Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 39
KIRKJUSTARF/FERMINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 39 þeirra eru Bjarney I. Gunnlaugs- dóttir, Oddný Þórhallsdóttir og Helga Loftsdóttir. Fiðlusveit Allegro Suzuki-tónlistarskólans leikur í guðs- þjónustunni undir stjórn Lilju Hjalta- dóttur. Brúðuleikhús undir stjórn Helgu Steffensen kemur í heimsókn og sýn- ir börnunum söguna af Steini Bolla- syni sem bað Guð svo heitt og inni- lega að gefa sér börn, að þau voru orðin eitt hundrað áður en hann vissi af. Eftir messu verður hátíð á Hall- grímstorgi, þar sem sett verða upp leiktæki fyrir börnin og þeim gefið eitthvað gott í munninn. Séra Sig- urður Pálsson prédikar í messunni og þjónar fyrir altari ásamt séra Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Prédikun séra Sigurðar mun, í tilefni dagsins, m.a. fjalla um börnin í kristinni trú. Fermingar í Hallgrímskirkju á næsta ári SPENNANDI tími er framundan í lífi þeirra fjölskyldna, sem undirbúa fermingu árið 2004. Nú er komið að fyrsta skrefinu hjá foreldrum ferm- ingarbarna í Hallgrímskirkju. Fund- ur með þeim verður haldinn í Suð- ursal Hallgrímskirkju þriðjudaginn 3. júní nk. kl. 17–18. Á fundinum verða veittar upplýsingar um ferm- ingarfræðsluna og valkosti, s.s. haustnámskeið, messusókn, sam- vinnu og fermingardaga. Þess er ósk- að að allir foreldrar fermingarbarna í Hallgrímskirkju árið 2004 komi til þessa fundar og skrái börnin. Prestarnir. Sumardagar í kirkjunni EINS og undanfarin ár verða sum- arguðsþjónustur eldri borgara í Reykjavíkurprófastsdæmum. Guðsþjónusturnar færast á milli kirknanna í prófastsdæmunum. Fyrsta guðsþjónustan verður í Breiðholtskirkju miðvikudaginn 4. júní kl. 14. Sr. Gísli Jónasson predik- ar og þjónar fyrir altari. Sönghópur leiðir söng undir stjórn Sigrúnar Þór- steinsdóttur organista. Á eftir verða kaffiveitingar í boði Breiðholts- sóknar. Þessar guðsþjónustur eru sam- starfsverkefni Ellimálaráðs Reykja- víkurprófastsdæma, og safnaðanna sem taka á móti okkur hverju sinni. Nánari auglýsingar eru í öllum kirkjum í prófastsdæmunum og einn- ig í félagsmiðstöðvum aldraðra í Reykjavík og Kópavogi. Þess er vænst að sem flestir sjái sér fært að koma og eiga saman góða stund í kirkjunni. Allir eru velkomnir. Leikjanámskeið Neskirkju EINS og undanfarin sumur býður Neskirkja upp á leikja- og ævintýra- námskeið fyrir 6–12 ára gömul börn (fædd 1991–1997). Á námskeiðunum er lögð áhersla á virðingu og vináttu og miðast leikir og verkefni við að efla og styrkja hópinn og einstakling- inn. Námskeiðunum er stjórnað af reyndu fólki sem hefur starfað með börnum á leikjanámskeiðum í kirkju og skólum. Námskeiðin eru frá mánudegi til föstudags á milli klukkan 13 og 17. Leikjanámskeiðin, sem eru fyrir börn á aldrinum 6–10 ára (fædd 1993– 1997), byrja 10., 16. og 23. júní, 28. júlí og 11. ágúst. Ævintýranámskeiðin byrja 23. júní og 11. ágúst og eru fyrir 10–12 ára börn (fædd 1991 – 1993). Þar er sér- stök áhersla lögð á útivist og hreyf- ingu. Meðal annars verður farið í rat- leik, hjólreiðaferð og sundferð. Á báðum námskeiðunum er farið út fyr- ir borgina og slegið upp grillveislu. Nánari upplýsingar eru í síma 511 1560 og á www.neskirkja.is Börn taka skóflustungu að nýju safnaðarheimili Neskirkju AÐ lokinni messu sunnudaginn 1. júní kl. 11 verður tekin fyrsta skóflu- stunga að nýju safnaðarheimili sem rísa mun vestan við kirkjuna og tengjast henni. Börn í hverfinu er hvött til að mæta til messu með skófl- ur sínar og taka fyrstu skóflustung- una sameiginlega. Gengið hefur verið til samninga við JB verktaka um bygginguna og er áætlað að safnaðarheimilið verði af- hent fullbúið 1. júlí 2004. Teikningar eru til sýnis í núverandi safn- aðarheimili kirkjunnar en hönnun er í höndum VA arkitekta undir forystu Richards Briem. Séra Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari og lýsir blessun yfir væntanlegar framkvæmdir. Fræðsluprédikanir um Postulasöguna í Neskirkju SEX sunnudaga í röð, frá og með 1. júní n.k. og til 6. júlí, mun séra Örn Bárður Jónsson messa í Neskirkju og flytja fræðsluprédikanir um Post- ulasöguna sem er rit í Nýja testa- mentinu sem jafnan er lítill gaumur gefinn í kirkjunni. Lengi vel var álitið að Post- ulasagan væri lítið annað en söguleg heimild en margir síðari tíma guð- fræðingar sem rannsakað hafa ritið benda á að í því sé ekki síður að finna merkilegar guðfræðilegar áherslur sem höfundur setur fram í sögulegu samhengi. Umrædda sex sunnudaga verður leitast við að fræða um helstu stef Postulasögunnar, guðfræði höfundar og þýðingu ritsins fyrir kirkjuna nú á tímum. Ritið er skemmtilegt aflestrar og áhugavert fyrir margra hluta sak- ir og því er safnaðarfólki og öðrum sem áhuga hafa á að fræðast um ritið bent á að lesa það á næstu vikum og kynna sér efni þess. Sjómannadagurinn í Grafarvogskirkju ÞESS má geta til gamans að Graf- arvogskirkja í Reykjavík, kirkjan að Saurbæ á Rauðasandi Vesturlandi, Bláa kirkjan á Seiðisfirði Austurlandi og Raufarhafnarkirkja á Norður- landi eru kirkjur sem standa næst sjó á Íslandi. Hátíðarguðsþjónusta í Grafarvogs- kirkju kl. 11:00. Hr. Ólafur Skúlason biskup prédikar. Séra Vigfús Þór Árnason og séra Bjarni Þór Bjarna- son þjóna fyrir altari. Trompetleik- ari: Eiríkur Örn Pálsson. Kór Graf- arvogskirkju syngur. Organisti: Hörður Bragason. Handavinnusýning á verkum eldri borgara er í Kapellu kirkjunnar og stendur sýningin fram á sunnudag. Gospeltónleikar í Grafarvogskirkju Á MORGUN, sunnudag, verða haldn- ir gospeltónleikar í Grafarvogskirkju kl. 18. Gospelkór frá Keflavík- urflugvelli syngur og dansar Guði til dýrðar í mikilli sveiflu í helgidómi hans. Tónleikarnir munu standa yfir í klukkutíma. Boðið verður upp á veit- ingar að tónleikum loknum. Það er tilvalið fyrir alla fjölskylduna að koma í Grafarvogskirkju á morgun og eiga góða stund með þessum frá- bæra gospelkór. Allir eru velkomnir og það kostar ekkert inn á þessa tón- leika. Prestar Grafarvogskirkju. Syngjum saman með Ragga Bjarna AÐ kvöldi sjómannadags verður söng- og samverustund í Fríkirkjunni í Reykjavík. Þar munum við syngja þekkta sjó- mannaslagara ásamt öðrum söngv- um. Ragnar Bjarnason, söngvari með meiru, mun leiða sönginn ásamt tón- listarstjórum kirkjunnar. Inn á milli söngva verður lesið úr hinni helgu bók ásamt stuttri hugleiðingu. Komum saman og njótum sam- félags saman. Allir velkomnir Fríkirkjan í Reykjavík. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson Ferming í Laugarneskirkju sunnudag- inn 1. júní kl. 11:00. Prestur: sr. Bjarni Karlsson. Fermd verða: Adam Erik Bauer, Kirkjuteigi 18. Alexandra Baldursdóttir, Bugðulæk 14. Auður Albertsdóttir, Laugateigi 52. Ásthildur Erlingsdóttir, Laufvangi 1. Davíð Helgi Andrésson, Vesturbrún 33. Finnbogi Darri Guðmundsson, Otrateigi 2. Guðný Heiða Magnúsdóttir, Laugarnesvegi 108. Helga Björg Ágústsdóttir, Rauðalæk 24. Hildigunnur Björgúlfsdóttir, Laugalæk 25. Hildur Arnardóttir, Hraunteigi 26. Höskuldur Eiríksson, Hofteigi 21. Ívar Bergmann Egilsson, Selvogsgrunni 17. Kolbrún Þóra Löve, Laugalæk 26. Kristinn Gissurarson, Miðtúni 28. Nancy Coumba Koné Pantazis, Sóltúni 30. Stefanía Erla Óskarsdóttir, Hofteigi 26. Svanbjörg Berg Sigmarsdóttir, Kleppsvegi 2. Úlla Björnsdóttir, Hofteigi 20. Ægir Valsson, Hofteigi 16. Ferming í Reynivallakirkju í Kjós sunnudaginn 1. júní kl. 14. Prestur sr. Gunnar Kristjánsson. Fermd verða: Einar Hermannsson, Hjalla í Kjós. Ellen Alexandra Gunnlaugsdóttir, Esjugrund 92, Kjalarnesi. Helen María Ómarsdóttir, Esjugrund 20, Kjalarnesi. Lára Guðrún Gunnarsdóttir, Blönduholti í Kjós. Lísbet Dögg Guðmundsdóttir, Káraneskoti í Kjós. Ferming í Borgarkirkju sunnudaginn 1. júní kl. 14. Prestur sr. Þorbjörn Hlynur Árnason. Fermdir verða: Björgvin Fjeldsted, Ferjukoti. Þorgrímur Gísli Kristbjörnsson, Bóndhól. Ferming í Ísafjarðarkirkju sunnudag- inn 1. júní kl. 14. Prestur sr. Magnús Erlingsson. Fermdar verða: Guðrún Hulda Gunnarsdóttir, Fagraholti 7. Þóra Mary Arnórsdóttir, Fagraholti 9. FERMINGAR FRÉTTIR Fundur með ferðaþjónustufyrir- tækjum á Hótel Höfn Samtök ferðaþjónustunnar halda fund með ferðaþjónustufyrirtækjum á Hótel Höfn í Hornafirði á morgun, mánu- daginn 2. júní, kl. 20. Á fundinn mæta Jón Karl Ólafsson, formaður SAF, Erna Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri, og Þorleifur Þór Jónsson, hagfræðingur SAF. Rætt verður um stöðu og horfur í ferða- þjónustunni, rekstrarumhverfi fyrir- tækjanna, markaðsmál og fleira sem ofarlega er á baugi í greininni. Á NÆSTUNNI Kvenfélag Lágafellssóknar verður með grænan markað í dag, laugardaginn 31. maí, kl. 13- 17 í Kjarna. Til sölu verða trjá- plöntur, fjölær blóm o.fl. Allur ágóði rennur til Hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ. Kaffi og vöfflur. Sýningin Fólk og fyrirtæki í Kaplakrika var opnuð fimmtudag- inn 29. maí sl. og stendur til sunnudagsins 1. júní. Sýningin er ætluð fyrirtækjum og þjónustuað- ilum til að kynna sig og þjónustu sína en ætti um leið að geta höfðað til allrar fjölskyldunnar. Hátt í hundrað sýnendur frá Hafnarfirði og nágrannabyggðarlögum taka þátt og er mikil fjölbreytni á sýn- ingunni. T.d. hefur verið reistur viti í bás Hafnarfjarðar, tákn bæj- arins, og Alcan hefur látið reisa eldfjall í sínum bás en sýningin þar ber heitið: Frá frumefni til fram- tíðar. Í bás SÍF keppa þjóðþekktir einstaklingar í keppninni: Einvígið í eldhúsinu. Sýningunni er skipt niður í nokkur megin þemu: Sam- skipti, nám og nýsköpun. Íþróttir, heilsa og útivera. Bílar, tæki og tækni. Sælkeralíf – kaffihús og matur. Ævintýraland barnanna. Meðal atriða eru: Birgitta Hauk- dal, Land og synir, Botnleðja, Halli Pé, Íslandsmeistari í torfæru sýnir Risabílinn, Hoppukastalar og tívolí, Karlakór eldri Þrasta undir stjórn Guðjóns Halldórs Ósk- arssonar, Kór Öldutúnsskóla undir stjórn Egils Friðleifssonar, Kiw- anisklúbbarnir í Hafnarfirði af- henda 6 ára börnum reiðhjálma og veifur á hjól, Arngrímur Jóhanns- son, eigandi Atlanta, sýnir listflug yfir sýningarsvæðinu o.fl. Þá mun Lista- og menningarhátíð Hafnarfjarðar, Bjartir dagar, tengjast sýningunni með form- legum og óformlegum hætti. Sýningin er opin sem hér segir: Í dag, laugardaginn 31. maí, kl. 12- 20 og á morgun, sunnudaginn 1. júní, kl. 12-20. Aðgangseyrir er 650 kr. fyrir fullorðna og 300 kr. fyrir börn. Sjá nánar á: www.mb.is/folkogfyrirtaeki.htm Sögufélag Kjalarnesþings efnir til ferðar í Þerney á Kollafirði í dag, laugardaginn 31. maí. Fólk er beðið að mæta við hjúkrunarheim- ilið í Víðinesi á Kjalarnesi kl. 13, siglt verður frá svonefndu Gunn- unesi í eyna þar sem hægt verður að njóta útiverunnar og huga að sögulegum minjum. Allir velkomnir í ferðina, þátttöku- gjald er kr. 500 en frítt fyrir börn. Ferðin tekur um þrjár klukku- stundir, fólki er bent á að vera vel búið og taka með sér nesti. Nánari upplýsingar gefur formaður Sögu- félags Kjalarnesþings, Bjarki Bjarnason. Í DAG Kaffisala og basar á Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði Á morgun, sjómannadaginn 1. júní, verður kaffisala og basar á Hrafn- istu í Reykjavík og Hafnarfirði. Að venju verður í boði kaffihlað- borð frá kl.14-17. Handavinnusýn- ing og sala verður kl. 13-17, á handavinnu heimilisfólksins einnig mánudaginn 2. júní kl. 10-16. Allir velkomnir. Kaffisala Slysavarnadeildar kvenna í Reykjavík Slysavarna- deild kvenna í Reykjavík verður með sína árlegu kaffisölu á morg- un, Sjómannadaginn 1. júní. Kaffi- salan verður á þremur stöðum; um borð í Sæbjörgu sem siglir um sundin blá á klukkustundar fresti frá kl. 13, í tjaldi á Miðbakka Reykjavíkurhafnar og í húsi deild- arinnar í Sóltúni 20, þar sem boðið verður uppá kaffihlaðborð. Allur ágóði af sölunni rennur til slysa- varna og björgunarmála. Vígsla nýbyggingar í sum- arbúðum KFUK í Vindáshlíð verður á morgun, sunnudaginn 1. júní. Vígsluhátíðin hefst með guðs- þjónustu kl. 14 og vígslu nýja skálans að henni lokinni. Prestur verður Guðrún Edda Gunn- arsdóttir. Einnig verður opið hús í Vindáshlíð kl. 14-17. Allir vel- komnir. Dansleikir á Ingólfstorgi Sam- tökin Komið og dansið í samstarfi við menningarsveit Hins hússins standa fyrir dansleikjum á Ing- ólfstorgi á morgun, sunnudaginn 1. júní, og einnig sunnudaginn 22. júní nk. kl. 14-16 báða dagana. Val tónlistar miðast við að flestir finni eitthvað við sitt hæfi en létt sveifla og línudansar verða í fyr- irrúmi. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir. Vestur-Íslendingar og indíánar Vináttufélag Íslands og Kanada heldur fund á morgun, sunnudag- inn 1. júní, kl. 14.30 í veitingahús- inu Lækjarbrekku. Helga Ög- mundardóttir mannfræðingur mun segja frá rannsóknum sínum á samskiptum indíána og Vestur- Íslendinga á árunum 1875-1930. Allir velkomnir. Eftir hlé verður haldinn aðal- fundur Vináttufélags Íslands og Kanada. Fugla- og náttúruskoðun verður í friðlandinu í Flóa á vegum Fuglaverndarfélagsins á morgun, sunnudaginn 1. júní, kl. 16.30 og lagt af stað frá Stakkholti. Ekið er uppí friðlandið frá afleggjara að bænum Sólvangi og er vegvísir við Eyrarbakkaveg, sem á stendur: Nesengjar, friðland fugla. Annar vegvísir með korti er við Sólvang. Um 4 km eru frá þjóðveginum að Stakkholti. Opið hús í Suðurhlíðarskóla Sunnudaginn 1. júní kl. 14-17 verður opið hús í Suðurhlíðarskóla til kynningar á skólanum og nám- inu. Nemendur munu sýna verk- efni og kennarar kynna skóla- starfið. Tónleikar nemenda sem stundað hafa nám í hljóðfæraleik við skólann í vetur verða haldnir kl. 15. Veitingar verða í boði for- eldrafélagsins. Göngugarpar ÍT ferða verða á ferðinni á morgun, sunnudaginn 1. júní, kl. 10. Gengið verður á Akra- fjall í fylgd heimamanna. Mæting við nýju vetnisstöðina v/Vest- urlandsveg. Allar nánari upplýs- ingar hjá ÍT ferðum í síma og á www.itferdir.is Á MORGUN Á Sjómannadaginn 1. júní nk. verður kaffisala og basar á Hrafn- istu í Reykjavík og Hafnarfirði. Að venju verður í boði glæsilegt kaffi- hlaðborð frá kl. 14 til 17. Handa- vinnusýning og sala verður frá kl. 13 til 17 á fjölbreyttri handavinnu heimilisfólksins einnig mánudag- inn 2. júní frá kl. 10 til 16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.