Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Árni Friðriksson, Þerney, Venus, Freri, Örfir- isey og Richmond Park koma í dag. Libra fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Þór kom í gær, Rán og Arnar koma í dag. Mannamót Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Morg- unganga frá Hraunseli kl. 10. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Á þriðjudög- um kl. 13 boccia, vinnu- stofur opnar alla virka daga til kl. 16. 30 og spilasalur frá hádegi. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. FEBK. Púttað á Lista- túni kl. 10.30 á laug- ardögum. Mætum öll og reynum með okkur. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Gigtarfélagið. Leik- fimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleik- fimi karla, vefjagigt- arhópar, jóga, vatns- þjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðsludeild SÁÁ, Síðumúla 3–5, og í Kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis. Fundir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. OA-samtökin. Átrösk- un / Matarfíkn / Ofát. Fundir alla daga. Upp- lýsingar á www.oa.is og síma 878 1178. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Katt- holti. Skógræktarfélag Mos- fellsbæjar. Hinn venju- bundni skógardagur félagsins verður í Hamrahlíð á sunnu- daginn frá klukkan eitt og fram eftir degi. Hrafnista Reykjavík og Hafnarfirði. Sjó- mannadaginn 1. júní verður kaffisala og bas- ar á Hrafnistu í Reykjavík og Hafn- arfirði. Í boði verður kaffihlaðborð frá kl. 14–17. Handa- vinnusýning og sala verður frá kl. 13–17 á handavinnu heim- ilisfólksins, einnig mánudaginn 2. júní frá kl. 10–16. Allir vel- komnir. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum á Norðurlandi: Blómabúðin Bæjar- blómið, Húnabraut 4, Blönduósi, s. 452 4643, Blóma- og gjafabúðin, Hólavegi 22, Sauð- árkróki, s. 453 5253, Blómaskúrinn, Kirkju- vegi 14b, Ólafsfirði, s. 466 2700, Hafdís Krist- jánsdóttir, Ólafsvegi 30, Ólafsfirði, s. 466 2260, Blómabúðin Ilex, Hafnarbraut 7, Dalvík, s. 466 1212, Bókabúð Jónasar, Hafnarstræti 108, Ak- ureyri, 462 2685, Bóka- búðin Möppudýrið, Sunnuhlíð 12c, Ak- ureyri, s. 462 6368, Penninn Bókval, Hafn- arstræti 91–93, Ak- ureyri, s. 461 5050, Blómabúðin Akur, Kaupangi, Mýrarvegi, Akureyri, s. 462 4800, Blómabúðin Tamara, Garðarsbraut 62, Húsavík, s. 464 1565, Bókaverslun Þórarins Stefánssonar, Garð- arsbraut 9, Húsavík, s. 464 1234, Skúli Jóns- son, Reykjaheiðarvegi 2, Húsavík, s. 464 1178, Skúli Þór Jónsson, Boðagerði 6, Kópasker, s. 465 2144, Rann- veigar H. Ólafsdóttur, Hólavegi 3, 650 Laug- um, s. 464 3181. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum á Austfjörðum. Birgir Hallvarðsson, Botnahlíð 14, Seyð- isfirði, s. 472 1173 Blómabær, Miðvangi, Egilsstöðum, s. 471 2230, Nesbær ehf., Egilsbraut 5, 740 Nes- kaupstaður, s. 477 1115, Gréta Frið- riksdóttir, Brekkugötu 13, Reyðarfirði, s. 474 1177, Aðalheiður Ingimundardóttir, Bleiksárhlíð 57, Eski- firði, s. 476 1223, María Óskarsdóttir, Hlíð- argötu 26, Fáskrúðs- firði, s. 475 1273, Sig- ríður Magnúsdóttir, Heiðmörk 11, Stöðv- arfjörður, s. 475 8854. Hrafnkelssjóður (stofnaður 1931). Minn- ingarkort afgreidd í símum 551 4156 og 864 0427. Í dag er laugardagur 31. maí, 151. dagur ársins 2003. Orð dags- ins: Svo miskunnar hann þá þeim, sem hann vill, en forherðir þann, sem hann vill. (Rómv. 9, 18.) Skiptar skoðanir eruum áform ríkisstjórn- arinnar um að hækka íbúðalán. Helga Árna- dóttir skrifar grein á vefinn Tíkin.is og dregur í efa að efla eigi Íbúða- lánasjóð.     Í tíð ríkisstjórnarsam-starfs Sjálfstæðis- flokks og Framsóknar- flokks hefur ríkið dregið sig markvisst út úr rekstri fjármála- starfsemi, þ.m.t. lána- starfsemi. Sala ríkis- bankanna var eitt stærsta skrefið í þá átt,“ skrifar Helga. „En á sama tíma hefur húsnæð- islánakerfið þanist út og Íbúðalánasjóður er lang- stærsta lánastofnun landsins. Er Íbúðalána- sjóður stofnun sem við viljum efla? Er ekki heillavænlegra að huga að svipuðum breytingum og hafa átt sér stað í ná- grannalöndum okkar þar sem dregið hefur verið úr ríkisafskiptum af hús- næðismálum?“     Helga segir að stefnaSjálfstæðisflokksins í málefnum Íbúðalánasjóðs hafi orðið undir, ef marka megi stefnu- yfirlýsingu stjórnarflokk- anna. Um tillögur Árna Magnússonar félagsmála- ráðherra um hækkun íbúðalána segir hún: „Þessar áætluðu breyt- ingar á húsnæðis- lánakerfinu fela í sér stóraukin umsvif ríkisins í lánastarfsemi. Aukið framboð á niðurgreidd- um húsnæðislánum mun að líkindum auka eftir- spurn almennings eftir lánsfé og í mörgum til- fellum leiða til aukinnar skuldsetningar heim- ilanna. Í kjölfar þessa aukna framboðs á lánsfé mun fasteignaverð hækka og líklegt má telja að vextir hækki einnig. Þessar ályktanir má meðal annars draga af því að þegar viðbótar- lán voru tekin upp, þ.e. 90% húsnæðislán fyrir þá sem uppfylla ákveðin skilyrði, fjölgaði kaup- endum á almennum hús- næðismarkaði, sem „sprengdi upp fast- eignaverð og hús- bréfavexti“. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu ASÍ um úrbætur í húsnæðismálum.     Þó svo að ljóst sé aðbreytingar í átt til markaðsvæðingar hús- næðislánakerfisins muni ekki eiga sér stað á kjör- tímabilinu er brýnt að stefnt sé að því að Íbúða- lánasjóður verði færður inn í almenna bankakerf- ið. Þess verður vonandi ekki langt að bíða að sjóðurinn hætti störfum og að íbúðalán verði eins og önnur lán afgreidd af fjármálastofnunum á al- mennum markaði. Ef rík- ið vill áfram stuðla að því að sem flestir búi í eigin húsnæði er hægt að ná því markmiði með skilvirkari hætti, til dæmis gæti ríkisvaldið tryggt lága vexti hús- næðislána með rík- isábyrgðum.“ STAKSTEINAR Opinbert húsnæðis- lánakerfi þenst út Víkverji skrifar... VÍKVERJI veit margtánægjulegra en að brölta milli landa með flug- vélum. Ekki skánar það þegar millilenda þarf, eins og við Íslendingar þurfum æði oft að gera núorðið. Allt er þó gert til þess að auðvelda ferðalagið. Eitt af því er að gera ferðamönn- um kleift að skrá farangur alla leið á áningarstað, þeg- ar millilenda þarf. Þetta stóð Víkverja til boða á dögunum er hann þurfti að ferðast til Nice í Frakk- landi með millilendingu í París. Sagði Víkverji við kollega sinn í þeirri andrá er hann þáði boðið í Kefla- vík, að tilfinningin væri samt ekki al- veg nógu góð, að hann væri viss um að eitthvað ætti eftir að koma fyrir. Þessi ónotatilfinning var alls ekki úr lausu lofti gripin því er Víkverji ferð- aðist sömu leið fyrir ári lenti íslensk- ur samferðamaður einmitt í hremm- ingum með farangurinn sinn. Fékk að skrá hann alla leið til Nice, en þegar þangað var komið leið og beið og enginn farangur kom, því að hann hafði orðið eftir í París. x x x ÓUMFLÝJANLEGA var þettaVíkverja ofarlega í huga lang- leiðina og þó sérstaklega er hann beið við færibandið í Nice eftir tösku sinni. Víkverji beið og beið og sá töskunum fækka á bandinu, uns ein var eftir og nær allir farþegar horfn- ir á braut með sitt hafurtask. Sama hversu oft þessi eina taska birtist, sama hversu marga hringi hún fór. Alltaf var Víkverji að vonast til að taskan væri hans, en auðvitað löngu búinn að ganga úr skugga um að svo væri ekki. Um síðir gekk Víkverji hnípinn inn á tapað-fundið skrifstofu Air France, þar sem við blasti slatti af farþegum úr sama flugi, klórandi sér í hausnum yfir glötuðum far- angri. En viti menn, rétt eins og henti samferðamanninn fyr- ir ári, þá varð taska Víkverja eftir í París. Átti samkvæmt samkomulagi sem gert var í Keflavík að fara alla leið til Nice, með Víkverja, en varð af manna völdum eftir í París. Hún kemur með næstu vél, var Víkverja tjáð og ekki var annað að dæma af fasi flugvall- arstarfsmanna en að svona nokkuð væri daglegt brauð, gerðist eftir hvert einasta flug. Rétt eins og aðrir farþegar var Víkverji þó í töluverðu upp- námi, leið eðlilega illa yfir því að vita af öllum eigum sínum greinilega í ekki allra hæfustu höndum í París. Er það öruggt? spyr Víkverji. Við vonum það, var eina svarið. x x x TIL AÐ gera langa sögu stutta þáskilaði taskan sér um síðir, góð- um sólarhring síðar, eftir ófáar sím- hringingar og misvísandi svör. Svona þjónusta er vissulega góðra gjalda verð – ef henni er treystandi það er að segja. En það er hæpið að Víkverji samþykki að treysta öðrum fyrir að koma farangri sínum í rétta vél, næst þegar hann ferðast um Charles de Gaulle-flugvöllinn í París. Það er miður skemmtilegt að þurfa að yfirgefa flug- völlinn með tóma farangurskerruna. Hundahald og lausir hundar ÉG VIL andmæla grein eftir útivistarkonu í Garða- bænum um lausa hunda í Heiðmörkinni sem birt var í Velvakanda 23. maí sl. Því fer fjarri að öllu úti- vistarfólki sé illa við hunda og að allir hundar snuðri í kringum það eins og full- yrt er í greininni. Ég er sjálf útivistarmanneskja og veit ekkert skemmti- legra en hunda. Hundaeigendur og hundar þeirra eru oft litnir hornauga. Það er út- breiddur misskilningur að allir hundar séu vondir og bíti. Þvert á móti þá er hundurinn besti vinur mannsins og tryggari og vingjarnlegri félaga er ekki hægt að finna. Lausir hundar eru óvin- sælir í hugum margra borgara. Ekki eru til næg svæði þar sem lausagang- ur hunda er leyfður og þess vegna er hundum stundum sleppt þar sem það á ekki við. Eru til næg- ir staðir sem leyfa lausa- gang hunda? Nei, því mið- ur. Í greininni eftir útivistarkonuna í Garða- bænum er fullyrt að núver- andi ástand þurfi að bæta. Já, það er rétt, fólk þarf að vera jákvæðara gagnvart hundum og svæðum sem leyfa lausagang hunda verður að fjölga. Óþarfi er að senda hundaeigendum illt auga úti á götu eða vera á móti hundum almennt því það er ljóst að hundum mun ekki fækka á Íslandi á komandi árum. Það er staðreynd sem allir verða að sætta sig við. S.H., 16 ára hundaeigandi. Í minningu Ellýjar Vilhjálms ÉG ÓSKA Guðrúnu Gunn- arsdóttur til hamingju með diskinn þar sem hún syng- ur þau lög sem enginn gerði betri skil en Ellý Vil- hjálms. Gyða Erlingsdóttir. Hvar eru takmörkin? SIGMUND er mikill snill- ingur með blýantinn. Mik- ið er gaman að myndunum hans, en er það ekki lág- markskurteisi að hlífa æðsta embætti hins ís- lenska lýðveldis við skrípa- myndum hans? Borgari. Símakort óskast ÉG SAFNA notuðum símakortum en á engin frá Íslandi. Ég óska því eftir að komast í samband við safnara á Íslandi. Sendið mér eins mörg íslensk símakort og þið viljið og ég mun senda á móti jafn mörg frá Spáni. Ég svara öllum bréfum á ensku. José Bermejo Paseo de Heriz 19 E-20008 San Sebastian Spain Vistvænn matarsódi Í MORGUNBLAÐINU 27. maí sl. birtist grein, Vistvernd í verki, sem ástæða er til að taka mark á. Vill Landvernd/Vist- vernd upplýsa hvar hægt er að kaupa matarsóda í stórum pakkningum til hreingerninga? Áhugamaður um vistvernd. Dýrahald Yndislegan fress vantar heimili ÓTRÚLEGA gæfur og yndislegur 3 ára fress ósk- ar eftir góðu heimili. Hann er rauður og búið er að taka hann úr sambandi. Allar upplýsingar í síma 899 2637. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart LÁRÉTT 1 þjappa í, 4 brögðóttur maður, 7 rúmið, 8 spök- um, 9 urmul, 11 heims- hluti, 13 elska, 14 dáin, 15 málmur, 17 harma, 20 gröm, 22 tigin, 23 hrósar, 24 sveiflufjöldi, 25 hluta. LÓÐRÉTT 1 hillingar, 2 skjall, 3 hagnaðar, 4 fram- kvæmdasemi, 5 jurtin, 6 deila,10 muldrar, 12 for- skeyti, 13 ekki gömul, 15 andspænis, 16 æviskeið- ið, 18 slítur,19 kaka, 20 storki, 21 kem úr jafn- vægi. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 göfuglynd, 8 rimar, 9 áburð, 10 auð, 11 armar, 13 ilina, 15 starf, 18 safna, 21 lem, 22 álaga, 23 eflir, 24 haganlegt. Lóðrétt: 2 ömmum, 3 urrar, 4 ljáði, 5 nauti, 6 erta, 7 æðra, 12 aur, 14 lóa, 15 skál, 16 apana, 17 flaga, 18 smell, 19 féleg, 20 arra. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.