Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Frábær rómantísk gamanmynd sem hefur allstaðar slegið í gegn. Sýnd kl. 8. B.i.14. Sýnd kl. 4, 5, 7, 8 og 10. B. i. 12 ára.Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.  Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is SV MBL HK DV  SG Rás 2 Radio X  ÞÞ Frétta- blaðið  ÓHT Rás 2 „Grípandi og gefandi með óborganlega bardaga“ AF HVERJU HAGA MENN SÉR EINS OG STRÁKAR? AF ÞVÍ ÞEIR GETA ÞAÐ Sýnd kl. 4. Sýnd kl. 4 og 6.Sýnd kl. 10.05. B.i.12 ára. Sýnd í stóra salnum kl. 4, 7 og 10. Kvikmyndir.is Frábær rómantísk gamanmynd sem hefur allstaðar slegið í gegn. KVIKMYNDIR.COM ÓHT Rás 2 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2. Tilboð 500 kr. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6 og 8. KRINGLAN Sýnd kl. 7. KEFLAVÍK kl. 3.45 og 8. AKUREYRI kl. 4 og 8. Það borgar sig að kynnast fólki vel áður en þú ferð á blint stefnumót á netinu. Queen Latifahfer á kostum og Steve Martin slær í gegn í sinni stærstu gamanmynd frá upphafi! ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10.10. B.i. 14 ára Kvikmyndir.is KRINGLAN kl. 5.30. Ísl. tal. ÁLFABAKKI kl. 2 og 4. ísl. tal. VILHJÁLMUR Bretaprins velti því um tíma fyrir sér að hætta háskóla- námi en segist nú njóta námsins í Saint Andrew’s háskóla í Skotlandi og segir fólk þar koma fram við hann eins og hvern annan náms- mann. Segist hann hafa gaman af íþróttum og sé að reyna að læra að tala swahili. Þetta kemur fram í viðtali sem birt er í öllum helstu fjölmiðlum í Bretlandi í gær en Vil- hjálmur veitti viðtalið í tilefni af 21 árs afmæli sínu í næsta mánuði. Hugsaði um að hætta Vilhjálmur segir í viðtalinu að hann hafi átt erfitt með að laga sig að nýjum aðstæðum í Saint Andrew’s sem er á Norðursjávar- strönd Skotlands. Í fyrsta fríinu hafi hann farið heim og rætt við Karl Bretaprins, föður sinn, og velt því fyrir sér hvort hann ætti að snúa aftur. „Það hvarflaði að mér að gefast upp og hætta,“ sagði prinsinn. Hann sagði að faðir hans hefði verið mjög skilningsríkur og hann hefði þá gert sér grein fyrir því að sennilega hefði Karl átt við sömu vandamál að glíma í æsku. „Við ræddum málin lengi og á end- anum gerði ég mér grein fyrir því að ég varð að snúa aftur.“ Vilhjálmur veitti viðtalið í þakk- lætisskyni fyrir að breskir fjöl- miðlar hafa að mestu látið hann í friði fyrstu tvö árin sem hann hef- ur stundað listasögunám við Saint Andrew’s. Með viðtölunum fylgja myndir af prinsinum í gallabuxum á ströndinni eða nálægt kastala. Gaman af krám og kvikmyndum Vilhjálmur er elsti sonur elsta sonar Elísabetar Englandsdrottn- ingar og er því næstur á eftir föður sínum í erfðaröðinni eftir krún- unni. Vilhjálmur vildi ekki staðfesta að hann ætti í ástarsambandi en fjölmiðlar hafa bendlað hann við dóttur ensks kaupsýslumanns. En hann veitti ákveðna innsýn í einka- líf sitt í skólanum þar sem hann deilir íbúð með þremur öðrum námsmönnum og hefur gaman af kvikmyndum, krám, veitinga- húsum og íþróttum, þar á meðal sundbolta og golfi. Hann segist vera að íhuga að nema landafræði næstu tvö árin en sé nú að reyna að læra swahili á eigin spýtur. Það tungumál er m.a. talað í Kenýu og Tansaníu. „Það er sérkennilegt tungumál en ég vildi læra eitthvað sérhæft. Mér þykir mjög vænt um fólkið í Afríku og vil læra meira um það og geta talað við það,“ segir hann. Þá segist hann hafa gaman af því að kaupa inn og ísskápurinn hans sé fullur af alls kyns matvörum sem hann sé nýbúinn að kaupa. Hann segir marga vini sína vera góða kokka en sjálfur sé hann gagnslaus matreiðslumaður. Þegar hann er spurður um fram- tíðina verða svörin hins vegar loð- in. „Ég vil aðeins einbeita mér að því að ljúka náminu hér. Ég hef í sannleika sagt ekki hugsað um hvað ég muni þá taka mér fyrir hendur.“ Vilhjálmur Bretaprins tjáir sig við breska fjölmiðla um einkalífið, skólaárin og framtíðaráform Einhleypur og lærir swahili Reuters Vilhjálmur prins segist hafa gaman af því að stunda íþróttir og útivist al- mennt. Golf, póló og ruðningur eru þar ofarlega á lista hjá honum. Reuters Vilhjálmur var afslappaður og klæddist hversdagsklæðum er hann stillti sér sérstaklega upp fyrir ljósmyndara vegna viðtalsins sem hann veitti bresku blaðamönnunum í þakkarskyni fyrir friðinn sem hann hefur fengið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.