðherra Sigurjón Örn Þórsson Þorsteinn Davíðsson FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ LOFAR BROTTFLUTNINGI Að loknum „mjög árangursríkum“ fundi Ariels Sharons, forsætisráð- herra Ísraels, og Mahmouds Abbas, forsætisráðherra palestínsku heima- stjórnarinnar, kvaðst ísraelska for- sætisráðuneytið hafa fallist á að hefja brottflutning hersveita frá herteknu svæðunum í áföngum. Stjórn Sharons lagði þó áherslu á að Abbas þyrfti að „leysa upp palest- ínskar hryðjuverkahreyfingar“. Hæsta einkunn í MR Eyvindur Ari Pálsson náði hæstu einkunn á stúdentsprófi við Mennta- skólann í Reykjavík sem gefin hefur verið. Hann segir engar töfralausnir að baki svo góðum árangri. Lyk- ilatriðið sé skipulagning og góður svefn ásamt góðri hreyfingu til að brjóta upp daginn. Íranar sagðir spilla málum Bandaríkjamenn, sem stýra her- námsliðinu í Írak, gáfu í gær út við- vörun í Bagdad þess efnis að ísl- amskir harðlínumenn héldu nú inn í Írak til að spilla fyrir uppbyggingu bandamanna í landinu. Viðvörunin var gefin út í kjölfar þess að varn- armálaráðherra Bandaríkjanna, Donald Rumsfeld, sakaði Írana um að senda úrvalssveitir sínar til Íraks. Hálendisferðir vinsælar Erlendir ferðamenn sækjast eftir ferðum á hálendið og sögufrægar slóðir. Mjög vel gengur hjá ferða- skrifstofum að selja slíkar ferðir. Einkum eru þetta ferðamenn á eigin vegum sem koma frá Bretlandi, Hol- landi og Þýskalandi, en einnig frá Bandaríkjunum. L a u g a r d a g u r 31. m a í ˜ 2 0 0 3 Yf ir l i t Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað frá Tóbaksvarn- arnefnd. Blaðinu er dreift um allt land. TVEIR karlmenn á þrítugsaldri, Baldur Freyr Einarsson og Gunnar Friðrik Friðriksson, voru dæmdir í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur til fangelsisvistar fyrir stórfellda lík- amsárás í Hafnarstræti 25. maí 2002, en hún leiddi rúmlega tvítugan mann, Magnús Frey Sveinbjörnsson, til dauða. Baldur Freyr er dæmdur í þriggja ára fangelsi og að auki fyrir tvær aðr- ar líkamsárásir umrætt kvöld. Er hann dæmdur til að greiða þeim sem fyrir árásunum urðu skaðabætur. Gunnar Friðrik er dæmdur í tveggja ára fangelsi. Mennirnir eru báðir dæmdir til að greiða foreldrum hins látna um 2,4 milljónir í bætur. Ekki kom til álita að skilorðsbinda refsivist mannanna en frá refsivist þeirra dregst óslitið gæsluvarðhald hvors um sig frá 26. maí 2002. Mennirnir neita báðir sök á dauða Magnúsar Freys en játa að hafa veist að honum umrætt kvöld. Niðurstaða dómsins er m.a. studd lýsingu fjölmargra vitna af árásinni sem átti sér stað fyrir framan skemmtistaðinn Spotlight undir morgun laugardagsins 25. maí 2002. Þá var einnig stuðst við myndbands- upptöku úr eftirlitsmyndavél. Baldur Freyr er dæmdur fyrir að hafa slegið Magnús Frey mörg hnefahögg í höfuðið, veitt honum högg með höfðinu og sparkað í höfuð hans með hné og margsinnis sparkað af afli í höfuð mannsins með hné og fæti eftir að hann féll í götuna. Gunnar Friðrik er dæmdur fyrir að hafa sparkað í efri hluta líkama Magnúsar Freys þegar hann reis upp eftir atlögu Baldurs Freys, svo að hann féll í götuna á ný, allt með þeim afleiðingum að Magnús Freyr hlaut höfuðkúpubrot og blæðingu inn á heila og lést hinn 2. júní sl. af völdum heilablæðingar og heilabjúgs. Vitni greinir á um hver aðdragandi slagsmálanna var en það er mat dómsins að atlaga Baldurs Freys hafi nánast verið tilefnislaus og ekkert réttlæti jafn hrottalega árás. Magnús Freyr hafi lengstum enga vörn sér veitt og styður vitnisburður þetta álit dómsins svo og myndbandsupptak- an. Samkvæmt læknisfræðilegum gögnum, sem lágu m.a. dómnum til grundvallar, þykir sannað að atlögur Baldurs Freys og Gunnars Friðriks, hvors þeirra um sig eða saman, voru til þess fallnar að valda þeim alvar- legu ákverkum er drógu Magnús Frey til dauða. Ekki er með vissu unnt að greina í sundur afleiðingar af háttsemi hvors þeirra fyrir sig. Í dómnum segir að þeir beri því hvor um sig fulla refsiábyrgð af afleiðing- um gerða sinna þótt virða beri afleið- ingar til gáleysis þeirra beggja. Hvorugur þeirra hefur áður gerst sekur um brot gegn almennum hegn- ingarlögum. Dæmdir fyrir stórfellda líkamsárás í Hafnarstræti sem leiddi til dauða manns Ekkert rétt- lætir jafn hrottalega árás ALLUR fiskiskipaflotinn er nú í höfn eða að koma til hafnar því sjó- mannadagurinn er haldinn hátíð- legur á morgun. Hátíðahöld vegna dagsins eru í öllum helztu sjáv- arútvegsbyggðum og hefjast þau í dag. Sem dæmi um miklar hátíðir má nefna Hátíð hafsins í Reykjavík og Sjóarann síkáta í Grindavík. Skipin streymdu inn í vikulokin, mörg með fullfermi eins og Eld- borg RE, sem kom fulllestuð af grá- lúðu í land á föstudag, að verðmæti um 50 milljónir króna. Grálúðan er hausuð og sporðskorin og síðan heilfryst fyrir markaði í Taívan og Japan. Gott verð fæst fyrir lúðuna og hausana af henni og segir Hjört- ur Gíslason, einn stjórnenda Ög- urvíkur hf., að mjög vel gangi að selja lúðuna og finni hann ekki fyr- ir sölutregðu vegna bráðalungna- bólgunnar í Taívan. Á myndinni sporðsker Þorgeir Baldursson grálúðu um borð í Eld- borg. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Skipin við bryggju á hátíð sjómanna BYRJAÐ var að senda niðurstöður úr samræmdu prófunum í 10. bekk til grunnskólanna í gær en að sögn Sigurgríms Skúlasonar, deild- arstjóra Námsmatsstofnunar, ræðst síðan af afgreiðslu skólanna sjálfra hvenær nemendur fá að vita um eigin frammistöðu á próf- unum. Fyrstu niðurstöður um meðaltöl liggja hins vegar fyrir og reyndust nemendur í 10. bekk vera sterkast- ir í ensku, en þar var meðaltals- einkunnin 7,0, og næsthæstir í ís- lensku, 6,6. Nemendum gekk aftur á móti síst með stærðfræðina og síðan dönskuna en meðaleinkunnin í þeim greinum var 5,6 og 5,8. Niðurstöður samræmdu prófanna sendar skólunum Sterkust í ensku en slökust í stærðfræði                                                                                                 Í dag Sigmund 8 Viðhorf 36 Viðskipti 14/16 Kirkjustarf 38/39 Erlent 18/20 Minningar 40/46 Höfuðborgin 22 Bréf 48 Akureyri 23 Myndasögur 48 Suðurnes 24 Staksteinar 50 Landið 24 Dagbók 50/51 Árborg 26 Leikhús 56 Listir 30/31 Fólk 56/61 Neytendur 27 Bíó 58/61 Heilsa 29 Ljósvakamiðlar 62 Forystugrein 32 Veður 63 * * * FASTEIGNABLAÐIÐ mun framvegis fylgja Morgun- blaðinu á mánudögum en ekki á þriðjudögum eins og verið hef- ur. Heiti blaðsins hefur jafn- framt verið breytt og nefnist það nú Fasteignablaðið. Í tilefni af nýjum útgáfudegi verða ókeypis eintök af Fast- eignablaðinu í boði á öllum lausasölustöðum Morgunblaðs- ins á mánudaginn auk þess sem því verður dreift í Kringlunni og Smáralind, á meðan upplag- ið endist. Eftir sem áður verður hægt að nálgast upplýsingar um fast- eignir sem eru til sölu á Fast- eignavefnum á mbl.is. Fjöldi flettinga á vefnum vikuna 19.– 25. maí var 473.203. Fasteigna- blaðið á mánudögum UM 15–20 manns hefur verið sagt upp störfum hjá Mjöll og Frigg í kjölfar sameiningar fyrirtækjanna um miðjan maí. Starfsstöðvum fyr- irtækjanna verður fækkað úr fjór- um í tvær. Baldur Guðnason, stjórnarformaður Mjallar-Friggj- ar, segir að allir þættir starfsem- innar hafi verið teknir til endur- skoðunar. Sameining fyrirtækjanna var til- kynnt um miðjan maí. Baldur segir uppsagnirnar í raun afleiðingu af sameiningunni og þeirri hagræð- ingu sem henni fylgi. Aðspurður segir hann að uppsagnirnar gangi þvert á allar deildir og komi niður á starfsmönnum beggja fyrirtækj- anna. Verið sé að endurskoða alla þætti starfseminnar, hvort sem um er að ræða innkaup á hráefnum eða umbúðum, og unnið sé að því að samræma dreifingu og fram- leiðslu. Starfsstöðvum Friggjar á Akureyri og í Garðabæ verður lok- að en starfseminni haldið áfram í húsakynnum Mjallar við Austur- síðu á Akureyri og á Fosshálsi í Reykjavík. Bæði Mjöll og Frigg reka ræstingaþjónustu og Mjöll rekur auk þess þvottahús á Ak- ureyri. Þessar tvær einingar verða sameinaðar og segir Baldur að all- ir starfsmenn þeirra muni halda sínum störfum. „Þetta er gert til að ná fram þeirri hagkvæmni og hagræðingu sem við þurfum að ná í harðnandi samkeppni við innlend- ar hreinlætisvörur,“ segir hann. Mjöll-Frigg 15–20 manns sagt upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.